Morgunblaðið - 10.12.2006, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.12.2006, Blaðsíða 36
Þjóðmál 36 SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ V aldimar Kristinsson, við- skiptafræðingur og landfræðingur, hefur horft á Ísland í hálfa öld með þróun byggðar, samgangna, virkjana og stóriðju í huga og sett fram kenningar um þessi efni á opinberum vettvangi lengur og með víðtækari hætti en flestir aðrir. Árið 1958 skrifaði hann merka grein í Frjálsa verzlun um „Jafnvægi í byggð landsins og fjölgun þjóðarinnar“, þar sem hann setti fram kenningar og spár um fram- vindu í þeim efnum. Dagblaðinu Tím- anum leizt svo vel á kenningar Valdi- mars, að blaðið tók hugmyndir hans traustataki án þess að geta heimilda. Þótt Valdimar hafi ekki snúið baki við hugmyndum sínum, hefur hann samt breytt afstöðu sinni í ljósi breyttra aðstæðna og stöðu mála í samtímanum. Valdimar er forvitnilegur maður og hefur haft frjóar hugmyndir um byggðamál í áranna rás. Upphafið að áhuga hans má rekja allt aftur til námsáranna en þá skrifaði hann loka- ritgerð í viðskiptafræðinni um „Er- lent fjármagn á Íslandi“. Valdimar setti opinberlega fram í fyrirlestri, sem hann hélt í Sjálfstæð- ishúsinu í kringum 1960, kenningar um byggðakjarna sem þungamiðju í nýrri landsbyggðarpólitík. Um Valdi- mar má segja, að hann hafi verið einn þeirra sem börðust fyrir stórvirkj- unum og stóriðju í anda hugsjóna Einars Benediktssonar. Valdimar Kristinsson er fæddur árið 1929 í Reykjavík, útskrifaðist 1954 í viðskiptafræði og í landafræði 1955 frá Háskóla Íslands og stundaði nám í hagrænni landafræði við Col- umbia-háskóla í New York í einn vet- ur. Þegar heim kom var stofnun Seðlabankans í burðarliðnum og hóf Valdimar störf við bankann, varð rit- stjóri Fjármálatíðinda 1962 og ann- aðist útgáfumál bankans. Í Fjármála- tíðindum birti hann greinar um hugðarefni sín, s.s. „Þróunarsvæði árið 1963“ og „Borgir og byggða- jafnvægi!“ sem birtist í sama riti 1973, áratug síðar. „Jafnvægi í byggð landsins er hag- ræn og pólitísk hugmynd og baráttu- mál, sem hefur verið ríkt í daglegri og pólitískri umræðu manna lungann úr síðustu öld og allt fram á þennan dag. Venjuleg merking þessara orða er að á suðvesturhorni landsins, einkum á höfuðborgarsvæðinu, búi of stór hluti þjóðarinnar. Á hinn bóginn þurfi að fjölga í öðrum landshlutum, einkum á Norður- og Austurlandi.“ Í grein sinni í Frjálsri verzlun bendir Valdimar samt á, að „Menn verða þó að gera sér ljóst, að margir myndu einmitt kalla það „jafnvægi í byggðinni“, ef hún dreifðist þannig að allir landsmenn hefðu næga atvinnu og sem jöfnust tækifæri til að nýta starfskrafta sína.“ Skrif Valdimars eru af fræðilegum toga og byggðar á rannsóknum hans. Hann er ekki prédikari. Liður í kenn- ingum Valdimars var að efla þyrfti byggðakjarna og atvinnusvæði með því að virkja fallvötn og stóra fossa, sem þótti ekki goðgá að nefna fyrir hálfri öld, og koma á legg stóriðju til að auka atvinnumöguleika almenn- ings þar sem efla þyrfti byggð og koma þannig á „jafnvægi í byggð landsins“. „Ég er nú hræddur um, að það myndi ekki falla í kramið að virkja þessa fossa, nú þegar náttúruvernd- arsjónarmið eru jafnofarlega á baugi og raun ber vitni!,“ segir Valdimar hlæjandi. „Þessi hugmynd ber merki síns tíma.