Morgunblaðið - 08.02.2008, Blaðsíða 27
vín
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2008 27
aðalfundur össurar hf. verður haldinn á grand hótel við sigtún,
reykjavík, föstudaginn 22. febrúar 2008 og hefst kl. 8:30
Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningur félagsins, ásamt skýrslu endurskoðenda, mun vera hluthöfum til sýnis viku fyrir
aðalfund á skrifstofu félagsins að Grjóthálsi 5, Reykjavík. Reikningar og önnur gögn verða einnig birt á heimasíðu félagsins sem
er www.ossur.com
Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent á fundarstað frá 8:15.
Hluthafar eru hvattir til að mæta tímanlega til að taka við fundargögnum.
Fundurinn hefst stundvíslega kl. 8:30.
Reykjavík 7. febrúar 2008
Stjórn Össurar hf.
••
á dagskra fundarins verður:
1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt grein 4.02 í samþykktum félagsins
2. Tillaga um að heimila stjórn að kaupa eigin bréf félagsins
3. Tillaga um breytingar á samþykktum félagsins. Breytingar varða:
a. Stjórn félagsins verði veitt heimild til að ákveða útgáfu hlutafjár í erlendri mynt í stað íslenskra króna
b. Fjöldi stjórnarsæta breytt úr fimm í fjögur til sjö
c. Ákvæði þess efnis, að 2/3 atkvæða í félaginu þurfi til þess að falla frá forkaupsrétti hluthafa í tilfelli hlutafjárhækkunar
verði eytt. Í stað komi ákvæði þess efnis að slík ákvörðun verði því aðeins gild að hún hljóti samþykki minnst 2/3 hluta
greiddra atkvæða, svo og samþykki hluthafa sem ráða yfir minnst 2/3 hlutum þess hlutafjár sem farið er með atkvæði
fyrir á hluthafafundi
d. Ákvæði þess efnis að einungis hluthafar sem skráðir eru í hlutaskrá félagsins, átta dögum fyrir hluthafafund
eigi atkvæðisrétt, verði eytt
e. Fresti vegna boðunar hluthafafundar breytt úr tveimur vikum í eina viku
f. Stjórn heimilað að halda hluthafafund utan heimilis félags
g. Stjórn heimilað að halda hluthafafundi rafrænt, að hluta eða að fullu
h. Síðasta heimil dagsetning til þess að halda aðalfund færð frá lok júní til lok apríl
i. Röð dagskrárliða á aðalfundi breytt
j. Orðið ,,forstjóri“ notað í stað „framkvæmdastjóri“
k. Orðalag uppfært til samræmis við lög um rafræna eignaskrá verðbréfa
l. Orðalag uppfært til að endurspegla ákvæði hlutafélagalaga um stjórnarkjör
m. Orðalag um þörf á undirskrift stjórnar samræmt ákvæðum hlutafélagalaga
4. Tillaga um tilhögun kaupréttarsamninga fyrir stjórnendur félagsins
5. Önnur mál
Eftir Steingrím Sigurgeirsson
sts@mbl.is
Þótt vönduð vín hafi aldreiverið jafn aðgengileg ogaldrei notið jafn mikilla ogalmennra vinsælda og und-
anfarinn áratug eða svo eru ekki allir
sáttir. Vínheimurinn hefur logað í
deilum undanfarin misseri um hvert
vínframleiðsla sé að stefna og
skiptast menn í nokkrar fylkingar.
Í fyrsta lagi eru þeir sem segja að
allt sé að fara fjandans til. Vínfram-
leiðsla sé í æ ríkara mæli að verða
iðnframleiðsla þar sem stórfyrirtæki
er teygi anga sína út um allan heim
séu að gera vín að hefðbundinni
neysluvöru. Það sé verið að taka
töfrana úr víninu með því að gera það
að fjöldaframleiddri vöru sem er seld
sem vörumerki og markaðssett með
álíka virðingu og gosdrykkur eða
sápa. Sjónarmið sem þessi voru til
dæmis sett fram með öflugum hætti í
kvikmyndinni Mondovino þar sem
fjallað er um áhrif hnattvæðing-
arinnar á vínframleiðslu og hvernig
risafyrirtæki með stöðluð vín eru að
taka við af litlum svæðisbundnum
vínframleiðendum.
