Morgunblaðið - 10.12.2006, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 10.12.2006, Blaðsíða 37
staðreynd: „Þá fóru sumir að hugsa til orku- lindanna og munaði nokkrum sinnum litlu, á fyrstu áratugum aldarinnar, að þar bættist við önnur stoð til styrktar atvinnulífinu, en svo varð ekki af því fyrr en á sjöunda áratugn- um í Straumsvík.“ Varð þá mikill hugur í ýmsum að sú saga endurtæki sig og þá helst þannig að aðrir landshlutar nytu góðs af. Vonast var eftir einhverju minna í sniðum og fjölbreyttara, sem víða gæti verið, en biðin varð löng. Það var ekki fyrr en Norðurál kom til sög- unnar 1997 að álver var sett niður á Grundartanga við hliðina á efnaverk- smiðju sem þar hafði verið starfrækt um árabil. Akranes og raunar Vest- urland hafa styrkst mjög við þetta.“ Og öll þessi ár hafa m.a. Eyfirð- ingar, Húsvíkingar og Austfirðingar keppzt um að fá stóriðju í sína lands- hluta? „Já, marga dreymdi t.d. um að Austurland efldist á sama hátt og var leitað eftir ýmsu en allt brást. Dramatísk atburðarás leiddi svo til þess að Fjarðaál var stofnað og hjólin tóku að snúast fyrir austan. Eftir að framleiðsla hefst þar, að viðbættri framleiðslunni í Straumsvík og Norð- uráli fullbúnu, þá vantar um 250 þús- und tonn upp á milljón tonna fram- leiðslu á ári. Þann hluta eru Húsvíkingar óðfúsir að taka að sér og hafa væntanlega nærtækar orkulind- ir. Norðausturland þarf einmitt á akkeri að halda í atvinnulífinu, í merkingu styrkrar stoðar, og Ak- ureyri mun einnig njóta góðs af, ekki síst eftir Að Vaðlaheiðargöngin opn- ast. Hætt við að álið stuðli að einsleitni En það eru fleiri um hituna. Bæj- arstjórn Hafnarfjarðar virðist hafa hug á stækkun í Straumsvík og yrði þá iðjuverið þar mun stærra en Fjarðaál. Undrar þetta marga enda ekki vani að hafa risaverksmiðjur nánast inni í borgum. Því hefði íbúða- byggð aldrei átt að rísa sunnan Hval- eyrar og Ástjarnar. Þá er það Helguvík. Áhuginn á þeim slóðum var skiljanlegur þegar stórfellt atvinnuleysi sýndist blasa við,“ segir Valdimar. „En nú virðast svo margar hugmyndir á lofti um nýt- ingu varnarsvæðisins að ástæða er til að bíða og sjá hvað úr verður. Svo er það eitt enn sem mælir með Húsavík, þar sem Alcoa hefur líka áhuga. Bæði innlendir og erlendir stjórnendur Fjarðaáls virðast gera sér far um að aðlagast þjóðfélaginu og styrkja það svo að til fyrirmyndar virðist ætla að verða.“ En er ekki komið nóg af álfram- leiðslu, vægi hennar í þjóðarfram- leiðslu orðið of mikið og tími til að líta á annars konar framleiðslu? „Þegar árleg álframleiðsla í land- inu væri komin upp í milljón tonn þá væri heimsmarkaðsverð á áli farið að vega töluvert í þjóðarbúskapnum og kominn tími til að líta í aðrar áttir. Framleiðslunni hefur alltaf verið ætl- að að auka fjölbreytni atvinnulífsins, en segja má að úr því sem komið er og horfir muni framleiðsla á sama málmi umfram milljón tonn taka að stuðla að einsleitni. Annað mál væri ef áhugi reyndist á kísilflögufram- leiðslu sem notaðar yrðu í sólarsellur. Fáir færu væntanlega í göngur til að hamla notkun sólarorkunnar mann- kyninu og ekki síst þeim fátækustu til heilla.“ Landið fallegra ef ekki hefði komið maður hingað! Í ljósi stóriðjunnar og stórvirkjana, hver er afstaða þín til náttúruvernd- ar, sem er ofarlega á dagskrá stjórn- málanna? „Náttúruvernd er kjörorð dagsins í dag en merkingin nokkuð fljótandi. Flestir gætu líklega fallist á að al- menn snyrtimennska og góð um- gengni ætti að falla þar undir, enda bera þeir varla virðingu fyrir óbyggð- um víðernum sem sóða út sitt nán- asta umhverfi. Samt er slagkraft- inum ekki að neinu leyti beint gegn ruslinu, krotinu og sóðaskap af öllu tagi víða um land. Væntanlegri þús- und ára baráttu til að koma landinu á svipað gróðurfarsstig og var um land- nám er jafnvel mótmælt. Hins vegar ber að þakka margar þarfar ábendingar um að varlega skuli farið við breytingar á land- notkun, en stundum verður stutt í öfgarnar. Jafnvel má líta á þetta sem meting um það hvort skuli elska meira landið eða þjóðina. Í því sam- bandi væri jafnvægi sjálfsagt best eins og venjulega, en þá verður líka að ætla mannfólkinu rúm í