Morgunblaðið - 08.02.2008, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 08.02.2008, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2008 35 TIL stendur að byggja nýjan og glæsilegan sérskóla fyrir börn sem búa við vitsmunalega og líkamlega fötlun eða fötlun vegna þroskarösk- unar. Nú eru um það bil hundrað nemendur í sérskólum Reykja- víkur. Nýi skólinn á þó ekki að þjóna nema sjötíu nem- endum. Þetta ósam- ræmi skýrist af stefnu yfirvalda um að koma sem flestum fötluðum börnum inn í almennu skólana. Þessi stefna er studd af þeim foreldrum sem vilja hafa fötluð börn sín í almennum skóla. Ekki eru allir foreldrar á þeirri skoðun að fötluðum börnum þeirra farnist best í almennum skóla. Óformlegar viðræður sem ég hef átt við foreldra, kennara, sérkenn- ara og aðra fagmenn hafa sýnt mér að það er mikill stuðningur við sér- skóla en mér vitanlega hefur af- staða foreldra eða fagmanna ekki verið könnuð með formlegum hætti. Í mínum huga vega kostir sér- skóla fyrir þroskahamlað barn þyngra en rök fyrir veru þess í al- mennum skóla. Í sérskóla fær fatl- að barn kennslu við sitt hæfi og þörfum þess fyrir öryggi, traust og virðingu er sinnt. Þörf þess fyrir að tilheyra og finna sig meðal jafn- ingja er augljóslega betur uppfyllt en í almennum skóla. Það er ekki síst hið síðastnefnda sem mér er umhugað um. Það er mikilvægt í þroska hvers manns að fá tækifæri til að mynda tengsl við jafningja. Barn sem finnur að það er eftirsókn- arverður félagi og vin- ur öðlast dýrmætt veganesti fyrir lífið. Það eykur líkur á sterkri sjálfsmynd, sjálfsvirðingu og sjálfs- öryggi. Góðar fyrirmyndir Þeir sem eru andvíg- ir sérskólum fullyrða gjarnan að með því að ganga í almennan skóla, fái þroskahamlað barn aðgang að mikilvægum og góðum fyr- irmyndum sem það fái ekki í sér- skóla. Þessi rök þykja mér vafasöm. Ófötluð börn sem fyrirmyndir fyrir fötluð börn hljóta að hafa, í besta falli, tvíbent áhrif. Ófatlaða barninu er þá ætlað, sem fyrirmynd, að sýna hinu fatlaða hvernig er rétt og eðlilegt að vera. Þetta felur óneit- anlega í sér þá skoðun að það sé ekki æskilegt að vera fatlaður. Það eru slæm skilaboð til hins fatlaða. Fatlað barn getur hugsanlega lært af börnum með fulla greind en fatlað barn getur aldrei lært að vera ófatlað jafnvel þótt það hafi „góðar“ fyrirmyndir. Ófatlaða barnið getur alltaf meira, kann meira og skilur meira en hið fatl- aða. Greindarskert barn sem ber sig saman við börn með fulla greind kemur alltaf illa út úr þeim samanburði og hlýtur að finna til vanmáttar síns. Þannig geta „góð- ar“ fyrirmyndir haft slæm áhrif. Þátttaka í