Morgunblaðið - 08.02.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.02.2008, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is ÞAÐ er vetur og fékkst það ræki- lega staðfest í gær er ófært var víða um land vegna mikilla snjóa. Síðdegis bætti í vind og á skall mikill skaf- renningur svo varla sást út úr augum. Vegum var lokað, snjóflóð féllu og flug lá niðri fram eftir degi. Hálka, élja- gangur og snjókoma varð til þess að víða var alls ekkert ferðaveður, m.a. á Vestfjörðum, en þrjú snjóflóð féllu í Súðavíkurhlíð í gærmorgun. Jóhanna Ólöf Rúnarsdóttir, sem búsett er í Súðavík, slapp ómeidd er hún keyrði utan í fyrsta snjóflóð- ið um kl. 10.30 í gærmorgun. Hún var á leið í skólann á Ísafirði er hún sá í gegnum hríðina að snjóflóð hafði fallið á veginn. „Ég sá snjó- flóðið svo seint að ég náði ekki að stoppa bílinn nógu snemma og rann inn í það,“ segir Jóhanna. Hún seg- ist ekki hafa óttast að annað flóð félli, enda langt síðan færðin var svona slæm. „Ég var bara ofboðs- lega róleg, hafði ekki miklar áhyggjur. Hringdi á hjálp við að losa bílinn. Fannst þetta ekki alvar- legra en það.“ Innan skamms kom sjúkrabíll á staðinn og fékk Jóhanna far með honum inn á Ísafjörð. „Ég gerði mér ekki grein fyrir að það væri svona mikið að koma niður,“ segir hún en tvö önnur snjóflóð féllu á veginn skömmu síðar. „Það er eins með mig og marga aðra, ég mun bara halda áfram að fara í mína vinnu. Þetta stoppar mig ekkert af. Hins vegar myndi þetta kannski horfa öðruvísi við ef flóðið hefði lent á bílnum, þá hefði þetta haft meiri áhrif á mig.“ Hún segist hins vegar ætla að kanna færð betur í framtíð- inni áður en hún ekur Súðavík- urhlíðina. „Ég hefði samt ekkert á móti því að það kæmu þarna göng,“ segir Jóhanna. „Það er þessi vegur sem stoppar af allar eðlilegar sam- göngur. Það hlýtur að verða næsta forgangsmál að gera jarðgöng þarna á milli.“ Færð var slæm jafnt innanbæjar sem utan í gær. Fram eftir degi voru margir þjóðvegir lokaðir og lenti fólk m.a. í vandræðum á Hellisheiði og í Þrengslum. Þurfti fólk að bíða fast í bílum sínum, sumt í marga klukkutíma, þar til björgunarsveitarmenn komu því til aðstoðar. Þó nokkuð margir öku- menn ákváðu að hundsa lokun Vegagerðarinnar á Hellisheiði, sem tilkynnt var á ljósaskiltum við heið- ina snemma í gærmorgun, og sátu síðan pikkfastir í Kömbunum þar til aðstoð barst. Þá sátu á annað hundrað bílar fastir á Reykjanesi en ökumenn nutu aðstoðar björg- unarsveitarmanna við að komast leiðar sinnar. Björgunarsveitir á Suðurlandi tóku daginn snemma og voru komnar á Hellisheiðina og í Þrengslin á áttunda tímanum í gærmorgun. Höfðu sveitirnar yfir tólf sérútbúnum jeppum að ráða og á þriðja tug björgunarsveitar- manna. Byrjað var á því að ferja fólk ofan af heiðinni en síðdegis tók við að losa fasta bíla til að hægt væri að ryðja heiðina. Losa þurfti fleiri tugi bíla úr snjósköflum. Hef- ur hann áhyggjur af ákveðnu at- hæfi þegar færðin er slæm líkt og í gær. „Það sem er verst er að þó að það hafi staðið „lokað“ á upplýs- ingaskiltum Vegagerðarinnar snemma virti fólk það ekki.“ Segir hann slíka hegðun reglu frekar en undantekningu. „Það er okkar stóra vandamál í dag að fólk virðir ekki lokanir.