Morgunblaðið - 15.12.2007, Side 6

Morgunblaðið - 15.12.2007, Side 6
6 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Björn Björnsson og Gunnhildi Finnsdóttur SKAGFIRSKIR nemendur náðu áberandi góðum árangri í PISA- könnuninni þar sem lesskilningur fimmtán ára barna var mældur og sömuleiðis kunnátta þeirra í nátt- úrufræði og stærðfræði. Rannsóknin var gerð í fyrra, en niðurstöður birt- ust ekki fyrr en nýlega. Skagfirðing- arnir komu best út á landinu í öllum greinunum. Fræðsluumdæminu til- heyra þrír skólar sem bjóða upp á kennslu á síðari stigum grunnskóla, Árskóli á Sauðárkróki, Varmahlíð- arskóli og Grunnskólinn á Hofsósi. Alls stunda rúmlega sex hundruð börn nám í skólunum þremur, flest í Árskóla. Ekkert stress í skólanum Þegar fréttaritari Morgunblaðs- ins heimsótti skólann í gærmorgun voru krakkarnir í 9. og 10. bekk í ljúfum gír, enda langt frí framundan og annarpróf ekki fyrr en í febrúar. Þó viðurkenndu þau að margt væri ógert fyrir jólin og sumum stelp- unum sýndist að eitthvað myndi verða útundan. Þær sögðu þó ekkert stress í skólanum, þar væri skemmtilegt og kennararnir líka komnir í jólaskap. Óskar Björnsson skólastjóri sagð- ist að sjálfsögðu stoltur af krökk- unum, en ekki síður af starfsfólki skólans og samfélaginu í firðinum. „Þetta kemur okkur satt best að segja ekki neitt sérstaklega á óvart,“ sagði Óskar. „Við teljum okkur vera að vinna gott starf hérna og þetta er ein vísbending um það.“ Fyrirmyndir í Finnlandi Hann segir enga einfalda skýr- ingu á góðum árangri krakkanna en þó hafi stöðugleiki í starfsmanna- haldi sitt að segja. „Endurmenntun hefur verið mjög virk hjá starfsfólki og við höfum verið afar dugleg að heimsækja skóla, bæði hér og er- lendis til þess að afla okkur þekk- ingar. Við höfum meðal annars farið til Finnlands og skoðað skóla, því þeir hafa verið að koma vel útúr PISA-könnuninni. Það er mikill metnaður hérna til þess að gera bet- ur.“ Óskar nefnir sem dæmi um vinnu- brögð í skólunum í Skagafirði, að í þeim öllum sé stundað kerfisbundið sjálfsmat. „Við vinnum þar eftir skosku kerfi í samráði við vinaskóla í Skotlandi sem hefur leiðbeint okk- ur. Þar eru allir þættir skólastarfs- ins metnir og það koma allir að því. Það gengur út á það að finna bæði veikar og sterkar hliðar og hvernig við getum viðhaldið þeim sterku og styrkt þær veiku. Það hefur hjálpað mikið. Við teljum okkur vera lifandi skóla þar sem við erum alltaf að reyna að gera betur.“ Júlíus Björnsson hjá Námsmats- stofnun segir fulla ástæðu til þess að samgleðjast Skagfirðingum, en ann- ars sé rétt að gera ákveðinn fyrir- vara við niðurstöðurnar. Það standi ekki til að birta upplýsingar um frammistöðu nemenda í einstökum fræðsluumdæmum opinberlega þó að fræðsluskrifstofurnar fái þær hver um sig til eigin nota. „Það verð- ur að hafa í huga að þegar búið er að brjóta þetta svona langt niður þá er tölfræðilega meiri óvissa í nið- urstöðunni.“ Skagfirskir skólar bestir Klárir krakkar Stelpurnar í 10. bekk Árskóla voru í góðu skapi í gær  Komu best út í PISA-könnuninni af íslenskum skólum í öllum greinum  Sérstaða skagfirsku skólanna liggur í góðu starfsmannahaldi, endurmenntun og kerfisbundnu sjálfsmati Í HNOTSKURN »Allar 30 OECD-þjóðirnartóku þátt í rannsókninni, ásamt 27 öðrum löndum. »Um það bil 400.000 nem-endur í öllum þátttökulönd- unum tóku þátt í PISA árið 2006. Á Íslandi tóku um 80% af öllum 15 ára nemendum þátt í könn- uninni. »Áherslan í rannsókninni árið2006 var á náttúrufræði í víðri merkingu, með minni prófhlutum í lestri og stærð- fræði. EKKI má gleyma að gefa fuglunum á Tjörninni brauðmola að bíta í á aðventunni enda fleiri en mann- fólkið sem þá vilja fá gott í gogginn. Gaman er að skoða fuglalífið við Tjörnina á fallegum vetrardegi. Það þarf að gefa öndum brauð... Morgunblaðið/Valdís Thor BJÖRN Bjarnason dóms- og kirkju- málaráðherra hefur skipað Pál E. Winkel aðstoðarríkislögreglustjóra í embætti forstjóra Fangelsismála- stofnunar ríkis- ins. Páll E. Win- kel er 34 ára að aldri. Umsóknar- frestur rann út 10. desember sl. og voru umsækj- endur auk Páls þau Erla Kristín Árnadóttir, lögfræðingur hjá Fang- elsismálastofnun, og Halldór