Morgunblaðið - 10.12.2006, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 10.12.2006, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 2006 45 Það er aftur á móti mjög algengt að fólk taki Jakobsstíginn í áföngum og jafnvel á mörgum árum. Menn geta alstaðar byrjað og alstaðar hætt.“ Sofið í kojum í farfuglaheimilum Hvernig er gistiaðstaða við stíginn? „Gistiaðstaðan var yfirleitt mjög góð, en eitt og eitt farfuglaheimili er orðið gamalt og lúið. Þá eru alltaf að bætast við nýir gististaðir. Farfugla- heimilin bjóða upp á gistingu í kojum og réðu menn hvað þeir borguðu fyrir gistinguna – allt upp í átta evrur, sem var hæsta verð. Kojunni fylgdi koddi og teppi. Menn gátu fengið aðstöðu til að þvo, en það kostar eina til tvær evr- ur að fá aðgang að þvottavélum. Þá var boðið upp á aðstöðu til að þurrka föt og til að bregða sér í sturtu, sem var inni í verðinu. Heimilin voru af öllum stærðum og gerðum – allt frá því að bjóða upp á sex kojur upp í átta hundruð kojur, en það var stærsta farfuglaheimilið – gömul herstöð. Ég gisti ekki þar. Mjög algengt er að tuttugu til þrjátíu pílagrímar sofi í sama salnum.“ Heimamenn taka vel á móti pílagrímum Hvernig taka heimamenn á móti pílagrímunum, sem eru á ferðinni um Jakobsstíginn? „Það kom mér mjög á óvart hvað móttökurnar voru góðar og allir vildu aðstoða pílagrímana. Ef maður var að fara í ranga átt í litlum þorpum, komu gamlar konur eða karlar – hóuðu í mann og vísuðu manni réttan veg. Það var alstaðar velvild. Þegar maður var á göngu meðfram þjóðvegi flaut- uðu ökumennirnir og fólk veifaði. Það er greinilegt að fólk á þessum slóðum gerir sér fyllilega grein fyrir þeirri mjólkurkú sem pílagrímarnir eru svæðinu – voru komnir til að eyða peningum, en kostuðu lítið á móti.“ Pílagrímar frá öllum heimsálfum Hvaðan komu pílagrímarnir sem voru á ferðinni á sama tíma og þú? Náðir þú að kynnast einhverjum á 900 km göngu þinni og varst þú á ferð á góðum tíma? „Ég var á ferðinni á mjög góðum tíma – áður en leikurinn fer að æsast og fólk fer að fjölmenna á stíginn, sem er genginn allan ársins hring. Ég hóf á ferðina í byrjun apríl. Vorið er afar hentugt fyrir okkur Íslendinga að ganga um stíginn – veður er skaplegt og allt svo hreint og fínt, nýmálað. Farfuglaheimilin fylltust yfirleitt í kringum kvöldmatinn. Ég sá menn frá Kóreu, Frakklandi, Ástralíu, Þýskalandi, Englandi, Brasilíu, Ír- landi, Bandaríkjunum, Ítalíu, Austur- ríki og víðar. Það voru afar blandaðir hópar sem voru á ferðinni. Mikið var um að tveir vinir eða tvær vinkonur væru saman á ferð, töluvert af hjónafólki og einnig var mikið um að fólk væri eitt á ferð- inni – eins og ég. Margir voru ekki að ganga stíginn í fyrsta skipti. Ég var eini Íslendingurinn sem hafði komið á lokaáfangastað í San- tiago á þessu ári. Það var yfirleitt létt yfir mönnum og oft var stemningin á kvöldin eins og um verslunarmanna- helgi hér heima – þegar menn voru búnir að borða og fá sér rauðvínsdrei- til. Þá sungu menn saman og leikið var á gítar. Fólk á öllum aldri var á ferð – frá rúmlega tvítugu upp í sjötíu og átta ára. Ég náði að kynnast skemmtilegum Þjóðverja og höfum við skrifast á síðan og hann hefur sent mér mikið af myndum frá Jakobs- stígnum í tölvupósti. Ég upplifði ákveðna stemningu á ferð minni og ég vil hvetja Íslendinga, sem hafa áhuga á göngu og útiveru, að pakka niður og halda á vit ævintýr- anna við Jakobsstíginn – gerast píla- grímar. Það er afar einfalt að komast til Bilbao í gegnum London og frá Bilbao að stígnum. Það er öruggt að ganga stíginn – ég varð ekki var við flugnabit og þá er ekki ráðist að göngumönnum og held- ur ekki stolið frá pílagrímunum.