Morgunblaðið - 10.12.2006, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 10.12.2006, Blaðsíða 44
44 SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ S umir áttu erfitt með að trúa þessu og ég fékk að heyra það að ég væri rugl- aður,“ segir Guðbjörn Þór Ævarsson um viðbrögð fólks við uppátækinu og bætir svo við. „Sem betur fer er maður það bara. Ég held að þeir sem hafa reynt þetta og gengið um á Spáni – viti vel hvað ég er að tala um. Ég held að fólk fari mikið á stíginn til að finna sjálft sig – innri sálarró. Þó svo að það sé gríð- arlega mikið af kirkjum við stíginn – verður þú ekki heilagur við að ganga stíginn.“ Guðbjörn Þór heyrði fyrst um Jakobsstíginn fyrir tveimur árum er hann var á gönguferðalagi um Pýreneafjöllin á landsmærum Spán- ar og Frakklands. „Þá vaknaði áhuginn hjá mér. Þeg- ar ég kom heim fór ég að leita eftir upplýsingum um Jakobsstíginn og fann smávægilegar upplýsingar í ís- lenskri bók. Þegar grein kom í Morg- unblaðinu um menn sem fóru hjól- andi um stíginn og gefnar voru upp heimasíður sem ég komst inn á – varð ekki aftur snúið. Ég heillaðist mjög af gönguleiðinni um Norður-Spán – frá Pýreneafjöllum til Santiago de Compostela í Galesíuhéraði fyrir norðan Portúgal. Ég var ákveðinn að fara til Spánar og leggja þar land undir fót á Jakobsstígnum áður en ég yrði fimmtugur,“ sagði Guðbjörn Þór, sem mun halda upp á fimmtugs- afmæli sitt síðar á árinu. Fór að læra spænsku Guðbjörn Þór hóf undirbúning fyr- ir gönguna sumarið 2005 og fór þá að stunda reglulega líkamsrækt á morgnana og þá gekk hann út um víð- an völl þrisvar í viku – til að byggja upp líkama, þol og sál. „Það var nóg til þess að ég var ákveðinn að halda til Spánar í vor,“ sagði Guðbjörn Þór, sem hóf einnig að stunda nám í spænsku. „Já, ég varð að geta skilið já og nei og ýmislegt annað sem ég gæti nýtt mér þegar ég var að fá inni á farfuglaheimilum, eða þá ofan í mig á göngunni. Ég var í námsflokkunum í tvær annir. Námið hjálpaði mér töluvert mikið. Þá fór ég einnig í net- skóla til að læra spænsku og er ennþá í námi á netinu – þegar tími gefst til,“ sagði Guðbjörn Þór, sem undirbjó göngu sína mikið með ýmsum upplýs- ingum á netsíðum og sagði að síðan The Camino to Santiago de Comp- ostela – http//www.santiago- compostela.net – væri mjög góð. „Það er mjög mikið sem kemur fram á þessum síðum. Ég undirbjó mig mið- að við það að ég gæti farið þessa spennandi göngu einn – kæmist einn á leiðarenda. Það stóð til að fleiri færu með mér, en það brást.“ Guðbjörn Þór sagðist hafa upp- haflega sett stefnuna á að byrja ferð- ina frá franska þorpinu St. Jean- Pied-du Port, en hann hafi hætt við það þar sem erfitt var að komast þangað á auðveldan hátt. Hann ákvað því að fljúga til London og þaðan til Bilbao – halda þaðan til Roncesvalles á Spáni og hefja gönguna þar. Guð- björn Þór breytti síðan um áætlun – byrjaði gönguna frá Pamplona, en kom síðan aftur á svæðið og gekk lokasprettinn frá Roncesvalles til Pamplona með eiginkonu sinni, Sveinsínu Ágústsdóttur, þrjár dag- leiðir. Guðbjörn Þór flaug með Flug- leiðum til London og fór þaðan til Bilbao 7. apríl og gisti eina nótt. Það- an hélt hann með rútu upp til Pamp- lona daginn eftir og hóf göngu sína. „Það var ekkert mál að ferðast með rútum á Spáni, þar sem menn fá númeruð sæti í rútunum. Rútukerfið, sem spænska ríkið rekur, er mjög gott og eiga menn ekki í erfiðleikum með að ferðast um eftir kerfinu. Byrjað á að tryggja sér pílagrímavegabréf Þegar ég var kominn til Pamplona byrjaði ég á því að tryggja mér sér- stakt vegabréf, pílagrímavegabréf, sem þeir sem ganga Jakobsstíginn verða að hafa. Það vegabréf er lykill- inn að