Frí- mannsson, lögmaður á fjármálasviði Reykjavíkurborgar. Valtýr Sigurðsson, sem nýlega var skipaður ríkissaksóknari af dóms- málaráðherra, hefur verið forstjóri Fangelsismálastofnunar undanfarin ár. Nýr forstjóri Tekur við Fangels- ismálastofnun Páll E. Winkel FÆSTIR forystumenn á vinnu- markaðinum gera nú ráð fyrir að samningum verði lokið fyrir áramót en skv. viðræðuáætlunum ætti und- irritun nýrra kjarasamninga að fara fram í dag. „Það hefur ósköp lítið gerst,“ segir Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambandsins. Unnið er að því í einstökum hópum starfsgreinasviðanna að reyna að fækka afmörkuðum atriðum sem standa út af. Gert er ráð fyrir að næsti fundur SGS og SA um launa- liði verði 20. desember. Fram að því verður fundað um sameiginlegar áherslur á borði landssambanda ASÍ gagnvart SA. Kristján segir það e.t.v. skýrast í næstu viku hvort við- ræðurnar komist á fulla ferð strax upp úr áramótum. Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, tekur í sama streng og segir að menn bíði nú eftir svörum við sam- eiginlegum kröfum verkalýðshreyf- ingarinnar gagnvart stjórnvöldum, sem vonast sé til að liggi fyrir í næstu viku. Viðræður á næstunni snúist að mestu um sérmál á vegum einstakra félaga. Á hann ekki von á stórum tíðindum af kjaraviðræðun- um fyrr en í janúar. Almenn kurteisi ASÍ gagnrýnir harðlega viðbrögð SA við sameiginlegum kröfum ASÍ- félaganna um að samþykkt ILO um rökstuddar uppsagnir verði innleidd hér á landi. Túlkun SA á kröfunum séu útúrsnúningar. „ASÍ hefur ekki lagt til neinar breytingar á núver- andi löggjöf um hvað teljast vera ólögmætar uppsagnir. ASÍ hefur ekki lagt til neinar breytingar á rétti atvinnurekanda til að segja launa- fólki upp störfum. ASÍ hefur heldur ekki lagt til neinar breytingar á sam- skiptum atvinnurekenda og launa- fólks í aðdraganda hugsanlegra upp- sagna. Að halda öðru fram er ókurteisi,“ segir í yfirlýsingu ASÍ. Viðræður á fulla ferð upp úr áramótum? HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað Sel- tjarnarneskaupstað af skaðabóta- kröfu konu sem vikið var úr skóla í sveitarfélaginu og síðan neitað um skólavist vegna fötlunar og sjúk- dóma. Segir Hæstiréttur m.a., að foreldrar konunnar hafi ekki átt for- takslausan rétt á að konan nyti að- gangs að almennum grunnskóla í heimabyggð. Konan er fædd 1985 og hóf nám í skóla á Seltjarnarnesi árið 1991 og stundaði grunnskólanám í sveitarfé- laginu til ársins 2000. Konan höfðaði skaðabótamál gegn Seltjarnarneskaupstað og taldi sig hafa sætt alvarlegu og viðvarandi einelti af hálfu skólayfirvalda í bæn- um. Einkum vísaði hún til tímabund- innar brottvísunar úr Valhúsaskóla snemma árs 2000, synjunar skólans um að veita henni skólavist í ágúst sama ár og tilkynningar skólaskrif- stofu Seltjarnarnesbæjar í október það ár um að skólinn gæti ekki veitt henni viðtöku. Hæstiréttur segir að gögn málsins sýni að um langt skeið hafi ríkt grundvallarágreiningur milli stjórn- enda grunnskóla Seltjarnarness og sérfræðinga á þeirra vegum annars vegar og foreldra konunnar hins vegar um tilhögun kennslu hennar. Skólayfirvöld töldu ekki unnt að veita konunni kennslu við hæfi í heimaskóla sökum mikillar fötlunar og að hag hennar væri betur borgið í sérskóla. Foreldrarnir töldu samt að dóttir þeirra ætti ótvíræðan rétt á að stunda nám í almennum grunnskóla og þau gætu ein sem forráðamenn hennar tekið ákvörðun um hvort sótt yrði um vist í sérskóla. Hæstiréttur segir að þrátt fyrir meginregluna í lögum um grunn- skóla um að nám fatlaðra nemanda fari fram í heimaskóla sé ljóst af at- hugasemdum með frumvarpi til grunnskólalaga að fötlun nemanda kunni að vera slík að hann geti ekki stundað nám í almennum grunn- skóla. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Árni Kolbeinsson, Markús Sig- urbjörnsson og Ólafur Börkur Þor- valdsson. Átti ekki rétt á skólavist Fötluð kona tapar bótamáli í Hæstarétti www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Björgum mannslífum! • Ávallt tilbúið til notkunar • Einfalt og öruggt • Einn aðgerðarhnappur • Lithium rafhlaða • Íslenskt tal PRIMEDIC hjartastuðtæki

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.