Morgunblaðið - 08.02.2008, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Í FRAMKVÆMDAÁÆTLUN
Rauða kross Íslands fyrir tímabilið
1990-2001 var stefnan sett á að
beita sér fyrir bættum hag þeirra
sem minnst mega sín í þjóðfélag-
inu. Úrræði voru af skornum
skammti fyrir geðfatlaða, eftir að
sjúkrahúsvist lauk, og ákveðið var
að setja á stofn athvarf þar sem
fólk gæti komið saman á daginn og
fengið stuðning og ráð.
Vin hóf starfsemi í fallegu húsi
að Hverfisgötu 47 í Reykjavík,
þann 8. febrúar 1993. Frá upphafi
hefur húsið verið vel sótt. Gesta-
komur í húsið eru milli 400 og 500 á
mánuði eða á milli 25 og 30 að með-
altali á dag.
Bak við þessar tölur eru um það
bil 100 einstaklingar sem njóta og
um leið skapa þá starfsemi sem
fram fer í húsinu. Mikil gróska hef-
ur verið í starfsemi Vinjar þessi 15
ár. Gestir hússins og starfsfólk
þess sameinast um að halda góðum
anda í húsinu og sameinast um að
sinna húsverkunum, allt eftir getu
og löngun hvers og eins. Þannig
hefur verið reynt að virkja gesti á
þeirra forsendum, haldnir hús-
fundir, fræðslufundir og vinnu-
fundir þar sem viðhorf og vilji
gestanna er nýttur til fjölbreyttrar
starfsemi eins og heilsueflingar,
listiðkunar, fræðslu og ferðalaga,
jafnt utan- sem innanlands svo
dæmi séu tekin.
Af ofansögðu er ljóst að hægt er
að líta til baka með stolti varðandi
þá starfsemi sem fram hefur farið í
Vin síðustu 15 árin en jafnframt er
ástæða til að líta bjartsýnisaugum
til framtíðarinnar með tilliti til þess
árangurs sem náðst hefur.
Hamingjukveðjur til starfsfólks
og gesta Vinjar, með óskum um
áframhaldandi farsælt starf.
Þórdís Rúnarsdóttir,
forstöðumaður.
Hvað er Vin fyrir mig?
Vin er mjög mikilvæg fyrir mig. Í
Vin fæ ég hlutverk í lífinu. Innan at-
hvarfsins er rekið ferðafélag sem
heitir Víðsýn og hef ég verið gjald-
keri þess frá árinu 2000, en félagið
var stofnað árið áður. Ársvelta fé-
lagsins hefur verið rúm ein og hálf
milljón undanfarin ár. Ég sé um
bókhald, fjárreiður og reikningshald
fyrir félagið.
Á sínum tíma þegar ég var 17 ára,
1971, sótti ég Verslunarskólann inn-
an af Kleppi. Skólafélögum mínum
þótti afar spennandi að ég skyldi
sofa á Kleppi Þeir spurðu hvað gert
yrði, ef ég kæmi ekki, hvort lýst yrði
eftir mér og leitað um bæinn. „Þá
hringja þeir bara til mín,“ svaraði
ég. Krakkarnir urðu fyrir von-
brigðum með svarið.
Nú kemur þessi þekking úr
Versló að góðum notum. Allir þurfa
að hafa hlutverk.
Garðar Sölvi Helgason.
Hvað er Vin fyrir mig?
Fyrst og fremst stórt kærleiks-
ríkt menningarheimili. Þar sem vin-
ir mætast á jafningjagrunni og eiga
saman góðar stundir. Þar sem fólk
er hvatt áfram á jákvæðan hátt.
