Morgunblaðið - 10.12.2006, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 10.12.2006, Blaðsíða 70
70 SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ menning Domus Vox, Laugavegi 116, 105 Rvk. S. 511 3737 - Gsm. 863 4404 www.domusvox.is AVE MARIA Johann Sebastian Bach AGNUS DEI Christoph Willibald Gluck LAUDATE DOMINUM Wolfgang Amadeus Mozart AVE MARIA Franz Schubert MILLE CHERUBINI IN CORO Franz Schubert DAS GROSSE HALLELUJAH Franz Schubert LAUDATE PUERI DOMINUM Felix Mendelssohn-Bartholdy VENI DOMINE Felix Mendelssohn-Bartholdy LYFTU ÞÍNUM AUGUM UPP Felix Mendelssohn-Bartholdy PANIS ANGELICUS César Franck KYRIE op. 187 Josef Gabriel Rheinberger AVE MARÍA Sigvaldi S. Kaldalóns SALVE REGINA Gerhard Deutschmann TE DEUM Þorkell Sigurbjörnsson DONA NOBIS PACEM Mary Lynn Lightfoot vox feminae stjórnandi MARGRÉT J. PÁLMADÓTTIR AVEMARIA EINSÖNGUR HANNA BJÖRK GUÐJÓNSDÓTTIR ORGEL ANTONÍA HEVESI ÓBÓ EYDÍS FRANZDÓTTIR NÝR GEISLADISKUR FRÁ VOX FEMINAE ÚTGÁFUHÁTÍÐ Í ÞJÓÐMENNINGARHÚSINU V/HVERFISGÖTU Í DAG, SUNNUDAG, KL. 16 F A B R IK A N Kalvin & Hobbes VEISTU HVAÐ ÞETTA ORÐ ÞÝÐIR? HVAÐA ORÐ? ÞETTA LANGA HÉRNA HEF EKKI HUGMYND ÞÚ VEIST ÞAÐ VÍST! MAMMA! HVAR ER ORÐABÓKIN? Kalvin & Hobbes MAMMA, MÁ ÉG HORFA Á MORÐKISUNA FRÁ MARS? NEI MAMMA, VERÐ ÉG AÐ BORÐA ÞENNAN ÓGEÐSLEGA SPERGIL? JÁ MAMMA, MÁ ÉG VAKA TIL MIÐNÆTTIS? NEI AF HVERJU GETUR EKKI VERIÐ MEIRA SAMRÆMI Á MILLI ÞESS SEM ER HOLLT OG ÞESS SEM ER SKEMMTILEGT? Kalvin & Hobbes EIGUM VIÐ AÐ PRÓFA AÐ POPPA ÁN ÞESS AÐ SETJA LOKIÐ Á POTTINN? ÞETTA VAR MEIRA AÐ SEGJA SKEMMTILEGRA EN AÐ SPRENGJA KARTÖFLU Í ÖRBYLGJUOFNINUM POPPUM MEIRA! Risaeðlugrín framhald ... TRASHOPTERIS ER ÁN EFA EINN AF ÓGEÐSLEGUSTU FUGLUM OKKAR TÍMAR HANN ER JAFN LJÓTUR OG HEMIPTERUS APTERUS OG VIRÐIST HAFA ALLA GALLA VERALDAR ...HANN LYKTAR LÍKA ILLA HANN ER GRIMMUR OG BLÓÐÞYRSTUR. HANN HRÆÐIR ALLA SEM Á VEGI HANS VERÐA HANN ER ILLA UPP ALINN OG SKAÐR FÓRNARLÖMB SÍN MEÐ VILLIMANSLEGUM MUNNSÖFNUÐI SÍNUM SEM VIÐ KJÓSUM AÐ FARA EKKI NÁNAR ÚT Í. TRASHOPTERIS ER SEM SAGT ALGJÖRT ÚRÞVÆTTI ? HEYRÐU, ÞÚ ÞARNA UPPI! LJÓTI FUGL!! HJÁLP! RITSKOÐA Ð © DARGAUD Jólaandinn svífur yfir vötnum íMývatnssveit, en þar er hald-in sérstök viðburðadagskrá íaðdraganda jóla undir yf- irskriftinni Velkomin í Mývatnssveit; töfraland jólanna. Jóna Matthíasdóttir er verkefn- isstjóri hjá Snow Magic-verkefninu sem hefur umsjón með jóla- dagskránni í Mývatnssveit: „Snow Magic-verkefnið er norrænt sam- starfsverkefni sem hefur það að markmiði að efla ferðaþjónustu að vetrarlagi,“ útskýrir Jóna. „At- vinnuþróunarfélag Þingeyinga tekur þátt í verkefninu og leggur sérstaka áherslu á Mývatnssveit, sem er mikið töfraland allt árið um kring. Jóla- sveinar hafa líka löngum verið á kreiki í Dimmuborgum og því kjörið að vekja athygli á þeim einstaka jólaanda sem upplifa má á svæðinu.