Morgunblaðið - 10.12.2006, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.12.2006, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ H iti er nokkuð sem allir verða varir við, en er engu að síður mjög flókið fyrirbæri,“ segir Halldór I. Elíasson, stærðfræðiprófessor. „Hiti og mæling hans með hita- stigi á að lýsa ákveðnum hluta af orkuinnihaldi efnisins, sem við köllum varma. Hvaða hluta, er hins vegar ekki alveg ljóst, og getur farið eftir aðstæðum. Ef við spörkum í jörðina og sjáum far eftir hæl okkar, þá hefur hitastig jarðarinnar á þeim stað breyst. Sameindir jarðefnisins hreyfast öðru vísi eftir en áður. Hins vegar hefur sparkið engin áhrif á ferð jarðarinnar um sólina. Hreyfiorka hluta í þyngdarsviði telst almennt ekki til varma, en það er ekki jafn ljóst hvaða hluti stöðuorku efnisins í hreyfingu þess í rafseg- ulsviðinu telst til varma. Menn geta leyft sér ýmislegt í því efni, eins og til dæmis stjörnufræð- ingar gera. Samt er almennt sam- komulag, hygg ég, um það, hvað telst til hita í andrúmsloftinu ná- lægt jörðu. Það er nokkuð sem við mælum með venjulegum hita- mælum. Í meiri hæð hafa menn þurft að takmarka sig við óbeinar ályktanir um hitastig með því að nota litrófsmæla. Það er ekki al- veg ljóst hvers konar hitastig það er sem litrófsmælingar segja frá. Inniheldur það til dæmis hreyfi- orku sameindanna í snúningi þeirra um snúningsás jarðar? Eða stöðuorku rafeinda í snúningi þeirra um kjarnann? Við sjáum ekki ástæðu til að fjalla frekar um þessi álitamál, enda er hér um lítið efnismagn að ræða og áhrifin á það sem við viljum kalla meðalhitastig jarðar, hverfandi. Það er þetta meðalhitastig sem menn þykjast geta sagt eitthvað um og jafnvel mælt. Viðurkennt er að mat á meðalhita jarðar allt til um 1980, að gervitungl komu til sögunnar, er mjög ófullkomið. Ég vil trúa því að matið um hækkun meðalhita frá þeim tíma sé ekki fjarri lagi. Allt annað er með hugmyndir um ástæður slíkr- ar hækkunar. Sér í lagi tel ég sjónarmiðin um gróðurhúsaáhrif- in hæpin og þá sérstaklega um hlutverk koltvísýrings. Hugtakið byggist raunar á misskilningi. Gróðurinn þarf sólarljósið ekki vegna hitans. Hitinn fæst með því að loka loftið inni og til þess þarf ekki glerloft. Menn tala um gróð- urhúsateg- undir eins og lofttegundir sem myndi hvel um jörðina og haldi hitanum að jörðinni. Þetta er bull. Tvær tegundir mynda slíkt hvel. Vatnsgufan sem tekur við mynd- un sína varma af yfirborði jarðar og lyftir honum vegna eigin létt- leika og sleppir honum ofar þar sem gufan þéttist aftur. Þessi varmi geislast svo út frá jörðinni. Hin tegundin er óson, þrísýr- ingur, sem myndast eftir að sólin klýfur súrefni, tvísýring, í einsýr- ing í um og yfir 50 km. hæð, fell- ur niður og klofnar aftur niður þar sem það þolir ekki aukinn þrýsting. Þannig er lítið um óson neðar en í um 15 km. hæð. Ósonið heldur orkumikilli geislun frá jörðinni og virðist þannig eiga þátt í því að halda hita frá henni. Hins vegar hitnar loftið mikið þar sem ósonlagið er. Þessar „gróð- urhúsategundir“ eiga þátt í að halda hita niðri á yfirborði jarðar. Þá á ég ekki við að meðalhiti verði minni vegna þeirra, ég veit það ekki, heldur að hitasveiflur milli dags og nætur séu mun minni. Þriðja áhrifamesta „gróð- urhúsategundin“ er talin vera koltvísýringur og sé hann raunar orsök hitnunar jarðar. Þessi loft- tegund