Morgunblaðið - 08.02.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.02.2008, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Landssamband sjálfstæðiskvenna stendur fyrir laugardagsfundi á Hótel KEA Akureyri, 9. febrúar kl. 15.00. Fundarstjóri: Katrín Helga Hallgrímsdóttir varaformaður Landssambands sjálfstæðiskvenna Sjálfstæðiskonur á ferð um landið - konur og nýir möguleikar í atvinnulífinu Allir velkomnir! Umræður úr sal að lokinni framsögu Fundarsetning: Drífa Hjartardóttir formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna Með framsögu verða: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra Arnbjörg Sveinsdóttir alþingismaður Ólöf Nordal alþingismaður Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri Akureyrar Elín Margrét Hallgrímsdóttir bæjarfulltrúi á Akureyri Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt olíu- félögin þrjú, Ker, Skeljung og Olís, til að greiða Reykjavíkurborg tæpar 73 milljónir króna í bætur vegna tjóns, sem borgin varð fyrir vegna ólög- mæts samráðs olíufélaganna. Þá dæmdi Hæstiréttur olíufélögin til að greiða Strætó bs. tæpar sex milljónir í bætur. Málið sem Reykjavíkurborg höfð- aði var vegna útboða á olíuvörum fyr- ir Strætisvagna Reykjavíkur og Véla- miðstöð Reykjavíkurborgar á árunum 1993, 1996 og 2001. Var til- boði Skeljungs tekið í útboðum 1993 og 1996 en tilboði Olís í útboði 2001. Samkeppnisstofnun komst m.a. að þeirri niðurstöðu á sínum tíma, að ol- íufélögin þrjú hefðu með aðgerðum sínum haft samráð meðal annars um útboðsverð til Reykjavíkurborgar og auk þess stýrt sameiginlega viðskipt- unum til Skeljungs og síðan skipt á milli sín framlegð af þeim. Hafi þessi hegðun þeirra falið í sér ólögmætt Hæstiréttur sagði sýnt, að olíufé- lögin hefðu samið af nákvæmni um hvað Reykjavíkurborg yrði boðið af hendi hvers þeirra og að sá sem lægst bauð myndi greiða hinum tiltekna fjárhæð fyrir hvern lítra af eldsneyti, sem borgin keypti. Olíufélögin hefðu ekkert fært fram í málinu, sem staðið gæti í vegi fyrir þeirri ályktun, að til- gangur þessa alls hafi verið að halda viðskiptum Reykjavíkurborgar hjá Skeljungi gegn verði sem ekki hefði staðist boð Kers og Olís, ef reglur samkeppnislaga hefðu verið virtar. Þá hefðu olíufélögin heldur ekkert fært fram til stuðnings því að slíkur ágóði hefði ekki hlotist af þessu í reynd. Sá ágóði hefði ekki verið ekki sóttur úr hendi annarra en Reykja- víkurborgar. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Árni Kolbeinsson, Garðar Gísla- son, Gunnlaugur Claessen, Ingibjörg Benediktsdóttir og Markús Sigur- björnsson. samráð og brotið gegn samkeppnis- lögum. Olíufélögin viðurkenndu í málatil- búnaði sínum að þau hefðu með sam- ráði við þetta útboð brotið gegn 10. gr. þágildandi samkeppnislaga en töldu ósannað að Reykjavíkurborg hefði orðið fyrir tjóni vegna þessa. Ker, Olís og Skeljungur greiði borginni 73 milljónir Í HNOTSKURN »Í útboðslýsingu Reykjavík-urborgar frá 1996 sagði að áætlað árlegt magn sem keypt yrði væri 4 milljónir lítra af gas- olíu, 250 þúsund lítrar af bensíni og 8 þúsund lítrar af steinolíu. Eldsneytið átti að nota fyrir Strætisvagna Reykjavíkur, Mal- bikunarstöð Reykjavíkur og Vélamiðstöð Reykjavíkurborgar. »Olíufélögin þrjú sendu öll inntilboð og átti Skeljungur hf. lægsta tilboðið. Samdi Reykja- víkurborg við lægstbjóðanda. FRÉTTASKÝRING Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is TIL hafði staðið hjá Svandísi Svavarsdóttur, formanni stýrihópsins, að kynna niðurstöðu stýrihópsins á fimmtudag í síðustu viku. En sjálfstæðismenn kröfðust þess að fá að koma að lokaniðurstöðunni, enda höfðu þeir ekki lesið þau drög, þó að „punktað hefði verið niður eftir þeim á einum fundi“. Úr varð að Svandís kaus heldur að ná samstöðu allra flokka en að leggja fram skýrslu, þar sem menn „næðu saman um eina blaðsíðu, en skiluðu fimm sérálitum“, eins og einn viðmælenda orðaði það. Niðurstaðan er því málamiðlun og skýrslan markast af því. Þar kom fátt fram um atburða- rásina