Morgunblaðið - 10.12.2006, Side 56

Morgunblaðið - 10.12.2006, Side 56
56 SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hers-höfðinginn Voreqe Bainimarama, tók sér forseta-vald á Fídjí á þriðju-daginn. Hann setti Laisenia Qarase forsætis-ráðherra frá völdum, og sagði að ástæður valda-ránsins væru spilling í stjórn forsætis-ráðherrans sem hafi staðið fyrir „þöglu valda-ráni“ gegn íbúum Fídjí með mútum, spillingu og um-deildum lögum. Bainimarama skipaði lækninn Jona Baravilala Senilagakali forsætis-ráðherra til bráða-birgða, leysti upp þingið og myndaði bráðabirgða-stjórn. Ekki hefur verið ákveðið hvenær nýjar kosningar verða haldnar. Bainimarama sagði að valda-takan væri aðeins tíma-bundin. Stjórn-völd grann-ríkjanna Ástralíu og Nýja-Sjálands hafa for-dæmt valda-ránið og hótað refsi-aðgerðum. Þetta er 4. valda-ránið á Kyrrahafs-eyjunni á síðustu tveimur ára-tugum. Valda-rán á Fidjí-eyjum REUTERS Her-maður rekur frétta-menn í burtu frá þing-húsinu í Suva. George W. Bush, for-seti Banda-ríkjanna, segir að ný skýrsla um ástandið í Írak gefi mjög dökka mynd af stöðunni þar. Í henni eru til-lögur um lausnir á ástandinu sem Bush segist taka alvar-lega. Meðal annars segir að staðan í Írak fari versnandi og Bandaríkja-stjórn verði að breyta stefnu sinni í landinu. Bush átti fund með Tony Blair forsætis-ráðherra Bret-lands á fimmtu-daginn um ástandið í Írak. Eftir fundinn úti-lokaði Bush við-ræður við Írana og Sýr-lendinga um frið í Írak. Hann sagði banda-rísk stjórn-völd ekki ætla að fara eftir öllu í skýrslunni. Dökk skýrsla um Írak Tony Blair og George W. Bush í Hvíta húsinu. Til-nefningar til Íslensku bókmennta-verðlaunanna hafa verið til-kynntar. Í flokki fagur-bókmennta eru til-nefndar: Tryggðar-pantur eftur Auði Jónsdóttur, Sendi-herrann eftir Braga Ólafsson, Guð-lausir menn - hug-leiðingar um jökul-vatn og ást eftir Ingunni Snædal, Fyrir kvöld-dyrum eftir Hannes Pétursson og Aldin-garðurinn eftir Ólaf Jóhann Ólafsson. Í flokki fræði-rita og bóka almenns efnis eru til-nefndar bækurnar: Drauma-landið eftir Andra Snæ Magnason, Ís-lenskir hellar eftir Björn Hróarsson, Óvinir ríkisins eftir Guðna Th. Jóhannesson, Skálda-líf eftir Halldór Guðmundsson og Upp á Sigur-hæðir eftir Þórunni Erlu Valdimarsdóttur. Markaðs-setningu hætt Banda-ríska verslunar-keðjan Whole Foods Market hefur hætt markaðs-setningu á ís-lenskum vörum í verslunum sínum vegna ákvörðunar stjórn-valda að hefja að nýju hval-veiðar í atvinnu-skyni. Verslunar-keðjan mun áfram bjóða upp á ís-lenskar vörur frá nokkrum fram-leiðendum. Ákvörðunin var send Einari K. Guðfinnssyni sjávarútvegs-ráðherra bréf-leiðis 22. nóvember. Stutt Á föstu-daginn voru af-hentar við Alþingis-húsið um 25 þúsund undir-skriftir fólks sem krefst þess að Suðurlands-vegur verði breikkaður sem allra fyrst. Bæjar-stjórn Hveragerðis sam-þykkti á fimmtu-dag ályktun þar sem skorað er á stjórn-völd að hætta strax við allar hug-myndir um breikkun Suðurlands-vegar í 2+1 veg, því það sé sann-færing Sunn-lendinga og fjöl-margra annarra lands-manna að ekki sé hægt að sætta sig við þess konar hug-myndir. Umferðar-öryggi og flutnings-geta um Suðurlands-veg verði að vera með besta mögu-lega hætti og miðast við 2+2 veg. Hafna 2+1 vegi Héraðs-dómur Reykja-víkur dæmdi í gær 28 ára gamalli konu 23,3 milljónir króna í bætur vegna skaða sem hún varð fyrir þegar hjarta hennar stöðvaðist í brjósta-stækkunar-aðgerð. Komst dómurinn að því að mis-tök hefðu verið gerð við svæfingu og endur-lífgun. Hjart-sláttur konunnar stöðvaðist skömmu eftir svæfingu. Þá hætti súrefnis-flutningur til heila og hlaut konan alvar-legan heila-skaða vegna þessa, sem leitt hefur til skerts minnis, skertra skipulags-hæfileika og breytingar á persónuleika, auk þess sem hún getur ekki unnið líkam-leg störf. Segir í dómi héraðs-dóms að ef rétt hefði verið staðið að vöktun og fram-kvæmd svæfingar hefði þetta ekki átt að gerast. Konan krafðist um 40,1 milljónar króna í bætur en dómurinn dæmdi læknana tvo til að greiða 23,3 milljónir króna, auk tveggja milljóna króna sakar-kostnaðar. Bætur vegna mis-taka Á þriðju-daginn héldu evrópsku dívurnar stór-tónleika í Laugardals-höll. Það eru Eivör Pálsdóttir, Eleftheria Arvanitaki frá Grikklandi, Sissel Kyrkjebo frá Noregi, Patricia Bardon frá Írlandi og Ragnhildur Gísladóttir. Gesta-söngvarar voru Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenór og Petula Clark. Glæsi-legar dívur Morgunblaðið/Árni Sæberg Eiður Smári Guðjohnsen skoraði seinna mark Evrópu-meistara Barcelona þegar þeir unnu 2:0 gegn Werder Bremen á þriðjudags-kvöld. Við það náði Barcelona sæti í 16 liða úr-slitum meistara-deildar Evrópu í knatt-spyrnu. Brasilíski snill-ingurinn Ronaldinho skoraði fyrra markið, en Barcelona varð að vinna leikinn til að halda áfram í keppninni. Þetta var 9. mark íslenska landsliðs-fyrirliðans á leik-tíðinni fyrir Barcelona og annað mark hans í meistara-deildinni en það fyrsta kom gegn hans gömlu félögum í Chelsea á Nou Camp. Eiður var næstum búinn að skora annað mark á 34. mínútu en boltinn fór í stöng. Eiður kom meist- urunum áfram Morgunblaðið/Brynjar Gauti Eiður Smári Guðjohnsen kom meisturunum áfram. Netfang: auefni@mbl.is Í vikunni opnar sýning í Lista-safni Íslands með verkum eftir marga bestu lista-menn Frakka á 20. öldinni, þ.á m. Matisse og Renoir. Þau eru tryggð fyrir 2 milljarða króna. Morgunblaðið/ÞÖK Frelsun litarins AUÐLESIÐ EFNI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.