“ Hann nefnir sem dæmi, að í samtölum við vísindamenn hefði borið á góma að vel mætti virkja Gull- foss og ummerkja þess yrði ekki vart nema síðla vetrar. Í þessu sambandi má t.d. nefna, að Niagara-fossar eru eitthvert vinsælasta náttúrufyrirbæri í Bandaríkjunum þrátt fyrir að foss- inn sé virkjaður með gífurlegum pípulögnum. Sjálfur nýtur fossinn sín í allri sinni dýrð. Byggðajafnvægi þrungið tilfinningasemi og sérhags- munum Í grein sinni frá 1958 segir hann að „flestir landsmenn geta fallizt á, að hið mikla tal um jafnvægisleysi í byggðinni eigi nokkurn rétt á sér, en vafalaust er það blandað tilfinn- ingasemi og jafnvel sérhagsmunabar- áttu, sem ekki getur samrýmzt því takmarki að gera veg þjóðarinnar sem mestan og beztan á hverjum tíma, í efnahags- og menningar- málum“. „Ég stend í aðalatriðum við kenn- ingar mínar um landsbyggðarpólitík- ina. Þó er ég núna kominn með efa- semdir um, að það eigi að ganga lengra varðandi frekari byggingu ál- vera á Íslandi. Ég hygg að bráðum verði nóg komið af þeirri tegund iðn- aðar“, segir Valdimar. „Ég gerði mér vonir um sem mesta fjölbreytni í uppbyggingu atvinnu- veganna og ég veit að Landsvirkjun lagði sig fram um að fá hingað stór- iðnað af ýmsu tagi, en þessar til- raunir gengu ekki vel.“ Í skrifum sínum leggur hann sér- staka áherzlu á mikilvægi fárra en öflugra byggðakjarna, einkum Reykjavíkur og nágrennis, Akureyr- ar og Austurlands, þar sem „Frum- rannsóknir benda til að á Austurlandi megi koma upp gríðarstóru vatns- orkuveri, sem getur orðið undirstaða mikils iðnaðar.“ (Fjármálatíðindi. 2. hefti 1973). Valdimar Kristinsson leggur ríka áherzlu á öflugar samgöngur í hug- myndum sínum um eflingu byggðar á Íslandi, þær séu forsenda byggða- og atvinnuþróunar, t.d. hringveg um landið og vegabætur á borð við brú yfir Hvalfjörð. Í greinum Valdimars eru ótal hug- myndir sem virðast langt á undan sinni samtíð. Í vangaveltum um það hvort höfuðborgarsvæðið eigi að vera eini vaxtarpunkturinn eða hvort við gætum valið og ákveðið aðra staði til mótvægis, nefnir hann eftirfarandi hugsun sem hlotið hefur talsverðan hljómgrunn á undanförnum árum: Dreifing valdsins - þjóðríki eða borgríki? „Í þessu erfiða máli geta hugmynd- irnar um verulega eflingu sveitarfé- laga og landshlutasamtaka þeirra komið að miklu gagni. Stóraukin fjár- ráð og verkefni sveitarfélaganna munu stuðla að dreifingu valdsins um landið, en ríkisbáknið á einmitt ekki óverulegan þátt í því hvernig allir landsmenn verða stöðugt að leita til Reykjavíkur. Einfaldari og nærtæk- ari stjórnsýsla mun leysa margt úr böndum og hvetja nýtt fólk til dáða“. (Fjármálatíðindi 1973) Til gamans má nefna hér, að árið 1968 skrifaði Valdimar grein í Suður- land, „Þéttbýli í dreifbýli – Ölf- usborg“, þar sem hann fjallar í grundvallaratriðum um raunveru- leika dagsins í dag með því sem er kallað Árborgarsvæðið tengingu Sel- foss, Hveragerðis, Stokkseyrar, Eyr- arbakka og Þorlákshafnar og nær- liggjandi sveita með vegalagningu og brú yfir Ölfusárósa. Í helztu