lífríkinu. Í þessu sambandi mætti segja að land- ið væri efalaust mun fallegra ef hing- að hefði aldrei komið nokkur maður, en það er bara full seint séð. Hið sama gildir væntanlega einnig um jörðina í heild, sem mannfólkið er að yfirfylla. Þessu tengdu koma nokkur nýleg dæmi í hug. Þegar lagning Leiruveg- ar við Akureyri var í undirbúningi tóku háværar raddir að mótmæla og báru fyrir sig lífríkið í fjarðarbotn- inum. Í staðinn skyldi tekinn yfir 20 km krókur með því að fara inn að Hrafnagili um alla framtíð. Hvorki hefur heyrst hósti né stuna frá þess- um röddum síðan. Þegar leggja átti veg um Vatnaleiðina, til Stykk- ishólms, þá heimtuðu sumir að áfram yrði farið um Kerlingarskarð. Síðan þá hafa aðeins heyrst ánægjuraddir þeirra sem fara hina nýju fögru leið. Enn er mótmælt að ætla nú að leggja veg fyrir Gufufjörð og Djúpafjörð á Barðaströnd. Vestfirðingar eru ekki of góðir til að fara áfram um Ódrjúgs- háls og Hjallaháls, þeir eru svo illu vanir! Hreindýrin á Íslandi vekja einnig upp spurningar. Þau voru flutt hing- að frá Noregi í tví- eða þrígang seint á 18. öld til að bjarga sveltandi þjóð, en þau gerðu lítið gagn og dóu fljót- lega út á Suður- og Norðurlandi en tórðu á Austurlandi og náðu sér á strik þar. Margir virðast hafa áhyggj- ur af velferð þeirra en láta átölulaust þótt þau lifi á rýrum gróðrinum og ryðji stundum niður girðingum skóg- ræktarbænda og leggist á ung- plönturnar, auk þess sem þau geta verið hættuleg umferðinni á veg- unum. Síðan er farið um hálendið á grófum hjólum með nýtísku riffla og hnarreist dýrin skotin eftir kvóta, en veiðihetjurnar heiðraðar með mynd- birtingu í blöðum. Þessi dýr sýnast hvorki passa fyrir þjóðina né landið. Væri ekki þarna verk að vinna fyrir náttúruverndina? Aðþrengdari af milljón ferðamönnum en milljón tonn- um af áli En ekki er verið að vernda náttúr- una aðeins fyrir innfædda heldur einnig fyrir erlenda ferðamenn og fyrir alla heimsbyggðina segja sumir og er ekki nema gott að sem flestir njóti. Móttaka ferðamanna er mik- ilvæg atvinnugrein enda vilja margir flýja fólksmergðina heima fyrir um stund, en eru þegar farnir að offylla vinsælustu staðina hér um annatím- ann. Þó er vaxandi fjöldi sem lætur sér nægja að líta á borg og bæi en þeim getur reyndar stundum verið erfitt að sinna sem skyldi. Í þessu sambandi er víst að mun fleirum mun þykja að sér þrengt af milljón ferða- mönnum en af framleiðslu einnar milljónar tonna af áli á ári.“ Járnbrautir norður og austur á land Valdimar Kristinsson hefur um margt reynzt harla sannspár og því bið ég hann um að spá fyrir um þró- unina í samgöngumálum þjóðarinnar „Ég ætla að vitna til Jens Ruminy og greinar hans sem birtist í Morg- unblaðinu 22. janúar 2006 og setja fram eina fantasíu,“ segir Valdimar. „Járnbrautir munu víða vera að ganga í endurnýjun lífdaga, enda eru þær fljótar í förum og sparar á elds- neyti. Auk þess munu þær ekki vera eins háðar veðri og vindum eins og bifreiðar og flugvélar. Því er ekki úti- lokað að seint á öldinni verði lagðar járnbrautarlínur frá Reykjavík til Akureyrar og jafnvel áfram austur á land. Í þessu sambandi gæti draumur Skagfirðinga og Húnvetninga orðið að veruleika um nyrðri leið í gegnum Tröllaskaga, sem síðan færi um Sauð- árkrók og Þverá að Blönduósi. Síðan mætti fara þvert yfir Hrútafjörð og þaðan um Dalasýslu niður í Borg- arfjörð.“ Framtíðin mun skera úr um þetta eins og fleira! Úr Fjármálatíðindum 1963. Umdæmisstjórnarsvæði Heila línan á kortinu sýnir hugsanlega skiptingu umdæmisstjórnarsvæða milli Reykjavíkur og Akureyrar, að svo miklu leyti sem allt landið félli ekki beint undir stjórn ríkisstofnana í höfuðborginni. Á sama hátt afmarkar brotna línan hugsanlegt umboðstjórnarsvæði borgar, er síðar kann að rísa á Austfjörðum. Kerfi Helstu kerfi borga og bæja og þjónustutengsl, sem rætt er um í greininni. halldorjr@centrum.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 2006 37                                                  !    "     !    # $  %        "# #      &'''         "#      ( %  &'''      $    #                  
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.