“ Ekki dugi einu sinni að leggja björgunarsveitarbílum þvert yfir vegi, bílstjórar troði sér bara framhjá. „Fólk virðist halda að það sé bara vitleysa í okkur að það sé ófært, en kemst svo yfirleitt að raun um annað.“ Á Holtavörðuheiði lenti sements- flutningabíll útaf kl. 19:30 en ekki urðu slys á fólki. Þá ók vörubíll aft- an á jeppa og urðu minniháttar meiðsl. Þá var Grindavíkurafleggj- ara lokað í gærkvöldi og Þrengslum sömuleiðis. Hundruð bíla sátu föst  Ófært víða um land og tugir björgunarsveitarmanna að störfum  Þrjú snjóflóð féllu en kona sem ók utan í eitt þeirra slapp ómeidd  Spáð vonskuveðri í dag Árvakur/RAX Ófærð Ökumenn á stórum sem litlum bílum lentu í vandræðum í ófærðinni í gær. Vegum var lokað víða og snjóþyngsli í úthverfum voru töluverð. Jóhanna Rúnarsdóttir FRÉTTASKÝRING Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is SAMKVÆMT upplýsingum frá fjár- málaráðuneytinu er meginskýringin á því að áætlað söluverð eigna á Keflavíkurflugvelli verður lægra en upphaflega var áætlað sú að ákveðið hefur verið að ríkið beri allan kostnað af breytingum á raflögnum í húseign- unum, en sá kostnaður er áætlaður a.m.k. tveir milljarðar. Ráðuneytið reiknar með að það fái 12,8 milljarða fyrir eignirnar en formaður stjórnar Þróunarfélagsins segist reikna með að sala skili ríkinu 8-9 milljörðum. Fjármálaráðuneytið hefur upplýst fjárlaganefnd Alþingis um að óveru- legur hluti söluverðsins hafi skilað sér á síðasta ári, en í fjárlögum ársins 2007 var reiknað um 4,7 milljörðum. Ástæðan fyrir þessu er fyrst og fremst sú að meiri tíma hefur tekið að skrá eignirnar en reiknað var með. Eignirnar þarf að skrá í Landsskrá fasteigna, gefa þarf út lóðablöð og veðbókarvottorð. Þessari vinnu er fyrst að ljúka núna. Þar að auki var hluti eignanna í umsjón Nato og Þró- unarfélagið, sem sér um eignasöluna, fékk þær ekki afhentar fyrr en í þess- um mánuði. Þetta þýðir að nær öll sal- an á eignunum verður skráð á þetta fjárlagaár. Þórhallur Arason, skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu, segir að upp- haflega hafi verið gert ráð fyrir að breytingar á raflögnum í húsunum yrðu í umsjón Þróunarfélagsins og það bæri kostnað af þessum breyt- ingum. Nú hafi hins vegar verið ákveðið að seljandinn, þ.e. ríkið, sjái um þennan þátt málsins. Kostnaður- inn við þessar breytingar sé áætlaður um 2 milljarðar króna og hann drag- ist frá kaupverðinu. Það mun því verða 13,7 milljarðar en ekki 15,7 milljarðar. Til viðbótar lækkar sölu- verðið um 900 milljónir. Skýringin á þessu er, að sögn Þórhalls, að fer- metrafjöldi þeirra húseigna sem Há- skólavellir keyptu var ekki nákvæm- lega þekktur. Þegar búið var að skrá eignirnar kom í ljós að fermetrarnir voru færri en áætlað hafði verið. Rafmagnið lendir á ríkinu Magnús Gunnarsson, stjórnarfor- maður Þróunarfélagsins Keflavíkur- flugvallar, segist reikna með að nettó- söluhagnaður ríkisins af sölu eigna á varnarsvæðinu verði 8-9 milljarðar. Hann segist ekki átta sig á þeirri tölu sem fjármálaráðuneytið nefndi í bréfi til fjárlaganefndar Alþingis en þar er talað um að salan muni skila 12,8 