Morgunblaðið - 08.02.2008, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.02.2008, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞESSA dagana eru að berast inn um bréfalúgurnar álagningarseðlar fyrir fasteignagjöld sem virðast í hróplegu ósamræmi við fréttir sem birzt hafa í fjölmiðlum um lækkanir gjaldanna. Skemmst er að minnast þess er nýr meirihluti tók við í Reykjavík og helsta stefnumál F- listans var að lækka fasteignagjald um 5%, þ.e.a.s. lækkunin byggðist á því að fasteignaskatturinn sem átti að hækka um 11,4% hækkaði aðeins um 5,8%. Ég heyrði hvergi minnst á það að sorphirðugjaldið hækkaði um 32,5% milli ára. Eflaust er það svo að laun þeirra sem sjá um sorp- hirðuna hafa hækkað svo mikið að nauðsyn- legt var að hækka gjaldið. Miklar hækkanir í Reykjavík Hækkunin í Reykja- vík varð því „aðeins“ liðlega 12% í stað 15%. Hvaða rök eru fyrir því að hækka fast- eignagjöldin svona mikið árlega? Ég held að enginn bæjar- eða borgarfulltrúi á landinu hafi áttað sig á hvað er að gerast. Nú er svo komið að fast- eignagjöldin eru orðin baggi á öllum láglauna- og meðalfjölskyldum. Í frétt í Morgunblaðinu 24. janúar sl. kom fram að íbúðareigendur í Reykjavík sem eiga 140 fm húsnæði og 20 fm bílskúr greiða liðlega 150 þúsund kr. í fasteignagjöld og dæm- ið er miklu verra í minni heima- byggð, Reykjanesbæ. Við hjónin bú- um í 116 fermetra raðhúsi og bílskúrinn hjá okkur er 24 fm. Á þessu ári greiðum við 185 þúsund krónur fyrir okkar eign en fyrir sex árum, þ.e. árið 2002, greiddum við liðlega 99 þúsund krónur. Með sama áframhaldi tvöfaldast gjöldin á sjö árum. Engu virðist skipta hvort hægri- eða vinstrimenn eiga í hlut eins og berlega kemur í ljós í Reykjavík. ASÍ og verðbólgan Þessar hækkanir verður að stöðva. Mín tillaga er sú að þeir að- ilar sem sitja nú og karpa um kaup og kjör snúi sér til bæjarstjórna landsins og krefjist þess að þessari þróun verði snúið við nú þegar. Bæjarstjórn- armenn geta svo aftur snúið sér til ríkisins og krafist stærri hluta kökunnar í sköttum sem lagðir eru á þjóð- ina. Ég held reyndar að svona tillaga sé ágætis hugmynd í bar- áttunni gegn verðbólg- unni sem ekkert ræðst við þessi misserin. Ef rýnt er í gjalda- seðilinn þá ber fast- eignaskatt hæst. Á mín- um seðli eru þetta 67 þúsund krónur eða svipað og á 140 fm íbúðinni í Reykjavík. Ég velti því fyrir mér fyrir hvað ég er að greiða og helsta niðurstaða mín er sú að þetta sé greiðsla fyrir að fá að eiga íbúð í bæjarfélaginu. Með augum gárunganna er auðveldara að skilja ástæðuna í Reykjavík. Þar þarf að kaupa hús við Laugaveginn fyrir hundruð milljóna og sér ekki fyrir endann á þeim ósköpum. Kalda vatnið og Hitaveitan Þá borga ég liðlega 41 þúsund krónur fyrir kalda vatnið úr kran- anum sem rennur beint til Hitaveitu Suðurnesja. Ég kaupi líka heita vatnið af Hitaveitunni en það er margfalt ódýrara en það kalda. Ég á erfitt með að skilja rökin fyrir því. Hins vegar veit ég að Hitaveitan er búin að kaupa upp nær allar vatns- veitur á Suðurnesjum og þeir þurfa ekki einu sinni að sækja um hækk- anir því bæjarstjórnirnar sjá um að hækka vatnið fyrir þá. Í lokin vil ég svo geta þess að fast- eignaskattarnir í Reykjanesbæ hækkuðu aðeins um 6% milli áranna 2007 og 2008. Ég vona að ástæðan sé sú að þeim hafi ofboðið hækk- anirnar sem orðið hafa undanfarin ár. Skattalækkanir/hækkanir Stefán Ólafsson