Morgunblaðið - 10.12.2006, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.12.2006, Blaðsíða 32
jólamyndirnar 32 SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ M eðal kvikmynda sem sýndar verða kringum hátíðirnar er jafnvel að finna nokkrar ósviknar „jólamyndir“ og eina Biblíumynd, eins og þær voru kallaðar, um fæðingu frelsarans. Jólasveinninn 3, sem var frumsýnd um miðjan síðasta mán- uð, markaði upphaf jólamyndavertíðarinnar í ár en það hefur verið að smátogna úr henni í gegnum árin. FRUMSÝNINGAR HELGINA 1.–3. DESEMBER Flushed Away – Skolað í burtu Sambíóin, Laugarásbíó Teiknimynd með íslensku og ensku tali. Leikstjórar: David Bowers, Sam Fell. Íslensk- ar aðalraddir: Inga María Valdimarsdóttir, Felix Bergsson, Arnar Jónsson, Rúnar Freyr Gíslason, Hjálmar Hjálmarsson, Valdimar Flygenring, Ólafur Darri Ólafsson o.fl. Enskar aðalraddir: Hugh Jackman, Kate Winslet, Ian McKellen, Jean Reno, Bill Nighy o.fl. Robbi er snobbað gæludýr sem hefur búið við besta atlæti í fínu hverfi í London þegar ógæfan hellist yfir. Robba er óvart sturtað nið- ur úr klósettskálinni og hafnar í furðuveröld undirheima. Þar ganga hlutirnir öðruvísi fyrir sig en á yfirborðinu og Robbi karlinn er sann- arlega lentur í ræsinu. Hann kynnist ýmsum skrítnum fyrirbrigðum í undirdjúpum Lund- úna og lærir ófáar lexíur sem eiga eftir að breyta skoðunum hans á lífinu og tilverunni. Fjölskyldugamanmynd. 90 mín. Hátíð í bæ – Deck the Hall Smárabíó, Regnboginn, Laugarásbíó, Borgarbíó Akureyri Leikstjóri: John Whitesell. Aðalleikendur: Danny DeVito, Matthew Broderick, Kristin Davis, Kristin Chenoweth, Alia Shawkat. Nágrannaerjur, öfund og afbrýði skyggja á jólaboðskapinn í gamanmyndinni Hátíð í bæ. Steve (Broderick) býr ásamt fjölskyldu sinni í fallegu húsi í úthverfi og hefur allt á hreinu. Hver hlutur á sínum stað, röð og regla í háveg- um höfð og það gildir um utanhússskreytingar á jólunum sem annað. Steve kemur því ekki blundur á brá þegar Danny (DeVito), nýi ná- granninn, fer að punta húsið sitt fyrir hátíð- arnar. Hann er ekki hár í loftinu en með ein- dæmum stórhuga og vill að skreytingarnar sjáist utan úr geimnum. Fjölskyldugamanmynd. 95 mín. Leiðin til Betlehem – The Nativity Story Háskólabíó, Regnboginn Leikstjóri: Catherine Hardwicke. Aðalleik- endur: Keisha Castle-Hughes, Oscar Isaac, Hiam Abbass, Shaun Toub, Alexander Siddig, Ciaran Hinds. Ef tala má um ósvikna jólamynd er það sannarlega Leiðin til Betlehem. Eins og nafnið bendir til fjallar hún um aðdragandann að og fæðingu Jesú Krists og upphaf jólanna. María og Jósef koma til Betlehem er Rómverjar láta skrásetja heimsbyggðina. María er komin langt á leið en verður að eignast barnið í jötu því gistihúsin eru full. Þessa atburðarás kunn- um við vonandi flest utan að og hún er færð í kvikmyndaform með vænstu leikurum á borð við Keishu Castle-Hughes (Whale Rider) sem leikur Maríu guðsmóður, Shoreh Aghdashloo (House of Sand and Fog) sem fer með hlutverk Jósefs og Ciarán Hinds sem leikur Heródes. Jólamynd fyrir fjölskylduna. 101 mín. HELGIN 8.–10. DESEMBER Forstjóri heila klabbsins – Direktøren for det hele Sambíóin, Háskólabíó Leikstjóri: Lars Von Trier. Aðalleikendur: Jens Albinus, Jean-Marc Barr, Casper Chris- tensen, Benedikt Erlingsson, Friðrik Þór Friðriksson. Danski dogmaleikstjórinn Von Trier er mættur með óvenjulega mynd sem er skemmtilegt krydd í hátíðamyndavalið. Al- þjóðlegar stjörnur hvergi sjáanlegar, þeirra í stað okkar eigin Benedikt og Friðrik Þór. Eig- andi fyrirtækis vill selja það en það er ljón í veginum. Þegar hann stofnaði fyrirtækið bjó hann til ímyndaðan yfirmann til að fela sig á bak við ef hann þyrfti að taka erfiðar ákvarð- anir. Verðandi kaupendur krefjast þess að ræða við yfirmanninn svo eigandinn ákveður að ráða leikara í hlutverkið. Gamanamynd. 98 mín. Þrjár á toppnum – DOA/Dead or Alive Sambíóin Reykjavík og Akureyri Leikstjóri: Corey Yuen. Aðalleikendur: De- von Aoki, Sarah Carter, Natassia Malthe, Matthew Marsden, Jamie Pressly, Eric Ro- berts, Holly Valance. Aðdáendur tölvuleikja kveikja á nafni myndarinnar sem ber sama nafn og feiki- vinsæll leikur sem hún byggist á. Aðalpersón- urnar eru harðvítugar og þrautþjálfaðar feg- urðardísir sem taka þátt í DOA, alþjóðlegri keppni í austurlenskum bardagaíþróttum. Keppnisstaðurinn er afskekkt eyja og er þátt- takendum sagt að um venjulega útslátt- arkeppni sé að ræða en annað kemur á daginn, DOA verður barátta upp á líf og dauða. Spennumynd. 