Morgunblaðið - 10.12.2006, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 10.12.2006, Blaðsíða 69
E ins og menn sáu á tónleikum Sufjan Stevens í Fríkirkjunni í síðasta mánuði felur hann í sér tvo listamenn ólíka; annar ró- lyndan lágstemmdan mann með gítar/banjó sem syngur hjartnæma hljóðláta texta og svo er það hinn sem stýrir fjöl- mennri rokksveit með blásarahóp og tilheyr- andi. Þessa sér og stað í textunum, sumir hjartnæmir í einfaldleika sínum en aðrir fara um víðan völl upp fullir með lyklum og tákn- um, dæmi- eða reynslusögur. Eins og Sufjan rekur söguna ætlaði hann sér aldrei að verða tónlistarmaður og fluttist til að mynda til New York sem ungur maður beinlínis til þess að verða rithöfundur og hafa sem aukastarf að kenna fólkið að skrifa skáld- skap. Allt fór þó að annan veg, tónlistin hafi haft betur í togstreitunni við bókmenntirnar, en Stevens bendir þó á að texti og tónlist hafi verið náin í gegnum aldirnar og á dögum söngvaskáldana, trúbardúranna, hafi lög að- allega verið samið til þess að þjóna textanum, en ekki öfugt. Sufjan segir sögur Það er og eitt af einkennum laga Sufjans Stevens að textinn er gríðarlega mikilvægur, alla jafna er hann fyrst og fremst að segja sögur, hvort sem það er af því þegar næstum kviknaði í heimili hans eða af brjóstumkenn- anlegum fjöldamorðingja. Þetta skýrir líka að einhverju leyti þá tilhneigingu hans að tengja allt saman, hver plata sé hugmyndafræðileg heild, sá að segja samhangandi sögu, lýsa raunveruleikanum. Þetta á vel við um plöt- urnar um Michigan og Illinois og líka reyndar vel um nýjasta uppátæki hans. Síðustu ár hefur Sufjan Stevens tekið upp stuttskífu með jólalögum fyrir ættingja og vini. Þetta segir hann til komið vegna þess að hann var orðinn leiður á að kaupa jólagjafir og ákvað því að reyna að gleðja sína nánustu á annan hátt. Það er þó ekki eina skýringin sem hann hefur gefið heldur segist hann líka verið að leit að jólaandanum í sjálfum sér, komast yfir jól æskunnar þar sem allt snerist um gjafir og hávaða. Engum sögum fer af því hvort hann náði að fanga anda jólanna á þennan hátt, en hann náði þó að uppgötva að jóla- tónlist var ekki svo slæm að því hann segir sjálfur, sérstaklega þegar hann áttaði sig á því að ofgnótt vestrænna jóla og ótal klisjur eru skemmtilegar út af fyrir sig. Jólalög fyrir ömmu Alla jafna fór þetta þannig fram að Stevens settust niður heima með góðum vinum með jólasöngbók og síðan var tekið upp. Eina reglan var sú að verið væri að taka upp jóla- lög fyrir ömmu Stevens, en hljóðfærin komu úr ýmsum áttum, gítar, banjó (auðvitað), pí- anó, orgel, blokkflauta, óbó, sleðabjöllur og svo má telja, en einnig var leikið á sitthvað sem ekki er hægt að telja hljóðfæri, klappað og stappað. Allt var sem sé tekið upp og frágengið heima í stofu og þegar plöturnar komu úr framleiðslu voru umslög sett saman í eldhús- inu, plötunum pakkað inn og þær sendar út í heim. Þeir sem fengu slíka jólapakka leyfðu svo öðrum að heyra og smám saman spurðist þetta framtak út, fólk fór að spyrjast fyrir um jólalögin hjá Útgáfu Sufjans og eins tóku lög að rata inn á Netið. Tveir tímar af tónlist Fyrsta smáskífuna tók hann upp 2001 og síðan á hverju ári upp frá því, en reyndar sleppti hann árinu 2004 fyrir einhverjar sakir. Plöturnar eru því fimm saman í pakka, 42 lög alls, um tveir tímar af tónlist en fimmtán lag- anna eru eftir Sufjan sjálfan. Ýmislegt annað hnossgæti er að finna í pakkanum, jólalím- miða, ítarlega frásögn af upptökuferlinu öllu og smásögu eftir Stevens, söngbók með text- um og hljómum og ritgerð um jólin eftir rit- höfundinn Rick