samfélaginu Önnur rök gegn sérskólum eru þau að óæskilegt sé að setja fötluð börn saman á bás. Þá sé hætta á að þau einangrist og verði ekki virkir þátttakendur í samfélaginu. Skóladegi fatlaðra grunn- skólanema lýkur á sama tíma og annarra barna eða um klukkan tvö. Eftir að skóladegi lýkur, um helgar og aðra frídaga eru þau eða geta verið þátttakendur í sam- félaginu svokallaða. Markmiðum um aukin samskipti fatlaðra og ófatlaðra ætti því auðveldlega að vera hægt að ná á öðrum vettvangi en í skólanum. Skólaganga ætti ekki að breyta miklu um þátttöku í hinu stóra samfélagi. Það ætti ekki að skipta máli fyrir þátttöku barns í sam- félaginu hvort það gengur í Vest- urbæjarskóla, Mýrarhúsaskóla eða Öskjuhlíðarskóla. Hins vegar hlýt- ur þátttaka þroskahamlaðra barna í hinu stóra samfélagi alltaf að lit- ast af og miðast við fötlun þeirra. Ég vil hér aðeins nefna þörf fatl- aðra barna fyrir sérstaka vernd í samfélaginu. Fötluð börn eru í meiri hættu en aðrir á að verða fyrir hverskyns ofbeldi og þarfnast því meiri verndar en önnur börn. Forsendur lífshamingju Við þurfum ekki að vera gáfuð til að vera hamingjusöm. Við þurf- um ekki að vera falleg, vitur eða rík til að lifa innihaldsríku lífi. Við þurfum ekki einu sinni að vera ófötluð til að finna lífsgleði og feg- urð í lífinu. Við þurfum ekki held- ur að vera allra. Við verðum hins vegar, fötluð eða ófötluð, að vera sátt við okkur sjálf ef okkur á að líða vel. Tilraunir til að vingast við fólk sem við eigum ekki samleið með eru örugglega ekki leið til að ná þeirri sátt. Þá getur það heldur ekki stuðlað að mikilli lífsgleði að bera sig sífellt saman við fólk sem hefur vitsmunalega yfirburði. Aft- ur á móti getur það veitt ríka and- lega næringu að vera meðtekin í jafningjahópi, finna samkennd og eignast vini á jafnréttisgrundvelli. Að svo mæltu mælist ég til að ákvörðun um stærð hins nýja sér- skóla verði endurskoðuð. Ég tel eðlilegt og nauðsynlegt að kanna álit foreldra og annarra sem málið varðar áður en tekin er ákvörðun um skólaúrræði fyrir fötluð börn. Með nýjum skóla á ekki að rýra valkosti fatlaðra. Foreldrar fatl- aðra barna eiga að geta valið hvort þeir sendi börn sín í almennan skóla eða sérskóla. Almenni skólinn fyrir alla – sérskóli fyrir útvalda Ásta Kristrún Ólafsdóttir skrifar um fötluð börn og fyrirhugaða skólabyggingu »Ég færi rök fyrir nauðsyn sérskóla fyrir þroskahömluð börn og andmæli rökum þeirra sem standa að nýjum og of litlum sérskóla. Ásta Kristrún Ólafsdóttir Höfundur er kennari, ráðgjafi og móðir fatlaðs barns í sérskóla. TIL þess að tennur skemmist þurfa að vera ákveðnar