Morgunblaðið - 10.12.2006, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 10.12.2006, Blaðsíða 76
76 SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ þar sem að upphafsstef þáttarins er sungið af innlifun af börnunum um leið og þátturinn hefst. Vandað barna- efni er eflaust dýrt í framleiðslu og skilar oft litlum tekjum. Af þeim sökum er margt af því efni sem boðið er upp á í barnasjónvarpi RÚV gamalt og lúið. Eitt er það sem Vík- verja finnst miður en það er jóladagatal RÚV. Afhverju er verið að bjóða börnum upp á 16 ára gamalt efni? Átta ára sonur Vík- verja gefur jóladagatali RÚV í ár ekki háa einkunn. Það fyndnasta í því er ártalið 1991 - framleiðsluár jóladagatalsins í ár. Er ekki tíma- bært að framleiða alvöru „jóladaga- tal“ fyrir íslensk börn? x x x Víkverji vill hrósa morgunútvarpiRásar 1 og Rásar 2 fyrir ólíka en skemmtilega dagskrá. Víkverji er kannski kominn á þann aldur að Rás 1 sé eina áreitið sem hann þolir. Gestur Einar Jónasson og Hrafn- hildur Halldórsdóttir ná vel saman á Rás 2. Þau bæta hvort annað upp. Gott útvarp þar á ferð. Víkverji hefurákveðið að láta jólahátíðina koma sér ekki á óvart. Jólakort- in, jólagjafirnar, jóla- maturinn og jólaboðin verða ekkert vandamál í ár hjá Víkverja sem mun takast á við hvert verkefni af stóískri ró – flest á Þorláksmessu. x x x Á undanförnumdögum hefur Vík- verji verið duglegur að hreinsa til í blaða- hirslum heimilisins. Ótrúlegt magn upplýs- inga berst inn um bréfalúguna á degi hverjum og er dásamlegt að vita til þess að forsvarsmenn fyr- irtækja hafi trú á því að þeirra boð- skapur hitti í mark hjá Víkverja. Út- gáfa á auglýsingabæklingum og öðrum fylgiritum er að sjálfsögðu í hámarki í aðdraganda jólahátíðar- innar. Víkverji missir ekki af neinu – les allt upp til agna og fer síðan að versla. :-) x x x Víkverji á börn sem horfa ábarnaefni RÚV um helgar, það eina sem er í boði á heimili Víkverja. Stundin Okkar stendur fyrir sínu          víkverji skrifar | vikverji@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMI: 569 1100. SÍMBRÉF: ritstjórn: 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 569 1118, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: ritstjorn@mbl.is, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. dagbók Orð dagsins: Og ég veit að boðorð hans er eilíft líf. Það sem ég tala, það tala ég því eins og faðirinn hefur sagt mér. (Jh. 12, 50.) Í dag er sunnudagur 10. desember, 344. dagur ársins 2006 velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Bækur í stað sjónvarps ÉG MINNISTmiþess að hafa reglulega farið með dóttur mína litla á bóksafnið og bækurnar sem hún tók með sér þegar við fórum voru svo margar að á litlu stúlk- una kom slagsíða. Ég bauðst til þess að halda á þeim fyrir hana en hún þverneitaði. Ástæða þess að ég er að rifja þetta upp er að mig langar til þess að geta þess að ég hef á umliðnum árum verið fastagestur á bóka- safninu og ef ég færi ekki þangað reglulega myndi ég hreinlega deyja úr leiðindum. Ég hef verið að súpa seyðið af margföldum læknamistökum. Fólkið á Borgarbókasafninu niðri í bæ er einstaklega ljúft, hvetjandi og elskulegt og er ég þá ekki að taka neinn út úr. Meira að segja var mér boðin heimferð um daginn þegar ég hrökklaðist út af því að safninu var lokað klukkutíma fyrr en ég átti von á. Ég hef aldrei kynnst jafn jákvæðu, örvandi og tillitssömu fólki og má finna á þessum stað. Ég vil hvetja alla Íslendinga sem bera ábyrgð á börnum til þess að hvetja þau til að fara á bókasafnið í stað þess að sitja yfir sjónvarpi og tölvuleikjum. Það er mikill hnekkur fyrir þessa þjóð hef hún missir áhugann á bóka- söfnum og bókum. Það er ekki nóg að gefa út bækur fyrir jól sem