sem ekki hafði komið fram áður. Einn hafði á orði að skýrslan væri ekki síður merki- leg fyrir „það sem stæði ekki í henni, en það sem stæði í henni“. Víst er að orðalag var mild- að frá fyrri drögum, enda „hugsuðu allir um sig og sína menn“. Bent er á orðalagið að „farsælla hefði verið að borgarstjóri hefði sótt sér umboð borgarráðs“. Það þurfi engan kjarneðlisfræðing til að átta sig á því að sjálfstæðismenn hafi komið að þeirri framsetningu. Það sama eigi við um orðalagið: „Umboð stjórnar REI [er] á reiki að mati hóps- ins“. Ljóst sé að framsóknarmenn standi á bak við það. Ein mikilvægasta niðurstaða hópsins í augum Vinstri grænna var sú að fyrirtæki í almanna- þjónustu sem rekin eru fyrir almannafé eigi að lúta almennum reglum um opinbera stjórn- sýslu. Á fyrri stigum var raunar inni í nið- urstöðum hópsins að slá hlutafélagavæðingu OR út af borðinu, eins og stjórn OR lagði til í ágúst síðastliðnum, en sjálfstæðismenn „vildu ekki segja það fullum fetum“. Yfirmenn OR sæti ábyrgð Svo virðist sem borgarfulltrúar í öllum flokk- um sem standa að stýrihópnum, ef Framsókn er undanskilin, séu fylgjandi því að yfirmenn Orkuveitunnar sæti ábyrgð. Í því sambandi er einkum talað um Hjörleif B. Kvaran, forstjóra OR, og Guðmund Þóroddsson, forstjóra REI, sem er í leyfi frá störfum sem forstjóri OR. Eindreginn vilji virðist til þess innan meiri- hlutans að þeir víki, enda lýsti Ólafur F. Magn- ússon því yfir við fréttamenn í gær að þar ætti að taka upp „algjörlega nýja stjórnarhætti“ og að hann efaðist ekki um að einhver myndi axla ábyrgð vegna REI-málsins. Þessi ummæli fóru ekki framhjá borgarfulltrúum minnihlutans og sagði einn þeirra: „Ég áttaði mig ekki á því að þau væru komin svona langt með að reka fólk.“ Í skýrslunni eru atriði sem eru til þess fallin að rökstyðja slíka ákvörðun, meðal annars um- mæli um trúnaðarbrest milli borgarfulltrúa og yfirmanna Orkuveitunnar, um óljóst umboð þeirra og valdmörk, að þeir hafi glatað trausti, legið á upplýsingum og ekki sagt borgarfull- trúum frá því þegar þeir högnuðust persónu- lega. „Miklar vísbendingar eru í skýrslunni um breytingar innan OR og ef stjórnarformaður OR vill láta til sín taka er hann með gott tæki í höndunum.“ 100 milljónir Í tilvikinu þar sem vitnað er í persónulegan hagnað stjórnenda REI er meðal annars litið til fundar yfirmanna OR með minnihlutanum að morgni 3. október, daginn sem samruninn var samþykktur í stjórn OR. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu spurði Sigrún Elsa Smáradóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, hvernig stæði á því að starfsmenn bæru úr být- um 5%, en það hafði staðið á einni glærunni. Það hlyti að vera alltof há upphæð fyrir al- menna starfsmenn. Yfirmennirnir urðu vandræðalegir, sam- kvæmt heimildum, og sögðu að þetta væru líka tryggðarsamningar við jarðfræðinga. Sigrún Elsa spurði hve margir þeir væru. Þrír, var svarið. Upp á hve mikið? 10 milljónir. Þá sagði Sigrún Elsa að það gengi ekki heldur upp. Þá var líka sagt að lykilstarfsmenn fengju að kaupa. Og Guðmundur Þóroddsson „stundi upp“ að við bættist það sem hann ætlaði að kaupa. Hvað er það mikið? „100 milljónir,“ svaraði hann. Þá heimtaði minnihlutinn að sjá lista yfir lykilstarfsmennina, og kom í ljós að öll yfirstjórn OR var þar inni. Um leið vaknaði sú spurning hvort eðlilegt teldist að REI gerði tryggðarsamninga við yfirstjórn OR, sem væri ráðgefandi stjórn OR, m.a. um að setja meiri fjármuni í REI. Hjörleifur B. Kvaran fór þá út af fundinum, kom síðan inn aftur, sagði að hann hefði talað við sitt fólk hjá OR og að það færi út af listanum. Ekki var greint frá þessu á fundi með borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins síðar um daginn. „Það að menn taki ekki fram að þeir hagnist verulega persónulega myndi vera næg ástæða til brottvikningar í hverju einasta fyrirtæki, hvað þá opinberu fyrirtæki,“ segir borgarfull- trúi. En minnihlutinn lítur svo á að erfitt sé að réttlæta að láta yfirmenn OR axla ábyrgð ef það „gerist undir fána Vilhjálms“. Einn heim- ildarmaður sagði: „Þá veltir maður fyrir sér hver glæpur Guðmundar og Hjörleifs er, ef Vil- hjálmur á aftur að verða borgarstjóri. Þá mun verða hamagangur á Hóli.