Morgunblaðið - 10.12.2006, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 10.12.2006, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN GIMLI BIRKIMÖRK 7 HVERAGERÐI Ath. möguleiki er á 90% láni. Dæmi: Greitt við undirskrift 1.500,000. Frá lánastofnun 17.000.000. Viðbótarlán 3.430.000. Lokagreiðsla við afsal 770.000. HVERAGERÐI • 892 9330 Allar upplýsingar um eignir í Hveragerði veitir Kristinn, lögg. fasteignasali sími 483 5900, GSM 892 9330 Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali Mjög snoturt og vel frágengið 107 fm steinsteypt endaraðhús. Húsið er full- búið og tilbúið til afhendingar við kaupsamning. Húsið er steinað að ut- an með marmarasalla. Allur frágangur að innan er vandaður, parket og flísar á gólfum, harðviðarinnréttingar. Timburverönd og lóð fullfrágengin. Pantaðu skoðun og Kristinn sýnir húsið þegar þér hentar. Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 14-16 KLEIFARSEL EINBÝLI www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Fallegt og mikið endurnýjað 171 fm einbýlishús á tveimur hæðum auk 33 fm bílskúrs (samtals 204 fm). Á neðri hæð er anddyri, stór og björt stofa með útg. á stóra timbur- verönd (suðvestur), stórt eldhús, gesta wc. og þvottahús. Á efri hæð er stórt fjölsk. rými með útg. á svalir, baðherbergi og þrjú stór herbergi. Bílskúr fullbúinn. GÓÐ EIGN Á GÓÐUM STAÐ. Verð 45 millj. Verið velkomin í dag frá kl.14–16. Sigurður og Valgerður taka á móti gestum. Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 Ægir Breiðfjörð, löggiltur fasteignasali SKIPTU VIÐ FAGMENN - ÞAÐ BORGAR SIG Ca 139 fm glæsilegt skrifstofuhúsnæði á 3. hæð við Ingólfs- stræti 3. Fimm skrif- stofurherbergi, fundar- herbergi, kaffiaðstaða og snyrting. Sala eða leigusamningur. V. 31,5 m. MIÐBORGIN - SALA - LEIGA Falleg 130 fm íbúð á 3. hæð í lyftuhúsi. Íbúðinni fylgir stæði í lokaðri bílageymslu. 4 svefnherbergi, stofa, eldhús, þvottah. innan íb. og svalir í suður. Góð aðkoma. Húsið er steinað að utan. V. 29,4 m. 6323 EIGNIN VERÐUR TIL SÝNIS Í DAG (SUNNUDAG) FRÁ KL. 13-15. Sigurður á bjöllu. Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali OPIÐ HÚS - Andrésbrunnur 9 3.h.v. ÞRÓUN varnarmála Íslendinga á þessu ári hefur verið athyglisverð. Töluverðar umræður hafa verið um hvernig eigi að haga varnarmálum landsins þegar menn renndu grun í að Bandaríkjamenn færu með her- lið sitt af landinu hvort sem Íslend- ingum líkaði betur eða verr. Menn hafa átt í erfiðleikum með að takast á við nýjan raunveruleika í þessum málum og viljað halda í pilsfald einhvers sér til stuðnings og í raun ekki viljað hugsa málið upp á nýtt. Nýjasta nýtt í mál- inu er að nú viljum við skríða í skjól Norð- manna, sem eru bandamenn okkar en um leið andstæðingar okkar á mörgum svið- um. Þeir eiga að nokkru leyti annarra hagsmuna að gæta, t.d. í fiskveiðimálum. Það er spurning hvort það sé skyn- samlegt í stöðunni, sérstaklega þeg- ar við þurfum sjálfir líklega að borga fyrir hernaðarumsvif þeirra. Við stóðum í sömu sporum í seinni heimsstyrjöldinni þegar ákveðið var að stofna herlaust lýð- veldi á Íslandi sem er mjög óvenju- leg ákvörðun. Hvers vegna var