Fyrir mér hefur Vin verið lífsspurs-
mál í rúm 14 ár. Þar sem ég hef
komið reglulega og ávallt fengið að
blómstra, fengið verðug verkefni og
bæði fengið að þiggja og gefa. Þar
hafa hæfileikar mínir verið metnir
að verðleikum og ég fengið tækifæri
til að byggja mig upp smátt og
smátt. Í Vin hef ég eignast góða vini
sem hafa aukið lífsgæði mín veru-
lega. Með þeim hef ég ferðast vítt
og breitt um heiminn, ferðalög sem
annars hefðu ekki verið farin. Þar
hef ég fengið tækifæri til að afla
mér víðtækrar þekkingar, ekki síst
á geðheilbrigðismálum. Í Vin er
ávallt opinn faðmur og kærleikur
hvort sem hornin á manni snúa inn
eða út. Þökk sé Rauða krossi Ís-
lands.
Ása Hildur Guðjónsdóttir.
Hvað er Vin fyrir mig?
Vin, athvarf fyrir fólk með geð-
raskanir, tók til starfa 8. febrúar
1993 og verður því 15 ára í ár.
Fyrsta árið var ekki eins mikil starf-
semi í húsinu eins og núna er og fé-
lagslíf var minna. Þetta hefur aukist
í gegnum árin. Mikil áhersla er lögð
á ferðalög, bæði innanlands og utan.
Fyrstu tvö árin var ekki farið í
ferðalög en það var árið 1995 sem
fyrsta ferðin var farin. Árið 1999 var
ferðafélagið Víðsýn stofnað. Bæði
gestir og starfsfólk skipa stjórn í
ferðafélaginu. Eftir stofnun Víðsýn-
ar höfum við ferðast mikið, bæði er-
lendis og innanlands. Þessar ferðir
hafa verið mjög vel sóttar.
Það er heitur matur í hádeginu í
Vin alla virka daga nema á mið-
vikudögum, yfir vetrartímann, en þá
er opið frá kl. 13:00 til 20:00 og er þá
heitur matur kl. 17:30. Lögð er
áhersla á hollan og góðan mat og er
sérstakur heilsudagur einu sinni í
viku þar sem eitthvað sérstakt er
gert eða rætt varðandi betri heilsu
og lífsgæði. Einnig er boðið upp á
myndlist þar sem gestir hússins
geta teiknað eða málað. Í Vin er
heimilislegt umhverfi þar sem leit-
ast er við að skapa heimilislegt and-
rúmsloft svo öllum geti liðið vel. Í
eldhúsinu fá gestir að aðstoða við
matseld, en hver gestur getur verið
til aðstoðar einu sinni í viku, og er
það oft eftirsótt. Einnig er farið á
listasöfn eða í göngutúra í nánasta
umhverfi athvarfsins. Þrír for-
stöðumenn hafa verið við stjórn
Vinjar frá upphafi og eru starfs-
menn alls 4. Þeir eru boðnir og bún-
ir að aðstoða við ýmis persónuleg og
praktísk mál sem brenna á gestum.
Fólk sem sækir Vin er á aldrinum
30 til 80 ára svo það er mikil aldurs-
breidd. Það er gott að koma í Vin,
fólk lítur á staðinn sem sitt annað
heimili. Heimilislegt andrúmsloft og
hlýlegt umhverfi. Megi gæfan fylgja
Vin um ókomna tíð.
Fanney Guðmundsdóttir.
Jesú Kristur
Kristur þú ert konungur minn,
kærleiksríkur er faðmur þinn.
Krossinn þrái að taka á mig,
takmarkalaust ég elska þig.
Í myrkri leit ég lítið ljós,
er lýsti vegu mína.
Leiðarstjarna mér til góðs
gjöful vill mér sýna.
Vísaðu mér veginn þinn,
að þröngur verði stígur minn.
Krossinn þrái að taka á mig,
takmarkalaust ég elska þig.
Helga Högnadóttir
10.8. 2002
Margan veilan hefur heilað
hyggjubót,
norpa kuldann og naga rót,
nýta sjót.
Illt er að sjá við svik og prett,
ef seinn er þankinn,
vankað sinnið, veikur skankinn.
Margur haltur hemur rölt
og húkir inni.
Ýmsa ber þó sorg í sinni,
sæmdi betur að efla kynni.
Leifur Jóelsson.
