Morgunblaðið - 21.01.2007, Síða 24

Morgunblaðið - 21.01.2007, Síða 24
knattspyrna 24 SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ E rtu viss um að þetta séu ekki fimmtíu ár, frekar en átján? spyr ég Eggert Magn- ússon undrandi, þar sem við sitjum á skrifstofu hans á Upton Park í Lundúnum. Um- ræðuefnið er formannsferill hans hjá Knattspyrnusambandi Íslands (KSÍ), sem lýkur formlega 10. febrúar næstkomandi. Við erum að fara yfir tölulegar staðreyndir og það er eins og svart og hvítt að horfa annars vegar á árið 1989 og hins vegar árið 2006. Eggert skellihlær að þessari athugasemd. „Það má kannski halda það,“ segir hann svo. „En svo mikið er víst að þetta hefur verið viðburðaríkur tími og umfram allt skemmti- legur.“ Eggert hóf ungur afskipti af knattspyrnu og var starfandi for- maður Knattspyrnudeildar Vals og formaður félags liða í efstu deild þegar hann bauð sig fram til for- mennsku í KSÍ árið 1989 gegn Gylfa Þórðarsyni, þáverandi vara- formanni sambandsins. „Gylfi er mjög mætur maður sem hafði starfað um árabil innan hreyfing- arinnar. Í þessum kosningum var hann hins vegar í hugum margra tákn gamla tímans en ég tákn hins nýja. Nýi tíminn varð ofan á,“ seg- ir Eggert. Umhverfið var allt annað á þess- um tíma en það er í dag. Árið 1989 velti KSÍ 50 milljónum króna. Nú er veltan hátt í 500 m.kr. Hefur sumsé tífaldast. Eigið fé sam- bandsins var 12 m.kr. árið 1989 en LjósmyndDaniel Sambraus „KSÍ er ekkert annað en félögin í landinu“ Eggert Magnússon stendur senn upp úr stóli for- manns Knattspyrnusambands Íslands eftir átján ára setu. Raunar á orðið „seta“ kannski ekki al- veg við um formannstíð hans því hún hefur verið í meira lagi viðburðarík. Íslenskt knattspyrnuum- hverfi hefur tekið stakkaskiptum frá árinu 1989. Orri Páll Ormarsson fékk Eggert til að líta um öxl á þessum tímamótum. Morgunblaðið/Einar Falur Afrek Ríkharður Daðason hefur betur gegn franska markverðinum Fabien Barthez í sögufrægum jafnteflisleik á Laugardalsvelli í september 1998.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.