“ Að því er heimamenn halda fram eru fyrir því allgóðar heimildir að jóla- sveinarnir búi allir þrettán í Dimmu- borgum: „Hægt er að finna þá þar á hverjum degi fram að jólum, og mest- ar líkur á að rekast á þá milli kl. 13 og 15,“ segir Jóna. „Um helgar færist enn meira líf og fjör í sveitina, en þá lengja þjónustuaðilar á svæðinu af- greiðslutíma og jólasveinarnir ferðast á milli staða með sprell og kátínu. Þeir heimsækja meðal annars Handverks- húsið og fara í Vogafjós þar sem rekin er kaffistofa tengd fjósinu þar sem hægt er að fylgjast með mjöltum og fara í fjósið til að gefa kúnum eða gæða sér á afurðum úr sveitinni.“ Á Selhóteli hefur risið Jólaland og er hægt að finna þar ýmsar jólavörur: „Það sem færri vita er að pósthús jólasveinanna er í Jólalandinu í Mý- vatnssveit,“ segir Jóna. „Þangað berst allur póstur sem sendur er til jóla- sveinanna, hvaðanæva úr heiminum, og sjá aðstoðarmenn sveinanna um að svara öllum bréfum sem berast.“ Á Selhóteli er einnig boðið upp á sérstakt fjölskylduhlaðborð á sunnu- dögum þar sem jólasveinarnir koma og dansa með börnunum og boðið er upp á dýrindis jólamat: „Þegar hafa jólasveinarnir brugðið á leik með lúðraþyt og kertaljósum í Dimmu- borgum, og síðustu helgi brugðu bræðurnir sér í jarðböðin í sitt árlega jólabað,“ segir Jóna. „Ekki voru allir jafnhrifnir af því að baða sig, en fjöldi fólks fylgdist með fjörinu og þegar upp var staðið voru jólasveinarnir allir glerfínir og hreinir.“ Þessa helgi og næstu verður dag- skrá í Hótel Reykjahlíð. Þar munu handverkskonur veita tilsögn í laufa- brauðsgerð og verður Kertasníkir þeim til aðstoðar. Jólasveinarnir eru á ferð um héraðið og heimsóttu meðal annars börnin á Húsavík þegar kveikt var á jólatré bæjarins og munu taka þátt í Laufásdeginum á safninu Lauf- ási í Eyjafirði. Heimamenn í Mývatnssveit bjóða gesti velkomna í héraðið. Boðið er upp á fjölskyldutilboð á ýmsum gisti- stöðum sem finna má í sveitinni: „Þetta er kjörið tækifæri fyrir fjöl- skylduna að losna úr amstri hvers- dagsins og njóta huggulegheitanna í Mývatnssveit. Hægt er að finna margt til afþreyingar, en meðal ann- ars eru jarðböðin opin alla daga frá hádegi til 22 á kvöldin,“ segir Jóna að lokum. Dagskráin er á snowmagic.is. Afþreying | Margt í boði í Mývatnssveit fyrir alla aldurshópa í aðdraganda jólanna Töfrajól í Mývatnssveit  Jóna Matthías- dóttir fæddist á Húsavík 1965. Hún lauk versl- unarprófi frá VÍ 1983. Jóna starf- aði um langt skeið sem banka- starfsmaður en síðustu ár hefur hún starfað við verkefni tengd ný- sköpun og þróun í ferða- og upplýs- ingaþjónustu. Jóna er nú verkefn- isstjóri Snow Magic-verkefnisins. Eiginmaður Jónu er Guðlaugur Árnason verslunarstjóri og eiga þau tvo syni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.