Morgunblaðið - 10.12.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.12.2006, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR www.IKEA.is 1.590,- GLÄNSA ljósakrans Ø40cm Opið til 22:00 fram að jólum VERULEG aukning á loðnu í magafylli þorsks í haust bendir ótvírætt til þess að aðgengi þorsks- ins að loðnu fyrir Norðurlandi sé mun meira nú en síðustu þrjú til fjögur árin. Betra holdafar þorsks- ins bendir einnig til hins sama en þyngd hans er nú nálægt meðallagi, eftir nokkur mögur ár. Þrátt fyrir þetta fannst lítið af fullorðinni loðnu í leiðangri Haf- rannsóknastofnunarinnar fyrr í haust en þá varð vart töluverðs magns af ungloðnu. Gæti það bent til þess að staðan sé að færast í átt að fyrra horfi. Nú stendur yfir loðnuleit stofn- unarinnar og var rannsóknaskipið Árni Friðriksson að leit djúpt út af vestanverðu Norðurlandi á föstu- dag en hefur lokið leit á Græn- landssundi. Að sögn Jóhanns Sigurjónssonar, forstjóra Hafrannsóknastofnunar- innar, er enn lítið að frétta af leið- angrinum. Rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson heldur svo til leitar í næstu viku og að auki þrjú loðnu- skip. Litlar líkur á veiðum fyrir jól Jóhann segir að samkvæmt reynslunni séu ef til vill ekki miklar líkur á því að leitin nú skili þeim ár- angri að hægt verði að hefja veiðar fyrir jól, en veiði að sumri og hausti síðustu árin hefur verið lítil sem engin. „Við höfum átt í mesta basli við að mæla ungloðnuna undanfarin 4 til 5 ár en á slíkum mælingum byggist ráðlegging um upphafs- kvóta sumarið eftir. Það er núna fyrst sem við náum mælingu og það er ljóst að samkvæmt henni er nóg til að hrygna, þegar þar að kemur, en hvort það gefur tilefni til veiða í einhverjum mæli er ekki hægt að segja að svo stöddu. Þorskurinn fann loðnuna Við fundum lítið af fullorðnu loðnunni, en þorskurinn hefur greinilega fundið hana og það er góðs viti. Komi hins vegar lítið eða ekkert út úr þessum leitarleiðangri verðum við að fara að skipuleggja leit að nýju eftir áramótin, en von- andi skilar loðnan sér að vanda þótt ekki sé á vísan að róa,“ segir Jó- hann Sigurjónsson. Loðna í veiðanlegu magni hefur enn ekki fundizt Veruleg aukning á loðnu í magafylli þorsks Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is            !"###"## $ $    %                    &'&(% $ '& %                     () Í HNOTSKURN » Fimm skip verða viðloðnuleit fyrir Norður- landi á næstunni. » Mæling náðist á ungloðnuí haust í fyrsta sinn síðan 2004. HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni á sextugsaldri sem grunaður er um hrottafengna nauðgun og líkamsárás gegn sambýliskonu sinni fyrr í þess- um mánuði. Árásin átti sér stað á heimili konunnar. Í úrskurði héraðsóms um málið er rakin frásögn konunnar þar sem hún sagði lögreglu að maðurinn hefði dregið hana á hárinu inn í svefnher- bergi, fleygt henni í rúmið og sagt henni að fara úr fötunum, sem hún gerði. Í svefnherberginu hefði hann barið hana ótal mörg högg bæði með höndum og hnífi. Hefði hann verið vopnaður stórum kjöthnífi eða kjöt- exi og barið hana með flötu blaði ax- arinnar. Stóð atlagan yfir klukku- stundum saman samkvæmt frásögn konunnar. Konan sagði manninn síð- ar hafa sótt annan hníf, stóran búr- hníf, og haldið honum á lofti og hótað að ganga frá henni. Hann hefði síðar gert stutt hlé á atlögu sinni og lagst við hlið hennar en hún ekki séð neina undankomuleið út úr herberginu. Þá sagði konan að maðurinn hefði byrjað barsmíðar á ný og sagðist hún hafa hljóðað undan höggunum en hann haldið púða yfir andliti hennar. Sagð- ist hún þá hafa fundist eins og hún væri að missa meðvitund og því brot- ist um. Þorði ekki annað en að hlýða Þá greindi konan ennfremur frá því að maðurinn hefði átt við hana kynmök um nóttina og hefði búrhníf- urinn þá legið á náttborði við höfða- gafl rúmsins