Morgunblaðið - 10.12.2006, Page 42

Morgunblaðið - 10.12.2006, Page 42
42 SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Á árinu 1906 keyptu fimm ungir menn fyrsta þil- farsvélbátinn til Akra- ness. Bátinn nefndu þeir Fram og er það nafn táknrænt, með tilliti til fram- halds útgerðar og uppbyggingar á Akranesi. Báturinn var 12,27 smá- lestir og þótti stór, 38 fet (um 12 m) að lengd, 12½ fet (um 4 m) að breidd og 5 fet (um 1,6 m) á dýpt, og var hann stærsti vélbáturinn sem þá hafði verið smíðaður hér á landi. Fram var smíðaður af Otta Guð- mundssyni, skipasmið í Reykjavík. Í bátnum var 10 hestafla, tveggja strokka þungbyggð Alphavél, sem þá þótti mikið vélarafl í ekki stærra skip. Bátnum fylgdi eitt stórsegl, tvö forsegl, eitt akkeri og 30 faðmar (um 56 m) af keðju; ennfremur spil og aukastykki, eins og venja var að fylgdi. Kaupverðið var 8.000 krónur sem greiddust með þremur afborg- unum, 2 þús. kr. við undirskrift samnings, 2 þús. kr. litlu síðar og loks 4 þús. kr. við afhendingu bátsins – „svo vel útbúinn, að hann fáist tryggður í þilskipaábyrgðarfélagi við Faxaflóa“, eins og skrifað stendur í kaupsamningnum. Seljendur við samning voru þeir Þorsteinn Þor- steinsson kaupmaður og Matthías Þórðarson skipstjóri, báðir til heim- ilis í Reykjavík. Trúðu á framtíðina Hinir fimm ungu kaupendur voru Magnús Magnússon á Söndum, Ólaf- ur Guðmundsson á Sunnuhvoli, Bjarni Ólafsson á Litlateig, Loftur Loftsson í Aðalbóli og Þórður Ás- mundsson á Háteig, allir til heimilis á Akranesi. Um þessi kaup skrifar Ólafur B. Björnsson ritstjóri í Sögu Akraness: „Ekkert áttu þessir ungu menn til nema hugrekki sitt, trúna á framtíðina, og að þeir væru hér á réttri leið; að vinna sjálfum sér, þorpi sínu og þjóð nokkurt gagn. Engir þessara manna voru þá myndugir, er þeir réðust í þetta, og urðu því feður þeirra eða nánir venslamenn að vera við samningana riðnir fyrir þeirra hönd.“ Útgerðin hófst og var Bjarni Ólafsson fyrsti skipstjórinn en Þórð- ur Ásmundsson vélamaður á bátnum. Vélstjóraprófið var í því fólgið að fá tilsögn um gang og meðferð vél- arinnar í einni ferð, inn og út Hval- fjörð. Meiri kröfur voru ekki gerðar í upphafi vélbátaaldar. Allt gekk þó slysalítið. Fram var álitinn góður og traustur bátur og færði hann tölu- verð verðmæti á land á þess tíma mælikvarða. Einnig var hann hafður í „transporti“ eins og það var kallað og fólksflutningum milli Akraness og Reykjavíkur. Þeir frændur Bjarni og Þórður höfðu ásamt fleiri ungum pilt- um af Akranesi, verið skipverjar á kútter Haraldi, með þeim góðkunna skipstjóra Geir Sigurðssyni, sem gerði sjálfan sig, Harald og Akranes frægt með sinni landskunnu vísu „Kátir voru karlar á kútter Haraldi“. Skútuöldin var að renna sitt skeið á enda en Akurnesingar höfðu verið eftirsóttir á skúturnar, því að þeir höfðu á sér gott orð sem dugnaðar sjómenn og fiskimenn. Önnur fræg skúta – kútter Sigurfari – er nú til sýnis í Byggðasafninu á Görðum á Akranesi, ásamt ýmsum bátum öðr- um og búnaði tengdum sjávarútvegi frá liðnum öldum. Útgerð á Skaganum fyrr á öldum Óvíða á landinu hefur útgerð verið stunduð í jafn miklum mæli og yfir svo langt tímabil