Morgunblaðið - 10.12.2006, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 10.12.2006, Blaðsíða 46
46 SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Bjarkarás – sérhæðir á fráb. útsýnisstað í Garðabæ Nýjar glæsil. séríb. í sjö 2ja h. húsum á þessum einstakl. góða stað í Garðabæ. Gert er ráð fyrir að eignirnar verði afhentar fullb. án gólfefna með vönd. innrétt. og flísal. glæsil baðherb. Mjög skemmtilega teiknuð hús. Lofthæð neðri hæða er 2,95 m og efri hæðar 2,6 m. Íbúðirnar eru frá 117 fm upp í 169 fm og fylgir stæði í bílskýli 22 af 30 íbúðum. Sérverönd fullfrág. fylgir íbúðum neðri hæða og svalir frá 7,5 -5,7 fm fylgja íbúðum efri hæðar. Glæsilegt útsýni er úr mörgum íbúðanna. Lóð afh. fullfrág með öllum gróðri en án leiktækja. Byggingaraðili er Tré-mót ehf. Verðlista og teikningar er hægt að nálgast á www.nmedia.is/bjarkaras Upplýsingar er hægt að fá hjá sölumönnum í dag: Ingólfur í 896-5222, Bárður í 896-5221, Þórarinn í 899-1882 og Ellert í 893-4477. H in merkilega bók Cenninos Cenninis um málaralistina endar á eft- irfarandi setn- ingu: „Bókinni er lokið. Referamus Gratias Christi 1437. A di 31 juli ex stinc- arum etc.“ Heitir, að hann lauk skrifunum 31. júlí árið 1437 eftir Krists burð. Um að ræða stutt og skil- merkileg svör við öllu mögulegu sem málurum kom að gagni á þessum tímum, og lýkur með CLXXXIX. (89.) kafla á aldeilis greinargóðum upplýsingum um hvernig menn geta tekið afsteypu af innsigli eða mynt í deigi sem búið er til úr ösku þannig að ár- angurinn verði svo gott sem full- kominn. Hér þurfti enga langloku til, einungis eina málsgrein upp á 15 línur (!) og aðferðin sáraeinföld. Minnir á fiskilímið sem alls staðar fékkst í gamla daga og var hagnýt og alhliða náttúruafurð, en leyst af hólmi af alls kyns gerviefnum sem áttu að vera mun betri en voru mörg hver einhæfur, hættu- legur og illa þefjandi óþverri sem smám saman fór í gegn um papp- írinn og gat haft miður góð áhrif á yfirborð hans og í sumum tilvikum eyðilagt það með öllu. Þótt sumt teljist að sjálf-sögðu úrelt er bókinengu að síður hvalreki íhendur allra þeirra sem hafa áhuga á efnafræði málverks- ins, öllum hliðum þess, og er til muna auðskildari margri langlok- unni um þessi mál. Auðveldar skilning á ýmsu sem vefst fyrir nútímamanninum sem í öllum þessum yfirþyrmandi tækniheimi hefur mikið til misst sjón- ar á grunnformunum, sundurgreinir og skilur þau að vísu betur en skynjar mun síður. Brjóstvitið víða mætt af- gangi í menntagrunn- inum, jafnvel strikað yfir það og hið hagnýta hefur smám saman og illu heilli rutt því út af borðinu, jafnvel í þá veru að sprenglærðir eru margir hverjir ólæsir á skynræn fyrirbæri. Bækur, myndir og myndbönd ásamt öðr- um upplýsingamiðlum til hliðar svo og fyrirlestrum hafa tekið við af lifuninni við að greina kjarna hlut- anna, snerta og meðtaka sál þeirra. Að baki hinum einföldu útlistunum eru vitaskuld til flóknari skýringar, en mál að aðferðirnar höfðu verið að þróast um aldir og varðveist innan klaustra og verkstæða, á skrifuðum bleðlum og í munnlegri geymd. Bók Cenninis þannig ein fyrsta tilraunin til að halda þessum upplýs- ingum