Moody, aukinheldur sem þar er að finna veggmynd af Sufjan og fjölskyld- unni sem gerð var heldur jólalegri af málara. Á tónleikunum í Fríkirkjunni var sviðið skreytt uppblásnum jólasveinum sem enduðu síðan úti í sal að seinni tónleikum loknum. Hafi viðstaddir velt fyrir sér tilganginum er hann kominn í ljós – það var forsmekkur að jólapakkanum góða. Jólasveinninn Sufjan Stevens TÓNLIST Á SUNNUDEGI Árni Matthíasson Sufjan Stevens er svo afkasta- mikill að undrum sætir, eftir hann liggja sex breiðskífur á sex árum, en einnig hefur hann unnið að fjölmörgum verkefnum með öðrum tónlist- armönnum og lagt land undir fót til tónleikahalds. Fyrir stuttu kom svo enn skammtur af tónlist frá honum og það sannkallaður jólapakki. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Jólasveinn Það var jólalegt um að litast á sviðinu hjá Sufjan í Fríkirkjunni. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 2006 69 menning Listaháskóli Íslands auglýsir eftir umsóknum um starf háskólakennara í þrívíðri myndlist við myndlistardeild. Undir stöðuheitið háskólakennari flokkast fastráðnir akademískir starfsmenn skólans: lektorar, dósentar og prófessorar. Umsækjendur skulu vera starfandi myndlistarmenn á sviði þrívíðrar myndlistar, s.s. skúlptúrs og innsetninga. Þeir skulu hafa meistaragráðu eða sambærilega háskólagráðu á sínu sviði eða jafngilda þekkingu og reynslu. Þeir skulu jafnframt hafa kennt myndlist á háskólastigi og hafa góða þekkingu á starfsemi háskóla. Umsókn skal fylgja greinargóð skýrsla um námsferil umsækjanda, listræn störf hans, s.s. sýningarhald og fyrirlestra, útgefið efni um eigin verk, afrit af ritsmíðum um listsköpun og rannsóknir sem hann hefur birt, og aðrar þær upplýsingar sem tengjast starfi hans sem myndlistarmanns. Umsækjandi skal gera skýra grein fyrir kennslustörfum sínum og jafnframt veita upplýsingar um önnur störf sem hann hefur gegnt, þ.m.t. félags- og stjórnunarstörf og almenn störf á vettvangi lista og menningar. Loks er til þess ætlast að umsækjandi láti fylgja með afrit af prófskírteinum og gefi upp nöfn þeirra sem leita má til með umsagnir. Hlutverk háskólakennara við myndlistardeild er auk almennrar kennslu að hafa umsjón með námi nemenda, veita þeim ráðgjöf og gagnrýna verk þeirra. Hann er tengiliður við verkstæði skólans og í samráði við deildarforseta stýrir hann ýmsum verkefnum sem lúta að skólastarfinu. Háskólakennari vinnur að eigin listsköpun og rannsóknum og skal vera virkur þátttakandi í því samfélagi listanna sem skólinn leggur rækt við. Þegar svo ber undir getur hann þurft að taka þátt í almennri umræðu um myndlist, jafnt innan skólans sem utan. Hluti af starfinu er að vinna að uppbyggingu deildarinnar undir stjórn deildarforseta og taka þátt í mótun akademískrar stefnu fyrir skólann. Við ráðningu í stöðuna verður m.a. tekið tillit til hvaða hæfileika ætla má að umsækjandinn hafi til samstarfs við aðra og hvernig eiginleikar hans geti nýst til forystustarfa innan skólans. Starf háskólakennara í myndlist skiptist í kennslu, listsköpun/rannsóknir og stjórnun. Um hlutfall þessara þátta fer eftir nánara samkomulagi. Rektor ræður í starfið í samráði við deildarforseta myndlistardeildar að undangengnu mati dómnefndar sem dæmir um hæfi umsækjenda í samræmi við sérstakar reglur um veitingu akademískra starfa við Listaháskóla Íslands. Ráðningin er til þriggja ára. Um endurráðningar er kveðið á um í reglum um veitingu akademískra starfa. Gert er ráð fyrir að kennarinn hefji störf 1. ágúst 2007, en komi strax í vor að undirbúningi kennslu á næsta skólaári. Umsóknir skulu stílaðar á rektor og skal skila þeim ásamt með fylgigögnum til Listaháskóla Íslands, aðalskrifstofu Skipholti 1, 105 Reykjavík, eigi síðar en þriðjudaginn 9. janúar n.k. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál. Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Sjá nánar um reglur um veitingu akademískra starfa við Listaháskólann á heimasíðunni www.lhi.is Listaháskóli Íslands auglýsir eftir umsóknum um starf háskólakennara í leiklistarfræðum/dramatúrgíu við leiklistardeild. Undir stöðuheitið háskólakennari flokkast fastráðnir akademískir starfsmenn skólans: lektorar, dósentar og prófessorar. Umsækjendur skulu vera leiklistarfræðingar/dramatúrgar og hafa meistaragráðu eða sambærilega gráðu á sínu sviði. Þeir skulu jafnframt hafa kennt leiklist á háskólastigi og hafa góða þekkingu á starfsemi háskóla. Lögð er áhersla á að umsækjendur hafi yfirgripsmikla þekkingu á straumum og stefnum í samtímaleiklist og séu að sama skapi í nánum tengslum við lista- og fræðimenn sem starfa að leiklist á alþjóðavettvangi. Umsókn skal fylgja greinargóð skýrsla um námsferil umsækjanda, störf hans við leikhús, rannsóknir og ritsmíðar. Ennfremur er óskað eftir upplýsingum um þær rannsóknir og leiklistarverkefni sem umsækjandi vinnur að og hyggst vinna að í starfi sínu. Umsækjandi skal gera skýra grein fyrir kennslustörfum sínum og jafnframt veita upplýsingar um önnur störf sem hann hefur gegnt, þ.m.t félags- og stjórnunarstörf og störf á vettvangi listsköpunar og/eða listflutnings. Loks er til þess ætlast að umsækjandi láti fylgja með afrit af prófskírteinum og gefi upp nöfn þeirra sem leita má til með umsagnir. Auk kennslu í fræðigreinum hefur háskólakennari í leiklistarfræðum/dramatúrgíu umsjón með námi í Fræði og framkvæmd, sem er námsbraut innan leiklistardeildar, og hann stýrir ýmsum verkefnum sem lúta að skólastarfinu, m.a sem dramatúrg í leiklistarverkefnum nemenda. Hann vinnur að eigin rann- sóknum og skal vera virkur þátttakandi í því fræðasamfélagi sem skólinn byggir upp. Kennarinn vinnur að uppbyggingu deildarinnar undir stjórn deildarforseta og tekur þátt í mótun akademískrar stefnu fyrir skólann. Auk þess vinnur hann með forstöðumanni bókasafns að uppbyggingu leiklistarbókasafns. Við ráðningu í stöðuna verður m.a annars tekið tillit til hvaða hæfileika ætla má að umsækjandinn hafi til samstarfs við aðra og hvernig eiginleikar hans geti nýst til forystustarfa innan skólans. Starf háskólakennara í leiklistarfræðum/dramatúrgíu skiptist í kennslu, rannsóknir og stjórnun. Um hlutfall þessara þátta fer eftir nánara samkomulagi. Rektor ræður í starfið í samráði við deildarforseta leiklistardeildar að undangengnu mati dómnefndar sem dæmir um hæfi umsækjenda í samræmi við sérstakar reglur um veitingu akademískra starfa við Listaháskóla Íslands. Ráðningin er til þriggja ára. Um endurráðningar er kveðið á um í reglum um veitingu akademískra starfa. Gert er ráð fyrir að kenn- arinn hefji störf 1. ágúst 2007 en komi strax í vor að undirbúningi kennslu á næsta skólaári. Umsóknir skulu stílaðar á rektor og skal skila þeim ásamt með fylgigögnum til Listaháskóla Íslands, aðalskrifstofu Skipholti 1, 105 Reykjavík, eigi síðar en þriðjudaginn 9. janúar n.k. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál. Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Sjá nánar um reglur um veitingu akademískra starfa við Listaháskólann á heimasíðu www.lhi.is starf háskólakennara í þrívíðri myndlist starf háskólakennara í leiklistarfræðum/dramatúrgíu Listaháskóli Íslands auglýsir eftir umsóknum um:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.