Morgunblaðið - 08.02.2008, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 08.02.2008, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ólöf Þórarins-dóttir fæddist í Reykjavík 20. mars 1933. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut föstu- daginn 1.febrúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Þórarinn Kjart- ansson, kaupmaður og iðnrekandi, f. í Núpskoti í Bessa- staðahreppi 25. nóvember 1893, d. í Reykjavík 26. des. 1952, og Guðrún Daníelsdóttir húsmóðir, f. í Reykjavík 26. apríl 1895, d. í Reykjavík 1. feb. 1967. Systkini Ólafar eru: Gerður, f. 22. sept. 1919; Daníel, f. 24. apríl 1921, d. 25. október 1992; Guð- finna, f. 22. júlí 1922; Kjartan, f. 17. júlí 1923, d. 18. sept. 1969; Lárus, f. 10. okt. 1924; Níels, f. 29. júní 1927, d. 19. jan. 1959, Þóra, f. 31. okt. 1929, Gunnar, f. 15. jan. 1931, d. 8. nóv. 1992; Sig- ríður, f. 5. mars 1932, d. 27. sept. 2003; Kristveig, f. 24. feb. 1936, d. 4. okt. 1954, og Þórir, f. 23. sept. 1939. Ólöf giftist 5. apríl 1952, Ólafi Hafþóri Guðjónssyni bifreið- arstjóra, f. í Reykjavík 24. des. Hafþór leikstjóri, f. 17. júní 1968, kona hans er Þuríður Edda Skúladóttir, f. 2. ágúst 1972, börn þeirra eru Yazmin Lilja Rós 7. apríl 2000 og Elsa Líf, f. 7. okt. 2006. Ólöf ólst upp á heimili foreldra sinna á Laugavegi 76 í Reykjavík. Hún lauk gagnfræðaskólaprófi frá Austurbæjarskóla árið 1948. Á sínum yngri árum aðstoðaði hún föður sinn við verslunarstörf og fleira í verslun hans að Lauga- vegi 76. Þá vann hún einnig í Þjóðleikhúsinu við miðasölu og afgreiðslustörf. Frá 7 ára aldri var hún ásamt Sigríði systur sinni í sveit á Oddgeirshólum í Flóa öll sumur allt til unglingsáranna og minntist hún tímans í sveitinni oft með mikilli ánægju. Ólöf og Ólaf- ur hófu búskap á heimili tengda- foreldra hennar á Jaðri við Sund- laugaveg. Þau byggðu síðan ásamt systrum Ólafs og fjöl- skyldum þeirra húsið að Brúna- vegi 3 – 5 og hafa búið þar alla tíð síðan. Eftir að Ólöf stofnaði fjölskyldu helgaði hún sig heim- ilisstörfum og barnauppeldi til ársins 1984, þá hóf hún störf við símavörslu fyrst hjá Stjórnarráði Íslands en síðan hjá mennta- málaráðuneytinu og var þar allt til ársins 2002. Útför Ólafar fer fram frá kirkju Óháða safnaðarins í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 15. 1932. Foreldrar hans voru Guðjón Jónsson bifreiðarstjóri, f. 10. nóv.1895 og Björg Ólafsdóttir hús- móðir, f. 5. apríl 1903. Börn Ólafar og Ólafs eru 1) Níels véltæknifræðingur, synir hans eru Haf- þór, f. 27. ágúst 1980 og Tryggvi, f. 14. maí 1983. 2) dreng- ur, f. 1958, d. 1958. 3) Björg kennari, f. 13. maí 1959, maki Magnús Magnússon, bóndi og bif- reiðarstjóri, f. 13. nóv. 1944, dótt- ir þeirra er Sigurlaug, f. 12. feb. 2003. Fyrir átti Björg með fyrri eiginmanni sínum Bjarna Jóns- syni, f. 29. júní 1958, a) Ólöfu, f. 10. júní 1982, sambýlismaður Sverrir Einarsson, f. 12.júlí 1983, börn þeirra eru Edda Björg, f. 28. júlí 2003 og Margrét Valný, f. 15. jan. 2006, b) Steinunni Þuríði, f. 10. júlí 1986, sambýlismaður Guðmundur Hákon Halldórsson, f. 18. jan. 1981, dóttir þeirra er Vildís Ásta, f. 21. nóv. 2005, og c) Margréti, f. 2. jan. 1990. 4) Daníel , f. 14. apríl 1960, börn hans eru Guðrún, f. 10. feb.1992 og Þor- björn, f. 2. feb.1994. 