er fyrirferðamest næst jörðu vegna þyngdar sinnar; massi sameindarinnar er mun meiri en meðalsameindamassi andrúmslofts. Koltvísýringurinn þynnist örar en loftið þegar ofar dregur og geislar því hita örar frá sér út frá jörðu. Hitt er líka rétt að hann dregur í sig meiri varma frá jörðu. Niðurstaða aukningar á koltvísýringi, það er annars mjög lítið af honum til, um 0,0003 af heild, er hitun andrúms- loftsins nálægt jörðu og kæling þegar lengra dregur frá jörðu. Þetta þýðir ekki endilega hitun á yfirborði. Þannig er að andrúms- loftið kólnar að jafnaði um 5 stig á km og nær hitastigið lágmarki í um 16 km hæð. Eftir það hitnar loftið aftur og er komið í ca. sama hita og á yfirborðinu þar sem ósonmyndun er mest eða í um 50 km hæð. Þaðan lækkar hitinn aft- ur. Mælingar hafa sýnt hlýnun andrúmslofts næst yfir jörðu og verulega kólnun í ósonlaginu, raunar meiri en ég mundi ætla vegna aukningar koltvísýrings. Enn fremur sýna mælingar aukn- ingu á yfirborðshita um þessar mundir, en mér er þó ekki alveg ljóst, hvort það er í um 1–2 metra hæð, þar sem mælingar eru al- gengastar. Helst mætti útskýra minnkun jökla með minni yfir- borðshita og þar af leiðandi minni uppgufun og úrkomu, en meiri lofthita og þá meiri bráðnun. Ef hins vegar yfirborðshiti eykst, þá sennilega tímabundið vegna minnkunar ósons, eins og lækkun á hitastigi ósonlagsins bendir til, og meiri orkumikilli hitageislun til jarðar. Sumir menn telja sig geta reiknað aukningu meðalhita eftir til dæmis tvöföldun á magni koltvísýrings. Þetta er rangt ein- faldlega vegna þess að það er ekki til fræðileg þekking til að búa til slíkar reikniformúlur. Það er alveg sama hve öflugar og hraðvirkar tölvur menn hafa, ef vitlaus formúla er sett inn, þá kemur einhver vitleysan út. Hug- myndir um aukningu um eitt stig, svo ég tali nú ekki um kjánaskap- inn í skýrslu Stern, þar sem jafn- vel þrjú stig eru nefnd, tel ég al- veg út í hött. Ég spyr þessa menn, hvert væri meðalhitastigið ef ekk- ert andrúmsloft væri um jörðina? Hvað ef andrúmsloftið væri tvö- falt meira og allt koltvísýringur? Því miður hafa eðlisfræðingar ekki valdið því að koma með kenningar sem útskýra nægj- anlega útgeislun efnisins, en til þess nægja ekki umfangsmiklar mælingar á gleypingu háð bylgju- lengd. Það sem við vitum er að jörðin verður að geisla frá sér jafn mikilli orku og hún fær frá sólinni. Það er þetta jafnvægi sem ákvarðar hitastigið og það hver meðalhitinn verður er ekki endi- lega svo mjög háð hitadreyfing- unni. Þannig er það ekki endilega út í loftið að reikna meðalhitann með gamalli formúlu frá Stefan (1879) og sem var fræðilega rök- studd af Boltzmann (1884) með því að gert var ráð fyrir að efnið hagaði sér eins og „svartur hlut- ur“. Gallinn er sá að jörðin er örugglega ekki svartur hlutur og sér í lagi er andrúmsloftið langt frá því að haga sér þannig. Í ný- legum bókum loftslagsfræðinga má sjá þá reikna meðalhita hnatta þannig, en þó með þeirri breyt- ingu, hugsanlega til að friða sam- viskuna, að þeir lækka geislunina frá sólunni – orka sem má mæla nokkuð nákvæmlega – hlutfalls- lega um það sem stjarnfræðingar kalla „albedo“ og er lauslega sagt hlutfall endurkastaðs sólarljóss. Þetta albedo var talið um 0,29, en hefur hækkað eitthvað í höndum ákafra gróðurhúsamanna. Rök fyrir þessu sé ég engin, en líklega er þessi gerningur