Morgunblaðið - 10.12.2006, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 10.12.2006, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 2006 33 Hvað sem því líður var ekkert til sparað til að gera myndina sem glæsilegasta. Titilhetjan kemst að því að hann getur bjargað Alagaësiu, landi sínu, og þjóð með hjálp goðsagnakennds dreka. Hann getur líka tortímt því en leggur ótrauður í bardaga við harðstjórann, konung- inn geggjaða Galbatorix (Malkovich) og lang- vinn barátta fyrir frelsi Alagesíu er hafin. Ævintýramynd. 120 mín. FRUMSÝNINGAR UM JÓLIN Artúr og Mínimóarnir – Arthur and the Minimoys Laugarásbíó, Smárabíó, Regnboginn, Borgarbíó Akureyri Teiknimynd. Leikstjóri: Luc Besson. Teiknimynd með ensku og íslensku tali. Ensk- ar aðalraddir: Robert De Niro, Madonna, Sno- op Dogg, David Bowie, Harvey Keitel. Ís- lenskar: Árni Beinteinn Árnason, Guðjón Davíð Karlsson, Sigríður Björk, Örn Árnason, Björgvin Franz Gíslason, Inga María Valdi- marsdóttir. Ævintýri sem hefur öll einkenni íslenskrar álfa- og huldufólkssögu segir af Artúr, ung- lingspilti, sem leggur af stað út í heim til að bjarga æskuheimili sínu þegar gráðugir fast- eignabraskarar vilja komast yfir það. Afi hans er þá horfinn á dularfullan hátt og til að finna hann verður Artúr að hafa uppi á leyndarmál- inu, hvernig hann á að komast inn í töfraveröld Mínimóanna sem eru svo litlir að þeir eru ósýnilegir venjulegu fólki. Með þeirra hjálp á Artúr möguleika á að bjarga málunum. Fjölskyldumynd. 90 mín. Fánar feðranna – Flags of our Fathers Háskólabíó, Sambíóin Reykjavík, Akureyri, Selfossbíó Leikstjóri Clint Eastwood. Aðalleikendur: Ryan Phillippe, Jesse Bradford, Adam Beach, Paul Walker, Jamie Bell, Barry Pepper. Við Íslendingar bíðum nýjustu myndar Eastwoods með sérstakri eftirvæntingu þar sem hún er tekin að miklum hluta hérlendis og sýnir meira af landinu en nokkur önnur erlend mynd til þessa. Hún segir söguna á bak við eina frægustu fréttamynd allra tíma, a.m.k. síðari heimsstyrjaldarinnar. Hún sýnir sex bandaríska hermenn reisa fánann sinn á víg- vellinum á Iwo Jima. Með hjálp óskars- verðlaunahafans Pauls Higgis (Crash) rekur Eastwood minningar eins sexmenninganna um atburðinn sem markaði þáttaskil í einhverjum blóðugustu átökum síðari heimsstyrjaldar- innar, Kyrrahafsstríðinu við Japana. Það hófst með árásinni á Pearl Harbour og var í al- gleymingi á litlu eldfjallaeyjunni og mikilvægu vígi Japana Iwo Jima. Stríðsmynd. 132 mín. Happy Feet – Fráir fætur Háskólabíó, Sambíóin Reykjavík, Ak- ureyri, Keflavík, Selfossbíó Teiknimynd með ensku og íslensku tali. Leikstjóri: George Miller. Enskar aðalraddir: Elijah Wood, Robin Williams, Brittany Murphy, Hugh Jackman, Nicole Kidman, Hugo Weaving. Íslenskar: Bergur Ingólfsson, Björn Thorarensen, Vilhjálmur Hjálmarsson, Rúnar Freyr Gíslason, Rafn Kumar Bonifa- cius, Inga María Valdimarsdóttir o.fl. Fráir fætur er teiknimynd með mikilli tón- list og gerist hinum megin á hnettinum, á Suð- urskautslandinu. Persónurnar eru hinar virðu- legu keisaramörgæsir sem kunna heldur betur við að geta skellt þér í diskóið. Það er ekki nóg að geta tekið snúning; til að teljast mörgæs meðal mörgæsa verðurðu líka að geta sungið, sem er meira en aðalpersónan ræður við. Fjölskyldumynd. 