Morgunblaðið - 21.01.2007, Side 38

Morgunblaðið - 21.01.2007, Side 38
38 SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Suðurengi 5 Selfossi Fasteignasalan BAKKIehf Sími 482-4000 Heimasíða www.bakki.com Netfang bakki@bakki.com Sigtún 2 SelfossiÞröstur Árnason lögg.fasteignasali sími 899-5466 Til sölu gott einbýlishús ásamt stórum bílskúr, alls 200 fm. Í húsinu eru 5 svefnherbergi, stofa, eldhús, þvottahús með búri innaf, baðherbergi, forstofa og gestasalerni. Baðherbergi er allt nýtekið í gegn ásamt gólfefnum á stofu, eldhúsi og svefnherbergisgangi. Ísskápur og uppþvottavél fylgja svo og mikið af nýuppsettum ljósum. Mjög góður fullfrágenginn bílskúr með borðum, hillum og rekkum. Malbikað bílaplan og lóðin er falleg og í góðri hirðu. Þessi eign hefur fengið prýðisgott viðhald. Verð kr. 29.700.000.- Sími 530 1500 • husakaup@husakaup.is Sjáumst í sólskinsskapi Við erum í sólskinsskapi og gefum þeim sem tryggja sér íbúð að Hallakri 2 eða 4 fyrir 20. febrúar, myndarlegan kaupauka að andvirði kr. 900.000,- Úttekt að verðmæti kr. 600.000,- hjá Harðviðarval Þvottavél & þurrkari að verðmæti kr. 300.000,- frá Eirvík K R A FT A V ER K Í FRÉTTABLAÐINU 2. októ- ber 2006 var kynnt bók eftir þau Áka og Berglindi. Bókin er um stúlku sem á tvo feður. Dreifa á bókinni í alla leikskóla landsins. Það að fara með fræðslu um samkyn- hneigð inn í leikskóla landsins vekur ýmsar spurningar. Hvernig er fræðslan byggð upp og hvert er mark- miðið? Á að fræða börn á leikskólastigi, frá tveggja ára aldri, um samkynhneigð? Hvað er verið að fræða börnin okkar um? Á eingöngu að fræða þau um að sam- kynhneigð sé til og að til eru börn sem alast upp hjá samkyn- hneigðum foreldrum? Eða á að fræða börnin um eitthvað annað sem viðkemur samkynhneigð? Rannsókn sem unnin var í Bandaríkjunum af barnasálfræð- ingum varaði við því að fræða börn snemma á grunnskólastigi um samkynhneigð. Rökin voru byggð á því að ekki má vanmeta hugarheim barna. Á vissum tíma- bilum í lífi barna kemur að því að strákar vilja bara leika við stráka og stúlkur við stúlkur. Strákar fara oft út í þær öfgar að vilja ekki leika sér við stelpur. Hjá stúlkum gerist það oft að góðar vinkonur haldast í hendur og greiða hvor annarri, mikil nánd. Ef börn hafa þann valmöguleika að geta átt kærustu eða kærasta af sama kyni, og að ekkert sé at- hugavert við það, getur það ýtt undir að börn af sama kyni pari sig án þess þó að um nokkra sam- kynhneigð sé að ræða, þetta getur skaðað börnin með því að rugla þau í ríminu á viðkvæmum aldri (www.jeremia- hfilms.com Children at risk). Í félagsfræði er kennt að öll hegðun sé lærð. Menn greinir á um hvort samkyn- hneigð sé af fé- lagslegum hvötum eða hvort sumir fæð- ist samkynhneigðir. Engar rannsóknir benda til þess að fólk fæðist samkynhneigt og bendir ýmislegt til að félagsleg mótun geti leitt til þess að fólk verði samkynhneigt. Dæmi eru um að fólk sem hefur verið í gagnkynhneigðum samböndum til fjölda ára slíti sambúðinni og fari í samband við manneskju af sama kyni. Athyglisvert er að margt fólk sem hefur verið samkyn- hneigt en breytt yfir í það að verða gagnkynhneigt varar við samkynhneigðum lífsstíl (www.jeremiahfilms.com Gay Rights/Special Rights (non- religious). Orð þessa fólks finnst mér vega þungt á vogarskálinni um hvort leyfa eigi að fræða börn um sam- kynhneigð. Það er allavega ekki alveg sama hvernig það er gert og skiptir máli á hvaða aldri það er gert. Einnig verður að passa að börn verði ekki hvött til að prófa sig áfram hvað varðar kynhneigð sína. Slíkt gæti leitt til erfiðleika hjá ungu fólki sem grunnskólarnir ætla sér að skila út í þjóðfélagið með góðan grunn. Ég vona að menntamálaráðu- neytið láti gera rannsókn og láti kanna hjá fagaðilum, barnasál- fræðingum, hvort slík fræðsla eigi rétt á sér og að tryggt sé að slíkt muni ekki hafa áhrif á börnin. Ég sem foreldri vil fá allar upplýs- ingar í ljósið áður en dreift er bók um samkynhneigð inn í leikslóla landsins. Ég tel að það sé verið að búa til félagslegan grundvöll að samkynhneigð og í raun móta þau inn í lífsstíl sem ég set spurningar við. Með von um opna og mál- efnalega umræðu óska ég þess að velferð barna sé höfð að leið- arljósi. Þess vegna óska ég eftir viðbrögðum þeirra sem ákveða að leyfa slíka fræðslu. Ég veit að fólk er annaðhvort með eða á móti slíkri fræðslu, þess vegna vona ég að sjónarmið hvorra tveggja fái að koma í ljós, málefnalega. Eftir það skulum við taka ákvörðun um hvort slík fræðsla eigi rétt á sér. Samkynhneigð í leikskóla? Böðvar Ingi Guðbjartsson fjallar um fræðslu um samkyn- hneigð í leikskólum »Rannsókn sem unninvar í Bandaríkj- unum af barnasálfræð- ingum varaði við því að fræða börn snemma á grunnskólastigi um samkynhneigð. Böðvar Ingi Guðbjartsson Höfundur er pípulagningamaður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.