87 mín. Hátíðirnar – The Holiday Laugarásbíó, Smárabíó, Sambíóin Reykjavík, Borgarbíó Akureyri Leikstjóri: Nancy Meyers. Aðalleikendur: Cameron Diaz, Kate Winslet, Jude Law, Jack Black, Eli Wallach, Edward Burns, Rufus Se- well. Aðalpersónurnar í nýju myndinni hennar Nancy Meyers (Something’s Gotta Give) eru tvær konur sem búa andfætis hvor annarri á jarðkringlunni. Amanda Woods (Diaz) á heima í Los Angeles, Iris Simpkins (Winslet) í Lond- on. Þær kynnast á Netinu og ákveða að hressa upp á jólaskapið og hafa húsaskipti yfir hátíð- irnar. Það dregur óvæntan dilk á eftir sér. Rómantísk gamanmynd. 138 mín. Hnotubrjóturinn og músakonungurinn – The Nutcracker and the Mouseking Smárabíó, Regnboginn, Laugarásbíó, Borgarbíó Akureyri Teiknimynd með íslensku tali. Leikstjóri: Michael G. Johnson. Leikstjóri íslenskrar tal- setningar: Guðfinna Rúnarsdóttir. Aðalraddir: Árni Beinteinn Árnason, Örn Árnason, Hanna Sif Sindradóttir, Jakob Þór Einarsson, Hildi- gunnur Þráinsdóttir o.fl. Ævintýrið vinsæla eftir E.T.A. Hoffman er bakgrunnur teiknimyndar um mýslur sem hóta að taka völdin í litlu konungsríki. Þar býr ofdekraður erfðaprins í kastalanum sínum og fær allt sem hugurinn girnist. Frændi hans, töframaðurinn Grosselmeier, er orðinn leiður á frekjunni í stráknum og hyggst kenna hon- um lexíu sem endar með ósköpum. Prinsinn og vinir hans breytast í leikföng og illi músakóng- urinn grípur tækifærið og ætlar sér að hrifsa völdin. Barna- og fjölskyldumynd. 80 mín. HELGIN 15.–17. DESEMBER Endurupplifunin – Déjà Vu Háskólabíó, Sambíóin Reykjavík, Akureyri, Keflavík Leikstjóri: Tony Scott. Aðalleikendur: Den- zel Washington, Val Kilmer, Paula Patton, Bruce Greenwood, Adam Goldberg, Jim Cav- iezel. Margir kannast við það undarlega fyrir- brigði að finnast sem þeir hafi upplifað áður það sem er að gerast og hafa á tilfinningunni hvað gerist næst. Á flestum tungumálum nefn- ist ástandið déjà vu og er til umfjöllunar í nýj- ustu spennumynd Denzels Washingtons. Hvað gerist ef endurupplifunin er í rauninni við- vörun send úr fortíðinni eða ábending um hluti sem gerast í náinni framtíð? Washington leik- ur lögreglumann í fíkniefnadeild sem er valinn til að rannsaka atburð sem gerðist í New Or- leans. Fyrrgreindar tilfinningar hellast yfir hann og hjálpa honum að komast til botns í dularfullu máli. Spennumynd. 128 mín. Eragon Smárabíó, Regnboginn, Laugarásbíó, Borgarbíó Akureyri Leikstjóri: Stefen Fangmeier. Aðalleik- endur: Edward Speleers, Jeremy Irons, Si- enna Guillory, Robert Carlyle, Djimon Ho- unsou, Garrett Hedlund, Joss Stone, Rachel Weisz, John Malkovich. Ein umtalaðasta mynd ársins og sú sem er beðið með hvað mestri eftirvæntingu er heims- frumsýnd hér og víða annars staðar um þessa helgi. Eragon er byggð á samnefndri met- sölubók eftir Christopher James Paolini sem var aðeins 15 ára þegar hann byrjaði á bókinni sem er sú fyrsta í þrennu um unga hetju, dreka, góð öfl og ill á miðöldum. Upphaflega var bókin gefin út af foreldrum hans en sonur Carls Hiassen las verkið og ævintýrið varð að æði um öll lönd. Öldungurinn (Eldest), önnur bókin í flokknum, er t.d. mest selda þýdda skáldsagan á Íslandi í dag. Paolini sækir tals- vert til Tolkiens en enn frekar Ann McCaffrey. Fjölskylduvæn bíójól Ef eitthvað setur mark sitt á framboðið í kvikmyndahúsunum í desembermánuði þá er það mikið magn kvikmynda sem fjöl- skyldan getur notið í sameiningu. Sæbjörn Valdimarsson kynnti sér jólamyndir kvikmyndahúsanna í ár. Reuters Þrautseigir Jack Black og Kyle Glass ætla að stofna mestu rokkhljómsveit sögunnar. Hér syngur Black á tónlistarverðlaunahátíð MTV. Makalausar mörgæsir Keisaramörgæsir með fráa fætur hafa fyllt kvikmyndahús af fólki. Spennumynd Þröstur Leó Gunnarsson í hlutverki sínu í íslensku myndinni Köld slóð. Skolað niður Ógæfan hellist yfir þegar Robba er sturtað niður í undirheimana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.