að- stæður í munni. Það verða að vera til stað- ar bakteríur, æti fyrir þær og svo þurfa þær ákveðinn tíma til að framleiða sýru sem svo leysir upp gler- unginn. Ef hægt er að útiloka einn þáttinn skemmast tennur ekki. Fyrir allmörgum áratugum var eitt al- gengasta ráðið að draga sjálfar tenn- urnar. Það þykir í dag léleg lækn- ing. Tannskemmdir eru sjaldnast lífshættulegar sem betur fer, því annars væru Íslendingar sennilega útdauðir. Allir vilja hafa heil- brigðar eigin tennur. Þau meðul sem viðurkennd eru í baráttunni við karíus og baktus eru fyrst og fremst góð tannhirða, hollt mataræði, notkun flú- ors (í tannkremi, munnskoli, tyggjó eða töfluformi) auk reglu- legs eftirlits hjá tann- lækni. FUMFS er skamm- stöfun á „Félagi um munnheilsu fólks með sérþarfir“. Börn, þroskaheftir, hreyfi- hamlaðir, heilaskertir og margir aldraðir eru hópar sem ekki geta þrifið tennur sínar og munn á viðunandi hátt. Það þarf því að að- stoða þessa einstaklinga og sá sem gerir það þarf ákveðna kunnáttu til að bera sig rétt að. Þekkt viðmið um færni þess ein- staklings sem á að geta þrifið tenn- ur sínar er að hann geti fest tölu á flík með nál og tvinna. Það þýðir að þörf er jafnmikillar færni í fín- hreyfingum til að framkvæma hvort tveggja svo viðunandi sé. Til eru ýmis hjálpartæki auk hins hefðbundna tannbursta og tann- þráðar. Það geta verið sérhannaðir tannburstar t.d. rafmagnstann- burstar, tannþráðarhaldarar, munn- sperrur, fingurhlífar auk sýkladrep- andi eða hemjandi lyfja. Tunguna þarf einnig að þrífa þ.e. tungubakið því þar er oft mikið af bakteríum. Þægilegast er að láta þann sem bursta á sitja á stól ef hann getur eða liggja í rúmi. Sá sem þrífur stendur þá fyrir aftan og ber sig að á svipaðan hátt og hann sé að bursta sínar eigin tennur. Það er eðlilegt að það blæði úr tannholdi þeirra sem ekki hafa búið við góða tannhirðu lengi. En það dregur úr blæðingunum smátt og smátt þegar þrif eru viðhöfð og því má ekki hætta tannhirðu þó blæðing eigi sér stað. Þegar sýklan eða bakteríuskánin er fjarlægð með bursta og þræði dregur úr bólgu og tannhold verður heilbrigt nema um dýpri vandamál sé að ræða, þ.e. alvarlegri og lengra gengna tannvegsbólgu. Fjar- lægja þarf tannstein með sér- stökum verkfærum og er það fram- kvæmt af tannlækni eða tannfræðingi. Nýútkominn margmiðlunardiskur um munnhirðu fólks með sérþarfir frá Miðstöð tannverndar og Lýð- heilsustöð er kærkominn og verður dreift til þeirra sem annast sjúk- linga á stofnunum og víðar. Þá væru Íslendingar sennilega útdauðir... Magnús Kristinsson skrifar um tannhirðu »Ef hægt er að útiloka einn þáttinn skemm- ast tennur ekki. Magnús Kristinsson Höfundur er barnatannlæknir. Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is HÁTTVIRTIR alþingismenn hafa nú lagt okk- ur óbreyttum til umræðu og deilu- efni til að stytta okkur skamm- degið og forða frá þunglyndi og er það vel. Nú er svo komið að alþing- iskonur sem um nokkra hríð hafa sætt sig við að vera menn vilja alls ekki lengur láta kalla sig herra, nái þær ráðherrastöðu og hlýtur það að vera auðskilið hverjum manni. Mig langar til að leggja orð í belg í þess- ari að margra mati óþörfu umræðu og leggja til að ráðherrar af báðum kynjum verði kallaðir ráð. Svo dæmi séu tekin þá yrði utanríkisráðherra utanríkisráð, viðskiptaráðherra við- skiptaráð og svo framvegis. Hefð er fyrir þessari orðanotkun en það er orðið leyndarráð en þar er orðið ráð í merkingunni ráðgjafi. Það má kannski segja að það sé nokkurt fall að breytast úr ráðherra í ráðgjafa en orðið ráð hefur hinsvegar þann ótví- ræða kost að vera algjörlega kyn- laust. Er þá ekki til nokkurs unnið á þessum tímum pólitísks rétttrún- aðar? BENÓNÝ ÆGISSON, Reykjavík. Háttvirt forsætisráð Frá Benóný Ægissyni Benóný Ægisson V i n n i n g a s k r á 41. útdráttur 7. febrúar 2008 Lexus GS 300 + 6.300.000 kr. í skottið (tvöfaldur) 1 0 3 5 6 V i n n i n g u r Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 4 3 0 1 0 4 3 1 7 5 4 9 1 1 0 4 9 6 7 5 V i n n i n g u r Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 15557 23789 28831 32045 56210 63284 20488 26458 28887 49127 57500 78620 V i n n i n g u r Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur) 9 3 7 1 2 1 8 1 2 3 5 5 0 3 0 9 5 4 4 0 3 4 8 5 0 5 0 4 5 9 0 6 9 7 2 5 1 0 2 2 1 7 1 5 1 9 0 2 3 7 0 8 3 0 9 6 0 4 0 6 7 5 5 0 7 2 0 5 9 3 2 9 7 4 4 6 1 3 4 7 5 1 6 5 7 0 2 4 6 0 4 3 1 0 6 7 4 1 0 4 0 5 2 3 0 5 6 0 0 7 2 7 5 1 7 9 4 1 3 3 1 7 2 8 0 2 6 4 3 7 3 2 1 3 0 4 2 9 1 9 5 3 8 6 3 6 0 7 6 7 7 6 4 0 7 4 3 7 8 1 8 3 8 6 2 6 6 2 0 3 2 5 2 7 4 4 4 0 0 5 5 1 3 5 6 1 4 1 5 7 6 6 8 8 5 9 2 4 2 0 2 0 5 2 6 9 0 1 3 2 6 9 1 4 5 4 9 1 5 5 7 2 8 6 1 5 5 1 7 7 2 4 5 6 8 2 5 2 0 5 5 2 2 8 1 6 3 3 3 0 8 9 4 6 2 7 5 5 6 5 2 4 6 2 1 1 8 7 7 3 0 8 7 0 3 9 2 0 7 0 0 2 8 2 9 7 3 3 2 1 0 4 6 3 7 6 5 6 5 6 5 6 3 9 6 7 7 8 1 3 7 1 0 1 5 5 2 1 0 5 2 2 8 4 0 5 3 4 2 1 5 4 6 4 0 3 5 6 8 8 3 6 5 5 5 7 7 8 3 4 2 1 0 2 1 6 2 1 8 8 2 2 9 6 5 9 3 6 0 0 0 4 7 2 8 6 5 6 9 6 9 6 8 6 0 1 1 0 8 2 8 2 2 4 4 7 3 0 0 6 6 3 6 1 9 6 4 7 4 1 9 5 7 1 2 3 6 8 6 5 4 1 1 4 1 0 2 2 6 5 2 3 0 5 9 3 3 8 1 3 6 4 7 9 3 2 5 7 5 6 9 6 8 7 7 8 1 1 7 1 5 2 2 8 4 6 3 0 7 5 1 3 9 6 7 7 4 8 1 0 7 5 8 8 1 1 7 0 7 8 2 V i n n i n g u r