greinum þínum um jafn- vægi í byggð landsins og fjölgun þjóð- arinnar spáir þú um íbúaþróunina og hvar megi helzt vænta mestrar fjölg- unar? „Já, í kringum 1960 bentu fram- reiknaðar tölur til þess að íbúafjöldi landsins næði a.m.k. 350 þúsundum um aldamótin. Raunin varð sú að ekki náðust 300 þúsundir. Þarna hefði get- að munað íbúafjölda stæðilegrar borgar. Í þessu ljósi var farið að huga að dreifingu byggðarinnar og æski- legri þróun næstu áratugi. Fyrsta greinin eftir mig um þessi mál er fyrrnefnd grein, sem birtist í Frjálsri verslun 1958. Henni var tekið svo vel að Tíminn og Morgunblaðið voru sammála, sem ekki var algengt á þeim árum. Á eftir fylgdu rabbfundir í ýmsum félögum og víðar með sömu und- irtektum“, segir Valdimar, „þangað til Sauðkrækingur nokkur stóð upp á einum fundanna og sagði að ef hans sveitungar þyrftu að sækja einhverja þjónustu til Akureyrar þá gætu þeir alveg eins farið til Reykjavíkur. Í þessari einu setningu fólst almenn af- staða landsbyggðarinnar. Enginn staður mátti rísa öðrum hærra og því fór sem fór. Um þetta mætti nefna ótal dæmi svo sem frá Austurlandi þar sem sagt var að kauptúnin kæmu sér ekki saman um neitt nema eitt og það var að vera á móti Egilsstöðum. Fólk hefur þó haft eina afsökun en það eru erfiðleikar í samgöngu- málum. Lykill að árangri í dag eru því stórstígar vegabætur ef borgríkið á ekki endanlega að taka þjóðríkið yf- ir. En sveitarfélög þurfa einnig að sameinast víða til þess að ráða við þjónustukröfur samtímans og þá með lagaboði ef næst ekki saman öðru- vísi“. Vegakerfið: Spurning um líf og dauða byggðarlaga Það kom fram snemma í hug- myndum þínum um byggðamál á Ís- landi, að efla þyrfti samgöngur og stefna að hringvegi um landið til að tengja byggðir og skapa grundvöll at- vinnulífsins. Hafa sjónarmið þín breytzt eitthvað í þessum efnum? „Nei, alls ekki og núna er um fátt meira rætt í þjóðfélaginu en sam- göngur og vegakerfið. Nú er þetta ekki eingöngu spurning um líf eða dauða einstakra byggðarlaga heldur líka mannfólksins hvar sem það býr eftir að risakerrur fóru að þeytast um vanbúna vegina og hraðinn í umferð- inni jókst verulega með bundnu slit- lagi. Greiðfærir hálendisvegir hafa meðal annars verið ræddir en nú virðist andinn vera orðinn sá að leggja eigi alla áherslu á byggðaveg- ina. Óskirnar og kröfurnar virðast því orðnar þær að stefna eigi að byltingu á þessu sviði á næstu árum og áratug- um. Þetta felur í sér lagningu fjög- urra akreina vegar frá Hafnarfirði og alla leið að Flugstöð Leifs Eiríks- sonar, frá Rauðavatni og austur fyrir Hvolsvöll og frá Sundabraut um Kjal- arnes og tvenn Hvalfjarðargöng og síðan framhjá Akranesi og upp fyrir Borgarnes. Meðan á þessum stórvirkjum stendur verði jafnframt unnið að breikkun og styrkingu allrar leið- arinnar til Akureyrar á þann veg að hún verði líka fjögurra akreina, enda ætlunin að þannig verði allur hring- vegurinn í framtíðinni.