milljörðum. Magnús segist reikna með að það fáist samtals 18-20 milljarðar fyrir eignirnar. Frá þeirri upphæð dragist kostnaður vegna mengunar á svæð- inu, lagfæringar á rafmagni og fleira. Þessi kostnaður sé áætlaður um 11 milljarðar; 3 milljarðar vegna breyt- ingar á rafmagni og 4-5 vegna um- hverfismála. Nettóhagnaður af sölu eignanna verði því 8-9 milljarðar. Magnús tók fram að hann vonaðist eftir að kostnaður yrði minni en það ætti eftir að koma í ljós. Aðspurður sagði Magnús að það hefði alla tíð legið fyrir að bæði kostn- aður vegna mengunar og kostnaður við endurbætur á rafmagni myndi falla á ríkissjóð. Ríkisendurskoðun hefur frá því í haust verið að vinna skýrslu um söl- una og er reiknað með að hún verði tilbúin síðar í þessum mánuði. Reiknar með að eignasalan skili ríkinu 8-9 milljörðum en ekki 12,8 Í HNOTSKURN »Þróunarfélagið hélt blaða-mannafund 10. desember sl. þar sem fram kom að búið væri að selja eignir fyrir 15.765 millj- ónir. »Á fundinum var dreift blaðiþar sem segir að tekjum verði ráðstafað „m.a. í rekstur svæðisins, hreinsun mengunar, vinnu við þróun og skipulag og breytingar í átt að evrópskum og íslenskum stöðlum“.  Í morgunsárið Mikill snjór féll víða um landið í fyrrinótt og þeg- ar fólk fór á stjá varð ljóst að margir myndu mæta of seint í vinnuna og skólann vegna ófærðar innanbæjar sem utan. Síðdegis skall á stormur með éljum og höfðu snjóruðningstæki ekki und- an.  Bjargvættir Tugir björg- unarsveitamanna um allt land voru við störf í gær, margir frá því snemma í gærmorgun. Þrátt fyrir ófærð gekk allt slysalaust fyrir sig í umferðinni.  Samgöngur Allar samgöngur fóru úr skorðum, innanlands- og millilandaflug lá niðri fram eftir degi. Þá sigldu hvorki Baldur né Herjólfur.  Vegir Víða á landi var heldur ekkert ferðaveður og var þjóð- vegum lokað, t.d. Hellisheiði, Þrengslum, Mosfellsheiði, Holta- vörðuheiði, Fróðárheiði, Stein- grímsfjarðarheiði, Öxnadalsheiði Möðrudalsöræfum, Vopnafjarð- arheiði, Fjarðarheiði og Odds- skarði. Tugir bíla sátu fastir í snjónum og erfitt var að ryðja leiðir af þeim sökum.  Skólar Grunnskólanemar skil- uðu sér flestir í skóla þrátt fyrir erfiða færð og leiðindaveður. Þó féll skólahald niður á Egilsstöðum.  Náttúruhamfarir Þrjú snjóflóð féllu í Súðavíkurhlíð fyrir hádegi í gær. Einn bíll lenti utan í fyrsta flóðinu en bílstjórinn, sem var einn á ferð, slapp við meiðsli.  Viðvörun Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vekur athygli á að Veðurstofa Íslands spáir vonskuveðri á landinu í dag og á laugardag. Húseigendum er bent á að hreinsa vel frá niðurföllum og huga að lausum munum. Þá verð- ur stórstreymt og eigendur báta á Suðvesturlandi eru beðnir að huga að þeim. Þeir sem þurfa að vera á ferðinni eru hvattir til að fylgjast vel með þróun veðurs og færðar.  Veðurspá Spáð er hægum vindi frameftir degi í dag en gert er ráð fyrir 4-9 stiga hita á landinu og talsverðu vatnsveðri. Gengur í suðaustanstorm eða rok síðdegis og í kvöld, fyrst SV-lands. Úr- komulítið norðaustantil, annars slydda eða rigning og hlýnar í veðri. Leiðinda- veðrið í hnotskurn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.