“ Annar sagði: „Ef byrjað er á einum, þá veit ég ekki hvar það end- ar.“ „Það væri hræsni,“ sagði þriðji. Högg á meirihlutann? Í viðtali við fréttamenn í gær varð Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, annar borgarfulltrúinn í REI- málinu, meyr, en áður gerðist það hjá Birni Inga Hrafnssyni á fundi framsóknarmanna. Sagan endurtekur sig. Og leitt er líkum að því að fyrri drög að skýrslunni, sem sjálfstæð- ismenn höfðu ekki samþykkt, en var lekið til fjölmiðla, hafi átt að koma höggi á meirihlut- ann, meðal annars á þeim forsendum að Vil- hjálmur kæmi verr út þar en í endanlegri skýrslu. Sjálfstæðismenn líta svo á skýrslan hafi ekki aðeins verið pólitísk málamiðlun, heldur einnig lögfræðileg. Þrjú lögfræðiálit koma fram í skýrslunni og ekki eru öll á einu máli um um- boðsleysi Vilhjálms. Vitnað er til þess að borg- arlögmaður segi Vilhjálm hafa haft umboð og Lára V. Júlíusdóttir hafi ekki tekið eindregna afstöðu til þess, þó að hún segi vinnubrögð hans ekki lýðræðisleg. Einnig má heyra að margir lögfræðingar hafi komið á fund stýrihópsins og þar hafi verið skiptar skoðanir á því hvort Vil- hjálmur hafi haft umboð, einnig á umboði stjórnar REI, sem Björn Ingi Hrafnsson átti sæti í, og loks æðstu stjórnenda Orkuveitunnar. En það má segja að Björn Ingi Hrafnsson kom- ist vel frá skýrslunni, enda kastljósið ekki á honum lengur. Á það er þó bent að sumir lög- fræðingar sem komið hafi fyrir stýrihópinn hafi staðið á því fastar en fótunum að stjórn REI hafi brotið lög með því að fara fram án umboðs. Innan Framsóknar er það viðhorf uppi að nú hafi þessum kafla verið lokað, stórum álita- málum svarað og að stefnumótun verði vísað til stjórnar OR. Þar voru menn „hugsi“ yfir um- mælum Ólafs F. Magnússonar og fannst hann þurfa að skýra sín orð betur. Álits umboðsmanns beðið Í starfi stýrihópsins var á sínum tíma kallað eftir svörum frá umboðsmanni um hvað hann hygðist fyrir, en hann svaraði bréflega að hann biði eftir svörum frá stýrihópnum. Í þeim svörum sem umboðsmanni Alþingis bárust frá borgarlögmanni á sínum tíma var boðað að hann fengi frekari svör þegar niður- staða stýrihópsins lægi fyrir. Ekki er ólíklegt að umboðsmaður gangi núna eftir þeim svörum. Hann taki málið svo til frekari athugunar eða úrvinnslu eða óski frekari upplýsinga. Í því samhengi er athyglisverð sú gagnrýni sem sett er fram á borgarlögmann í skýrslu stýrihópsins, en hann hafi svarað spurningum sem beint var til borgarfulltrúa án þess að bera það undir þá. Og settar eru gæsalappir utan um að hann hafi svarað „fyrir hönd Reykjavík- urborgar“. Enda er misræmi í svörum hans og skýrslu borgarfulltrúanna, meðal annars um hvort líta beri svo á að OR heyri undir opinber- an rétt eða einkarétt. Spurningin sem eftir stendur er sú hvort Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson standi af sér orrahríð- ina og taki aftur við embætti borgarstjóra. Borgarfulltrúar sem talað var við töldu að REI- skýrslan breytti engu í þeim efnum. „Ég held að hann sé ekki að fara neitt.“ Og ljóst er að ein- hugur ríkir um það meðal sjálfstæðismanna, sem telja mikilvægt að hafa lokið við skýrsluna og að Vilhjálmur hafi þegar axlað ábyrgð, við- urkennt mistök sín og að auki misst borgar- stjórastólinn. Ef til vill býr að baki, að þeim sé ekki stætt á frekari innanflokksátökum. En bú- ist er við að það verði prófsteinn á Vilhjálm ef umboðsmaður Alþingis úrskurðar í málinu. Víst er að umboðsmaður fer sér að engu óðslega í þeim efnum, stígur heldur fastar til jarðar, og þær spurningar sem hann bar fram að eigin frumkvæði bera með sér að hann horfir gagn- rýnum augum á atburðarásina í REI-málinu. Stendur Vilhjálmur af sér orrahríðina vegna REI? Árvakur/Brynjar Gauti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.