því að fá næturgistingu á far- fuglaheimilunum – Albergue, eins og þau heita – við stíginn. Menn fá stimpil á hverjum stað sem þeir sofa, sem sýnir að þeir hafa komið við á svæðunum. Ég byrjaði á því að finna upplýsingamiðstöð ferðamála í Pamplona. Þar var mér vísað á klaustur, þar sem ég fékk vegabréfið og gat ég þá hafið gönguna. Jakobsstígurinn er svolítill rat- leikur – menn verða að ganga eftir gulum örvum, sem eru málaðar á vegkanta, ljósastaura, veggi og á ótrúlegustu staði. Þessar gulu örvar elti ég þær fjórar vikur sem ég var á göngunni til Santiago – um 900 kíló- metra,“ sagði Guðbjörn Þór, sem gekk þessa vegalengd frá 8. apríl til 4. maí. „Ég gekk jafnt á sandölum og gönguskóm – til skiptis og fékk ekki eina einustu blöðru á fæturna. Ég gekk á jafnsléttu og malbiki á sand- ölum, sem var miklu léttara og þægi- legra.“ Hvernig var landslagið sem Guð- björn Þór gekk um á ferð sinni um Jakobsstíginn? „Landslagið var afar fjölbreytt. Ég losnaði við Pýrenea- fjöllin í byrjun með að leggja upp frá Pamplona. Annars var maður á ferð upp og yfir ása að borginni Burgos. Eftir það tók við mikil flatneskja og nokkrir göngudagar voru láréttir um Rioja-vínræktunarhéraðið og eftir að komið var fram hjá borginni León tóku við fjallgarðar, sem eru alveg upp í fimmtán hundruð metra hæð og síðan var gengið upp og niður í áttina að Santiago. Stór hluti af stígnum liggur á bilinu sex til níu hundruð metra hæð yfir sjávarmáli. Göngu- stígarnir eru flestir góðir. Það kom mér nokkuð á óvart hvað mikið af stígunum er malbikað, eða stimplað í steypu. Rúmlega helmingur, eða um sextíu prósent af stígnum, eru skemmtilegir skógarstígar og mal- arstígar meðfram ökrum – og hingað og þangað.“ Farið snemma á fætur Hvernig gengur dagurinn fyrir sig hjá þeim göngugörpum, sem eru á ferðinni um Jakobsstíginn? „Ég byrj- aði daginn yfirleitt mjög snemma, eins og flestir sem eru á ferð. Píla- grímarnir eru komnir á ról klukkan sex til hálfsjö. Allir verða að vera farnir út af farfuglaheimilunum klukkan átta. Menn byrja daginn með morgunmat. Ég eldaði minn morgunmat sjálfur, eða fór inn á næsta bar og fékk mér morgunmat. Eftir morgunhressingu er lagt af stað og byrjað að leita að gulum örv- um og halda áfram. Þegar ég var á ferð í myrkri – notaði ég vasaljósið til að finna örvarnar. Stundum fór mað- ur ekki réttu leiðina, þannig að snúið var til baka og byrjað upp á nýtt. Þegar ég var svangur eða þyrstur á göngunni – stöðvaði ég til að fá mér næringu á næsta veitingastað eða bar við stíginn, eða þá að fá sér hressingu úr bakpokanum úti í guðs grænni náttúrunni. Dýralífið var fjölskrúð- ugt á gönguleiðum. Froskar léku á als oddi á þessum tíma – sungu sín ljúfustu ljóð. Þá er fuglalífið mjög mikið – smyrlar og ernir voru á flugi og ýmsar tegundir af smáfuglum sungu. Ég gekk þetta frá sex klukku- stundum upp í tíu á hverjum degi – tuttugu og fimm til fjörutíu kíló- metra. Það var vegalengdin sem flestir ganga á dag. Þegar ég var kominn að næsta far- fuglaheimili, sem ég ætlaði að gista á – á bilinu klukkan tvö til sex, byrjaði ég á því að láta stimpla í vegabréf mitt og tryggja mér gistingu. Far- fuglaheimilin voru í þorpum og borg- um. Eftir að gistingin var klár, fór maður í bað og þvoði fötin áður en haldið var á veitingastað til að borða. Ég gekk Jakobsstíginn nokkuð stíft. Hvíldi mig aðeins í einn dag í Burgos, þar sem ég sótti páska- messu. Ástæðan fyrir þessari hrað- göngu var að ég er ákveðinn að ganga stíginn aftur – þá á rólegu nótunum með konunni.