Morgunblaðið - 08.02.2008, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Haarde minn, af hverju ertu alltaf orðinn með svona mikinn höfuðverk, og við sem erum
bara nýgift.
VEÐUR
Það kann ekki góðri lukku aðstýra þegar „kerfið“ tekur völd-
in og velferðarkerfi okkar Íslend-
inga, sem við alla jafnan erum stolt
af, breytist í óvin þeirra sem velferð-
arinnar eiga að njóta.
Móðir tveggjaheyrn-
arlausra drengja,
Andrea Guðna-
dóttir, skrifar
Guðlaugi Þór
Þórðarsyni heil-
brigðisráðherra
opið „þakk-
arbréf“ í Bréfi til
blaðsins hér í
Morgunblaðinu í
gær, þar sem vægast sagt sláandi
upplýsingar koma fram.
Í bréfi móðurinnar kemur fram aðdrengirnir hennar fá talþjálfun
einu sinni í viku. Hver tími kostar
6.720 krónur. Mánaðarlegur kostn-
aður fjölskyldunnar vegna talþjálf-
unarinnar er 53.760 krónur en
Tryggingastofnun ríkisins styrkir
fjölskylduna um 16.000 krónur á
mánuði eða um 2.000 krónur fyrir
hvern tíma. Eftir stendur kostnaður
upp á 37.760 krónur, sem fjöl-
skyldan þarf að reiða fram, hvern
mánuð, sem er um það bil tvölföld sú
upphæð sem fjölskyldan reiddi áður
fram árlega.
Allt er þetta vegna þess að tal-meinafræðingar sögðu sig frá
samningi við TR og því var TR
óheimilt að taka þátt í kostnaði við
talþjálfun, þar til reglugerð heil-
brigðisráðuneytisins heimilaði ofan-
greindan 2.000 króna styrk á hvern
tíma.
Reiði móðurinnar er skiljanleg ogréttmæt. Svona gera menn ekki!
Það sér hver maður að hér erskjótra úrbóta þörf. Hér er
brýnt verkefni fyrir heilbrigð-
isráðherra – allt sem þarf er eitt
pennastrik.
STAKSTEINAR
Guðlaugur Þór
Þórðarson
Þegar kerfið tekur völdin
SIGMUND
!
"
#$
%&'
(
)
*(!
+ ,-
.
&
/
0
+
-
!
12
1
3
42-2
*
-
5
1
%
6!(78
9 4
$
(
# #
$#
$
# #
$#
$
# #
$#
$
:
3'45 ;4
;*<5= >?
*@./?<5= >?
,5A0@ ).?
$ $ %$ $"
"$ $"
$
$"
%$ $"
%$"
%$
%$ $ $ $ $$
*$BC ###
!
"#$
% & &
#
'
%(
) *
)
+
, *!
$$B *!
& ' (#
#'#
)
<2
<! <2
<! <2
&( *#+
,
-#.* /
8-D
62
$
$ *-
.& !
B
"
& &
.
$ -
)
& !
/
/
$ 0
!/
.& !/.
#
!
01** # # 22
* # #3
#+
,
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
Sævar Örn Eiríksson | 7. febrúar 2008
Og ég hjóla í skólann
Fór í morgun á hjólinu í
skólann í 20m/s og
-5°C og 20 sm sam-
felldum snjó á reiðhjól-
inu í skólann. Gafst upp
á endanum sökum til-
litslausra ökumanna
sem voru greinilega að flýta sér mjög
mikið og þurftu endilega að taka fram
úr mér, þó ég hjóli á alveg þokka-
legum hraða... Þannig ég gafst upp og
setti hjólið á bakið bara og hélt á því á
gangstéttinni við mikinn fögnuð og
hlátur fyrrum skólabræðra...
Meira: saevarorn.blog.is
Anna Karlsdóttir | 7. febrúar 2008
Aðgát í nærveru sálar
Ég hugsa að maður leiði
of sjaldan hugann að
því að maður skyldi
hafa aðgát í nærveru
sálar. Ég er oft sjálf auð-
særð, þó ég láti ekki á
því bera. En ég held líka
að maður eigi að vera einlægur og
trúr sjálfum sér og sannfæringu sinni.
Hún er vandfarin sú lína að feta að
vera bæði hreinskilinn og nærgætinn.
...Það sem er best í heimi er gott
faðmlag, hrós stöku sinnum og gott
hláturskast.
Meira: volcanogirl.blog.is
Elfar Logi Hannesson | 7. febrúar 2008
Hetjur – Geggjuð
leiksýning
Kómedíuleikarinn var
veðurtepptur í borginni
um daginn og skellti sér
í leikhús, aldrei þessu
vant... Fyrir valinu var ð
leikurinn Hetjur eftir
Gerald Sibleyras í Borg-
arleikhúsinu. Hér er á ferðinni frábært
leikhúsverk þar sem textinn og efni
leiksins er í aðalhlutverki, í stað
tæknibrellna og undarlegra mús-
íkatriða einsog oft er og vill verða í
okkar leikhúsi í dag. ...
Meira: komediuleikhusid.blog.is
Björn Bjarnason | 5. febrúar 2008
Þriðjudagur, 05.02.08.
Í dag 5. febrúar er rétt ár
liðið frá því, að læknar
greindu mig með sam-
fallið hægra lunga og ég
var lagður inn á deild 12
E á Landspítalanum.