til haga, um að ræða undirstöðu æðra handverks sem fæddi af sér hugtakið list á tíma- bili endurreisnarinnar … Það áttu eftir að líða 99 ár áður en sagnfræði mál- aralistarinnar og mynd- listarinnar í heild sinni leit dagsins ljós, og raun- hæfum getum má sjálf- sagt leiða að því, að bók Cenninis og fleiri skrif hafi verið kveikjan og baklandið. Að undirlagi Farnese kard-ínála árið 1546 hóf mál-arinn Giorgio Vasari aðfæra til bókar ævisögur listamanna frá Duecento (stytting á tólfhundruð) til samtíðarinnar. Það er að segja frá þrettándu öld þegar ítölsk málaralist tók að rífa sig lausa frá byzantískum fyr- irmyndum (Maniera Greca) og nálgast frönsk áhrif í þá veru að úr varð eins konar ítölsk gotík sem þróaðist til mikilla afreka við lok síðmiðalda og hámarkaðist í endurreisninni. Um að ræða frá- sagnir af ágætustu málurum, myndhöggvurum og arkitektum tímabilsins fram til ársins 1567 eða 1568; „Vite de ’più eccelente pittore, scultori e architetti“, allt frá Cimabue sem var virkur frá því um 1270–1302. En stíll Vasaris var síður en svo jafn knappur og Cenninis, þvert á móti fylla skrif hans margar bæk- ur sem allar bera í sér drjúgan fróðleik og eru að auki á köflum hreinn skemmtilestur. Inn á milli eru frásagnir á léttu nótunum eða það sem erlendir skilgreina með einu nafni „anekdote“ á dönsku og þýsku en „anecdote“ á ensku og latneskum málum. Skrifin þannig ekki þurr hátíðleg og upp- sprengd fræði er fáir lesa, öllu frekar spennandi rit sem spanna þrjár afdrifaríkar aldir í listasög- unni og voru strax mikið lesin og rökrædd af innvígðum, og enn í fullu gildi. Á ferð elsta lista- og listamannasaga sem varðveist hefur í heiminum og bæði ritin ættu að vera aðgengileg og helst skyldulesning í listaháskólum. Um að ræða innsýn í mikil um- skipti sem öll nútímamenning byggist á og heimurinn stendur í þakkarskuld við. Einsýnum fræði- fauskum og framapoturum hefur hins vegar láðst að halda vísind- unum fram eins og fleiru sígildu úr fortíð en á síðustu tímum er í stórauknum mæli farið að beina sjónum að þeim. Ég hef ekki ennþá orðið mér úti um heildarútgáfuna en fyrir framan mig er útdráttur úr henni í vasabókarformi á þýsku sem inniber Hina guðlegu þrenningu málaralistarinnar; „Das Leben von Leonardo da Vinci, Raffael von Urbino und Michelagnolo Bu- onarroti“ og má útlagningin vera hverjum manni ljós. Giorgio Vasari var ekki aðeins málari heldur einnig teiknari, skreytilistamaður og arkitekt, virkur á tímabili umskiptanna frá endurreisn til manerisma og allt þar til bjarmaði af barokkinu. Bætti einnig gullsmíðafaginu við sig og jók þá alin við víðtæka þekkingu og yfirsýn. Afburða málari, en samkvæmt Mich- aelangelo enn betri arkitekt og meðal þess sem eftir hann liggur eða var meðvirkur við má nefna endurgerð ráðhúss Flór- ensborgar; Palazzo Vecchio, áður Palazzo della Signorina, upp- haflega hannað af Arnolfo de Cambia og reist á árunum 1299– 1320, Palazzo Pitti og Uffizi. Allar byggingarnar setja mikinn svip á listaborgina einstöku við Ar- nófljótið. Jafnframt eru hin- ar glæsilegu veggskreyting- ar í Palazzo Vecchio verk Vasaris, einnig má vísa til freska