Morgunblaðið - 15.12.2007, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 15.12.2007, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2007 27 LANDIÐ Eftir Jón Sigurðsson Blönduós | Viðbygging við leik- skólann Barnabæ á Blönduósi var tekin í notkun við athöfn á dög- unum, að viðstöddu fjölmenni. Fyrir tæpu ári var skrifað undir samninga við trésmiðjuna Stíg- anda á Blönduósi um stækkunina og hófust framkvæmdir í byrjun janúar á þessu ári. Nýi bæj- arstjórinn á Blönduósi, Arnar Þór Sævarsson, flutt stutt ávarp við opnunina og fagnaði fram- kvæmdalokum og hrósaði starfinu sem fer þarna fram. Jóhanna Jónasdóttir leikskóla- stjóri sagði að þegar hún hóf störf við leikskólann fyrir 15 árum hefði verið 77 börn í skólanum sem skiptust fyrir og eftir hádegi en núna væru börnin 68. Með til- komu þessar viðbyggingar, sem er 186 fermetrar og stækkar skól- ann um 40%, breytist öll aðstaða til batnaðar. Í nýja hlutanum er gott eldhús og aðstaða fyrir tvær deildir sem halda utan um yngstu börnin, jafnframt því að þar er aðstaða fyrir starfsfólk. Núna er rými fyrir um 66 börn til heils- dagsvistunar þannig að engir bið- listar eftir leikskólaplássi eru á Blönduósi. Eins og fyrr greinir var fjöl- menni á opnunarhátíðinni, leik- skólanum bárust gjafir í tilefni stækkunarinnar, leikskólabörnin skemmtu viðstöddum með söng og gestir þáðu veitingar. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Opnað Börnin á leikskólanum sungu þegar viðbótin var tekin í notkun. Húsnæði leikskólans stækkar um 40% Eftir Örn Þórarinsson Skagafjörður | ,,Þessi bók er búin að vera þrjú ár í meðgöngu. Þetta fjórða bindi af Byggðasögu Skaga- fjarðar er reyndar eins og tvær væn- ar bækur að stærð,“ sagði Hjalti Pálsson ritstjóri þegar hann kynnti fjórða bindið af Byggðasögu Skaga- fjarðar. Bókin fjallar um Akrahrepp og í tilefni af útkomu hennar var haldinn fagnaður í samkomuhúsi sveitarinnar fyrir skömmu. Bókin er 576 blaðsíður og í henni eru yfir 800 ljósmyndir, teikningar og kort. Bókin er með sama sniði og fyrri bækur af Byggðasögunni. En verkið er samið með talsvert öðrum aðferðum en kannski tíðkast ann- arsstaðar. „Þessi byggðasaga er mjög sér á parti. Hér er verið að feta algerlega nýja braut í ritun byggða- sögu og mér er til efs að það verði gert sambærilegt verk aftur. Bæði vegna þess að þetta er gríðarlega tímafrekt verk og kostnaðarsamt og svo er önnur ástæða sem vegur þyngra að þetta byggist að verulegu leyti á vettvangsferðum og viðtölum við fólk. Bæði ábúendur jarða og einnig burtflutta en við lifum á þeim tíma að sú kynslóð sem er að taka við er ekki nándar nærri eins tengd landinu sínu og sú kynslóð sem nú er óðum að hverfa,“ sagði Hjalti. „Fögnum og verum glaðir með Hjalta“ var fyrirsögn samkomunnar sem hreppsnefnd Akrahrepps stóð fyrir. Auk þess að fjalla um bókina og efni hennar var boðið uppá kór- söng, ljóðalestur og hljóðfæraleik auk þess sem formaður útgáfu- nefndar, Bjarni Maronsson, flutti ávarp. Auk Hjalta lásu upp úr bókinni Sigríður Garðarsdóttir í Miðhúsum og Agnar H. Gunnarsson oddviti. Á milli voru svo skemmtiatriði. Jón Gíslason í Miðhúsum og Kristín Halla Bergsdóttir á Grænumýri léku saman á harmónikku og fiðlu og vakti flutningur þeirra verðskuldaða hrifningu. Einnig söng Kammerkór Skagafjarðar nokkur lög undir stjórn Jóhönnu Marinar Ósk- arsdóttur. Samkomunni lauk svo með að Sigurður Hansen, skáld í Kringlumýri, las upp nokkur ljóð. Í þessari nýútkomnu bók er alls fjallað um 96 býli í Akrahreppi. Er fjallað um hverja einustu jörð sem hefur einhverntímann verið í ábúð á árabilinu 1781 til 2007 í texta og myndmáli. Gefin er lýsing á jörðinni, getið bygginga og birt tafla yfir fólk, áhöfn og eignarhald á tímabilinu 1703 til 2000. Þá er lýst öllum forn- býlum og seljum sem tengjast ein- stökum jörðum. Einnig er ítarlegur kafli um forna byggð í Austurdal. Morgunblaðið/Örn Þórarinsson Saga Agnar Gunnarsson oddviti og Hjalti Pálsson ritstjóri fagna. Sagan skrifuð eftir vettvangsferðir og viðtöl             !   """! !  Hr ing br ot    8*(  ! !,9 " (" :4 :98;
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.