lektor hefir skrif- að nokkrar greinar um skattamál þar sem hann heldur því fram að skattar á Íslandi hafi ekkert lækkað undanfarin ár. Blekið er vart þornað í penna hans þegar mætir menn með Árna Mathiesen fjármála- og Geir Hilmar Harde forsætisráð- herra í forystu lýsa því yfir að ekk- ert sé að marka Stefán. Svo mikið gengur á að fluttur er inn skatta- sérfræðingur frá Bandaríkjunum sem hælir ríkisstjórninni í hástert og telur að vart sé að finna betri stjórn peningamála á byggðu bóli. Ég velti því fyrir mér hvort sérfræð- ingurinn hafi aðeins fengið að lesa þrjár fyrstu síðurnar í bókinni. Var því lýst fyrir honum hvernig það gengur fyrir sig að við fáum nokkra hundraðkalla frá fjármálaráðherra í hægri buxnavasann en á meðan tína bæjarstjórnarmenn fimmþús- undkallana upp úr vinstri vasanum? Ystu þolmörk þanin Ég velti því fyrir mér hvort bæj- arstjórnir þessa lands séu ekki kom- in á ystu þolmörk varðandi fast- eignagjöldin. Þessa dagana reynir mjög á reykingabann sem sett var í fyrra og erum við að verða vitni að fyrsta þjóðarbrotinu að minnsta kosti á minni lífstíð, þ.e. það hefur verið gengið of langt í lagasetningu gagnvart reykingafólki. Af hverju hækka fasteignagjöld um 6%-12 eða jafnvel 15% á meðan sá sem á að greiða fær 3% launa- hækkun? Það eru engin rök að segja að fasteignamat hafi hækkað svo og svo mikið. Fasteignagjöldin hækka og hækka Arnór Ragnarsson skrifar um miklar hækkanir fasteigna- gjalda undanfarin ár » Sorphirðugjaldið hækkaði um 32,5% milli ára. Eflaust er það svo að laun þeirra sem sjá um sorphirðuna hafa hækkað svo mikið að nauðsynlegt var að hækka gjaldið. Höfundur er blaðamaður. Arnór Ragnarsson MEÐ hverjum deginum sem líð- ur verður æ erfiðara að ráða í stöðu Evrópumála á vettvangi rík- isstjórnarinnar. Misvísandi yfirlýs- ingar og gaspur einstakra ráð- herra eða talsmanna stjórnarliða í utanríkismálum ágerist heldur en hitt. Daufgerður húsbóndinn í stjórnarráðinu virðist ekki hafa nein tök á málinu. – Í umræðum á Alþingi 31. jan- úar sl. um Evrópusamrunamál tal- aði utanríkisráðherra á þá leið að krónan væri að verða að viðskipta- hindrun sem ekki yrði búandi við til framtíðar. – Viðskiptaráðherra hefur notað flest tækifæri til að tala krónuna niður, gældi reyndar framan af við einhliða upptöku evru, en telur nú að vænlegra sé að stefna beint á aðild að ESB og taka evru upp í kjölfarið. – Varaformaður Sjálfstæðisflokksins bættist svo í hópinn þegar hún talaði um að sjálfsagt væri að greiða fyrir því að fyrirtæki, þ.m.t. fjár- málafyrirtæki og ekki síst bankarnir sem hún taldi vera í far- arbroddi þessarar þróunar, fengju að gera upp í evrum. Þau ummæli eru einkar athyglisverð í ljósi þess að fjár- málaráðherra hefur nú til meðferðar kæru Kaupþings á þá nið- urstöðu ársreikninga- nefndar að meina bankanum að gera upp í evrum. Var engu líkara en að varaformaður Sjálf- stæðisflokksins væri að senda fjár- málaráðherra leið- sögn, gegnum ræðu- stólinn í Valhöll. – Í Fréttablaðinu sl. sunnudag er svo haft eftir Bjarna Bene- diktssyni, formanni utanríkismálanefndar, að end- urteknar yfirlýsingar Samfylking- arfólks um Evrópumál veki orðið efasemdir á alþjóðavettvangi um stefnu Íslands í málaflokknum. Tal þeirra skapi m.a. óvissu í Brussel. Þrátefli í stjórnarherbúðunum Hvað fram fer á bak við tjöldin í stjórnarherbúðunum er að sjálf- sögðu ekki á færi undirritaðs