Morgunblaðið - 10.12.2006, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 10.12.2006, Blaðsíða 52
52 SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN SÍMI 5 900 800 Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali. Sölusýning í dag Skeggjagata 15 Björt og vel skipulögð 2ja (3ja herb.) íbúð á 2. hæð (efsta hæð) í þríbýli. Íbúð- in, þ.e. hæðin er 49,3 fm ásamt risi sem er ca 23 fm að gólffleti en töluvert undir súð en nýtist sem svefnloft. Parket og flísar á gólfum. Hægt að hafa tvö herbergi á aðalhæð- inni. Svalir í suðaustur. Skemmtileg íbúð á róleg- um stað. Verð 16,9 millj. Halla sýnir íbúðina í dag á milli kl. 13 og 15. Höfum fengið til sölumeðferðar heila u.þ.b. 2.500 fm fasteign afar vel stað- setta og með traustum 15 ára leigusamningum. Eignin er byggð árið 2004 og er mjög glæsileg og í afar góðu ásigkomulagi. Nánari uppl. veitir Guðmundur Th. Jónsson. FASTEIGNA- MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/. Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. HEIL HÚSEIGN FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. Brúarflöt - Garðabæ Fallegt og vel skipulagt 194 fm einbýlishús með 57 fm innb. bílskúr. Húsið hef- ur verið mikið endurnýjað nýlega, m.a. gólfefni, innrétting og tæki í eldhúsi og baðherbergi. Samliggjandi stofur og 4 herb. Hús nýlega málað að utan og skipt hefur verið um þakjárn, rennur og niðurföll. Ræktuð lóð með 45 fm nýrri timbur- verönd til suðurs með útsýni yfir hraunið. Verð 54,9 millj. Skúlagata - 3ja herb. íbúð fyrir 60 ára og eldri Mjög góð 99 fm íbúð á 2. hæð í þessu fallega húsi í miðborginni fyrir 60 ára og eldri. Íbúðin skiptist í opið eldhús, rúmgóða borð- og setustofu með útg. á suðursvalir, 2 herbergi og baðher- bergi með þvottaaðstöðu. Vandaðar innréttingar. Parket og flísar á gólfum. Útsýni til norðurs og hellulagðar suð- ursvalir út af stofu. Sérgeymsla í kj. Húsvörður. Verð 32,5 millj. Skrúðás - Garðabæ Glæsilegt einbýlishús á útsýnisstað Stórglæsilegt 309 fm einbýlishús á tveimur hæðum með 54 fm tvöföldum bíl- skúr á frábærum útsýnisstað í Garðabænum. Húsið, sem skiptist m.a. í 5 svefn- herbergi, afar stórar stofur og stórt eldhús, er innréttað á afar vandaðan og smekklegan máta. Miklar stórar verandir með skjólveggjum, lýsingu og heitum potti. Stór hellulögð innkeyrsla með hitalögnum og lýsingu. Nánari uppl. veittar á skrifstofu. Háaleitisbraut Glæsilegt 289 fm einbýlishús á tveimur hæðum með innb. bílskúr. Eignin skipt- ist m.a. í samliggjandi stofur með arni, stórt eldhús með ljósum viðarinnrétting- um, 5-6 herbergi auk fataherbergis, 2 flísalögð baðherbergi, gestasalerni auk um 20 fm nýlegs skála sem byggður var við húsið. Rúmgóðar suðursvalir út af stofum. Falleg ræktuð og skjólgóð lóð með nýlegri verönd og nýlega hellulagðri innkeyrslu með hita í. Einnig hiti í tröppum upp að húsi. Verð 76,9 millj. Sæbólsbraut - Kópavogsbraut Glæsilegt 198 fm tvílyft raðhús með 23 fm innb. bílskúr. Á aðalhæð er forstofa, eldhús með nýlegri hvítri innréttingu, þvottaherb. innaf eldhúsi, endurnýjað gestasalerni og samliggj. borð- og setustofa með útg. á hellulagða verönd. Uppi er sjónvarpshol með útg. á suðursvalir, 4 herbergi og flísalagt baðher- bergi. Verð 47,9 millj. LAUGAVEGI 15 • Sími 511 1900 Glæsilegt úrval úra og skartgripa Glæsileg kvenúr ÞEGAR fyrir dyrum stóð að minnast 88 ára sjálfstæðis lands- ins tók Valgerður Sverrisdóttir upp merki síns gamla for- manns með nýrri tangarsókn fyrir aðild Íslands að ESB. Tæknilega vel en hugsjónarlega illa undirbúin var ræða hennar í Þjóðmenn- ingarhúsi 24. nóv. Ekki er nóg að sú sem fer með utanrík- ismálin hafi á að skipa færum „PR- mönnum“, sem kunni að láta málflutninginn hljóma ísmeygilega fallega. ESB-ásókn Halldórshringsins fer Framsókn illa sem landsbyggðarflokki – og hverjum þeim flokki sem varðveita vill sjálfstæði Íslands óskert, laust við stórtækar skuldbindingar sem ella myndu svipta okkur forræði í landsins mikilvægustu málum, til langs tíma litið. (Um efnislega gagnrýni á ræðu Valgerðar vil ég benda á bráðsnjalla grein Ragnars Arnalds, formanns Heimssýnar, í Mbl. 2. des.: Stjórnmálamenn í fræðimannsklæðum. Þar kippir hann fótunum undan þeirri frá- leitu fullyrðingu hins nýja utanrík- isráðherra, að innganga í ESB yrði minna stökk en aðildin að EES var á