Morgunblaðið - 21.01.2007, Síða 62

Morgunblaðið - 21.01.2007, Síða 62
62 SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ fólk Kalvin & Hobbes MAMMA! ÞAÐ KOM STÓR HUNDUR OG REIF HOBBES AF MÉR! ÉG REYNDI AÐ NÁ HONUM EN ÉG GAT ÞAÐ EKKI... OG NÚNA ER ÉG BÚINN AÐ TÝNA BESTA VINI MÍNUM KALVIN, EF ÞÚ VÆRIR EKKI AÐ DRÖSLA HONUM MEÐ ÞÉR ÚT UM ALLT ÞÁ VÆRI HANN EKKI TÝNDUR ÞAÐ SKIPTIR EKKI MÁLI HVAÐ MANNI LÍÐUR ILLA... FÓLKI TEKST ALLTAF AÐ BÆTA SAMVISKUBITI OFAN Á ALLT SVO MANNI LÍÐI ENNÞÁ VERR Kalvin & Hobbes AUMINGJA HOBBES? HVAR ÆTLI HANN SÉ? HVAÐ HEFUR KOMIÐ FYRIR HANN? HVAÐ HEF ÉG GERT TIL ÞESS AÐ VERÐSKULDA ÞETTA HVAÐ SEM ÞAÐ ER ÞÁ ÞYKIR MÉR ÞAÐ LEITT! Kalvin & Hobbes ÉG ER BÚINN AÐ TÝNA TÍGRISDÝRINU MÍNU, HONUM HOBBES... KANNSKI ÆTTIR ÞÚ AÐ LÝSA HONUM HANN ER Í FEIMNARI KANTINUM OG MEÐ FREKAR SKRÍTINN HÚMOR... EN ER SAMT GÓÐUR VINUR Ó! ÞÚ ÆTTIR KANNSKI FREKAR AÐ LÝSA HONUM Í ÚTLITI Litli Svalur HRAÐAR! OG Í TAKT, REYKTU BREKKUSNIGLARNIR YKKAR! ÉG VIL AÐ ÞIÐ STAFLIÐ ÞESSUM LÓÐUM HINUM MEGINN VIÐ VÖLLINN. ÞETTA ER GÓÐ BYRJUN TIL AÐ RÆKTA VÖÐVANA PPPFF! ÞETTA ER SVO SVAKALEGA ÞUNGT KENNARI PFFF... SVAKALEGA ÞUNGT... KRAFTLAUSU STRÚTAR... JÆJA GAMLINGI! ÁTTU ERFITT MEÐ AÐ VAKNA?! FINNDU VÖÐVANA SEM VIÐ RÆKTUÐUM! ALLT ÞÉR AÐ ÞAKKA ÞÚ ÆTTIR AÐ HREYFA ÞIG MEIRA, ANNARS FÆRÐU LIÐAGIGT OG VÖÐVARNIR RÝRNA ÚPS! HANN BROTNAÐI Í ÞÚSUND MOLA EKKERT MÁL! ÉG SKAL LAGA HANN NEI! EKKI BERJA MIG! NEI! ZZZ ÞESSI KYNSLÓÐ... ZZZ... LETINGJ... ZZZ... AR...ZZZZ ÖÖÖ... LEGGIST STRAX NIÐUR! NÚ ER HVÍLDARTÍMI!! ? ? ? ? Lesblindusetrið er til húsa íKjarnanum, Mosfellsbæog býður upp á lesblindu-meðferð með svokallaðri Davis-aðferð. Einnig eru hjá Les- blindusetrinu haldin hraðlestr- arnámskeið fyrir börn. Kolbeinn Sigurjónsson er Davis- ráðgjafi: „Davis-námskeiðin eru ætl- uð bæði börnum og fullorðnum sem glíma við lesblindu eða tengda náms- örðugleika, en fólk á aldrinum 6 til 65 ára hefur leitað til Lesblinduseturs- ins til meðferðar,“ segir Kolbeinn. Davis-aðferðin, eða Davis- leiðrétting, er kennd við Ron Davis sem þróaði þjálfunarkerfi til að hjálpa fólki að ná tökum á lesblindu. Upphaf aðferðanna má rekja aftur til 1980 en hún barst fyrst hingað til lands árið 2003: „Áður en meðferð hefst fer fram ítarlegt viðtal þar sem lagt er mat á hvort og hvernig þjálf- unin getur nýst þeim sem leitar að- stoðar,“ segir Kolbeinn. „Um er að ræða nokkuð umfangsmikið nám- skeið sem spannar heila viku þar sem nemandinn er einn með leið- beinanda og í stöðugri þjálfun allan daginn.