að upplýsa. Þó má geta sér þess til að einhverjar ástæður liggi að baki því að hin nýja Evrópunefnd, sem nú á að skipa, verður tvíhöfða þurs. Nefndin skal vera undir for- ystu sambandssinnans Ágústs Ólafs Ágústssonar, varaformanns Samfylkingarinnar, annars vegar og Illuga Gunnarssonar hins vegar sem hefur verið einn helsti tals- maður sjálfstæðrar Evrópustefnu innan Sjálfstæðisflokksins. Tví- höfðun nefndarinnar, sem á að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið í nefnd Björns Bjarnasonar, er til staðfestingar því þrátefli sem greinilega ríkir í ríkisstjórninni um málið. Samkvæmt stjórnarsáttmálanum er ekki gert ráð fyrir breytingum á stöðu Íslands gagnvart ESB á kjörtímabilinu. Allt er þetta tal, yf- irlýsingar og blaður út og suður því sett fram í skugganum af því að formleg staða mála er óbreytt ástand a.m.k. fram yfir alþing- iskosningar 2011. Einhverjir kunna því að segja að ekki sé mikill skaði skeður þó að einstaka ráðherra og talsmenn stjórnarflokkanna tali út og suður. Hin formlega stefna liggi fyrir og hún sé óbreytt ástand. En er það nú endilega svo? Ef allt tal um einhliða upptöku evru er óraunhæft þá er fram undan margra ára tímabil þar sem við búum við krónuna sem okkar gjaldmiðil. Til hvers þá allar þess- ar trúarjátningar evrunni, til hvers tal sem grefur undan krónunni? Krónan blóraböggull, ekki frumorsök vandans Hengjum ekki bakara fyrir smið. Kennum ekki krónunni um hluti sem alls ekki eru á hennar ábyrgð né við hana um að sakast. Vanda- málið er klúðrið í hagstjórn, jafn- vægisleysið, verð- bólga, viðskiptahalli og svimandi háir vext- ir, stóralvarleg skulda- aukning þjóðarbúsins út á við, miklar skuld- ir atvinnulífs og heim- ila, en ekki gjaldmið- illinn sem slíkur. Er vantrú atvinnulífsins og ekki síst fjár- málaheimsins á að við óbreytt ástand verði búið til lengdar ekki fyrst og fremst van- traustsyfirlýsing á hagstjórn núverandi og fyrrverandi rík- isstjórnar? Mitt svar er jú. Þegar borið er sam- an andrúmsloftið í umræðum um þessi mál á Íslandi og í Noregi kemur í ljós sláandi munur. Í Nor- egi hefur öll umræða um Evrópumál róast niður. Andstæðingum aðildar vex fiskur um hrygg og eru nú í af- gerandi meirihluta samkvæmt end- urteknum skoð- anakönnunum. Mun- inn á stöðu Íslands og Noregs að þessu leyti og anda umræðunnar um Evrópumál er nærtækast að skýra með þeirri augljósu staðreynd að í Noregi er hagstjórn í föstum skorðum, norskur efnahagur er sterkur og Norðmönnum vegnar vel á alþjóðavettvangi í við- skiptalegu jafnt sem pólitísku til- liti. Er þá kannski, þegar öllu er á botninn hvolft, áhugi ýmissa aðila úti í þjóðfélaginu á inngöngu í ESB og fyrir upptöku evru fyrst og fremst sprottinn af vantrú á getu íslenskra ráðamanna til að stjórna málum sómasamlega? Af sama toga og áhugi ónefnds Vest- firðings á inngöngu í ESB til að losna við kvótakerfið? Er þá ekki tími til kominn að beina sjónum að ræðaranum sjálfum í staðinn fyrir að kenna árinni um? Hverju sætir að umræðan skuli ekki beinast að rótum vandans, að mistökum sem gerð hafa verið í hagstjórn og þeim erfiðleikum sem hið ofþanda stóriðju- og útrásarhagkerfi hefur leitt yfir okkur? Nú tekur að reyna á ríkisstjórn- ina og það hvort hinn værðarsækni forsætisráðherra reynist maður til að hafa stjórn á hlutunum eða hvort hann heldur áfram að horfa aðgerðalaus á óvissuna og upp- lausnina