Morgunblaðið - 21.01.2007, Síða 13

Morgunblaðið - 21.01.2007, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 2007 13 þar eiga langan afbrotaferil að baki, þó að ungir séu. „Auðvitað skiptir mestu að hér fá krakk- arnir nýtt tækifæri,“ segir Hákon. „Ég held að flestir átti sig á mik- ilvægi þess. En mikið er lagt upp úr tölum og uppgjörum nú til dags og þess vegna bendi ég stundum á það að þó að lagt sé út í nokkurn kostnað við að hjálpa þessum krökkum, þá held ég að þjóðhagslegur ávinningur sé mik- ill, því ef ekkert væri að gert er ekki ólíklegt að sumir af þeim krökkum sem hingað koma gætu kostað þjóðfélagið mun meira.“ Þroskandi að taka tillit Á veturna hefjast dagarnir hjá krökkunum í skólanum. „Þau sem eru í sérkennsludeild eru yfirleitt búin í Hafralækjarskóla um há- degi en þau sem eru í fullu námi koma heim að loknum skóladegi,“ segir Snæfríður. „Það eru ótal þættir sem lúta að meðferðinni, sem er bæði fjölbreytt og mikið í lagt, og væri of langt mál að telja upp hér. En síðan eru fastir punktar í tilverunni, til dæmis hjálpa krakkarnir okkur með úti- húsin, svo sem að sinna kálfunum í fjósinu, og við ætlumst til að þau skiptist á um að hjálpa til í eld- húsinu einn dag í viku. Eftir kaffi er fjölbreytt dagskrá og af- þreying, auk heimanáms, svo sem hestamennska, ýmsar ferðir og tónlistarnám. Við reynum að hafa þetta sem eðlilegast, rekum þetta ekki sem stofnun heldur sem heimili og byggjum allt á því.“ – Er það ekki upplifun fyrir krakkana í Hafralækjarskóla að fá þessa skólafélaga? „Þau eru búin að vera svo lengi að þetta er löngu orðinn sjálf- sagður hlutur,“ segir Snæfríður. „Það er líka þroskandi að átta sig á því að það þurfi að taka tillit, sumir séu eftir á í námi. En það er alltaf maður frá okkur með þeim í skólanum og það hefur gengið vel.“ Höfum verið lánsöm Í rekstri meðferðarheimilis geta alltaf komið upp óvæntar að- stæður. „Það getur verið allt í góðu lagi í húsinu eins og núna, en svo kemur eitthvað upp sem ekki var reiknað með hálftíma áð- ur, til dæmis að krakki reyni að strjúka eða missi sig í eitthvað sjálfskaðandi,“ segir Snæfríður. „Þá þarf að bregðast rétt við að- stæðum, oft af innsæi, og auðvitað tekst það ekki alltaf, – það getur enginn. En við höfum verið lán- söm hingað til.“ – Hversu mikið kemur fjöl- skyldan að vinnu með börnunum? „Ég vinn miklu meira en 100% starf með þeim,“ segir Snæfríður. „Ég vinn alla virka daga og oft um helgar. Þetta er bara þannig vinna að ef maður ætlar að láta þetta ganga, þá verður að sinna henni. Maður stimplar sig ekki út klukkan fimm. Við vinnum nátt- úrlega öll meira og minna með þeim. Hákon kemur líka að því starfi og þar sem búreksturinn tengist þessu líka þá kemur Viðar að því.“ „Stór hluti af þessari vinnu er viðvera, að búa á staðnum og fara ekki heim eftir vinnu,“ segir Við- ar. „Vaktafyrirkomulagið er þannig að starfsfólkið vinnur í viku í senn og býr þann tíma í Ár- bót, en fær síðan frí í viku. Þetta fyrirkomulag hefur reynst vel, því það myndast meiri samfella í starfi með krökkunum.“ Tölvan eini vinurinn – Eftir að hafa rekið meðferð- arheimili fyrir unglinga í öll þessi ár, sjáið þið eitthvað sem betur má fara í samfélaginu? „Mér finnst samfélagið ekki barnvænt,“ segir Snæfríður. „Álagið er of mikið á foreldrum, sem eru jafnan báðir á kafi í vinnu og það er mikið um ein- stæða foreldra. Mér finnst líka synd að horfa upp á krakka, sem eru varla komnir inn um dyrnar áður en þeir eru sestir við tölv- una og búnir að einangra sig frá fjölskyldunni. Tölvan er jafnvel eini vinur þeirra. Svo er hraðinn mikill og það eru gerðar miklar kröfur til krakka í skólum. Ef þeir lenda utanveltu og standast ekki kröfur geta þeir lent á jaðr- inum og í óheppilegum fé- lagsskap.“ – Eru krakkarnir í sambandi við ykkur eftir að dvölinni hér lýkur? „Alltaf eitthvað af þeim,“ segir Snæfríður. „Sum eru í heilmiklu sambandi, sum koma annað slagið í heimsókn, sumum höfum við ekki heyrt í og þá allt í einu hringja þeir og líta inn, – og sum- um heyrum við aldrei frá. Ég veit að margir þeirra hafa spjarað sig vel og það veit auðvitað enginn hvort Árbót réð úrslitum um það eða ekki. En ég veit að margir hafa áttað sig á mikilvægi þessa tíma, sem oft er erfiður, ekki síst þegar þeir hafa komist yfir ung- lingsárin. En því miður hafa líka margir krakkar haldið áfram í neyslu eftir að þeir fóru héðan.“ »Mér finnst líka synd að horfa upp á krakka, sem eru varla komnir inn um dyrnar áður en þeir eru sestir við tölvuna og búnir að einangra sig frá fjöl- skyldunni. Tölvan er jafnvel eini vinur þeirra. Búið um rúmin Eitt af herbergjum meðferðarheimilisins í Árbót.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.