5) Guðjón Elsku Lóló mín, tengdamamma og vinkona, mikið er sárt að þurfa að kveðja þig en minningarnar lifa og ylja. Eftir að við fluttum heim til Íslands fyrir tæpum 3 árum hef ég verið með annan fótinn inn á Brúnó. Það var svo gott að koma við á Brúnó, fá sér kaffi- sopa, spjalla og hlæja. Léttleiki, ást og hlýja einkenndi þig. Þú og Yazmín heilsuðust alltaf með því að þú lagðir hönd þína á útidyraglerið og hún sína á móti. Hún ætlar að hengja mynd af þér í herberginu sínu svo að þú, amma, sért alltaf hjá henni. Einnig kom það oft fyrir að Elsa Lív fór í bað hjá þér og afa. Ég veit ekki hvor ykk- ar hafði meira gaman af því en þú endaðir yfirleitt rennandi blaut. Við gerðum grín að því að koma ekki í heimsókn milli fimm og sex því þá varstu að horfa á Leiðarljósið. Það var svo gaman þegar ég sá þig sein- ast, Elsa Lív var með mér og þú ljóm- aðir þegar hún skreið upp í fangið til þín. Þú varst yndisleg og góð amma. Elsku Lóló mín, þín verður sárt saknað en þú lifir ávallt áfram í hjört- um okkar Guð blessi þig Þín Edda. Þegar ég var lítil var spes að fara í heimsókn til ömmu og afa Brúnó, það var ennþá skemmtilegra að fá að gista. Þá svaf ég á milli þeirra og við amma skiptumst á að klóra hvor ann- arri á bakinu. Ég horfði lengi vel á myndina sem hangir inni í svefnher- berginu af englum og Jésúbarninu, ég var lengi að fatta að þetta væru engl- ar og er enn dáleidd þegar ég horfi á hana. Amma setti alltaf disk með kókópuffs í skál í eldhúsinu og skeið við hliðina á henni til þess að við gæt- um farið með inn í stofu á morgnana og horft á barnaefnið. Við fórum mik- ið með ömmu og afa í sund þegar við vorum litlar, þau fóru út á Nes í sund því vatnið þar var betra en í Laug- ardalnum. Þar lærði ég að synda, en var svo mikið í kafi að hún kallaði mig hafmeyju. Einu sinni keypti hún spennu með stóru rauðu hafmeyjar- blómi sem ég átti að hafa í ljósa hárinu því hún sagði að það liti svo vel út í kafi. Um jólin sátum við öll við borðið í stofunni og ég sat henni á hægri hönd, það var minn staður. Þegar kom að því að opna pakkana varð úr papp- írsflóðbylgja sem þakti stofugólfið og við veltumst um í henni. Það fannst ömmu gaman að sjá. Reyndar var hún alltaf ánægð að sjá okkur veltast um á stofugólfinu og nú þegar ég er orðin stærri, á alla kanta, skil ég ekki hvernig við gátum framkvæmt þessar kúnstir á þeim örfáu fermetrum. Ég gæti haldið endalaust áfram en ætla að reyna að hemja mig. Það sem stendur upp úr er það góða, skemmti- lega og stundum skrítna. Hjóla- skautaferð sem endaði með hand- leggsbroti, herragarðurinn í forstofunni, sólbað á altaninu (svalir), vöfflur gerðar í samlokujárninu, Ca- membert-ostur, brún sósa, tómatsósa í sinnepsflösku, kalt baðherbergis- gólf, slæður, hringar og allskonar skart í náttborðinu, spaugstofan, gamalt dót og … Ég er svo fegin að hafa hitt hana daginn áður en hún lést þar sem hún gerði grín og spjallaði um allt og ekkert. Ég sýndi henni són- armyndirnar af stráksa sem er á leið- inni. Við Sverrir kvöddum hana í fínu skapi. Það er líka gaman að sjá, nú þegar ég er farin að koma með dætur mínar tvær í heimsókn, að þær vilja leika sömu leiki og við systurnar í den, fikta í sömu myndunum, fela sig á sömu stöðunum og við gerðum. Edda Björg mun vonandi muna eftir ömmu, ég geri mitt besta til þess að sjá til þess og minna Margréti á það hver hún var og af hverju ég heiti Ólöf. Edda vissi að amma væri lasin þó hún skilji ekki dauðann og af hverju afi er leiður. Hún sagði að það væri í lagi því að það kæmi að því að þau myndu hittast aftur. „Þá getur hann kysst hana.