Vin í 15 ár
Dægradvöl Skákmót í Vin athvarfi fyrir geðfatlaða. Mótið var haldið sam-
eiginlega af Rauða krossinum og Hróknum. Í tengslum við mótið var stofn-
að skákfélag við Vin.
Á FUNDI borgarstjórnar,
þann 16. maí 2006, var Mannrétt-
indastefna Reykjavíkurborgar
samþykkt samhljóða. Með sam-
þykktinni stigu borgaryfirvöld
framsækið skref í samþættingu
mannréttinda-
sjónarmiða, enda fól-
ust í henni skuld-
bindingar sem fá
sveitarfélög hafa tek-
ist á hendur.
Mannréttinda-
stefnan fjallar um
það hvernig réttindi
allra borgarbúa skuli
tryggð, óháð kyn-
ferði, aldri, fötlun,
heilsufari, kyn-
hneigð, trúar-
brögðum og stjórn-
málaskoðunum,
uppruna og þjóðerni. Samþætting
allra þessara þátta er flókið og
viðamikið verkefni sem krefst
mikils af borgaryfirvöldum, eigi
innleiðing stefnunnar að eiga sér
stað.
Vægi og innleiðing
Stefnumörkun er að sjálfsögðu
hlutverk stjórnvalda. Allir flokkar
öxluðu þá ábyrgð með aðkomu að
gerð stefnunnar og samþykkt
hennar. Hversu langt á að ganga
er aftur á móti álitamál. Sagan
sýnir að flokkarnir hafa afar ólík-
ar skoðanir og áherslur hvað
varðar pólitískt vægi og innleið-
ingu mannréttindastefnunnar.
Pólitísk stefnumörkun dugar
sumum, á meðan aðrir vilja fylgja
stefnunni eftir, innleiða hana og
grípa til aðgerða með mannrétt-
indi borgarbúa að leiðarsljósi.
Þrátt fyrir að borgarfulltrúar
Sjálfstæðisflokks hafi samþykkt
Mannréttindastefnu Reykjavík-
urborgar var lítið aðhafst á
fyrstu 17 mánuðum þessa kjör-
tímabils. Fjármagn til
málaflokksins stóð í
stað þrátt fyrir marg-
földun á umfangi og
einni manneskju var
ætlað að innleiða og
fylgja stefnunni eftir.
Skortur á fjármagni
og mannauð útilokaði
þannig innleiðingu
stefnunnar og næstu
skref.
Vegferð
félagshyggju-
meirihlutans
Á þremur mánuðum tókst
meirihluta Vinstri grænna, Sam-
fylkingar, Framsóknarflokks og
F-lista að hefja málaflokk mann-
réttinda á þann stað sem honum
ber. Fjárframlag til málaflokks-
ins fór úr tæpum 24 milljónum
króna í 85 milljónir, samþykkt
var að ráða inn þrjá sérfræðinga
til viðbótar við mannréttinda-
stjóra og hafinn var undirbún-
ingur að öflugu átaki um innleið-
ingu stefnunnar í ólíkum
málaflokkum í samráði við stjórn-
endur sviðanna. Mannréttinda-
nefnd var breytt í fagráð og
þannig veitt umboð til sjálfstæðra
áhrifa í borgarkerfinu.
Hvað gerist svo?
Þó erfitt sé að sjá á eftir nýju
fagráði og upprennandi skrifstofu
í hendur Sjálfstæðisflokksins eftir
það sem á undan er gengið er
mikilvægt að muna eftir þeim af-
drifaríku og þýðingarmiklu
ákvörðunum sem teknar voru í tíð
félagshyggjumeirihlutans. Fagráð
með umboð til áhrifa og fjármagn
til aðgerða er nefnilega erfiðara
að kæfa niður en stefnu sem ekki
hefur verið ákveðið hvað gera
skuli við.
Ég leyfi mér að vona að nýr
meirihluti í borgarstjórn Reykja-
víkur haldi áfram á vegferð fé-
lagshyggjunnar, að efla málaflokk
mannréttinda og styrkja nú þegar
fjárskortur og skortur á mannauð
stendur honum ekki lengur fyrir
þrifum. Kynning, fræðsla og að-
gerðir í þágu bættra mannrétt-
inda eru nauðsyn sem ekki verður
hjá komist.