108 mín. Lygilegt en satt – Stranger than Fiction Háskólabíó, Sambíóin Reykjavík Leikstjóri: Marc Forster. Aðalleikendur: Will Ferrell, Maggie Gyllenhaal, Dustin Hoff- man, Queen Latifah, Emma Thompson. Rithöfundurinn Kaye Eiffel (Thompson) á í mesta basli með að ljúka við nýjustu og að öll- um líkindum bestu bókina sína. Það sem stendur í skáldkonunni er að kála aðalpersón- unni, Harold Crick. Enga hugmynd hefur hún um að Crick (Ferrell) er sprelllifandi og hress í hinum raunverulega heimi en hann er að kom- ast á snoðir um skáldskapinn og nú eru góð ráð dýr. Hann verður að finna leið til þess að koma í veg fyrir að rithöfundurinn slái sig af og upp- hefst mikil spenna í skáldskap sem raunveru- leika. Leikstjórinn á m.a. að baki hina bráð- snjöllu Finding Neverland. Rómantísk gamanmynd. 113 mín. Tenacious D: The Pick of Destiny Laugarásbíó, Regnboginn, Borgarbíó Akureyri Leikstjóri: Liam Lynch. Aðalleikendur: Jack Black, Kyle Glass, JR Reed, Roonie James Dio, Meatloaf, Ben Stiller, Tim Robb- ins. Flestir bíógestir kannast við hnellna gam- anleikarann góða Jack Black. Hitt vita sjálf- sagt færri að hann er einnig liðtækur tónlist- armaður og er annar helmingur hljóm- sveitarinnar Tenacious D. Hinn helmingurinn er KG (Kyle Glass). Myndin segir frá sveita- manni (Black) sem kemur til Los Angeles og verður vinur borgarbúans KG. Þeir stofna í sameiningu hljómsveitina fyrrnefndu og setja markið hátt; hún á að verða mesta rokkband veraldar. Til að ná því háleita marki verða fé- lagarnir að grípa til örþrifaráða. Gamanmynd. 90 mín. Köld slóð Smárabíó, Regnboginn, Háskólabíó, Borgarbíó Akureyri. 29. desember Leikstjóri: Björn Björnsson. Aðalleikendur: Þröstur Leó Gunnarsson, Elva Ósk Ólafs- dóttir, Helgi Björnsson, Anita Briem, Lars Brygmann, Sólveig Guðmundsdóttir, Ólafur Guðmundsson, Hilmir Snær Guðnason. Það er gleðileg uppsveifla á íslenskum myndum. Í kjölfar Mýrarinnar fáum við aðra sakamálamynd en ólíka að efni og uppbygg- ingu þar sem hún er frekar í ætt við spennu- mynd. Hraðari og sögusviðið víðfeðmara og í tengslum við virkjanaframkvæmdirnar á há- lendinu. Köld slóð segir af leynilögreglumann- inum Baldri sem kemst að því í myndarbyrjun að hann er ekki rétt feðraður. Við rannsókn á dauða manns í afskekktri virkjun kynnist Baldur nánar bakgrunni föðurins og grefur í fortíðina, þvert á vilja sinna nánustu og yfir- manna. Er um slys eða morð að ræða? Spennumynd. 90 mín. Reuters Vígvöllur Clint Eastwood leikstýrir Fánum feðranna á Íslandi. Ósvikin jólamynd Leiðin til Betlehem fjallar um aðdragandann að fæðingu Krists. Reuters Kunnuglegt Denzel Washington í hlutverki sínu í myndinni Déjà Vu. Gamanmynd Kynni á netinu hafa í för með sér húsaskipti, sem draga dilk á eftir sér í rómantísku gamanmyndinni Hátíðarnar. saebjorn@heimsnet.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.