“ Mér fannst þetta svo fal- legt og sagt í svo mikilli einlægni að það hlýtur að vera rétt. Það voru amma og afi sem kenndu mér fyrstu bænirnar og fóru með þær með mér. Ég hugsa mikið til hennar og mun gera það áfram. Guð blessi þig amma mín og veri með þér og okkur hinum sem eftir erum, sérstak- lega afa. Ó, Jesús bróðir besti og barnavinur mesti, æ, breið þú blessun þína á barnæskuna mína. Mér gott barn gef að vera og góðan ávöxt bera, en forðast allt hið illa, svo ei mér nái að spilla. (Páll Jónsson.) Ólöf Bjarnadóttir. Elsku amma mín, mig langar bara að þakka þér fyrir þann tíma sem ég átti með þér, hann mun aldrei gleym- ast. Ætla að minnast þín í örfáum orð- um. Ef ég hugsa aftur í tímann standa göngutúrarnir og sundferðirnar ótelj- andi með ykkur afa upp úr. Það var fátt skemmtilegra, og svo fylgdi ferð- inni að sjálfsögðu svali úr sjálfsalan- um og pulsa eða ís með þegar við vor- um komin upp úr. Þegar við vorum litlar var líka í tísku að fá að fara í prinsessuleik með öllum slæðunum þínum. Þá klæddi Ólöf stóra systir okkur hin upp og vafði utan um okkur skartinu þínu og slæðum, man ennþá eftir lyktinni af þeim. Þetta gerðist yf- irleitt í matarboðum og svo sýndum við öllum hvað við vorum fínar, auk þess sem við sýndum listir okkar í fimleikum. Það var svo gaman að velt- ast um á gólfinu hjá ykkur afa þar sem allt var teppalagt, og gera hús úr stofuborðinu eða öllum stólunum. Ekki var mikið sagt þótt við legðum undir okkur alla stofuna í einhverjum leik. Svo þegar matarboðin voru búin var iðulega rifist um hver fengi að gista, og ef mig minnir rétt voru oft tvær frammi í rúmi og ein uppí hjá ykkur afa. Svo enduðum við oft öll í hrúgu inni hjá ykkur, þú að klóra öll- um á bakinu og stjana við okkur, gefa okkur cocoa puffs og stilla á barna- tímann. Nóg er allavega af góðum minningum frá því í „gamla“ daga þegar ég var lítil. Svo eru aðrar sem eru ennþá mjög ferskar í minni. Við Vildís mín kíktum svo oft til ykkar þegar ég var í fæðingarorlofi eða búin snemma í skólanum, þá fórum við í bakaríið og komum með eitthvað gott. Þú hafðir svo gaman af því að sjá hana stækka og þroskast með hverri vik- unni sem leið. Við gátum spjallað um heima og geima og hneykslast á vit- lausu fólki í fréttum, en auðvitað þurfti ég að vera farin fyrir fimm því þá byrjaði Leiðarljós eða þá sitja og horfa því ekki mátti trufla á meðan á þættinum stóð. Ég sat oft með þér og þú útskýrðir fyrir mér hver væri með hverjum og svo framvegis eða þá ég lagði mig í sófanum á meðan Vildís lék sér í dótinu og reyndi við erfiða púslið. Það voru þrír bitar sem þurfti að raða og þér fannst svo fyndið hvað hún gat ráðið við erfið púsl en átti síðan svo bágt með þetta auðvelda púsl, því kallaðir þú það erfiða púslið og glottir. Vildís man alveg eftir þér þótt hún sé ekki nema tveggja ára. Síðast þegar hún kom með mér í heimsókn varst þú inni á baði þegar við komum inn, þá hljóp hún um allt og leitaði að ömmu, svo var hún svo ánægð þegar þú komst fram. Hún spyr um þig og leitar að þér þegar við förum til afa, hún vissi að þú værir veik á spítala en skilur ekki að þú sért alveg farin. Ég mun líka vera dugleg að segja henni frá þér. Elsku amma mín ég gæti skrifað endalausar minningar. En nú líður þér vel og ert engill á himninum. Því vil ég enda þetta með sálmi sem þú kenndir mér og við fórum svo oft með saman fyrir svefninn: Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Elsku afi, mamma, Gaui, Danni og Nikki, verið sterk og hugsið jákvætt. Steinunn Þuríður Bjarnadóttir. Elsku Lóló systir. Það er skrítið að kveðja litlu systur sína og að þú skulir eiga sama dán- ardag og móðir okkar, 1. febrúar, en þegar þú lést voru 41 ár síðan hún dó. Báðar fóruð þið of fljótt frá okkur og