Morgunblaðið - 10.12.2006, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 10.12.2006, Blaðsíða 58
58 SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Ég ætla að minnast með nokkrum orðum góðs félaga, vinar, bekkjar- og ferming- arbróður míns, Ás- geirs Hilmars Jónssonar, er lést með sviplegum hætti af slysförum sunnu- daginn 26. nóvember sl. Fráfall hans er þungt skarð í vinahópinn okkar og erfitt fyrir aldraða móður hans og systkini hans svona rétt fyrir jólin sem fylla eiga hjörtu okkar gleði. Ég man fyrst eftir Hilla, eins og hann var alltaf kallaður, vorið 1968 þegar hann var nýfluttur til Eski- fjarðar með móður sinni og þremur eldri systkinum, en þau fluttu ofan frá Fljótsdalshéraði þar sem móðir hans hafði verið bóndi. Það var eitt- hvað svo bjart yfir Hilla fannst mér og forvitnilegt þannig að ég ályktaði sem svo að gaman væri nú að kynn- ast honum þar sem hann var nýflutt- ur til Eskifjarðar. Þetta áttu eftir að verða góð og skemmtileg kynni sem nú eru því miður á enda með sviplegu fráfalli hans. Við áttum eftir að ganga í gegnum grunnskóla saman í bekk sem mótaði okkur og styrkti vináttu- bönd okkar enn frekar og var margt brallað á skólaárum okkar sem of langt væri frá að segja í minningar- grein sem þessari. Hilli var mjög vel gefinn og honum gekk vel að læra. Hann var fróður um menn og málefni og alltaf var gaman að ræða slík mál- efni við hann. Að eðlisfari var hann þó feiminn og var ekki að trana sér fram, en var hæverskur og dagfars- prúður. Í góðra vina hópi var hann aftur á móti hrókur alls fagnaðar. Stutt en hnyttin svör hans og skondnar athugasemdir um menn og málefni hittu ævinlega í mark og voru tilefni til mikillar kátínu. Hann var oft orðheppinn ef svo bar undir. Sérkennilegur en smitandi hlátur hans vakti ævinlega með okkur gleði, því þá vissum við að Hilli var í essinu sínu, enda höfum við vinir hans átt margar gleðistundirnar saman með honum. Við áttum eftir að vinna saman í sumarfríum okkar frá skóla, fyrst í Ásgeir Hilmar Jónsson ✝ Ásgeir HilmarJónsson fæddist á Egilsstöðum 14. júní 1962. Hann lést af slysförum hinn 26. nóvember síð- astliðinn og var út- för hans gerð frá Neskirkju 6. desem- ber. bæjarvinnunni, síðar í frystihúsi Eskju hf. Þar kom í ljós að ekki var Hilli einungis skemmtilegur vinnu- félagi, heldur líka harðduglegur og vinnusamur og hann var fljótur að ná lagi á hlutunum. Eftir að grunnskóla lauk og leiðir okkar sem bekkjarfélaga skildi voru mörg tilefn- in til að hittast. Sér- staklega þegar við vor- um um tvítugt fórum oft á böll saman fyrir austan. Ekki má gleyma Atla- víkurhátíðunum sem við félagarnir fórum á til að skemmta okkur og sjá Stuðmenn sjá um fjörið, en þeir voru í miklu uppáhaldi hjá okkur Hilla og sungum við oft smellina þeirra sam- an ásamt sameiginlegum vinum okk- ar. Þegar ég kynntist Helgu konu minni og fór með hana á heimaslóð- irnar til Eskifjarðar sumarið 1985 var Hilli einn af fyrstu vinum mínum sem ég kynnti hana fyrir. Það var ekki laust við feimni hjá Hilla þegar hann sá hana fyrst enda var hann feiminn að eðlisfari, en hún Helga mín tók honum vel þannig að það var engin ástæða fyrir Hilla að vera feim- inn við hana. Við sögðum honum að við ætluðum að hefja búskap í Reykjavík um haustið og hann væri ævinlega velkominn í heimsókn. Seinna þegar við Helga þurftum að flytja í annað húsnæði var hann boð- inn og búinn að hjálpa til við flutning- inn og minnist ég eins gullkorna hans við flutninginn þegar hann kom ber- andi inn sjónvarpið okkar og sagði: „Hér kemur altari heimilisins,“ og voru það svo sannarlega orð að sönnu hjá honum, sjónvarp er altari sér- hvers heimilis. Síðast fékk ég fréttir af honum í lok október sl. Það