Morgunblaðið - 10.12.2006, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 10.12.2006, Blaðsíða 56
56 SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hers-höfðinginn Voreqe Bainimarama, tók sér forseta-vald á Fídjí á þriðju-daginn. Hann setti Laisenia Qarase forsætis-ráðherra frá völdum, og sagði að ástæður valda-ránsins væru spilling í stjórn forsætis-ráðherrans sem hafi staðið fyrir „þöglu valda-ráni“ gegn íbúum Fídjí með mútum, spillingu og um-deildum lögum. Bainimarama skipaði lækninn Jona Baravilala Senilagakali forsætis-ráðherra til bráða-birgða, leysti upp þingið og myndaði bráðabirgða-stjórn. Ekki hefur verið ákveðið hvenær nýjar kosningar verða haldnar. Bainimarama sagði að valda-takan væri aðeins tíma-bundin. Stjórn-völd grann-ríkjanna Ástralíu og Nýja-Sjálands hafa for-dæmt valda-ránið og hótað refsi-aðgerðum. Þetta er 4. valda-ránið á Kyrrahafs-eyjunni á síðustu tveimur ára-tugum. Valda-rán á Fidjí-eyjum REUTERS Her-maður rekur frétta-menn í burtu frá þing-húsinu í Suva. George W. Bush, for-seti Banda-ríkjanna, segir að ný skýrsla um ástandið í Írak gefi mjög dökka mynd af stöðunni þar. Í henni eru til-lögur um lausnir á ástandinu sem Bush segist taka alvar-lega. Meðal annars segir að staðan í Írak fari versnandi og Bandaríkja-stjórn verði að breyta stefnu sinni í landinu. Bush átti fund með Tony Blair forsætis-ráðherra Bret-lands á fimmtu-daginn um ástandið í Írak. Eftir fundinn úti-lokaði Bush við-ræður við Írana og Sýr-lendinga um frið í Írak. Hann sagði banda-rísk stjórn-völd ekki ætla að fara eftir öllu í skýrslunni. Dökk skýrsla um Írak Tony Blair og George W. Bush í Hvíta húsinu. Til-nefningar til Íslensku bókmennta-verðlaunanna hafa verið til-kynntar. Í flokki fagur-bókmennta eru til-nefndar: Tryggðar-pantur eftur Auði Jónsdóttur, Sendi-herrann eftir Braga Ólafsson, Guð-lausir menn - hug-leiðingar um jökul-vatn og ást eftir Ingunni Snædal, Fyrir kvöld-dyrum eftir Hannes Pétursson og Aldin-garðurinn eftir Ólaf Jóhann Ólafsson. Í flokki fræði-rita og bóka almenns efnis eru til-nefndar bækurnar: Drauma-landið eftir Andra Snæ Magnason, Ís-lenskir hellar eftir Björn Hróarsson, Óvinir ríkisins eftir Guðna Th. Jóhannesson, Skálda-líf eftir Halldór Guðmundsson og Upp á Sigur-hæðir eftir Þórunni Erlu Valdimarsdóttur. Markaðs-setningu hætt Banda-ríska verslunar-keðjan Whole Foods Market hefur hætt markaðs-setningu á ís-lenskum vörum í verslunum sínum vegna ákvörðunar stjórn-valda að hefja að nýju hval-veiðar í atvinnu-skyni. Verslunar-keðjan mun áfram bjóða upp á ís-lenskar vörur frá nokkrum fram-leiðendum. Ákvörðunin var send Einari K. Guðfinnssyni sjávarútvegs-ráðherra bréf-leiðis 22. nóvember. Stutt Á föstu-daginn voru af-hentar við Alþingis-húsið um 25 þúsund undir-skriftir fólks sem krefst þess að Suðurlands-vegur verði breikkaður sem allra fyrst. Bæjar-stjórn Hveragerðis sam-þykkti á fimmtu-dag ályktun þar sem skorað er á stjórn-völd að hætta strax við allar hug-myndir um breikkun Suðurlands-vegar í 2+1 veg, því það sé sann-færing Sunn-lendinga og fjöl-margra annarra lands-manna að ekki sé hægt að sætta sig við þess konar hug-myndir. Umferðar-öryggi og flutnings-geta um Suðurlands-veg verði að vera með besta mögu-lega hætti og miðast við 2+2 veg. Hafna 2+1 vegi Héraðs-dómur Reykja-víkur dæmdi í gær 28 ára gamalli konu 23,3 milljónir króna í bætur vegna skaða sem hún varð fyrir þegar hjarta hennar stöðvaðist í brjósta-stækkunar-aðgerð. Komst dómurinn að því að mis-tök hefðu verið gerð við svæfingu og endur-lífgun. Hjart-sláttur konunnar stöðvaðist skömmu eftir svæfingu. Þá hætti súrefnis-flutningur til heila og hlaut konan alvar-legan heila-skaða vegna þessa, sem leitt hefur til skerts minnis, skertra skipulags-hæfileika og breytingar á persónuleika, auk þess sem hún getur ekki unnið líkam-leg störf. Segir í dómi héraðs-dóms að ef rétt hefði verið staðið að vöktun og fram-kvæmd svæfingar hefði þetta ekki átt að gerast. Konan krafðist um 40,1 milljónar króna í bætur en dómurinn dæmdi læknana tvo til að greiða 23,3 milljónir króna, auk tveggja milljóna króna sakar-kostnaðar. Bætur vegna mis-taka Á þriðju-daginn héldu evrópsku dívurnar stór-tónleika í Laugardals-höll. Það eru Eivör Pálsdóttir, Eleftheria Arvanitaki frá Grikklandi, Sissel Kyrkjebo frá Noregi, Patricia Bardon frá Írlandi og Ragnhildur Gísladóttir. Gesta-söngvarar voru Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenór og Petula Clark. Glæsi-legar dívur Morgunblaðið/Árni Sæberg Eiður Smári Guðjohnsen skoraði seinna mark Evrópu-meistara Barcelona þegar þeir unnu 2:0 gegn Werder Bremen á þriðjudags-kvöld. Við það náði Barcelona sæti í 16 liða úr-slitum meistara-deildar Evrópu í knatt-spyrnu. Brasilíski snill-ingurinn Ronaldinho skoraði fyrra markið, en Barcelona varð að vinna leikinn til að halda áfram í keppninni. Þetta var 9. mark íslenska landsliðs-fyrirliðans á leik-tíðinni fyrir Barcelona og annað mark hans í meistara-deildinni en það fyrsta kom gegn hans gömlu félögum í Chelsea á Nou Camp. Eiður var næstum búinn að skora annað mark á 34. mínútu en boltinn fór í stöng. Eiður kom meist- urunum áfram Morgunblaðið/Brynjar Gauti Eiður Smári Guðjohnsen kom meisturunum áfram. Netfang: auefni@mbl.is Í vikunni opnar sýning í Lista-safni Íslands með verkum eftir marga bestu lista-menn Frakka á 20. öldinni, þ.á m. Matisse og Renoir. Þau eru tryggð fyrir 2 milljarða króna. Morgunblaðið/ÞÖK Frelsun litarins AUÐLESIÐ EFNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.