uppspretta gróðurhúsakenninga. Málið er að við fáum nokkuð réttan meðalhita með því að reikna með allri sól- argeisluninni, enda þarf jörðin að geisla sömu orku aftur frá sér, hvort sem það heitir með endur- kasti eða annarri útgeislun. Hins vegar fæst um 20 til 30 stiga lægri meðalhiti en rétt er með því að sleppa þessum albedo hluta. Það þarf þá að útskýra og það er gert með gróðurhúsatali. Ég bið stjarnfræðinga að athuga, hvort lífið verði ekki þægilegra með því að láta þetta albedo eiga sig í þessu samhengi. Formúlan sem þá fæst fyrir meðalhita hnattanna í sólkerfi okkar er þá meðalhiti jarðar 280 (stig Kelvin) deilt með kvaðratrótinni af stjarnfræðilegri fjarlægð; þ.e. hlutfalli við fjar- lægð jarðar, hnattarins frá sólu. Frávikið frá hinu rétta má þá út- skýra með því að hnötturinn er ekki svartur. Vitað er um Venus að þar eru miklar sveiflur í hita- stigi andrúmslofts. Það getur að hluta verið vegna efnafræðilegra atriða, svipað og hjá ósoninu á jörðinni, en aðallega er það þó vegna hins hæga snúnings Ven- usar um ás sinn og mikils and- rúmslofts og þarafleiðandi sveiflu í eðlismassa (mín kenning). Alla vega mega menn ekki rugla sam- an sveiflum og meðaltali.“ Halldór I. Elíasson SJÓNARMIÐIN UM GRÓÐURHÚSAÁHRIF HÆPIN Reuters Verksmiðjumengun Eldi og eimyrju er spúð út í andrúmsloftið. Þ ór Jakobsson, veðurfræðingur, segir að hvað sem líði mis- munandi skoðunum manna á loftslagsbreytingunum þá séu allir á því, að koltvíildið aukist í loft- hjúpnum, nýjustu mælingar sýna magn þessa gróðurhúsaefnis vera tæpar 380 einingar, sem er aukning um ½% frá 2004 og 30% aukning síðan iðnbyltingin hófst. „Þessi aukning er greinilega af manna völdum, það segir okkur bara heilbrigð skynsemi, og þeir, sem sannfærðastir eru, segja þetta mesta bölvaldinn.“ Ekki hvort, heldur hve mikið Þór bendir á, að þessi þróun hefur meðal annars áhrif á geislunarferlið í lofthjúpnum. Langbylgjur, öðru nafni hitabylgjur, frá yfirborði jarðar gley- past æ meir í lofthjúpi og það hitar umhverfið. „Það eru allir á því að áhrifin séu þessi, menn deila hins veg- ar um hversu mikil þau eru, mörgum finnst rangt að kenna koltvíildinu um allt saman, það megi líka leita orsak- anna í náttúrulegum fyrirbærum, til dæmis gosögnum úr eldgosum. Þá hafa mælzt breytileikar frá sólinni, sólarkonstantinn er ekki konst- ant, þegar allt kemur til alls.“ En stóra spurningin er, hvernig hitinn og aðrir veður- þættir dreifast um lofthjúp jarð- ar. Menn hafa sett saman geysi- lega flókin reiknilíkön til þess að nálgast þann sannleika. Fyrir tveimur árum gaf Norðurheimsskautsráðið, sem við Íslendingar erum aðilar að, út skýrslu um áhrif hlýnunar á Norður- heimsskautsslóðum. Í þessari skýrslu eru borin saman fimm reiknilíkön til að spá um hlýnun út öldina. Þór segir, að á bak við þessi reiknilíkön standi fjöldi vísindamanna og þau séu því byggð á miklu hugviti. Þessum lík- önum ber öllum saman um það að hlýnun verður af völdum vaxandi koltvíildis og mengunarefna og að áhrif þessarar hlýnunar verði mikil, einkum við heimskautin. En þótt margt sé tekið með í þenn- an reikning er náttúran alltaf að koma okkur á óvart, það er margt sem við skiljum ekki og óefað margt sem við þekkjum ekki til ennþá. Þór nefnir sem dæmi um nýjungar, að rann- sóknir loftslagssérfræðinga á átu í Suður-Kyrrahafi hafa sýnt að gegnum oxun á ísopreni gefur hún frá sér efni sem líður upp í lofthjúp. Örsmáar agn- ir úr þessum efnum verða að kjörnum skýjadropa sem myndast á þeim. Þannig virðist skýjafarið þarna í Kyrrahafi vera að einhverju leyti háð lífríkinu í yfirborðslagi sjávarins. „Þetta er bara eitt dæmi um flókið náttúrufyrirbrigði, sem sýnir, að við eigum margt ólært um náttúruna og því er ólíklegt að allt sé komið inn í þau reiknilíkön sem við vinnum með.