og hún ekki þorað annað en að hlýða manninum. Jafnframt greindi hún frá því að þau skipti sem hún hefði þurft að fara á salerni hefði hann fylgt henni fram og staðið yfir henni þannig að hún hefði enga möguleika haft til að flýja burt. Konan kvaðst hafa sofnað eftir klukkan átta um morguninn. Hefði hún síðan vaknað við það að maður- inn hefði viljað hafa við hana kynmök á ný sem hann hefði og gert. Taldi konan að hún gæti ekki spornað við því enda hefði hnífurinn alltaf verið við höndina á náttborðinu. Konan sagði lögreglu að henni hefði liðið eftir aðfarirnar eins og hún vildi deyja, að hún hefði verið í eins konar móki og ekki getað farið. Við húsleit lögreglu fundust þeir hnífar og púðar sem konan lýsti. Hér- aðsdómur taldi gæsluvarðhald nauð- synlegt þar sem maðurinn gæti spillt rannsókninni gengi hann laus en allt að 16 ára fangelsisrefsing liggur við því broti sem hann er grunaður um. Lýsti hroðalegum að- förum við nauðgunina GUÐNI Ágústsson landbúnaðarráð- herra segist hafa áhyggjur af hækkun á verði á innfluttu fóðri. Engar ákvarðanir hafi verið teknar um frek- ari lækkun á fóðurtollum en málið sé í skoðun. Nýverið hækkaði innflutt fóður um 4–6% og áburður um 17–20%. Þórólf- ur Sveinsson, formaður Landssam- bands kúabænda, hefur sagt að þetta komi verulega illa við bændur enda hafi því verið lýst yfir að mjólkurvör- ur muni ekki hækka til ársloka 2007. Væntanlega muni hækkanirnar knýja enn frekar á um að innflutningstollar á fóður verði felldir niður en það kynni að skapa aðhald að innlendri framleiðslu. Í samtali við Morgunblaðið benti Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra á að hann hefði í vor, að feng- inni tillögu búnaðarþings, lækkað toll á fullunnar innfluttar fóðurblöndur úr 7,80 krónur á kílóið í 3,90 krónur á kílóið og alveg fellt niður tolla á hrá- efni s.s. maís og bygg. Aðspurður hvers vegna tollar væru lagðir á þessa vöru sagði Guðni að það væri til þess halda hlífiskildi yfir inn- lendri framleiðslu. Með því að halda í innlenda framleiðslu væri tryggt að betri fóðurblöndur fengjust. Engar ákvarð- anir um lækkun tolla MAÐURINN sem lést í bílslysi á Stykkishólms- vegi á föstudag hét Valtýr Guð- mundsson til heimilis að Árna- túni 5 Stykkis- hólmi. Hann var fæddur hinn 21. júlí 1984 og var ókvæntur og barn- laus. Lést í bílslysi AÐVENTAN er nú hálfnuð og til- hlökkunin hjá ungviðinu nálgast óbærileika en þá er gott að iðka fal- lega jólasiði og njóta fegurðar jóla- ljósa og grenitrjánna ómissandi. Sjálft Óslóartréð á Austurvelli sóm- ir sér vel í miðjum jóladansinum og munu ófáir hafa borið þá von í brjósti að sunnanstormurinn í gær- kvöldi myndi ekki leika það of hart og hinar viðkvæmu jólaseríu sem stutt er síðan tendruð var. Morgunblaðið/Árni Sæberg Dansað í kringum jólatréð UMFANG ferðaþjónustu mælt í fjölda gistinátta á hótelum og gisti- heimilum hefur aukist mun meira á Íslandi en annars staðar á Norður- löndum. Á síðustu tíu árum hefur ver- ið um 85% aukningu að ræða á Ís- landi. Á sama tíma hefur vöxturinn verið um 15 til 25% á flestum hinna Norðurlandanna. Þessar upplýsingar má finna í Norrænu tölfræðiárbók- inni fyrir árið 2006, sem er nýkomin út. Upplýsingar um ríkisfang gesta á hótelum og gistiheimilum leiða á hinn bóginn í ljós að Íslendingar gera mun minna af því að gista á hótelum og gistiheimilum í eigin landi en íbúar annars staðar á Norðurlöndum. Þannig eru Svíar 77% af heildarfjölda gesta á hótelum og gistiheimilum í Svíþjóð mælt í fjölda gistinátta og hlutfallið er 73% í Finnlandi. Hlutfall Íslendinga í fjölda gistinátta á hótel- um og gistiheimilum hér á landi er hins vegar aðeins 23%. Íslendingar gista síður á hótelum í eigin landi Fjölgun gistinátta á Norð- urlöndum mest á Íslandi Morgunblaðið/Brynjar Gauti ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.