sú ákvörðun tekin? Aðstæður voru þá mjög sérstakar hér á landi, það voru stríðstímar og hér var erlend- ur her. Okkur var ljóst að Banda- ríkjamenn áttu hagsmuna að gæta og vildu aðstöðu hér á landi. Þar með vissu íslenskir ráðamenn að þeir gátu komist af án íslensks hers (og sparað sér umtalsverða fjár- muni um leið) og stofnuðu lýðveldi án hers. Í lok heimsstyrjaldarinnar var ljóst að ekkert hlutleysi dugði lengur og hér hafði myndast valda- tómarúm sem yrði að fylla upp í með einhverjum hætti. Hugmyndir voru um að stofna norrænt varnarbandalag og er at- hyglisvert að skoða hvernig fór fyr- ir þeim hugmyndum. Öll Norð- urlöndin töldu að þeim stafaði hætta af þessu nýja ástandi og sér- staklega af hendi Sovétríkjanna en þau stóðu uppi sem einn af sig- urvegurunum í stríðslok. Hug- myndin um skandinavískt varn- arbandalag var andvana fædd. Ástæð- an fyrir því var að Norðmenn og Svíar gátu ekki komið sér saman um eðli slíks bandalags, það er hvort það ætti að vera sjálfstætt eða tengt vestrænu hern- aðarbandalagi. Svo virðist sem Danir hefðu sætt sig við hvaða niðurstöðu sem væri. Þannig að sagan sýnir fram á að Íslend- ingar geta ekki eingöngu treyst á norrænar vinaþjóðir til að tryggja varnir sínar. Hvað var þá hægt að gera í stöðunni? Að ganga í fyr- irhugað varnarbandalag vestrænna ríkja og kasta hlutleysisgrímunni endanlega af sér? Sú ákvörðun var tekin og Íslendingar gengu í Nató. Með aðildinni að Nató, töldu ís- lensk stjórnvöld að öryggisþörf Ís- lands væri að mestu fullnægt. Vest- ræn ríki kæmu þjóðinni til aðstoðar, ef til ófriðar drægi. Engan her þyrfti á landinu á friðartímum. Her- foringjar Atlantshafsbandalagsins voru á annarri skoðun en þeir vildu að herlið yrði á Íslandi á frið- artímum til varnar Keflavík- urflugvelli. Breyting varð á stefnu íslenskra stjórnvalda í varnarmálum á ár- unum 1950–1951 vegna Kóreustyrj- aldarinnar á sama hátt og eftir valdarán kommúnista í Tékkóslóv- akíu 1948. Þeir höfðu frumkvæðið að því að leita til Atlantshafs- bandalagsins til að styrkja varnir landsins. Felld var niður stefnan um herleysi á friðartímum og gerð- ur var varnarsamningur við Banda- ríkjamenn vorið 1951. Bandarísku setuliði var skipað á land í annað sinn. Með þessu var varnarstefna Ís- lands endanlega mörkuð næstu ára- tugi. Íslendingum var orðið ljóst að landfræðileg staðsetning Íslands var ekki lengur vörn og þar af leið- andi ekki lengur hægt að halda uppi sannfærandi hlutleysisstefnu. Nú eru Bandaríkjamenn farnir en eins og í lok seinni heimsstyrj- aldar með annan fótinn hér (svona til öryggis ef Rússar færu aftur á stjá með valdabrölti í norður- höfum). Segja má að við séum í eins konar millibilsástandi, eins og eftir seinni heimsstyrjöld. Íslendingar töldu ástandið ekki ásættanleg þá, líkt og nú. Hvað erum við lengi að komast að ásættanlegri niðurstöðu í málinu? Nokkur ár eins og eftir seinni heimsstyrjöldina? Getum við treyst á Bandaríkjamenn? Ekki kennir sagan okkur það. Hvað er þá til ráða? Er ekki tími til kominn að við hugsum hugsunina til enda og tökum endanlega af skarið og stofn- um hér íslenskan her, örygg- issveitir eða þær leiðir sem henta