var frá sameig- inlegum vini okkar, Kalla Egils, sem þá nýverið hafði hitt hann. Það voru góðar fréttir sem hann Kalli bar mér af Hilla í það skiptið. Hilli var kominn með vinkonu og með nýtt og spenn- andi áhugamál, kajakróður, og vor- um við Kalli ánægðir fyrir hönd Hilla vinar okkar. Ekki hefði okkur Kalla grunað þá að nákvæmlega einum mánuði síðar ætti þetta nýja áhuga- mál hans eftir að verða honum að fjörtjóni. Genginn er góður drengur, sem var góður vinur og félagi sem fór allt- of of snemma. Hann var prúður og stilltur og gerði ekki flugu mein, eða eins og sagði í einu laga Stuðmanna sem við héldum svo mikið upp á: „… hann er vænn við menn og mál- leysingja, létt er æ hans pyngja …“ Þessi erindi áttu svo sannarlega við Hilla. Af sinni einstöku hæversku gerði hann ekki miklar kröfur til lífs- ins og lét hverjum degi nægja sína þjáningu. Nú fara í hönd tímar þar sem enginn mun heyra smitandi hlát- ur hans né hnyttnu gullkornin sem hann lét oft út úr sér um menn og málefni, þetta verða allt minningar einar sem munu lifa um góðan dreng. Fráfall hans sýnir okkur hversu lífið er hverfult og kennir okkur að njóta þeirra stunda sem við eigum með vin- um okkar og ættingjum, því við vit- um ekki hvenær það verður of seint þannig að við fáum ekki tækifæri til þess oftar. Ég votta móður hans, Þorbjörgu Eiríksdóttur, og þeim systkinum hans, Jóni, Jónu og Ragnhildi, sem og vinkonu hans mína dýpstu samúð og megi Guð veita ykkur líkn með þraut á þessum erfiðu tímum. Örn Jónasson (Öddi). Mér brá þegar ég heyrði í fréttum að kajakræðari sem hafði verið einn á ferð hefði týnt lífi í Hvalfirði, því ég þekkti mann sem þetta passaði vel við, vin minn Geira. Ég hafði heyrt í honum á fimmtudeginum fyrir helgina örlagaríku og átti þá alls ekki von á því að það væri í hinsta sinn, staðfestingu um andlát Geira fékk ég svo á mánudagsmorgninum. Ég kynntist Ásgeiri eða Geira eins og hann var kallaður er ég hóf störf hjá vörulager Skeljungs í Skerjafirði ár- ið 1996. Strax náðum við Geiri vel saman og hef ég aldrei kynnst eins orkumiklum og duglegum manni. Hann hljóp eftir göngunum og klifr- aði upp í hillurnar í margra metra hæð, kom svo hlaupandi til baka með vörurnar undir hendinni, þetta fannst mér alveg ótrúlegt. Þetta var aðeins byrjunin á okkar langa sam- starfi og vináttu því báðir hófum við störf fljótlega hjá Guðmundi Karls- syni við dreifingu á gasi fyrir Gas- félagið og þar á bæ verður honum seint gleymt fyrir ósérhlífni, dugnað og á hann mörg metin í afköstum sem menn munu seint ná að slá, þvílík var orkan í þessum manni. Alltaf var Geiri tilbúinn og mættur fyrstur manna á staðinn ef á aðstoð þurfti að halda, það þurfti ekki að biðja hann tvisvar, það vita þeir sem hann þekktu. Hann tók t.d. þátt í öllum bú- slóðarflutningum fjölskyldu minnar í gegnum árin, sem voru ófáir, og alls staðar átti fólk ekki orð yfir kraft- inum í honum en þetta var ekki allt, það var alveg sama hvað rætt var um, tónlist, landafræði, pólitík eða vís- indi, nefndu það bara, hann vissi allt. Gáfaðri manni hef ég ekki kynnst en hann var samt hógværðin uppmáluð. Það var erfitt að skýra þetta út fyr- ir Hrafnkeli 7 ára syni mínum sem var mjög hændur að Geira , enþegar ég hafði lokið við að útskýra fyrir honum hvað hafði gerst, þá sagði hann „En ég get samt ennþá talað við hann í huganum“ og eru það orð að sönnu, þín verður sárt saknað. Þinn vinur Rúnar Þór Hrafnkelsson. Það eru þung skref að fylgja vini sínum til grafar. Sérstaklega er það þungbært þegar um er að ræða mann sem fellur frá í blóma lífsins, aðeins 44 ára gamall. Óneitanlega hugsar maður til þess að hér hljóti að vera um einhvern æðri tilgang að ræða. Tilgang sem er ofar