Morgunblaðið - 21.01.2007, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 21.01.2007, Qupperneq 54
54 SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Það er margs að minnast er við nú kveðjum Pétur Traustason sem verið hefur okkur góður fé- lagi og vinur í 70 ár. Við vorum fyrst saman í gagn- fræðaskóla í tvö ár og síðan menntaskólanum í fjögur ár. Við vorum tæplega 50 talsins í þeim frábæra árgangi sem útskrifaðist 1943, en það voru allir stúdentar frá Reykjavíkurskóla það árið. Þetta var gott fólk og við héldum vel saman í öll þessi ár. Fágæt vin- átta myndaðist í hópnum sem ekki hefur fallið skuggi á í þessi 66 ár. Pétur var tónelskur og því oft upp- hafsmaður söngs og gleði á sam- komum. Öll minnumst við fimmtu- bekkjarferðar til Norðurlanda þar sem við hristumst vel saman og sungum söngvana sem söngstjór- inn okkar Róbert Abraham kenndi okkur. Við hrifumst öll af honum eins og aðrir sem honum kynntust. Síðan lukum við prófum okkar frá Háskóla Íslands og víðar og leiðir skildi. Alltaf voru samstúdentarnir í huga okkar bestu vinir okkar, aldrei gagnrýndir heldur teknir sem bestu vinir. Nú um langt skeið höfum við Pétur Traustason ✝ Pétur Trausta-son fæddist í Reykjavík 8. maí 1923. Hann andaðist á heimili sínu 9. jan- úar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskirkju 18. janúar. hist reglulega og rifj- að upp liðin ævintýr. En öllum eru okkur mörkuð spor til enda. Pétur hefur nú lokið farsælu læknastarfi þar sem allir bless- uðu hann og þakka fyrir frábæra læknis- hjálp og vináttu sem hann alltaf sýndi þeim. Við flytjum samúð- arkveðjur til Theó- dóru og fjölskyldu frá samstúdentum 1943. Guð blessi ykkur öll. Páll Gíslason. Mætur starfsbróðir er fallinn frá eftir mikilvæga og merka starfs- ævi. Pétur hafði snemma öflugan bakgrunn í raunvísindum og lækn- isfræði því faðir hans var um langt skeið annar af aðalkennurum læknanema í fyrsta hluta námsins. Pétur var góður námsmaður, lauk stúdentsprófi úr stærðfræðideild MR 1943 og læknaprófi frá HÍ 1953. Sérnám í augnlækningum stundaði Pétur á Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn (1956), Odense Sygehus (1956–57), Centrallasa- rettinu í Vesteraas (1957) og Léns- sjúkrahúsinu í Kalmar (1958–60). Sérfræðiritgerð hans fjallaði um sjónsviðsbreytingar við heilasjúk- dóma. Pétur rak sjálfstæða augn- lækningastofu frá 1960–1995 og starfaði sem augnskurðlæknir á Hvítabandinu í allmörg ár. Hann hafði góða og víðtæka menntun sem í starfi hans kom vel fram. Hann þótti mjög fær og einstak- lega nákvæmur í gleraugnamæl- ingum og sjúkdómsgreiningum. Pétur var alla tíð mjög eftirsóttur og vinsæll augnlæknir, sinnti sín- um skjólstæðingum vel og af alúð og stundaði fag sitt fram á áttræð- isaldur. Hann var þó alla tíð mjög hógvær og hampaði ekki hæfni sinni og hæfileikum. Pétur var einn af átta stofnfélögum Augn- læknafélags Íslands (30. janúar 1966), var gjaldkeri félagsins 1968–70, ritari 1974–76, formaður 1976–78 og endurskoðandi 1978– 82. Pétur var ákaflega farsæll í sínu persónulega lífi, hann og kona hans Theodóra voru höfðingjar heim að sækja og bæði var Pétur söngelskur og lék á hljóðfæri, fiðlu, píanó og orgel. Eftir að hann lét af störfum sýndi hann alla tíð áhuga fyrir framförum í fagi sínu, sótti fræðslufundi og hátíðir augn- lækna með sinni góðu konu. Síðast komu þau á jólafund Augnlækna- félagsins í byrjun des. sl. og voru eins og alltaf hrókar alls fagnaðar. Augnlæknafélag Íslands vottar minningu Péturs virðingu sína, þakkar honum ómetanlegt framlag í þágu félagsins og augnlækninga í landinu. Einnig sendir félagið Theodóru eiginkonu hans og af- komendum hlýjar samúðarkveðjur. Genginn er einn besti fulltrúi augnlæknastéttarinnar á Íslandi. F.h. Augnlæknafélags Íslands, Ólafur Grétar Guðmundsson. ✝ Sveinn Guð-laugsson fædd- ist í Reykjavík 9. október 1921. Hann lést á Elli- og hjúkr- unarheimilinu Grund 14. desember síðastliðinn. For- eldrar hans voru El- ín Benediktsdóttir, f. 4. feb. 1895, d. 31. mars 1970, og Guð- laugur Krist- jánsson, f. 3. ágúst 1894, d. 8. sept. 1974. Sveinn átti sjö systkini, þau eru: Halldóra Ólafía, f. 16. sept. 1922; Gunnar Kristján, f. 6. júlí 1924, d. 26. apríl 2001; Pálína, f. 9. október 1926, d. 15. desember 1941; Steinvör Fjóla, f. 1955. Börn hennar eru a)Katrín Ósk Garðarsdóttir, maki Sævar Ström og eiga þau tvö börn, Birtu Sól og Viktor Hrafn; b) Hrafn Garðarsson; c) Tinna Garð- arsdóttir. 