okkur? Til þess að stíga slíkt skref, verð- um við að endurskilgreina alla okk- ar hugsun í þessu máli, skoða sög- una (sjá t.d. bók mína Hernaðarsaga Íslands 1170–1581), hvað við höfum nú þegar í hönd- unum og hvernig við getum nýtt það til framtíðar. Hvað þurfum við að hafa til að geta byrjað? Öryggis- málastofnun sem sinnir rann- sóknum á öryggis- og varn- armálum? Stofnun nýs ráðuneytis, varnarmálaráðuneyti? Og færa stofnanir og einingar eins og Land- helgisgæsluna, Friðargæsluna, varnarmálaskrifstofu og sérsveit ríkislögreglustjóra undir hatt slíks ráðuneytis? Hvernig getum við til dæmis nýtt okkur Atlantshafs- bandalagið? Fengið það til að hjálpa okkur að koma slíku ráðuneyti á fót og jafnvel kostað þessa uppbygg- ingu hers að mestu leyti? Fullur vilji er fyrir hendi hjá bandalaginu að hjálpa okkur, svo fremi sem við viljum hjálpa okkur sjálf. Þetta er lykilatriði í þessu máli, við verðum sjálf að hafa frumkvæði. Íslenskur her Birgir Loftsson fjallar um varn- armál » Segja má að viðséum í eins konar millibilsástandi, eins og eftir seinni heimsstyrj- öld. Íslendingar töldu ástandið ekki ásætt- anlegt þá, líkt og nú. Birgir Loftsson Höfundur er sagnfræðingur. „KONAN er hverful sem fjöður í vindi“ er sungið í óperunni Rigoletto eftir Verdi. Og ætli karlinn sé nokk- uð síður hverfull? Mig minnir að hafa heyrt sungið um hverfulleika hans í óperum líka. En fleira er hverfult í heimi hér en ástir kvenna og karla. Hverfull er kvótinn sem fjöður í vindsveip- um efnahagslífsins. Hann er auðfluttur milli byggðarlaga. Skip sömuleiðis. Sjó- eldiskvíar eru auðfær- anlegar. Hátæknifyr- irtæki flytjast auðveldlega, jafnvel milli landa, ef vindar markaðarins blása þannig. Her- bækistöðvar eru dregnar saman, eða lagðar niður, þegar stjórnmálaástandið í heiminum breytist. Ferðaþjónustufyrirtæki eru líka auðfæranleg. Slíkt fyrirtæki þarf ekki að vera á Húsavík til að gera út á náttúru Þingeyjarsýslna eða á Sauðárkróki til að bjóða upp á flúðasiglingar á Jökulsá eystri. Álver sem einu sinni hefur verið byggt á einhverjum stað hverfur hinsvegar ekki svo auðveldlega á braut einn góðan veðurdag næstu áratugina. Raforkukaupasamningar eru gerðir til áratuga. Það er erfitt að hugsa sér kring- umstæður þar sem eig- andi þess kýs að leggja það niður og verða að greiða fyrir rafmagnið áfram, a.m.k. að hluta til, og skilja stofnfé versins að stórum hluta eftir óarðbært, fremur en að reka það áfram. Umtalsverður hluti kostnaðarins við ál- vinnslu er fastur. Flestar konur og flestir karlar leita fastra sambanda. Byggðarlög sækjast eftir festu í atvinnu- málum. Byggðarlög, sem hafa horft á eftir kvóta, skipum og fólki á brott og orðið fyrir von- brigðum með mis- heppnaðar tilraunir til atvinnusköp- unar. Getur verið að hér sé komin skýringin á eftirsókn margra þeirra eftir álveri? Hvers vegna sækjast byggðar- lög eftir álveri? Jakob Björnsson fjallar um álver Jakob Björnsson » Byggðarlögsækjast eftir festu í atvinnu- málum. Höfundur er fyrrverandi orku- málastjóri. ÞAKRENNUKERFI á öll hús – allsstaðar Smiðjuvegi 74 Sími 515 8700 BLIKKÁS – Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.