Morgunblaðið - 21.01.2007, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.01.2007, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ LÍFIÐ Í ÁRBÓT Þ að reka eflaust margir upp stór augu sem verða á vegi „kúrekagöngunnar“, en svo er gangan nefnd þegar um 100 nautgripir eru reknir frá Árbót að Sandi á vorin og aftur til baka á haustin. „Þetta er óvenjustór rekst- ur, enda ekki margir bæir sem eiga svona marga gripi og reka þá svona langa leið,“ segir Hákon. Það voru hins vegar engir naut- gripir með í för þegar hann flutti ásamt Snæfríði með búslóðina í Ár- bót árið 1974, en þau leigðu jörðina fyrstu árin. „Þegar við tókum þá ákvörðun að flytja hingað höfðum við þegar kortlagt hvernig við gæt- um stækkað búið og hvaða mögu- leikar væru fyrir hendi.“ Nóg frelsi í nautgriparækt En það var ekki alltaf jafn blóm- legt í Árbót. „Þetta var afskekktur bær,“ segir Hákon. „Það var verið að byggja nýtt íbúðarhús, þannig að það var aðeins fokhelt og við bjugg- um fyrst í því gamla, og auk þess voru hér fjárhús og hlaða, en ekki annar húsakostur.“ „Síðan þá höfum við ræktað mikið upp, gróðursett mikið af trjám og höfum eins og fleiri bændur hér í sveitinni verið að rækta upp mela sem eru að blása upp á heiðinni,“ segir Snæfríður. „Það er mín per- sónulega skoðun að það sé skylda þeirra sem eiga land að skila því í betra horfi en þegar þeir tóku við því. Og við höfum reynt að lifa eftir því.“ Þegar fyrsta árið byrjuðu þau í nautgriparækt, keyptu 30 kálfa af kúabændum og voru auk þess með margt fé. „Við tókum síðan stórt stökk þegar við byrjuðum með Galloway-holdanautin og byggðum fjósið árið 1982,“ segir Hákon. „Við keyptum nokkrar kvígur úr Gunn- arsholti og Hríseyjarnautin áratug síðar, 136 gripi. Enn eru sárafáir með Galloway-naut og ég skil það ekki því það er mikill skortur á nautakjöti og verðið hefur aldrei verið eins hátt. Svo kvarta menn yfir því að bændur hafi ekki frelsi. Það er frelsi í þessari grein, en því fylgir ábyrgð; menn þurfa að selja nauta- kjötið sjálfir.“ Að sögn Hákons reyndist fjósið lykilforsenda fyrir velgengni í naut- griparæktinni. „Um leið og við feng- um góða aðstöðu gátum við slátrað til að mæta eftirspurn, en áður var öllu slátrað á haustin. Það hefur einnig reynst afar vel að halda öllu ferlinu, nema slátruninni, innan fjöl- skyldunnar. Viðar sonur okkar er bústjóri í Árbót og sér til þess að gæði kjötsins séu mikil, enda fara hreinræktuðu holdanautin flest í UN1-úrval. Þeim er síðan slátrað í verktöku hjá B. Jensen á Akureyri, en synir okkar, Gunnar Óli og Örn Logi, fullvinna allt kjöt sem við framleiðum, nauta- og kindakjöt, í kjötiðjunni Viðbót á Húsavík. Þeir annast líka markaðssetningu og sölu á því, auk þess að flytja inn hrein- dýrakjöt frá Grænlandi. Öll virð- iskeðjan er því í höndum fjölskyld- unnar.“ Meira svigrúm til að hagræða Kaflaskil urðu í rekstrinum með kaupum á Bergi árið 1999, en þar er fjós sem tekur 70 nautgripi. „Fjósið var ekki fullfrágengið þegar við keyptum Berg, en við settum í það nýjar innréttingar og fengum mun meiri afkastagetu,“ segir Hákon. „Við keyptum svo Sand árið 2001, þannig að við eigum orðið þrjár jarðir,“ segir Snæfríður. „Sandur og Berg liggja saman og þar er mikið graslendi, sem nýtist fyrir gripina á sumrin, kýrnar og kálfana. Í Árbót er lítið graslendi fyrir nautgripi og við nýtum það frekar fyrir sauðfé. Með auknu beitilandi og öðru fjósi höfum við fjölgað mikið og getum stýrt því þannig að við höfum hús- pláss fyrir allar skepnurnar á vet- urna.“ Viðar sonur þeirra er sestur í eld- húskrókinn og leggur orð í belg. „Það er miklu meira svigrúm til að hagræða og hliðra til í sambandi við slátrun og fleira ef við höfum nóg húsnæði og næga haga á sumr- in.“ – Hvernig eru framtíðarhorfur? „Þær eru bjartar eins og er,“ seg- ir Viðar. „Ef menn standa sig, fram- leiða gott kjöt og sinna markaðnum vel, þá eru allir vegir færir. Afkoma búsins er mjög góð og maður hittir ekki marga bændur sem viðhafa slík orð. Við getum hagað framleiðsl- unni í samræmi við eftirspurn, kaup- um nýjar vélar á hverju ári, og nú er þetta bara spurning um hvort við viljum stækka enn frekar. Þá þyrft- um við að bæta við húsnæði.“ „Fyrir fimmtán árum gekk ekki vel að selja og það hefur breyst á áratug,“ segir Hákon. „Þegar ver- tíðin hefst hjá hótelunum á vorin er mikil eftirspurn. Allt veltur á því að vera markaðstengdur, en fylgja ekki gamla hugarfarinu, að fjölda- framleiða fyrir SÍS, slátra á haustin og setja allt í frost.“ „Sú grundvallarbreyting hefur orðið á framleiðslunni að nú hringja MIKILVÆGT AÐ LÆRA INN Á NÁTTÚRUNA Nautgriparæktin Snæfríður í fjósinu með sonarsyni sínum Hlyni Viðarssyni 9 ára sem er mikill bóndi í sér, en nautgriparækt er grunnurinn að búrekstrinum að Árbót. Virðiskeðjan Bræðurnir Örn Logi og Gunnar Óli reka kjötvinnsluna Viðbót á Húsavík. „Fylgjum ekki gamla hugarfarinu, að fjöldaframleiða fyrir SÍS, slátra á haustin og setja allt í frost.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.