3) Sólveig Katrín, f. 29. júlí 1961, maki Már Grétar Páls- son, f. 1961. Sonur Sólveigar er a) Erik Christianson Chaillot. Sonur Sólveigar og Más b) Einar Sveinn. Sveinn ólst upp í Reykjavík. Hann gekk í Miðbæjarskólann í Reykjavík og Samvinnuskólann í Reykjavík og lauk þaðan versl- unarprófi 1945. Hann byrjaði ung- ur að vinna við verslunarstörf, í matvöruverslunum og bókabúð- um. Árið 1950 stofnsetti hann eig- in matvöruverslun, Sveinsbúð, með eiginkonu sinni og ráku þau hjónin verslunina til ársins 1975. Eftir það vann hann ýmis skrif- stofustörf. Útför Sveins fór fram í kyrrþey. 11. ágúst 1928; Haf- dís, f. 29. október 1930; Guðrún f. 16. ágúst 1932; og Reyn- ir, f. 5. júlí 1936, d. 4. ágúst 1942. Hinn 24. júlí 1948 kvæntist Sveinn Katrínu Eiríks- dóttur, f. 2. apríl 1925. Foreldrar hennar voru Kristín Gísladóttir, f. 25. mars 1910, d. 23. des 1968, og Eiríkur Er- lendsson, f. 12. sept. 1906, d. 16. sept. 1987. Börn Sveins og Katrínar eru: 1) Kristín, f. 12. maí 1951, maki Pétur Árni Carlsson, f. 1949. Dóttir þeirra er Arna. 2) Elín Árdís, f. 17. okt. Hér sitjum við saman frændsystk- inin og rifjum upp þær góðu stundir sem við áttum með afa. Okkur finnst skrítið að hugsa til þess að hann verði ekki hjá okkur lengur. Á svona stundu rifjast upp ótal minningar. Við munum eftir öllum skemmtilegu sög- unum sem hann deildi með okkur. Það var svo skemmtilegt að hlusta á sögurnar frá því að hann var ungur maður. Hann hafði svo gaman af því að segja frá göngu- og hjólaferðum um Reykjavík og upp í sveit. Á sunnu- dögum bauð hann okkur oft í bíltúr og þá var oft keyrt niður á höfn. Þá sagði hann okkur frá umhverfinu og hvern- ig það var áður fyrr. En þetta voru ekki einu sögurnar sem hann sagði okkur, ósjaldan lumaði hann á sögum sem koma okkur til að hlæja enn þann dag í dag. Við minnumst þess öll þegar við vorum heima hjá afa og ömmu og fengum að gramsa í gömlu dóti. Afi átti ótalmargar bækur og spennandi hluti sem við gátum skoðað tímunum saman. Afi var svo hlýr og notalegur og munum við alltaf sakna knúsanna hans, afabrjóstsykursins og afakex- ins. Elsku amma, við geymum minn- inguna um afa í hjörtum okkar. Barnabörnin Katrín Ósk, Hrafn, Tinna, Arna, Erik og Einar Sveinn. Sveinn Guðlaugsson ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Önnumst alla þætti útfararinnar Þegar andlát ber að höndum Arnór L. Pálsson framkvæmdastjóri Ísleifur Jónsson útfararstjóri Frímann Andrésson útfararþjónusta Svafar Magnússon útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Þorsteinn Elísson útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta Vönduð og persónuleg þjónusta Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Sími 551 7080 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. Ólafur Örn útfararstjóri, s. 896 6544 Inger Rós útfararþj., s. 691 0919 ✝ Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, GUÐBJÖRNS JÓNSSONAR, Grandavegi 1, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á dvalarheimilinu Grund. Sigríður María Sigmarsdóttir, Sigmar Guðbjörnsson, Jóhanna Ingibjörg Ástvaldsdóttir, Þórunn Helga Guðbjörnsdóttir, Kristinn Svavarsson, Björgvin Guðbjörnsson, Kristín Jónsdóttir, Aðalheiður Ósk Guðbjörnsdóttir, Örn Valdimarsson og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir til ættingja, vina og allra þeirra sem sýndu okkur ómetanlega hlýju og samúð við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, SIGRÚNAR ARADÓTTUR, Arnartanga 16, Mosfellsbæ. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki deildar 13-D á Landspítalanum og hjúkrunarþjónustunni Karitas. Sveinn Árnason, Brynhildur Sveinsdóttir, Hörður Guðjónsson, Íris Sveinsdóttir, Jón Guðmundsson, Eva Björg Harðardóttir, Sigrún Harðardóttir, Daði Sigursveinn Harðarson, Natalie Kristín Írisardóttir, Helena Írisardóttir. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur vináttu, samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar móður okkar, ömmu og langömmu, KRISTJÖNU RAGNHEIÐAR ÁGÚSTSDÓTTUR frá Búðardal. Elísabet Magnúsdóttir, Íris Hrund Grettisdóttir, Magnús Þór Guðmundsson. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við fráfall og útför elsku- legrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóð- ur, ömmu og langömmu, UNNAR FRIÐRIKSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til hjúkrunarfræðinganna Helgu Erlingsdóttur og Bryndísar Þórhallsdóttur, Heima- hlynningar á Akureyri, starfsfólks á hjúkrunarheim- ilinu Seli, Akureyri og starfsfólks lyfjadeildar FSA. Þórður Á. Björgúlfsson, Björg Þórðardóttir, Björgúlfur Þórðarson, Friðrik Þórðarson, Kristín Halldórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Myndir | Ef mynd hefur birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á mynda- móttöku: pix@mbl.is og láta um- sjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.