“ Við ráðum ekki við náttúruöflin, en koltvíildið getum við haft áhrif á. Þess vegna segir Þór Kyotobókunina merkilegt skref til þess að hafa áhrif á þróunina. En hann segist þó telja nauðsynlegt að menn taki málin fast- ari tökum en þar er gert og það sem fyrst, en bíði þess ekki að fyrsta skuldbindingartímabili Kyotobók- unarinnar ljúki 2012. Mest hlýnun á norð- urslóðum Ef við lítum næst okkur, þá er hlýnunin meiri á norðurslóðum en annars staðar. Þór segir, að ísinn við Austur-Grænland og í Norður-Íshafinu hafi minnkað mikið. Síðan 1978, að mælingar hófust, hefur ísinn minnkað um 30% og hann er nú bæði umfangsminni og þynnri en áður. Vet- urinn 2004–2005 minnkaði fjölæri ís- inn sem nam 280 þúsund ferkílómetr- um, en það er svæði á stærð við Tyrkland. Svo hratt malar tímans tönn, að Þór segir, að fyrir 10 árum hefðu menn ekki trúað því að ástandið gæti orðið eins og nú. Og afleiðing- arnar láta ekki á sér standa. Hvíta- björninn, sem þarf á ísnum að halda til að lifa og veiða sinn sel, hann á bágt. Það er álitið að hvítabjarnarstofninn muni hafa dregizt saman um þriðjung um miðja þessa öldina. Lífríkið er hins vegar víða sveigjanlegra en á ísnum, dýr geta flutt sig til, eins og við höfum séð á fiski við Ísland, og haftyrðillinn hefur fært sig áfram norður á græn- lenzka bóginn eftir að hann fór frá Ís- landi; nú eru víst um 10 ár síðan þeir síðustu urpu í Grímsey. En þótt minni ís á norðurslóðum ógni hvítabirninum og hlýnunin ógni okkur m.a. með flóðum og landbroti, – en mælingar sýna að ísinn dempar sjólag langar leiðir –, þá er fátt svo með öllu illt að ei boði gott; minni ís á norðurslóðum opnar fyrir mögu- leikana á siglingum þar um og þeim geta fylgt ýmis tækifæri fyrir okkur Íslendinga. Þór segir að reyndar sé tæknin komin á það stig, að ísinn þurfi ekki að minnka frekar til þess að sigl- ingar yfir Norður-Íshaf geti átt sér stað 6–7 mánuði á ári. Og menn eru þegar byrjaðir að sigla drjúga vega- lengd eftir norðurausturleiðinni norð- an Rússlands, með olíu frá Murmansk til austurstrandar Bandaríkjanna. Skipabylgjan framhjá Íslandi er að skella á. Vonin felst í nýjum orkugjöfum En útslagið gerir, að það hangir fleira neikvætt á spýtunni, eins og fram hefur komið. Það væri til dæmis leitt að gera út af við hvítabjörninn og verra að steypa öllu, þar með okkur sjálfum, í glötun. Þór segist hins vegar vera bjartsýnismaður og bendir á að ýmislegt sé unnið og fleira undirbúið til þess að stöðva gróðurhúsaáhrifin af manna völdum og snúa þeirri þróun við. „Við Íslendingar verðum bara að vera duglegir að planta trjám,“ segir hann og brosir. En vonin með stóru BÖLIÐ AF MANNA VÖLDUM Tómas Jóhannesson Íslenzkir vísindamenn hafa fylgzt með og tekið þátt í starfi og umræðum um loftslagsbreyting- arnar; orsakir þeirra og afleiðingar. Þór Jakobsson Þóra Þórhallsdóttir Loftslagsbreytingar af manna völdum 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.