eru lesnar í 3–4 daga og svo ekki söguna meir. Við þurfum á hverj- um degi að opna hjarta okkar og huga fyrir því sem innihaldsrík bók gefur okkur tækifæri til að njóta. Jóna Rúna Kvaran. Borgarfjörður eystra VIÐ ber að Borgarfjarðar eystra sé getið í fjölmiðlum svo sem í sambandi við góða frammistöðu Magna Ásgeirssonar í Los Angel- es fyrr á þessu hausti. En svo rammt kveður að ruglingi eða mis- skilningi varðandi nafn þessa fjarðar að jafnvel heimafólk er tekið að brengla nafni heima- byggðar sinnar. Fjörðurinn heitir ekki Borgar- fjörður eystri heldur aðeins Borgarfjörður. Hins vegar, þegar hætta er á ruglingi, er gömul hefð að bæta við atviksorðinu eystra (óbeygjanlegt staðaratviksorð, ekki lýsingarorð). Það vísar til þess að um sé að ræða Borgar- fjörð sem er á Austurlandi, ekki að um sé að ræða eystri og vestari Borgarfjörð enda eru þeir 3 á landinu. Frá mínu ungdæmi í nefndum firði minnist ég að talað væri um Borgarfjörð syðra (eða stóra) og vestra (ekki syðri og vestari). Sambærilegt orðfæri er alþekkt um önnur staðarheiti sem eru eins víðar á landinu, t.d. Húsavík nyrðra og eystra (ekki nyrðri og eystri). Og á Austur- landi tölum við um Seyðisfjörð eða Álftafjörð vestra ekki vestari (eða vestri). Útskýringar á þessu orðfæri má t.d. lesa í bókinni Saga Borgar- fjarðar Eystra [ekki eystri] (Sögu- hópurinn, 1995), bls.12. Vigfús Ingvar Ingvarsson. árnað heilla ritstjorn@mbl.is 90 ára af-mæli. Í dag, 10. desem- ber, er níræður Gunnar Jónsson, Grenigrund 40, Selfossi. Hann og kona hans, Helga Lilja Þórðardóttir, eru að heiman. Brúðkaup | Margrét Sæberg Þórðar- dóttir og Guðmundur Jóhann Hall- bergsson voru gefin saman í Laugar- neskirkju 9 september sl. af séra Bjarna Karlssyni. Heimili þeirra er í Árósum, Danmörku. Morgunblaðið/Árni Sæberg MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðar- lausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dags- og mánudagsblað. Samþykki af- mælisbarns þarf að fylgja afmælis- tilkynningum og/eða nafn ábyrgðar- manns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100 eða sent á net- fangið ritstjorn@mbl.is. flugstrákar eee V.J.V. Topp5.is á allar sýningar merktar með appelsínugulu á laugardögum og sunnudögumSPARBÍÓ 450kr / KEFLAVÍK THE HOLIDAY kl. 8 - 10:30 LEYFÐ STURTAÐ NIÐUR m/ísl. tali kl. 2 - 4 LEYFÐ FLUSHED AWAY m/ensku tali kl. 6 LEYFÐ SANTA CLAUSE 3 kl. 2 - 4 - 6 LEYFÐ THE GRUDGE kl. 10 B.I. 16 SCANNER DARKLY kl. 8 B.I. 16 / AKUREYRI DEAD OR ALIVE kl. 8 - 10 B.I. 12 THE NATIVITY STORY kl. 6 B.I. 7 SANTA CLAUSE 3 kl. 2 LEYFÐ STURTAÐ NIÐUR m/ísl. tali kl. 2 - 4 LEYFÐ FLUSHED AWAY m/ensku tali kl. 4 - 6 LEYFÐ THE LAST KISS kl. 8 - 10 LEYFÐ WWW.HASKOLABIO.ISHAGATORGI • S. 530 1919 BOSS OF IT ALL kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 THE U.S. VS. JOHN LENNON kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 12 ára SANTA CLAUSE 3 kl. 3:40 - 5:50 - 8 LEYFÐ THE NATIVITY STORY kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 7.ára MÝRIN kl. 4 - 6 - 8 - 10:10 B.i. 12.ára THE DEPARTED kl. 10:10 B.i. 16.ára eeee T.V. KVIKMYNDIR.IS eee H.J. MBL FRÁFÖLLNUHINIR KVIKMYND EFTIR BALTASAR KORMÁK eeeee Jón Viðar – Ísafold 80.000 gestir! UPPLIFIÐ HINA SÖNNU MERKINGU JÓLANNA eee SV, MBL ÓBORGANLEG GRÍNMYND EFTIR LARS VON TRIER UM ÁREKSTRA ÍSLENDINGA OG DANA, ÞAR SEM FRIÐRIK ÞÓR OG BENEDIKT ERLINGS STELA SENUNNI. JÓLASVEININN 3 BARÁTTAN UM JÓLIN ER HAFIN THE GRUDGE 2 BÖLVUNIN 2 ÞORIR ÞÚ AFTUR? BYGGÐ Á TÖLVULEIKNUM VINSÆLA DEAD OR ALIVE ÞESSAR HASARSKUTLUR HAFA ÚTLIT TIL AÐ DEYJA FYRIR. HEIMSFRUMSÝNING TÓNLISTARMAÐUR. MANNÚÐARVINUR. ÞJÓÐARÓGN. FORSTJÓRI HEILA KLABBSINS BNA GEGN JOHN LENNON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.