báðar bjugguð þið yfir þeim eiginleik- um að það var svo gott að vera nálægt ykkur, báðar einstaklega ljúfar og gefandi persónur. Lóló, Ólöf var tí- unda í röð tólf barna Guðrúnar Daní- elsdóttur og Þórarins Kjartanssonar en þau reistu sér veglegt hús að Laugavegi 76 og ólu þar upp börn sín. Þóttu þau djörf að ráðast í svo stóra byggingu svo langt frá miðbæ þess tíma. Það var yndislegt að eiga þig fyrir systur og alast upp með þér, njóta þeirrar kyrrðar sem fylgdi þér. Að vera nálægt þér sem barn og ung stúlka, alltaf með bros á vör, tilbúin að gefa af þér og hugsa um að öllum liði vel. Þú tókst öllu með jafnaðargeði. Uppeldisárin saman voru yndisleg á Laugavegi 76 og ég hugsa nú með söknuði til þín, Siggu og Kiddýjar, litlu systra minna sem allar eru nú farnar. Þú varst mér hjálpleg þegar ég var ung með dætur mínar og átti ég ykkur Siggu mikið að þakka þegar þið fóruð unglingarnir í móðurhlut- verkið að passa Hrefnu á meðan ég var á fæðingardeildinni að eiga Bobbu og vissi ég að hún var í góðum hönd- um. Þið Sigga eydduð mörgum sumr- um á Oddgeirshólum hjá góðu fólki sem hugsaði vel um ykkur og áttuð þið þar annað heimili. Lóló kynntist ung Haddó sínum sem hefur verið hennar góði lífsföru- nautur og voru þau mjög samrýnd. Þau eignuðust fjögur börn, Níels, Björgu, Daníel og Guðjón, myndar- börn sem fengu gott uppeldi og mikla ást frá móður sinni. Hún var mikil móðir og húsmóðir, hún var sérfræð- ingur í kökubakstri og saumaskap og var gott að geta leitað til hennar þeg- ar mikið lá við. Þegar börnin voru uppkomin hóf hún störf hjá mennta- málaráðuneytinu og vann þar eins lengi og aldur leyfði. Ég kveð þig með miklum söknuði og hugsa til Haddó, barna ykkar og barnabarna. Fyrir hönd minnar fjölskyldu bið ég góðan Guð að gefa þeim styrk. Þóra Þórarinsdóttir og fjölskylda. Elskuleg mágkona okkar er fallin frá, eftir erfið veikindi. Hún fór fyrst í aðgerð í júní 2006. Það var krabba- mein. Hún virtist hafa náð sér nokkuð vel þar til síðastliðið haust að hún veiktist aftur af hinum illvíga sjúk- dómi. Hún fór inn á spítala í byrjun desember, gekkst undir margar að- gerðir en veikindin sigruðu hana að lokum. Lóló eins og hún var alltaf kölluð, var ung aðeins sautján ára þegar hún kom inn á heimilið okkar á Jaðri. Við systur vorum mjög spenntar að sjá tilvonandi mágkonu, því okkur fannst prinsinn bróðir okkar þurfa að velja vel. Okkur er minnistætt hve grönn hún var, hún féll strax inn í hópinn og síðan hefur mikið verið brallað í gegn- um árin. Ávallt voru haldin fjölmenn barna- afmæli því fjölskyldur voru stórar bæði okkar og hennar. Jólaboðin á Jaðri, sem foreldrar okkar héldu á jóladag eru eftirminnileg, þar kom stórfjölskyldan saman en bróðir okk- ar jólabarnið er fæddur á aðfangadag. Fögnuðum við oft afmælisdeginum hans með kvöldkaffi hjá þeim hjón- um. Farið var í útilegur á sumrin og skíðaferðir á veturna. Ýmislegt kom upp á í þessum ferðum, tjöld rifnuðu, súlur brotnuðu og eitt sinn þurftum við að leita skjóls á Hótel Skógum og til að spara pening gistum við a.m.k. tíu manns í einu litlu herbergi en allt- af var glatt á hjalla. Nánd systkinanna var mikil því fjögur elstu systkinin byggðu saman hús í túnfætinum á Jaðri, Brúnaveg 3-5. Þar hafa Hædý og Hörður, Haddó og Lóló verið hvor á sinni hæð- inni í yfir 50 ár. Áður höfðu þau búið hvor í sínu herberginu í kjallaranum á Jaðri og deilt saman eldhúsi. Lóló var ávallt hress og kát, hún var fljót að vinna öll verk, sama hvort hún saumaði, bakaði eða var að þrífa. Við viljum þakka henni fyrir