og hér á Akranesi. Annálar geta þess að töluverður út- vegur hafi verið þar árið 1428. Þá er vitað að fram eftir öllum öldum hafi vermenn úr öllum áttum gert út héð- an frá Akranesi. Bændur áttu hér verbúðir og skip, einnig Skálholts- stóll, a.m.k. á dögum Brynjólfs bisk- ups Sveinssonar, en Skálholt hafði um langt árabil verið höfuðstaður landsins. Á dögum Brynjólfs biskups er talið að fyrsti vísir að sjávarþorpi hafi myndast á Íslandi, einmitt hér á Skipaskaga um miðja 17. öld, enda bendir nafnið til þess, sem fram að þeim tíma var einfaldlega „Skagi“. Meðal útgerðarmanna á Akranesi á 17. öld er líklega frægastur (í seinni tíð) Jón Hreggviðsson á Reyni undir Akrafjalli, en sjóbúð hans var „Hret- bryggja“ hjá Skálatanga; þaðan lét hann ganga áttæring þegar hann fékk því við komið, og einnig tvö tveggja manna för, svo ekki hefur Jón verið neinn kotbóndi eða smáút- gerðarmaður um þær mundir. Alla 18. og 19. öld er stundaður sjávar- útvegur í töluverðum mæli frá Skag- anum, m.a. fyrir tilverknað þeirra Stephensensfeðga Ólafs og Magn- úsar, en þá eingöngu á árabátum eða seglskipum, eins og frá upphafi byggðar á Íslandi. Þá geta heimildir þess að um 1870 hafi einn stærsti bátafloti Íslands verið á Akranesi og að fyrsta þil- skipið hafi komið þangað árið 1876. Á árinu 1881 flutti Pétur Hoffmann til Akraness, og voru miklar vonir bundnar við þann merkismann. Hann hóf mikla uppbyggingu á Skaganum í sambandi við verslun og útgerð, en Pétur fórst með allri áhöfn sinni í hákarlalegu 8. janúar 1884, í veðri sem við hann er kennt, svoköll- uðu Hoffmannsveðri. Vélbátavæðing á Akranesi og í Sandgerði Sama árið og félagið um Fram var stofnað, hóf Haraldur Böðvarsson út- gerð sína með því að kaupa sex- æringinn Helgu Maríu, og átti hann einnig eftir að verða umsvifamikill útgerðarmaður á Akranesi. Árið 1911 verða eigendaskipti á Fram, þannig að Loftur og Þórður kaupa hlut hinna eigendanna. Í árslok 1913 kaupa þeir félagar mikla útgerð- arstöð í Sandgerði af Matthíasi skip- stjóra frá Móum Þórðarsyni, og þar með hófst útgerð Akurnesinga í Sandgerði, sem stóð með miklum blóma næstu 14 árin. Þeir félagar „Til fiskiveiða fóru – frá A 100 ára afmæli vél- bátaútgerðar á Skipa- skaga, elsta útgerðar- plássi landsins, er á þessu ári. Ásmundur Ólafsson rekur upphaf og sögu hennar á þess- um tímamótum. Skipaskagi Loftmynd af Akranesi tekin um miðja síðustu öld. Ljósmynd/Ásmundur Ólafsson Flaggskipið Togarinn Víkingur, flaggskip flotans á síðari hluta seinustu aldar, kemur til löndunar á Akranes í maí 1961 með 427 tonn af Vestur- Grænlandi. Skipstjóri hans var þá Hans Sigurjónsson og skipið þá gert úf af Síldarverksmiðjunni. Skipinu var síðar breytt í nótaskip og það gert út af HB Granda. Skipstjóri eftir þær breytingar var lengst af Viðar Karlsson. LjósmyndÁrni Böðvarsson Landað í Steinsvör Fyrstu vélbátarnir á Akranesi landa afla við bryggj- una í Steinsvör um eða uppúr 1910. FRAM er næstu bryggju í hægri röð. Myndina tók Árni Böðvarsson ljósmyndari, sem síðar liðtaði myndina. Bjarni Ólafsson Haraldur BöðvarssonLoftur LoftssonÞórður Ásmundsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.