“ En hvað um afskekktari byggð- arlög, eins og Vestfirði? „Ekki má gleyma Vestfirðingum sem þurfa að fá hringveg sem verði greiðfær allt árið. Draumurinn er síð- an sá að um allt þetta kerfi aki meng- unarlaus farartæki á innlendri orku og á ásættanlegum hraða. Leita þarf allra leiða til fjármögnunar á þessum miklu framkvæmdum, sumt yrði í einkaframkvæmd og greitt af ríkinu með skuggagjöldum af umferðinni, t.d. í 20–30 ár eftir umferðarmagninu, en vegfarendur greiði ekki vegtolla.“ Þú ert að tala um gífurlega fjár- festingu. Höfum við efni á þessu? „Já, ætli einhverjum lesendum sé ekki farið að blöskra og spyrja, borg- ar þetta sig? Mitt svar er já, þetta á svo sannarlega eftir að borga sig, ef allt er tekið með í reikninginn. Fyrst ber að nefna öryggið á vegunum. Þá geta einnig margfalt fleiri notið landsins og leitað í góða veðrið. Áhrifin á byggðirnar yrðu þó mest og þjónustustig viðunandi þegar styttri tími og aukið öryggi fylgdi því að bregða sér á milli staða. Mikilvæg- asta breytingin gæti þó orðið sú að hamla gegn því að borgríkið Reykja- vík yfirtaki allt þjóðfélagið með þeirri einsleitni og áhættu sem því fylgir. Nú þarf t.d. ekki nema árekstur í Ártúnsbrekku til þess að borgin lok- ist að mestu frá landinu. Lóðaskort- urinn á höfuðborgarsvæðinu er talinn eitt mesta vandamálið þar og í því sambandi er horft jafnt út til hafs sem upp til heiða. Stórbætt vegakerfi mun eiga drjúgan þátt í að leysa þann vanda um leið og létt er á vaxandi umferðarþunga. Reynslan sýnir að fjöldi fólks vill búa í minni bæjum sem bjóða upp á alla almenna þjón- ustu og fjölbreytta atvinnu, en hafa þó borgina í seilingarfjarlægð bæði fyrir sérhæfða þjónustu og störf og um leið styrkist landsbyggðin. Svo dæmi séu tekin þá munu áhrif- in ná um allt Vesturland og bæta að- gengi Vestfirðinga og Norðlendinga að höfuðborginni. Einnig má nefna kostina fyrir orlofshúsafólkið þar sem ferðum þess á veturna mun þá fjölga. Einn þröskuldur stendur þó í vegi. Hvers vegna skyldu Hvalfjaðargöng, þótt tvöfölduð verði, og Vaðlaheið- argöng verða einu gjaldskyldu um- ferðarmannvirki landsins? Fyrir bragðið nýtast þau ekki sem skyldi og hafa ekki full áhrif á byggðaþróunina. Þar ættu skuggagjöldin einnig að taka við í stað vegtolla.“ Ál – og fok landsins út í veður og vind Snemma á síðustu öld vaknaði um- ræða um nýtingu orkulindanna og þá mátti ekki muna miklu að við bættist ný stoð við atvinnulífið? „Landnámsmenn komu að ósnortnu landi en helstu kostir þess ruku nokkuð fljótlega út í veður og vind með búsetunni og kólnandi lofts- lag bættist síðar við,“ segir Valdimar. „Það var ekki fyrr en um næstsíðustu aldamót sem tæknin leiddi af sér byltingu í fiskveiðum og vinnslu sem gjörbreytti þjóðfélaginu.“ En hann minnir á athyglisverða Þegar komin eru milljón tonn af áli - er nóg komið af einsleitninni Valdimar Kristinsson, viðskipta- og landfræð- ingur, setti á árunum áður fram athyglisverðar hugmyndir um þróun byggðar á Íslandi, fjölgun þjóðarinnar, samgöngur og ekki síst um stór- virkjanir og stóriðju. Halldór Halldórsson leit við hjá þessum fyrrverandi starfsmanni Seðlabank- ans, og forvitnaðist um sýn hans þá og nú. Morgunblaðið/RAX Áherslur Valdimar Kristinsson hefur lagt áherslu á mikilvægi fárra en öfl- ugra byggðakjarna, einkum Reykjavíkur og nágrennis, Akureyrar og Austurlands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.