Mannréttindastefna
þriggja meirihluta
Sóley Tómasdóttir
skrifar um mannréttindi » Fagráð með
umboð til áhrifa
og fjármagn til aðgerða
er erfiðara að kæfa
niður en stefnu sem
ekki hefur verið
ákveðið hvað gera
skuli við.
Sóley Tómasdóttir
Höfundur er fyrrv. formaður
mannréttindaráðs og
varaborgarfulltrúi VG.
BIRNA Bjarnason-Wehrens er
íslensk kona, doktor íþróttafræð-
um og endurhæfingu frá German
Sport University í Köln, Þýska-
landi. Hún hefur
skrifað margar
greinar og tekið þátt
í rannsóknum um
hreyfingu og þjálfun
hjartasjúklinga og
hefur haft sérstakan
áhuga á að skoða
hreyfingu og hreyfi-
þroska hjá börnum
með meðfædda
hjartagalla. Hún
hlaut meðal annars
verðlaun evrópsku
hjartasamtakanna
(European Society of
Cardiology) árið 2006
fyrir kynningu sína á
rannsókn sem hún
gerði á hreyfiþroska
barna með meðfædda
hjartagalla borið
saman við heilbrigða
jafnaldra.
Birna hélt fyr-
irlestur um hreyfingu
hjartveikra barna á
læknadögum 22. jan-
úar sl. Þá hélt hún
einnig fyrirlestur 23.
janúar sem hugsaður
var fyrir íþróttakennara, sjúkra-
þjálfara, leikskólakennara, for-
eldra og aðra sem koma að upp-
eldi, þjálfun og kennslu
hjartveikra barna. Mæting var
nokkuð góð þó að fleiri fagaðilar
hefðu mátt mæta.
Þessi fyrirlestur var mjög fróð-
legur og nauðsynlegur og margt
lærdómsríkt kom fram. Í Þýska-
landi eru starfandi nokkrir hreyfi-
hópar fyrir hjartveik börn sem
njóta mikilla vinsælda. Í rann-
sóknum sem Birna hefur gert
kemur fram að mjög mörg hjart-
veik börn eru undir í hreyfiþroska
og þoli miðað við heilbrigð börn.
Mörg börn með smávægilega galla
eru ofvernduð af for-
eldrum og aðstand-
endum sem gerir það
að verkum að börnin
voru eftirbátar heil-
brigðra jafnaldra. Í
rannsókn kom fram að
eftir að börnin höfðu
verið í hreyfihóp í 8
vikur kom fram
greinilegur munur til
hins betra. Í framhaldi
af þessum átta vikum
sýndi hópurinn enn
batamerki, enda héldu
börnin áfram að
stunda einhverskonar
hreyfingu.
Því miður höfum við
tekið eftir því að
skortur á þjálfun og
hreyfingu hjartveikra
barna er einnig stað-
reynd hér á landi og
vandamálið fer vax-
andi. Því stefnum við
að því að koma hreyfi-
hópum á laggirnar
auk fleiri lausna fyrir
unglingana okkar sem
sárvantar endurhæf-
ingu og líkamsræktaraðstöðu.
Við þökkum Birnu Bjarnason-
Wehrens kærlega fyrir mjög fróð-
legan fyrirlestur og vonum að inn-
legg hennar virki sem hvatning til
úrbóta í þágu hjartveikra ung-
menna á Íslandi.
Fróðlegur fyrirlestur
Guðrún Bergmann Franzdóttir
skrifar um gildi hreyfingar
fyrir hjartveik börn
Guðrún Bergmann
Franzdóttir
» Í rann-
sóknum sem
Birna hefur gert
kemur fram að
mjög mörg
hjartveik börn
eru undir í
hreyfiþroska og
þoli
Höfundur er formaður Neistans,
styrktarfélags hjartveikra barna.