magnast. Upplausn í Evr- ópumálum hjá ríkisstjórninni Steingrímur J. Sigfússon skrif- ar um Evrópu- og efnahagsmál Steingrímur J. Sigfússon » Vandamálið er klúðrið í hagstjórn, jafn- vægisleysið, verðbólga, við- skiptahalli og svimandi háir vextir, stóral- varleg skulda- aukning þjóð- arbúsins út á við, miklar skuldir atvinnu- lífs og heim- ila … Höfundur er formaður Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs. VINNUVIST- FRÆÐI er hugtak sem virðist vera mörg- um Íslendingum fram- andi enda er vinnuvist- fræði ekki kennd sem sérstök fræðigrein hér á landi enn sem komið er. Vinnuvistfræði er fræðigrein sem fjallar um það að skilja sam- spil manns og umhverf- is. Leitast er við að samþætta kenningar, þekkingu, reynslu og aðferðir margra fræði- greina með það að markmiði að stuðla að sem bestri líðan fólks og stöðugum endurbótum. Lögð er áhersla á að móta og meta störf, verkefni, vörur, umhverfi og aðferðir til aðlögunar að þörfum og getu fólks. Orðin ergon (vinna) og nomos (lögmál) koma úr grísku og vísa til fræðigreinarinnar um vinnuna. Í vinnuvistfræði er nálg- unin kerfisbundin og heildstæð þar sem tek- ið er tillit til líkamlegra, vitsmunalegra, fé- lagslegra, skipulags- legra og annarra um- hverfisþátta. Tengist mörgum fræðigreinum Með þetta í huga má sjá að vinnuvistfræði teygir anga sína inn í margar fræðigreinar, sbr. verkfræði, upplýs- ingatækni, félagsfræði, heilbrigðisvísindi, mannauðsstjórnun, lýðheilsufræði, arki- tektúr og hönnun, svo einhverjar greinar séu nefndar. Vinnuvisfræðifélag Íslands (Vinnís) í samvinnu við nor- rænu vinnuvistfræðisamtökin NES (Nordic ergonomic society) heldur alþjóðlega ráðstefnu hér á landi 11.– 13. ágúst 2008 undir yfirskriftinni Vinnuvistfræði er lífsstíll. Ráð- stefnan er sú 40. í röðinni en þetta er einungis í annað sinn sem hún er haldin hér á landi. Ef til vill eiga fleiri erindi á ráð- stefnuna með fyrirlestur en menn hafa gert sér grein fyrir. Eftirfar- andi þemu eða umfjöllunarefni eru þessi: Mannauðsstjórnun og vellíðan Forsendur vellíðunar á vinnustað Vinnuvernd og öryggismál Áhættumat á vinnustað Samspil manns og áhættuþátta á vinnustað Líkamleg áreynsla og heilsufar Hönnun og gagnsemi hennar Líkamlegt álag Andlegt álag og streita í vinnu Hugræn vinnuvistfræði Samspil manns og tækni / tölvur Vinnuvistfræði og aldraðir Vinnuvistfræði og fatlaðir Vinnuendurhæfing Aðalfyrirlesarar verða sex, þar af tveir íslenskir; Svava Grönfeldt rekt- or Háskólans í Reykjavík og Haukur Ingi Jónsson lektor við verk- fræðideild Háskóla Íslands. Þeir er- lendu eru: prófessor David C. Caple forseti alþjóðlegu vinnuvistfræði- samtakanna (IEA), Karin Jacobs, iðjuþjálfi og prófessor við Boston há- skóla, Mikael Sallinen sálfræðingur við Brain and Work Research Cent- er í Finnlandi og Halimahtun M. Khalid, sérfræðingur í samspili manns og tækni (e. human factor en- geneering). Hún er framkvæmda- stjóri og eigandi Damai Sciences í Malasíu og Singapore. Útdráttum á að skila 15. febrúar á heimasíðunni www.nes2008.is þar sem einnig má fá frekari upplýsingar Átt þú erindi með erindi? Hildur Friðriks- dóttir skrifar um alþjóðlega vinnu- vistfræðiráðstefnu á Íslandi » Vinnuvist- fræði teygir anga sína inn í margar fræði- greinar Höfundur er félagsfræðingur og situr í stjórn Vinnís. Hildur Friðriksdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.