skynjun okkar mannanna. Kynni mín af Hilla hófust á Eski- firði þegar við vorum unglingar. Hann bjó nálægt mér og ég vissi vel af honum. Hann var aðeins 2 árum eldri en á unglingsárunum var það nú ansi mikið, eiginlega eins og heilt kynslóðabil á þessum árum. Skrýtið, því örfáum árum síðar fannst manni svona aldursmunur ekki vera neitt til að tala um. Kynni okkar hófust þegar við unnum saman í frystihúsinu hjá Valda verkstjóra sem ætíð reyndist okkur vel. Ég man eftir því að ég bar mikla virðingu fyrir Hilla ekki síst vegna þess að hann hafði unnið í ✝ Eiginmaður minn, GUÐJÓN GUÐMUNDSSON, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, áður til heimilis í Stekkjarholti 5, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju þriðjudaginn 12. desember kl. 14:00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Sjöfn Jóhannesdóttir og fjölskylda. ✝ Elskuleg móðir okkar, amma og langamma, EMILÍA SÍMONSEN, lést á Hrafnistu fimmtudaginn 7. desember. Hún verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju mið- vikudaginn 13. desember kl. 13.00. Eggert, Brynja, Maggý, Ken, Guðný, Ásgeir, Sigrún, Bill, Þórunn, Dennis, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Fósturmóðir mín, KRISTRÚN BJARNADÓTTIR, Bústaðavegi 61, Reykjavík, lést á vistheimilinu Víðihlíð, Grindavík, fimmtudag- inn 7. desember. Jarðsett verður frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 14. desember kl. 13:00. Fyrir hönd aðstandenda, Ágúst Ísfjörð. ✝ Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SÓLEY ÁSTA SÆMUNDSDÓTTIR húsmóðir, Gullsmára 9, Kópavogi, lést á heimili sínu sunnudaginn 26. nóvember. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Hafsteinn Ólafsson, Kristín Hafsteinsdóttir, Hjörleifur H. Helgason, Sæmundur Hafsteinsson,Auður Bragadóttir, Albert Hafsteinsson, Margrét Héðinsdóttir, Hafsteinn Hafsteinsson, Þráinn Hafsteinsson, Sigríður Sigurbjartsdóttir, Helga Hafsteinsdóttir, Karl J. Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til ykkar allra sem sýnduð okkur samhug og hlýhug vegna útfarar elskulegs eigin- manns míns og föður okkar. GUÐMUNDAR KRISTINS JÓNSSONAR, Skriðustekk 22, Reykjavík. Þökkum einnig fyrir öll fallegu blómin, kransana, minningarkortin, hlýju kveðjurnar og bænir ykkar. Sérstakar þakkir til alls starfsfólks líknardeildar Landakotsspítala fyrir kærleiksríka og líknandi umönnun við elskulegan eiginmann minn og föður okkar. Einnig þökkum við kærlega fyrir hlýhug ykkar við okkur aðstandendur hans. Sesselja Guðmunda Sigurðardóttir, Helgi Sigurður Guðmundsson, Sigrún Sjöfn Helgadóttir, Stefanía Guðríður Guðmundsdóttir, Kristín Helga Guðmundsdóttir, Vilhjálmur Geir Siggeirsson, Sigríður Guðmundsdóttir, barnabörn og langafabörn og aðrir aðstandendur. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, AXELMA JÓNSDÓTTIR, Hrafnistu, Reykjavík, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju mánudaginn 18. desember kl. 15.00. Fanney Júlíusdóttir, Erlendur Magnússon, Júlíus Örn Júlíusson, Anna María Hjartardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, GÍSLI JÓN GÍSLASON vélstjóri, Viðvík, Hellissandi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju mánudaginn 11. desember kl. 13.00. Halldór Gíslason, Carolina Alquino, Kristín Gísladóttir, Sean Burnham, Elín Gísladóttir, Paul Hebdige, Guðjón Arnar, Kristjana Dögg og Mandy Pálína. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUNNAR BALDUR GUÐNASON, Hraunbæ 116, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánu- daginn 11. desember kl. 15.00. Sigrún Gunnarsdóttir, Reinhold Richter, Hrafn Norðdahl, Herdís Hubner, Hjörtur Elvar Hjartarson og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.