“ Kolbeinn segir best mega lýsa Davis-aðferðinni þannig að hún byggist á styrkleikum nemendanna frekar en veikleikum: „Þjálfunin liggur því oft vel fyrir nemendum og læra þeir meira fyrir vikið á skemmri tíma,“ segir Kolbeinn. „Lesblindu fylgja iðulega hæfileikar eins og gott ímyndunarafl og rík sköpunargáfa, enda finna lesblindir sig oft vel í verklegum greinum. Dav- is-leiðrétting byggist á þessari stað- reynd og er leirinn helsta verkfærið á námskeiðinu, en með því að notast ekki við blað og blýant má segja að eitt stærsta vandamálið sé tekið úr myndinni. Byrjað er á að fást við erf- iðleika tengda einbeitingu, og síðan unnið í gegnum grunntáknin; bók- stafi og greinarmerki. Loks er ráðist að orðunum sjálfum.“ Kolbeinn leiðbeinir einnig á hrað- lestarnámskeiði fyrir 9–15 ára krakka, en þau námskeið gagnast bæði börnum sem hafa farið í gegn- um Davis-meðferð sem og þeim börnum sem eiga ekki við lestr- arvandamál að stríða: „Margir sækja hraðlestrarnámskeið á meðan þeir eru í framhalds- eða háskóla, en fáir gera sér grein fyrir að börn geta auðveldlega tileinkað sér hrað- lestur,“ segir Kolbeinn. „Raunar eru börn svo móttækileg að þau eru oft- ast mun fljótari en fullorðnir að ná tökum á hraðlestri, og ná yfirleitt betri árangri en fullorðnir.“ Þess má geta að Lesblindusetrið kennir hluta af námskeiðinu Aftur í nám sem nýtur mikilla vinsælda hjá Mími símenntun. Þar er boðið upp á Davis-leiðréttingu sem hluta af nám- skeiðinu, auk íslenskukennslu og þjálfunar í tölvunotkun. Þá má vekja athygli á að 22. febr- úar næstkomandi flytur Kolbeinn er- indi um Davis-aðferðina á fundi for- eldrafélaga grunnskólanna á Akureyri. Nánari upplýsingar má finna á slóðinni www.lesblindusetrid.is og með tölvupósti á netfangið kolbeinn- @lesblindusetrid.is. Menntun | Lesblindusetrið býður upp á Dav- is-leiðréttingu fyrir fólk á öllum aldri Lestrarörðugleik- ar og hraðlestur  Kolbeinn Sig- urjónsson fædd- ist í Reykjavík 1972. Hann lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskól- anum í Breiðholti 1992 og útskrif- aðist sem kerf- isfræðingur frá Tölvuháskóla Verslunarskóla Ís- lands 1995. Kolbeinn starfaði sem kerfisfræðingur, m.a. hjá Tölvun. Hann hefur starfað sem Davis- leiðbeinandi frá árinu 2004. Kol- beinn er kvæntur Guðlaugu Arn- ardóttur snyrtifræðingi og eiga þau fjögur börn. ÞAÐ VAR mikil stemning í hátíð- arsal Menntaskólans við Hamrahlíð á föstudaginn þegar þýski rafdúett- inn Booka Shade leit þar við í heim- sókn í hádeginu. Meðlimir sveit- arinnar, Walter Merziger og Arno Kammermeier, njóta sívaxandi vin- sælda, í heimalandinu sem víðar, og er koma þeirra til Íslands tvímæla- laust hvalreki á fjörur „teknóhausa“ landsins. Þeir voru í miklum ham á föstudaginn og náðu greinilega að hrífa menntskælingana í Hamrahlíð með sér. Morgunblaðið/ÞÖK Booka Shade í MH

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.