Í augum þeirra sem aðhyllast þessi
sjónarmið eru einstaklingar á borð
við Robert Parker og Michel Rolland
persónugervingar alls þess sem úr-
skeiðis hefur farið. Bandaríkjamað-
urinn Parker er óneitanlega áhrifa-
mesti maður vínheimsins en hann
hefur um áratuga skeið gefið út vín-
vísinn Wine Advocate og ritað fjöl-
margar bækur. Hundrað-punkta
kerfi Parkers er þyrnir í augum
margra en vín sem skora hátt í því
eiga örugga sölu vísa á háu verði.
Ekki síst gætir áhrifa Parkers í
Bandaríkjunum en þó verður að segj-
ast eins og er að hann er áhrifavaldur
um vínsölu um allan heim. Gagnrýn-
endum Parkers virðist stundum helst
svíða hversu mikil áhrif hans eru.
Þótt það sé óneitanlega ekki Parker
að kenna er það óumdeilanleg stað-
reynd að mörg dæmi eru um fram-
leiðendur um allan heim sem reyna
að sníða vín sín að meintum smekk
Parkers til að ná hærri einkunn. Það
er segin saga að í kvöldverðarboðum í
Bordeaux snúast umræður að miklu
leyti um Parker og kosti og galla
hans. Hinn „vondi kallinn“ er svo
Michel Rolland en hann er þekkt-
astur svokallaðra vínráðgjafa sem
ferðast um heiminn og aðstoða vín-
framleiðendur við að bæta vín sín.
Þykir þeim sem gagnrýna Rolland og
félaga að ráðgjöfin beini vínfram-
leiðslu inn á braut stöðlunar og eins-
leitni þótt enn eigi ég eftir að hitta
þann vínframleiðanda sem notið hef-
ur leiðsagnar Rollands og ber honum
illa söguna.
Sérkenni að mást út
Þá eru þeir sem halda uppi svipaðri
gagnrýni en nálgast vandann úr ann-
arri átt. Þessi hópur, þar sem breskir
vínáhrifamenn eru hvað fyrirferðar-
mestir, harmar þá þróun að vín verði
sífellt eikaðri, sífellt áfengari og sífellt
einsleitari. Hér er ekki einungis vín-
ráðgjöfunum um að kenna heldur
einnig hækkandi hitastigi á vínfram-
leiðslusvæðum sem óneitanlega hefur
áhrif á einkenni vína. Hömluleysi
þegar kemur að „stærð“ vína má þó
ekki einungis rekja til heitari sumra
heldur ráða þær ákvarðanir sem eru
teknar við víngerðina miklu. Hér áð-
ur fyrr voru hefðbundin rauðvín yf-
irleitt með áfengismagn á bilinu 12,5-
13,5% en nú eru 14% ekki óalgeng
sjón á flöskumiðum og jafnvel 15% og
vel rúmlega það. Hver vill drekka
svona vín sem eru álíka sterk og
sérrí? spyrja menn, stundum með
réttu. Þetta eru vín sem gjarnan
skara framúr í blindsmakki þar sem
þau eru einfaldlega höfðinu hærri en
vínin við hliðina. Þegar kemur að því
að neyta þeirra vandast málið og
þyngslin koma í ljós og sliga vínið
ekki síst ef við bætist óhófleg eik-
arnotkun.
Hér kenna menn gjarnan Nýja
heiminum og þá ekki síst Bandaríkj-
unum um og gott ef Parker er ekki
gjarnan nefndur í umræðunni.
Einsleitnin er sömuleiðis mikið
áhyggjuefni hjá þessum hópi og
menn óttast að sérkenni vína á milli
ríkja og svæða séu að mást út. Ný-
lega tjáðu tveir af þekktustu vínsér-
fræðingum Bretlands, þeir Michael
Broadbent, sem lengi stýrði víndeild
Christie’s og Oz Clarke, vinsæll rit-
höfundur, sig á þá leið að öll Bor-
deaux-vín væru að verða eins. Það
mætti vart lengur finna mun á
Pauillac, St. Julien, Margaux og St.
Estephe. Clarke sagði vandann felast
í „áfengi, eik og ráðgjöfum“ en þau
áhrif megi ekki síst rekja til Nýja
heimsins.
