Morgunblaðið - 08.02.2008, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2008 51
Í febrúar fyrir fjörutíu árumkomst það í heimspressuna aðBítlarnir fjórir hefðu haldið til
Indlands að nema við fótskör spek-
ingsins Maharishi Mahesh Yogi
sem lést 5. febrúar sl. Fleira frægt
fólk var með í för, til að mynda
Mike Love úr Beach Boys, Donovan
og þær Farrow-systur Mia og Pru-
dence. Ferð fjórmenninganna
fræknu og íhugunarnámið varð þó
endasleppt.
Sagan hermir að það hafi verið
Patty Boyd, þáverandi eiginkona
George Harrison, sem kveikti hjá
honum áhuga á indverskri list og
lífsspeki og hann fékk síðan félaga
sína úr Bítlunum til að koma með
sér á fund Maharishi Mahesh Yogi
á Hilton hótelinu í Lundúnum
haustið 1967. Daginn eftir héldu
Bítlarnir síðan til Wales með Mah-
arishi og með í för var Mick Jag-
ger.
Harrison var heillaður af inn-
hverfri íhugun og indverskri speki
almennt, McCartney kunni líka vel
að meta íhugunina og Lennon var
spenntur fyrir fræðunum almennt,
en Ringo Starr leist ekki á blikuna
en lét til leiðast fyrir George vin
sinn.
Ekki voru þeir lengi í Wales þvídaginn eftir komuna þangað
fréttu þeim af láti Brians Epsteins
umboðsmanns síns og sneru því aft-
ur til Lundúna. Þeir tóku þó þráð-
inn upp aftur í febrúar 1968 eins og
nefnt var.
Ferð Bítlanna til Indlands þótti
mikil tíðindi og varð Maharishi Ma-
hesh Yogi mikil lyftistöng, svo mik-
il lyftistöng að menn segja að
stærstan hluta velgengni hans
framan af megi skrifa á sambandið
við Bítlana, enda nýtti hann sér það
út í æsar og með góðum árangri.
Liður í kenningakerfi Maharishi
Mahesh Yogi var skírlífi og meðal
annars státaði hann af því að
leggja ekki lag sitt við konur. Það
kom því Miu Farrow nokkuð á
óvart þegar Maharishi tók utan um
hana þar sem þau voru við íhugun
tvö ein og fór svo að hún komst
undan við illan leik. Bítlarnir og fé-
lagar þeirra tóku þessu illa og eins
og Lenon rakti söguna stormuðu
þeir að hitta Maharishi. Lennon
lýsir atburðarásinni svo:
„Það var uppistand vegna þess
að hann hafði reynt að nauðga Miu
Farrow og nokkrum öðrum konum
og fleira svoleiðis.
Við æddum öll að kofanum hans.
Ég var talsmaðurinn, eins og vana-
lega, og sagði: „Við erum farin!“
Hann spurði af hverju og ég
svaraði að fyrst hann væri í svo
miklu alheimssambandi hlyti hann
að vita ástæðuna, enda voru hann
og aðstoðarmenn hans alltaf að
gefa í skyn að hann gæti gert
kraftaverk.
Hann horfði á mig með mann-
drápsaugnaráði.“
Þessi lýsing Lennons birtistlöngu eftir uppákomuna, enda
var það þegjandi samkomulag
manna að tala sem minnst um
þessa Indlandsferð, enda fannst
Bítlunum sem þeir hefðu verið illa
sviknir. Þeir komu þó ekki tón-
hentir úr ferðinni, flestir notuðu
þeir innhverfa íhugun áfram og svo
sömdu þeir lungann af hvítaalbúm-
inu í Indlandi. Eitt af þeim lögum
var reyndar samið um Maharishi
Mahesh Yogi, hét fyrst Maharishi
en fékk síðan nafnið Sexy Sadie, en
í því lagi fær Maharishi heldur en
ekki til tevatnsins.
Þess ber að geta að lærisveinar
Maharishi hafa dregið þessa frá-
sögn Lennons í efa og einn af
þekktustu stuðningsmönnum hans,
Deepak Chopra, hefur haldið því
fram að Maharishi hafi rekið Bítl-
ana fyrir það að vera sífellt að
reykja hass og neyta LSD, en
Chopra gekk Maharishi á hönd
tuttugu árum eftir Indlandsferðina
alræmdu.
Þess má svo geta að lokum að sl.
mánudag sendi bandaríska geim-
ferðastofnunin Lennon-lagið „Ac-
ross the Universe“ í átt að stjörn-
unni Polaris sem er 431 ljósár frá
jörðu. Í texta lagsins er línan „Jai
guru deva“ margendurtekin, en
henni má snara sem „sigur Guru
Dev“. Guru Dev var lærimeistari
Maharishi Mahesh Yogi.
Sigur Guru Dev
AF LISTUM
Árni Matthíasson
»Eitt af þeim lögumvar reyndar samið
um Maharishi Mahesh
Yogi, hét fyrst „Mah-
arishi“ en fékk síðan
nafnið „Sexy Sadie“, en
í því lagi fær Maharishi
heldur en ekki til
tevatnsins.