sínum tíma.) Galvösk framganga Valgerðar í nefndri „þjóðmenningarræðu“ vek- ur ugg um að hún hyggist keyra á þetta mál með markvissum áróðri á næstu misserum. Það yrði valt að eiga fullveldi þjóðar undir því- líkum leiðtoga sem Valgerði. Málið er einfalt, þungvægasta atriðið þetta: Landbúnaðar- og sjávarútvegsstefna ESB er endur- skoðuð reglulega á 10 ára fresti. Bandalagsheildin áskilur sér í þeim málum fyllsta vald – fer þar í reynd með fullveldið, nema aðild- arríkin velji beinlínis þá leið að segja sig úr ESB. Væri Ísland þar aðili hefðum við sáralítið að segja þegar breytt skipan sjávarútvegs- mála yrði borin þar undir atkvæði. Sterk hreyfing er fyrir því að af- nema neitunarvald ríkjanna enda hefur þeim fjölgað að mun. Við megum því búast við afnámi neit- unarvaldsins á næstu árum. Hvað tæki þá við í sjávarútvegsmálum, eftir að Noregur og Ísland gengju í ESB? Við mættum t.d. búast við þessu: 1) Að teknir verði upp heildar-veiðikvót- ar, fjarstýrðir frá Brussel og dregnir saman, þegar ráð- herrunum þóknast (eins og fregnir bár- ust um vegna Mið- jarðarhafsveiðikvóta, daginn eftir ræðuhald Valgerðar!), 2) Að botnvörpu- veiðar verði bannaðar, með óbætanlegu tjóni fyrir okkur, 3) Að mestöll fiskimið okkar verði lýst sameign eða sameig- inlegt veiðisvæði ESB-þjóða, trú- lega upp að þremur mílum. Þreng- ingar franskra fiskimanna vegna mikils samdráttar í veiðum á Mið- jarðarhafi einmitt nú munu þrýsta á um þær kröfur að þeir (100.000 sjómenn) auk Spánverja o.fl. fái óheftan eða stóraukinn aðgang að miðum annarra ESB-ríkja; sam- þykkt slíkra krafna verður hægt að koma um kring með einfaldri atkvæðagreiðslu í Brussel við ofangreinda endurskoðun heild- arstefnunnar á 10 ára fresti. Sem aðildarbundin bandalags- þjóð, þegar neitunarvald einstakra ríkja myndi heyra sögunni til, yrð- um við upp á náð og miskunn ESB komin. Enginn fjáraustur í styrkjaformi (meðan aurar verða í kassanum), engin framþróun- arverkefni sem gagnast þeim sem innundir eru, engin skjallmæli, námsstyrkir og Brusselferðir pót- intáta koma í staðinn fyrir full- veldi Íslands yfir fiskveiðilögsög- unni. Innganga í ESB væri eins og undirskrifaður, en opinn og óút- fylltur víxill, tilvalinn fyrir „Bruss- el-býrókrata“ að fylla út með sín- um hætti þegar þeim þóknast. Hvers vegna láta menn sér ekki skiljast þessar einföldu stað- reyndir? Fari svo í framtíðinni að þjóð okkar og leiðtogar standi frammi fyrir slíkum afarkostum, eftir að Valgerður og sam- bandingjar hennar í hjátrúnni hefðu glutrað niður fullveldi okkar í bráðræði, er hætt við að þeir ráðamenn verði orðnir of sam- flæktir í valdaklíkur meginlands- ins til að hafa siðferðisþrótt til að segja okkur úr bandalaginu, enda löngu búnir að gera þjóðina að áv- anafíkli í styrkja- og sam- bræðslukerfi ESB. – Já, „hægt er að festast, bágt mun úr að víkja!“ (Jón Helgason í Khöfn). Víst yrðu okkur boðnar skaða- bætur og „aðlögun“ næstu 5–10 ár, sem og annar skammgóður vermir – nóg til að höfða til skammsýnis-hneigðar svo margra, er þeir stæðu frammi fyrir val- kosti viðamikilla breytinga. Þar að auki yrði trúlega hluti landsmanna farinn að nota ensku í daglegu lífi í stað íslenzku og gildur hluti þeirra orðinn innflytjendur og því með harla litla taug til föðurlands- ástar og þjóðhyggju bundinnar arfi okkar og menningu. Allt myndi það hefta okkur eða væng- brjóta í aðstöðunni til að taka skynsamlega, beinskeytta, sjálf- stæða og trúfasta ákvörðun um að ganga úr ESB – þ.e.a.s. ef svo ólíklega færi, að málið yrði borið undir þjóðaratkvæði! Þannig gætu meinleg örlög hindrað að sannur þjóðfrelsisvilji fengi að taka sig til flugs: Að ESB-hlekkjaðir Íslendingar gætu á ný orðið sjálfstæð og fullvalda þjóð. Tangarsókn gegn fullveldi Íslands? Jón Valur Jensson fjallar um Evrópumál og gerir at- hugasemd við ræðu Valgerðar Sverrisdóttur í Þjóðmenning- arhúsi » Innganga í ESBværi eins og undir- skrifaður, en opinn og óútfylltur víxill, tilvalinn fyrir „Brussel-býrók- rata“ að fylla út með sín- um hætti þegar þeim þóknast. Jón Valur Jensson Höfundur er guðfræðingur og for- stöðumaður Ættfræðiþjónustunnar. Sagt var: Þeir gengu á eftir hver öðrum. RÉTT VÆRI: Þeir gengu hver á eftir öðrum. Leiðréttum börn sem flaska á þessu! Gætum tungunnar Fréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.