Vínsnobbið á undanhaldi
En svo eru einnig þeir sem telja að
ekkert sé hreinlega að. Aldrei hafi
verið framleitt jafnmikið af góðum
vínum í heiminum og aldrei hafi þau
verið aðgengileg jafnmörgum, jafn-
víða og jafnódýrt. Þessi hópur blæs á
mikið af fyrrnefndri gagnrýni sem
væl í hópi er sakni þeirra tíma er góð
vín voru forréttindi fárra útvalinna og
vínheimurinn lokaður og afgirtur fyr-
ir almenningi. Nú sé vínsnobbið á
undanhaldi og búið að lýðræðisvæða
vínið. Upplýsingar séu aðgengilegar
og auðskiljanlegar en ekki takmark-
aðar og hjúpaðar dulúð. Nýju fram-
leiðsluríkin hafi leitt til byltingar þar
sem sparkað hafi verið almennilega í
rassinn á værukæru Evrópuríkj-
unum og þau neydd til þess að hysja
upp um sig buxurnar og framleiða vín
fyrir neytendur en ekki niður-
greiðslur. Að auki séu vínin alla jafna
mun betri en þau voru. Menn sem séu
haldnir fortíðarþrá gleymi því oft
hversu þunn, græn, óþroskuð og súr
vín hafi gjarnan verið fyrir tveimur
áratugum eða svo. Nú þurfi enginn að
láta bjóða sér slíkt lengur.
Þegar upp er staðið hafa eflaust
allir eitthvað til síns máls eins og yf-
irleitt er raunin. Þessar miklu um-
ræður endurspegla ákveðnar breyt-
ingar sem hafa orðið ekki síst með því
að vínframleiðsla og vínneysla hefur
haslað sér völl í auknum mæli á nýj-
um svæðum, ekki síst í Bandaríkj-
unum. Stór hluti af skýringunni er
líka væntanlega að hefðbundinn
breskur vínsmekkur og bandarískur
vínsmekkur eru nokkuð ólík fyrir-
bæri, jafnólík og vönduð vín frá
Pauillac og Napa eru þótt þau séu
framleidd úr sömu þrúgum. Þess
vegna tala menn í kross. Sömuleiðis
getur verið erfitt að finna jafnvægi á
milli fjöldaframleiðslu þannig að
hægt sé að sinna eftirspurn um allan
heim allt árið um kring og framleiðslu
á vínum sem endurspegla karakter
og uppruna einstakra svæða.
Án fjöldaframleiðslunnar væru vín
hins vegar ekki orðin almenningseign
og án svæðisbundinna vína frá litlum
framleiðendum væru þeir töfrar sem
einkennt geta glas af góðu víni horfn-
ir. Bestu ekrur heims eru ekki stórar
og gefa af sér takmarkað magn. Þeg-
ar það er uppselt þá er það uppselt,
alveg sama þótt inn komi pöntun frá
Japan upp á þrjá gáma.
Eitt er þó víst. Vínheimurinn er
ekki að fara fjandans til. Hann er
bara að breytast.
Einsleitni og almenningseign
Dreypt á Óformleg smökkun á svölum Durbanville Hills fyrir utan Höfða-
borg og dúkkulísukastalinn Chateau d’Agassac í Bordeaux.
Hörður Björgvinsson hefurskýrt mótaða afstöðu til lífs-
ins:
Ég hef komist á það lag
og iðkað heima og víðar
að fresta þeirri dáð í dag
sem drýgja mætti síðar.
Hálfdan Ármann Björnsson fór
í gönguferð á Húsavík:
Norðri hnýtir nornavef,
nístings vindar skafa,
svo aðeins sjá þeir eigið nef,
sem allra stærsta hafa.
Aðspurður hvort birta mætti
vísuna svaraði hann í bundnu
máli:
Þú mátt birta þetta stef,
þó að virðist skrýtið.
Ekki sá ég eigið nef,
enda frekar lítið.
Stefán Vilhjálmsson segir veðr-
ið á Akureyri og reykingar ekki
fara saman:
Ekki er taka tóbaks létt,
taumlaus hamur veðurs,
ullarhúfu upp hef sett
og íklæðst jakka leðurs!
En hann tekur þó fram að
þetta séu ýkjur – í raun og sann-
leika sé aldrei vont veður á Ak-
ureyri.
Rúnar Kristjánsson fletti Morg-
unblaðinu og sá myndir Ragnars
Axelssonar, RAX, af
útigangshestunum:
Ráfa um hauður klakaklárar,
kalt þó gnauði marga stund.
Vetrar nauðir sjá þeir sárar,
síður auða fóðurgrund.
Samt ég kveiki trú ei trauður,
treysti að skeiki ei magnað þor,
að Jarpur, Bleikur, Blesi og Rauður
bregði á leiki strax í vor.
pebl@mbl.is
VÍSNAHORNIÐ
Af veðri og
hestum