© Nancy Cooke de Herrera/Corbis
Andans fólk Frá vinstri: Patty Harrison, Nancy Cooke de Herrera, John Lennon, Paul McCartney, Maharishi Ma-
hesh Yogi, George Harrison, Johnny Farrow, Mia Farrow, Donovan Leitch, Jane Asher og Cynthia Lennon.
arnim@mbl.is
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
„ÞETTA gekk hreint út sagt alveg ótrúlega
vel,“ segir Einar Egilsson, liðsmaður hljóm-
sveitarinnar Steed Lord, sem kom heim frá
Mexíkó á mánudaginn. Þar spilaði sveitin á
tvennum tónleikum, fyrst í borginni Guadalaj-
ara og svo í sjálfri Mexíkóborg. „Mexíkó kom
okkur mikið á óvart því við vissum ekkert við
hverju við ættum að búast. Við vorum alveg
búin að búa okkur undir að fá matareitrun á
öðrum degi,“ segir Einar og hlær.
Steed Lord var boðið að spila á kynning-
artónleikum fyrir tónlistarhátíðina MX Beat
Festival sem stendur nú yfir um allt landið, en
á meðal þeirra sem koma fram á hátíðinni eru
M.I.A., The Hives, Chromeo og LCD
Soundsystem.
Út um allan heim
„Þetta voru kynningartónleikar þannig að
allir blaðamenn voru mættir, auk aðdáenda.
Húsið tók þúsund manns og það var gjör-
samlega stappað, það lá við að fólk þyrfti að
hanga í svölunum. Þetta er líka einn flottasti
staður sem við höfum spilað á, það var eins og
við værum á Hawaii því það var sandbar
þarna, en svo var þetta um leið einn tækni-
væddasti klúbbur sem ég hef séð sem er fynd-
in blanda. En þetta var gjörsamlega geggjað,“
segir Einar og bætir því við að fólk hafi þekkt
tónlist sveitarinnar vel. „Við eigum greinilega
mikið af aðdáendum þarna og það var mjög
gaman að finna fyrir því. Fólk söng með lög-
unum okkar, sem var alveg ótrúlegt, og svo
var mjög gaman að sjá mexíkóska aðdáendur í
bolunum sem við hönnuðum fyrir H&M.“
Í kjölfarið á tónleikunum í Guadalajara var
Steed Lord svo boðið að spila á á nýjum klúbbi
í Mexíkóborg, klúbbi sem rúmar um 500
manns. „Það var alveg geggjað partí og ekkert
síðra en hitt, troðfullt hús og frábær stemn-
ing,“ segir Einar um þá tónleika.
Hljómsveitarmeðlimir komu hingað til lands
á mánudaginn, en gátu þó ekki stoppað lengi
því í kvöld heldur Steed Lord tónleika á Paris
Social Club í París, og svo á Hoxton Square
Bar í Lundúnum á sunnudaginn.
Aðspurður segir Einar að MySpace-síða
sveitarinnar hafi vissulega haft eitthvað að
segja varðandi þessar vinsældir hennar á er-
lendri grundu. „MySpace er okkar heimasíða
og þar sækir fólk í okkur, hvort sem um er að
ræða tónleikahaldara, aðdáendur, tónlist-
armenn eða aðra. Þarna er allt okkar dót,“
segir hann, en ljóst er að fáir íslenskir popp-
tónlistarmenn hafa spilað í Mexíkó – líklega
ekki margir aðrir en GusGus, Björk og Sigur
Rós. „Við erum búin að vera að spila út um all-
an heim síðastliðið ár og Mexíkó var frábær
viðbót á listann. Við munum tvímælalaust spila
þarna aftur.“
Svara eftirspurninni
Steed Lord hefur ekki enn sent frá sér sína
fyrstu plötu, en að sögn Einars fer að líða að
því. „Hún er að malla, en það er náttúrlega
svolítið truflandi þegar við erum alltaf að fara
svona út. Þannig að við vinnum plötuna mikið á
ferðinni. Við erum hins vegar búin að taka
hana upp, en núna erum við að setja upp hljóð-
ver í Hafnarfirði með Björgvini pabba hennar
Svölu og þar ætlum við að mixa plötuna,“ segir
Einar.
„Við stefnum annars að því að platan verði
tilbúin í mars. Við erum ekkert að flýta okkur,
en það er samt mikil eftirspurn og okkur lang-
ar að svara henni. Við byrjum hins vegar á því
að gefa út EP-plötu í lok febrúar, plötu sem
ber heitið Dirty Mutha.“
Gjörsamlega geggjað
Hljómsveitin Steed
Lord lék á tónleikum í
Guadalajara og Mexico
City Spilar í París og
London um helgina
Fjör Innfæddir voru ánægðir með sveitina.
Svöl Erling og Svala á sviðinu.
www.myspace.com/steedlord
Vinsæl Svala Björgvinsdóttir og Einar Egilsson í hópi aðdáenda sinna í Mexíkó.