góða samfylgd um leið og við vottum Haf- þóri okkar dýpstu samúð því hans missir er mestur þar sem þeirra sam- fylgd hefur varað í 57 ár. Einnig vottum við börnum, tengda- börnum, barnabörnum og langömmu- börnum samúð okkar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Þínar mágkonur Ásta, Kristín, Halldóra, Hólm- fríður, Ingibjörg og makar. Lífsgöngu Lólóar móðursystur minnar er lokið. Því áttum við síst af öllu von á – núna, þrátt fyrir að hún væri að glíma við erfið veikindi. Eftir standa ótal spor og minnningar sem hrannast upp í hugann. Lóló var órjúfanlegur hluti af stórfjölskyld- unni, börnum og afkomendum ömmu Guðrúnar og afa Þórarins á Lauga- vegi 76. Hún var af þeirri kynslóð sem lík- legast hefur gengið í gegnum hvað mestar breytingar sem orðið hafa í ís- lensku samfélagi. Umrót sem seinni heimsstyrjöld hafði í för með sér, upp- bygging á marga vegu og mikið um- rót í þjóðfélaginu, jafnt fyrir unga sem gamla. Hún eins og flestir af hennar kynslóð tók þessum breyting- um sem áskorun og saman unnu þau Haddó hörðum höndum við að sjá fjölskyldunni farborða, koma sér upp húsnæði ásamt því að koma afkom- endum sínum áleiðis í lífinu, sem með sanni má segja að hafi tekist vel. Sem börn og unglingar voru Lóló og Sigga systir hennar, sem einnig er látin, sendar í sveit eins og algengt var á þeim tímum. Lóló talaði oft með ánægju um þessa veru sína í sveitinni á Oddgeirshólum. Ljóst var að sveita- störfin og samneytið við fólkið þar og landið hafði verið henni til mikillar ánægju, enda hélst sambandið við sveitina alla tíð og var fólkið þar sem hennar önnur fjölskylda. Ein fyrsta minningin um Lóló er frá því þegar hún og Haddó giftu sig – og þvílíkur brúðarkjóll – lítil 5 ára hnáta hafði aldrei áður séð annan eins dýrðar- ljóma – myndin er enn grópuð í hug- ann. Lóló var eins og hefðir stóðu til, húsmóðir – og þrátt fyrir að hún hafi unnið utan heimilis þegar börnin voru vaxin úr grasi var hún húsmóður- starfinu trú og sinnti því af mikilli al- úð og kostgæfni alla tíð. Í stórfjöl- skyldum skiptast á skin og skúrir, sorg og gleði og voru þau Lóló og Haddó samhentir þátttakendur í því. Afmæli, skírnir, fermingar, brúð- kaup, útskriftir, alltaf voru þau hjón kærkomnir gestir og þátttakendur í slíkum viðburðum og báru með sér fallegar gjafir og gleði. Í minningunni er Lóló þessi hæga, rólega frænka sem lét aðra í fjölskyldunni um að tala hátt og lengi en sat frekar hjá, kímdi og gerði góðlátlegt grín í rólegheitum. Við sem eftir lifum, fjölskyldan, ætt- ingjar og vinir erum ríkari eftir að hafa fengið að njóta þó svona lengi samvista við hana. Þrátt fyrir að náttúrulögmálið sé þannig að allt það sem lifir mun deyja, er erfitt að sætta sig við það þegar ástvinur kveður, en minninguna mun- um við bera áfram. Auður Sveinsdóttir Frá því ljúf hér lágu spor létt á þessum grundum hjartað bæði og hugur vor hvarfla þangað stundum. (Sigríður Árnadóttir frá Oddgeirshólum.) Nú hefur gangverk lífsklukku Ólaf- ar Þórarinsdóttur slegið sinn síðasta slátt. Leiðir okkar Lólóar, eins og hún var kölluð, lágu saman þegar hún og Sigga systir hennar komu að Odd- geirshólum í kringum 1939. Lóló var þá 6 ára og Sigga 7 ára, en hún lést fyrir nokkrum árum. Þá var siður að koma börnum í sveit því hernámið var í algleymingi. Sumrin á Oddgeirshólum urðu mörg og var ýmislegt brallað. Við átt- um okkur fallegt bú, kjálkar voru kýr og leggirnir hestar. Sigga var mynd- arleg, bjó til fínar kökur sem hún Ólöf Þórarinsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.