Kr. 7.000 Kr. 14.000 (tvöfaldur) 1 3 1 8 3 3 2 2 0 5 2 2 3 0 0 0 3 3 7 3 1 8 4 5 6 7 0 5 6 2 6 7 6 8 0 3 6 4 7 3 8 4 2 2 2 0 7 3 8 3 0 0 7 8 3 7 4 8 9 4 5 8 4 1 5 6 5 0 9 6 8 8 7 6 5 6 3 8 5 5 6 2 1 1 4 9 3 0 3 0 0 3 7 5 4 2 4 6 3 7 5 5 6 9 4 8 7 0 3 3 5 6 0 9 8 8 6 0 2 1 6 8 6 3 0 5 3 8 3 7 9 7 4 4 6 4 8 4 5 7 4 1 3 7 0 4 5 8 6 1 4 9 0 2 4 2 2 6 5 3 3 0 8 3 0 3 8 0 4 8 4 6 5 0 7 5 7 6 6 7 7 0 9 4 7 7 3 0 1 0 0 6 8 2 2 7 1 0 3 1 0 0 1 3 8 1 2 8 4 6 7 1 3 5 7 9 6 8 7 1 3 1 0 9 5 9 1 0 4 0 4 2 2 7 4 7 3 1 1 2 2 3 8 4 3 6 4 7 8 3 3 5 9 0 2 8 7 2 4 5 8 9 9 2 1 0 7 2 7 2 3 1 0 5 3 1 4 0 7 3 8 4 5 4 4 7 8 5 2 5 9 4 2 6 7 3 2 9 6 1 1 7 7 1 1 4 9 8 2 3 2 9 2 3 1 5 6 1 3 8 4 8 4 4 7 9 8 0 5 9 7 2 0 7 3 4 7 5 1 2 4 4 1 1 5 8 4 2 3 5 2 5 3 1 9 2 1 3 8 7 0 4 4 8 3 8 4 6 0 4 0 1 7 3 5 9 5 1 4 2 9 1 2 8 0 0 2 3 9 4 5 3 1 9 4 5 3 8 7 7 9 4 8 5 9 7 6 0 5 1 2 7 3 7 5 4 1 4 3 7 1 3 4 7 5 2 4 0 6 8 3 1 9 5 3 3 8 8 2 0 4 8 9 0 4 6 1 0 0 9 7 3 7 5 8 1 4 6 3 1 4 7 3 0 2 4 0 9 5 3 2 5 8 9 4 0 4 2 5 4 9 0 7 0 6 1 1 6 3 7 4 0 6 0 1 9 9 0 1 4 7 8 4 2 4 3 9 0 3 3 0 6 2 4 0 4 8 8 4 9 3 3 6 6 1 3 3 6 7 4 6 5 7 2 3 4 6 1 4 9 4 6 2 4 5 3 8 3 3 3 8 4 4 1 1 0 5 4 9 4 7 4 6 1 9 0 5 7 5 2 9 7 2 7 0 8 1 5 8 0 4 2 4 8 3 4 3 4 5 0 7 4 1 2 5 2 4 9 6 3 7 6 1 9 4 3 7 5 5 6 6 2 7 8 5 1 6 1 9 7 2 4 8 7 8 3 4 7 0 1 4 1 4 4 4 4 9 6 8 5 6 2 0 6 5 7 6 7 3 6 3 4 1 9 1 6 5 1 8 2 5 8 7 9 3 4 7 1 8 4 1 4 5 0 4 9 7 6 1 6 2 1 5 0 7 7 1 2 4 3 5 0 9 1 6 9 1 0 2 6 2 8 9 3 4 8 4 0 4 1 8 6 9 4 9 8 7 2 6 3 1 1 8 7 7 4 7 6 3 6 2 2 1 6 9 9 8 2 6 6 4 9 3 5 0 1 5 4 1 9 9 7 5 0 1 0 3 6 3 7 1 5 7 7 7 2 0 4 0 5 1 1 7 0 2 9 2 6 7 2 9 3 5 0 5 7 4 2 1 9 6 5 0 3 2 5 6 4 2 1 6 7 7 8 5 1 5 0 2 6 1 7 3 8 9 2 7 3 6 4 3 5 0 8 4 4 2 5 4 5 5 0 3 9 9 6 4 3 7 1 7 7 8 9 5 5 1 1 6 1 7 9 5 7 2 7 9 8 9 3 5 3 0 5 4 2 9 0 7 5 0 7 2 8 6 4 4 6 9 7 8 2 7 4 6 1 6 3 1 8 2 1 1 2 8 1 8 4 3 5 5 0 9 4 3 2 5 5 5 0 9 1 8 6 4 6 6 0 7 8 3 1 6 6 2 5 1 1 8 6 4 3 2 8 3 7 4 3 5 5 1 2 4 3 3 1 5 5 1 3 2 7 6 4 7 1 2 7 9 7 0 9 6 6 9 9 1 8 6 6 8 2 9 0 7 9 3 5 7 0 4 4 3 7 0 4 5 1 7 5 1 6 4 9 9 4 7 9 8 2 6 6 9 0 6 1 9 0 8 9 2 9 0 9 7 3 5 8 2 7 4 4 1 4 5 5 3 5 0 9 6 5 4 4 0 7 1 6 2 1 9 9 9 4 2 9 3 7 4 3 5 8 7 2 4 4 2 3 3 5 3 7 9 2 6 5 9 6 6 7 2 1 6 2 0 1 9 7 2 9 3 9 9 3 6 0 7 5 4 4 2 4 1 5 4 9 3 8 6 6 3 2 1 7 6 6 2 2 0 2 4 6 2 9 4 9 7 3 6 6 0 8 4 4 5 5 0 5 5 0 6 8 6 6 4 1 3 7 6 7 3 2 0 2 8 7 2 9 5 7 7 3 6 8 4 6 4 4 5 9 6 5 5 1 2 1 6 7 1 3 1 8 0 3 8 2 0 4 3 0 2 9 6 0 2 3 7 2 5 4 4 5 2 9 8 5 5 5 8 6 6 7 4 6 5 Næstu útdrættir fara fram 14. feb, 21. feb, & 28. feb 2008 Heimasíða á Interneti: www.das.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.