“ Menn eiga ekki að ferðast með of þunga bakpoka Hvað varstu með mikinn farangur með þér þegar þú hófst gönguna – hvað var hann þungur? „Þegar ég byrjaði gönguna var ljóst að ég var með of þungan far- angur. Bakpokinn, með vatninu og matnum sem ég bar, var yfir sautján kíló. Það var of mikið þannig að strax á öðrum degi tók ég um fjögur kíló úr honum og sendi sjálfum mér – til endastöðvarinnar í Santiago. Það er ekkert mál að senda farangur í gegn- um pósthúsin á svæðinu, en það er háð því að maður klári gönguna og sæki farangurinn að leiðarlokum. Ef ég hefði hætt á miðri leið, hefði ég annaðhvort þurft að fara á ökutæki til að ná í farangurinn, eða þá að sleppa því að sækja hann. Það voru flestir pílagrímarnir sem ég kynntist með þetta frá tíu til fjór- tán kíló af farangri í bakpokunum, með vatni og mat. Það er hlutur sem allir verða að passa sig á – sem ætla sér Jakobs- stíginn – að hafa bakpokann ekki of þungan. Þá ráðlegg ég þeim sem ætla að ganga, að hafa með sér gróft brauð. Það var ekkert annað en fransbrauð selt í verslunum við stíg- inn.“ Góður og ódýr matur Fyrst við erum byrjaðir að ræða um mat, er ekki úr vegi að spyrjast fyrir um mat – hvað var boðið upp á á veitingahúsum og börum, og hvernig var verðlagið á svæðinu? „Ég stoppaði alltaf reglulega á göngunni og keypti mér samlokur og drykki. Maturinn var ekki fjöl- breyttur, en hann var mjög góður og kostaði ekki mikið. Þriggja rétta mál- tíð fyrir pílagrím, sem var á ferðinni um stíginn, kostaði þetta sjö til tíu evrur, með víni eða vatni. Rauðvíns- flaskan kostaði til dæmis aðeins tvær evrur. Pílagrímarnir fara út að borða á kvöldin á tímabilinu hálfátta til hálf- níu. Þeir verða að vera komnir í far- fuglaheimilin fyrir klukkan tíu. Veitingahúsin voru yfirleitt mjög góð – þú gast valið um allt frá subbu- legum börum upp í fína heimilislega veitingastaði, þar sem var boðið upp á mat inni í stofunni hjá húsráðendum. Maturinn var yfirleitt góður og þjóð- arréttur Galesíumanna – kolkrabbi – er dásamlegur. Hann minnti mig mikið á humar. Menn geta valið um allt á veit- ingastöðum, en síðan var hægt að óska eftir sérstakri pílagrímamáltíð. Hún var yfirleitt þriggja rétta. Fyrst var boðið upp á súpu eða salat, þá kom aðalrétturinn sem var kjöt eða fiskur og síðan var boðið upp á ávöxt eða ís á eftir. Eftirrétturinn var þann- ig að það var banani eða epli á und- irskál, eða ís í boxi. Þetta var ekki neinn lúxus, en máltíðin dugði vel – fyrir ekki mikinn pening, sjö hundruð til þúsund krónur, með drykkjum. Það er auðvelt og ekkert mál að fitna á stígnum, ef menn eru duglegir að borða. Ég gerði það hins vegar ekki,“ sagði Guðbjörn Þór, sem léttist um það bil fimmtán kíló á göngu sinni, sem var kraftmikil – hann gekk stíft og hratt. „Já, ég var á hraðferð. Það er ekki að marka það, eins og ég sagði áðan. Fór í fótspor pílagríma Kópavogsbúinn og pípulagningameist- arinn Guðbjörn Þór Ævarsson lagði land undir fót á Spáni – ákveðinn að ganga 900 km um Jakobsstíginn áður en hann yrði fimmtugur. Sigmundur Ó. Steinarsson hlýddi á ferðasögu frá þessari gömlu pílagrímaleið, sem tugir þúsunda manna frá öllum heims- álfum ganga ár hvert. Morgunblaðið/Eggert Afrekið skjalfest Guðbjörn Þór Ævarsson er hér með vegabréf sitt út- stimplað eftir gönguna um Jakobsstíginn, og viðurkenningarskjalið, Compostelluna, sem hann fékk eftir að hann lauk göngu sinni í Santiago. Ljósmynd/Guðbjörn Þór Ævarsson. Fegurð Gönguleiðir um Jakobsstíginn eru víða fallegar, eins og hér um bæinn Puente La Reina. ’Ég gekk jafnt ásandölum og gönguskóm – til skiptis og fékk ekki eina einustu blöðru á fæt- urna. ‘                          !   "  # $%  !       "    &   '   (  )"  "  !               *   +    )  )             
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.