og glerskreytinga sem eftir hann liggja og list hans hafði til viðbótar mikil áhrif á innviði leikhúsa ásamt því að uppdrættir að skrautbúningum til notkunar við ýmis hátíðleg tækifæri eru talin fyrsta skrefið til fígúrulistar barokksins. Hér var því enginn meðalmaður á ferð hvert sem litið er og áhrif hans drjúg, ásamt með því að vera frumkvöðull og nafnkenndastur ítalskra list- sögufræðinga fram á daginn í dag. Hið síðastnefnda hef- ur gert það að verkum að önnur athafnasemi allista- mannsins er minna þekkt, auk þess sem hann virðist hafa dreift hinum miklu hæfileikum sínum hingað og þangað af fullmikilli rausn. Athyglisvert að hinir stóru andar endurreisnartímabils- ins voru með yfirburðaþekk- ingu á grunnmálum mynd- listarinnar og juku stöðugt við hana. Það gerði og einn- eginn að verkum að þeir gátu sett sig inn í hvaða verkefni sem var, leystu á leiðinni flókin stærðfræðilög- mál sem sérfróðir réðu ekki við eða höfðu gefist upp á og nægir að vísa til kúpuls Bru- nelleschis í dómkirkjunni í Flórenz og hvolfþaks Mich- aelangelos yfir Péturskirkj- unni í Róm. Endurreisnin er þó ekkert sjálfsprottið ferli sem einangrast við Ítalíu, því Márar á Spáni lögðu lóð sitt á vogarskálarnar eins og stöðugt er að koma betur í ljós. Bækur sem undanfarið hafa komið út um þátt Mára í þróun- inni munu vera eitt helsta lesefnið á Spáni um þessar mundir og augu listheimsins hafa um leið meira en nokkru sinni beinst að hlut þeirra í sögunni. Einhverjir myndu segja, að það væri nokkuð seint í rassinn gripið, því engum getur blandast hugur um að ein- ungis hámenning gat skilað af sér þeim undrum sem við blasa í Se- villa, Cordoba, Toledo og Gra- nada. Drottningin Isabella I, með viðurnefnið hin kaþólska (1451– 1504), framdi hið versta verk ásamt eiginmanni sínum Ferdin- and af Aragóníu, þá hún flæmdi Mára frá Spáni, alla þá sem ekki vildu skírast til kaþólskrar trúar. Á undanhaldinu gripu þeir til þess ráðs að biðja múslímska trúbræð- ur sína handan sundsins um hjálp, sem dugði þó ekki til. Reyndust að auk strangtrúarmenn sem höt- uðust við siðmenninguna og eiga að hafa eyðilagt meira af menn- ingararfi Máranna en Spánverj- arnir sjálfir. Táknrænt dæmi um gæði bókakostsins mikla í Toledo, að enskur fræðimaður sem dvaldi þar í lengri tíma tók með sér kistu fulla af bókum er hann hélt heimleiðis og segir sagan að þar hafi verið lagður grunnurinn að Cambridge, nafnkenndustu menntastofnun Englands. Alveg pottþétt að mörgþau grunnmál sem fyrirkoma í endurfæðingunniprýða hin stórkostlegu sköpunarverk Máranna í Granada, Cordoba og víðar. Ekki mögulegt að strika yfir þennan mikla menn- ingararf fortíðar, frekar en end- urtekið hefur verið reynt að gera við málverkið á undanförnum ára- tugum og slíta úr sínu rétta og viðtekna samhengi. Og einmitt með vinnubrögðum sem leiða hug- ann að þeim rannsóknarrétti sem Ísabella hinn kaþólska átti þátt í að vekja til lífsins … Málverkið blívur SJÓNSPEGILL Bragi Ásgeirsson Fjölhæfur listamaður Giorgio Vasari: Perseifur frelsar Andremónu, 1572, olía á tré (hluti). Flórenz, Palazzo Vecchio.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.