“ Jakobsstígurinn er goðsögn Hverju eru menn að sækjast eftir á Jakobsstígnum? „Stígurinn er ákveðin goðsögn. Þú getur tekið niður úrið – það eina sem þú þarft að hafa gætur á er að vera farinn út af farfuglaheimilunum klukkan átta á morgnana. Annars þarft þú ekkert að nota úr. Jakobs- stígurinn er vel skipulögð gönguleið. Ég get ekki sagt að þetta sé einhver stórkostleg upplifun. Það er víða fal- legt á leiðinni – fallegir bæir og borg- ir. Ég komst í margar messur – fór til dæmis í Gregorian munkamessu í bænum Samos í Lugohéraði í Galesíu, sem ég haf aldrei upplifað áður. Það var mjög gaman. Bærinn var mjög fallegur og um hann rann á full af urr- iða. Þú getur alltaf stoppað og þú getur alltaf byrjað. Það er enginn sem rek- ur á eftir þér. Þú getur valið að vera einn sólarhring í farfuglaheimilum í einu og síðan getur þú farið á gisti- heimili eða hótel og stoppað eins lengi og þú vilt. Tveggja manna herbergi á gistiheimilum kostar frá þrjátíu til fjörutíu og tvær evrur, en herbergi á hótelum eru eitthvað aðeins dýrari. Sumir eru þrjá mánuði á göngu, aðrir fjórar vikur og enn aðrir nokkra daga. Mér fannst dálítið einkennilegt á ferð minni um stíginn – að það er aldr- ei spurt um nafn. Það fá allir pílagrím- ar hörpudisk, sem hangir á þeim eða bakpokunum á göngunni. Þú ert bara pílagrímur, svo einfalt er það. Stund- um er spurt hvaðan þú kemur, en ekki hver þú ert. Þegar pílagrímarnir eru búnir að ganga stíginn til Santiago de Comp- ostela, fá þeir viðurkenningarskjal – Compostelluna. Það skjal geta allir fengið með því að ganga síðustu hundrað kílómetrana, eða frá bænum Sarria. Spánverjar gera mikið af því að ganga aðeins frá Sarria – til að tryggja sér skjalið.“ Aðstoð frá eiginkonu og vinnufélögum Guðbjörn Þór segist vera staðráð- inn að fara aftur og þá með konunni, en hún kom til móts við hann á Spáni á lokasprettinum og gekk með hon- um, 48 km, í þrjá daga – þá síðustu í ferðinni til Spánar, frá Roncesvalles til Pamplona 11. til 13. maí, þar sem hann hóf gönguna 8. apríl. „Ég vona að það verði sem fyrst en þá munum við ganga einhvern annan hluta af Jakobsstígnum. Konan fékk þrjá stimpla í sitt vegarbréf og langar mikið til að bæta stimplum við,“ sagði Guðbjörn Þór. Hann telur að Jakobsstígurinn muni halda áfram að toga í – og þá sérstaklega af því að það sé svo lítið mál að komast á stíg- inn í gegnum Bilbao. Guðbjörn Þór segir að hann hafi aldrei getað farið í þessa ævintýra- ferð nema með aðstoð eiginkonunnar og samstarfsmanna þeirra í Bunu- stokki í Kópavogi. „Ég get ekki annað en þakkað þessari frábæru konu og starfs- mönnum að gera mér kleift að fara. Ég fékk að fara frá störfum í fimm vikur, sem er lengsta frí sem ég hef farið í á ævinni og hvað þá einn,“ sagði Guðbjörn Þór, sem hafði sam- band heim á kvöldin til að láta vita um ferðir sínar. „Það er ekki hættulegt að ferðast um Jakobsstíginn, heimamenn og þeir pílagrímar sem eru á ferðinni eru alltaf reiðubúnir til að aðstoða ef eitthvað kemur upp á. Gönguferðin var geysilega skemmtileg og ég ráð- legg þeim Íslendingum sem hafa gaman af að ganga – að bregða sér í hlutverk pílagrímsins á Jakobsstígn- um á Spáni. Stígurinn er afar vel skipulagður – það er ákveðin hefð í kringum hann. Það eru veitingastað- ir og barir út um allt og þar eru gisti- staðir af öllum gerðum og stærðum. Sumir láta svefnpokann duga úti í guðs grænni náttúrunni. Pílagrím- arnir verða afslappaðir á göngu sinni. Ég er uppveðraður að hafa farið þessa ferð – hún var skemmtilegri en ég reiknaði með, en aðeins erfiðari en ég bjóst við,“ sagði Guðbjörn Þór Ævarsson, sem er nú þegar byrjaður að hugsa um næstu Spánarferð. „ÉG lenti einu sinni í kuldakasti, þar sem hitastigið fór í mínusgráður. Þá svaf ég í klaustri og gömlu farfugla- heimili. Það var kalt þar inni og mað- ur var ekki með íslensk ullarnærföt með í ferð. Ég kvefaðist og var hóst- andi í nokkra daga, eða þar til ég fékk góða hvítlaussúpu á veit- ingastað. Ég bað um extra sterka hvítlaukssúpu. Þjónninn brosti og stuttu síðar kom hann með rjúkandi súpuna – sterkustu súpu sem ég hef fengið á ævinni. Ég gerði mér ekki grein fyrir því á meðan ég borðaði hana. Styrkurinn kom í ljós síðar um kvöldið er þegar lagðist í rekkju. Ég vaknaði fljótlega upp í svitabaði. Ég þurfti að skipta um föt og snúa svefn- pokanum við, þar sem allt var á floti. Morguninn eftir var kvefið farið,“ sagði Guðbjörn Þór Ævarsson. Enska er ekki töluð á svæðinu „ENSKA er ekki töluð á svæðinu, þannig að það hrafl sem ég hafði lært í spænsku kom að góðum notum nokkrum sinnum. Fólk sem fer um Jakobsstíginn verður að hafa með sér góðar bækur, til að reyna að gera sig skiljanlegt, eða vera búið að æfa sig í spænskunni eins og ég gerði,“ sagði Guðbjörn Þór. Íslensk nöfn á Norður-Spáni „ÞAÐ kom mér á óvart þegar ég fór frá Santiago de Compostela – með rútu og farið var um norður- strönd Spánar – að mér fannst ég vera á Íslandi, skógi vöxnu. Það er meira af smábátum við ströndina en hér heima. Það er rosalega fallegt þarna og orðin eru mörg svo lík ís- lensku. Ég man til dæmis eftir litlu þorpi sem heitir Otur og þá hét mað- ur sem vann á hótelinu sem ég gisti á í Bilbao Jón. Hann sagðist eiga ættir sínir að rekja til Spánar og sagði mér að afi sinn hefði einnig heitið Jón. Sá gamli hefur kannski heitið Jón Jóns- son? Ég veit það ekki. Ég hef trú á því að það sé tenging á milli Norður- Spánar og Íslands,“ sagði Guðbjörn Þór. Þreytandi rútuferð GUÐBJÖRN Þór sagði að hann hefði verið einna þreyttastur á ferð- inni á Spáni, þegar hann steig út úr rútubíl í Bilbao, eftir rúmlega tólf klukkustunda ferð frá Santiago de Compostela – lokaáfangastaðnum á göngunni um Jakobsstíginn. Rútan, sem fór meðfram vogskorinni norður- ströndinni, stansaði aðeins á leiðinni – til að hleypa farþegum út og inn. „Ég fékk marga sætisfélaga. Þar á meðal var ensk kona, sem sagði mér að hún færi til Norður-Spánar á vorin – hopp- aði upp í rútur og ferðaðist þannig um á milli þorpa, þar sem hún fengi sér gistingu á hótelum og andaði að sér kyrrðinni og fegurð landsins. Hún var á ferð með með einn bakpoka – ekk- ert annað!“ Mætti sem skreytt jólatré! GUÐBJÖRN Þór sagðist hafa rætt við spænskan verkfræðing, sem sagð- ist alltaf nýta eina til tvær fyrstu vikur af sumarfríi sínu til að ganga um Jak- obsstíginn. Hann sagðist róa sig niður með göngunni og kom síðan með þessa líkingu: „Ég byrja sem jólatré, með englahári og öllu tilheyrandi skrauti – fullt af áhyggjum. Allt lítur vel út og er pottþétt. En eftir nokkra daga göngu verð ég orðinn – bara jólatré – og vellíðan er mikil. Allt skrautið farið – ég strípaður. Þá hætti ég að ganga stíginn og fer heim til að njóta lífsins með fjölskyldunni, áhyggjulaus og afslappaður.“ „Sterkasta súpa sem ég hef fengið“ sos@mbl.is Fallegir bæir Einn af mörgu litlu bæjunum við Jakobsstíginn, þar sem var hægt að fá gistingu í farfuglaheimilum. Tré á akri Rioja-vínræktarhéraðið á Norður-Spáni er blómlegt á að líta. Hér stendur stakt tré á akri undir bláum himni. Guðs hús Kirkja inni í sandbergi við Jakobsstíginn, en mikið af kirkjum og kapellum eru við stíginn. Heimsferðir bjóða frábært tilboð á í ár- mótaferð til Kúbu í beinu flugi 30. des- ember þar sem dvalið er á vinsælasta hóteli okkar í Havana - Hotel Occiden- tal Miramar. Kúba er ævintýri sem læt- ur engan ósnortinn. Ekki aðeins kynn- ist maður stórkostlegri náttúrufegurð eyjunnar, heldur einnig þjóð sem er einstök í mörgu tilliti. Hotel Occidental er nýlegt og fallegt 4 stjörnu hótel í Miramar hverfinu í Havana í aðeins um 10 mín. akstri frá miðbænum. Akstur á vegum hótelsins til miðbæjar Havana. Á hótelinu eru rúmgóð herbergi með loftkælingu, síma, sjónvarpi, minibar og hárþurrku á baði. Á hótelinu eru meðal annars; veit- ingastaðir, barir, kaffihús, sundlaug, sundlaugarbar, internetaðgengi, versl- anir, líkamsrækt, gufubað, nuddpottur, borðtennis, tennisvellir, blakvellir, hárgreiðslustofa og listagallerí. Breyttu út af venjunni og njóttu hátíð- anna í hinni einstöku Havanaborg. Bjóðum einnig aðra gististaði bæði í Havana og á Varedoroströndinni. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Áramótaveisla á Kúbu 30. desember frá kr. 59.990 Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 59.990 Flug, skattar og gisting í tvíbýli í viku á Hotel Occidental Miramar **** með morgunverði og íslensk fararstjórn, 30. desember. Netverð á mann. Aðeins 12 herbergi á sértilboði Sértilboð á Hotel Occidental Miramar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.