Sjúkrasöguna má lesa
hér á síðunni. Af heilsu minni er það að
frétta, að ég reyndist sannspár, þegar
ég taldi mig verða betri eftir en áður,
enda er ég viss um, að samfallið átti
sér nokkurn aðdraganda. Mér hefur
ekki orðið misdægurt, frá því að ég var
útskrifaður.
Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar ljúf-
lega um framgöngu mína í Silfri Egils í
24 stundir í dag og færi ég henni þakkir
fyrir. Hún segir, að blíða mín í garð RÚV
hafi ekki enst út sunnudaginn og hafi
ég breyst að nýju í „vígamann“, þegar á
daginn leið. Vísar hún þar til at-
hugasemdar minnar hér á síðunni við
það, hvernig orð mín voru afflutt á vef-
síðunni ruv.is. Reynsla mín er, að spuni
af þessu tagi verður ekki stöðvaður
nema sótt sé gegn honum af þunga,
annars teygir hann sig um allt, og hann
hafði náð inn á mbl.is úr hljóðvarpinu,
áður en varði. mbl.is sýndi þann mann-
dóm að leiðrétta rangfærsluna. Ég hef
ekki orðið var við neina leiðréttingu á
ruv.is .
Hin ranga útlegging á ruv.is varð ekki
til þess eins, að ég gripi til vopna
minna, því að hún hefur valdið
hræðslukasti hjá bréfritara á vefsíðu
Ögmundar Jónassonar, sem segir:
„Er ríkisstjórnin að verða galin?
Heyrði ég það rétt að dómsmálaráð-
herrann vilji gera björgunarsveitirnar að
einhverjum baksveitum fyrir lögreglu til
að berja niður óeirðir? Það var gott að
heyra í talsmanni Landsbjargar sem
vísaði þessu út í hafsauga og sagði að
sveitirnar væru til að bjarga og hjálpa
fólki en ekki til að berja á því. Hvers
vegna er ríkisstjórnin farin að óttast
óeirðir? Er það vegna þess að hún er
farin að trúa því að gerð verði uppreisn
gegn kjaramisréttinu í landinu sem fer
vaxandi af hennar völdum? ...“
Spyrja má: Var tilgangur spunans á
ruv.is að valda slíku uppnámi? Ekkert í
þeim orðum, sem ég lét falla í vinsam-
legu spjalli okkar Egils Helgasonar gaf
tilefni til þess. Ég vona, að Kolbrún
Bergþórsdóttir fyrirgefi, að ég skyldi
bregðast hart við til að kveða niður
ósannindi, sem kveikja hræðslu hjá
fólki, af því að það heldur að rík-
isstjórnin sé að verða „galin“.
Meira: bjorn.blog.is
BLOG.IS
SIGURVEIG Jóns-
dóttir leikkona and-
aðist á Landspítalan-
um í Reykjavík
sunnudaginn 3. febr-
úar síðastliðinn, lið-
lega 77 ára að aldri.
Sigurveig fæddist í
Ólafsfirði 10. janúar
1931. Foreldrar
hennar voru Jón
Steindór Frímanns-
son vélsmíðameistari
og frú Emma Jóns-
dóttir í Ólafsfirði. 14
ára gömul sigldi hún
til Akureyrar til að
fara í gagnfræðaskóla. Hún var
úrvalsnemandi og að loknu námi
starfaði hún um árabil hjá Land-
símanum á Akureyri eða þar til
hún varð að hætta vegna anna
sem leikkona. Eftir það helgaði
hún leiklistinni allt sitt líf.
Leiklistin átti hug Sigurveigar
frá barnsaldri og hún var fædd
leikari. Eftir að hún fluttist til
Akureyrar sótti hún öll námskeið
í leiklist sem völ var á og þátta-
skil urðu eftir að hún sótti nám-
skeið hjá finnskum leikstjóra.
Það skipti sköpum í hennar lífi og
eftir það tók hún þátt í sýningum
Leikfélags Akureyrar af fullum
krafti.
Fyrsta opinbera hlutverkið
fékk Sigurveig þegar hún var 18
ára en þá lék hún í
Orrustunni á Há-
logalandi. Í kjöl-
farið fylgdu margir
leiksigrar en hún
lék í fjölmörgum
leikritum hjá LA
og gjarnan burðar-
hlutverk. Eftir að
fjölskyldan fluttist
suður til Reykja-
víkur lék Sigurveig
auk þess í mörgum
útvarpsleikritum, í
sjónvarpi, meðal
annars í áramóta-
skaupum, og í
kvikmyndum. Síðasta kvikmynda-
hlutverk hennar var hlutverk
Kiddu í kjallaranum í Mávahlátri
en ennfremur lék hún stórt hlut-
verk í Djöflaeyjunni, Landi og
sonum, Hvítum mávum og fleiri
myndum. Hún las inn á myndir í
sjónvarpi og tók í raun allt að sér
sem hún komst yfir.
Eiginmaður Sigurveigar var
Valdimar Pálsson húsgagna-
bólstrari. Hann fæddist 22. ágúst
1931 og andaðist 8. október 1983.
Börn þeirra eru Sigrún Valdi-
marsdóttir lyfjafræðingur og Jón
Steindór Valdimarsson fram-
kvæmdastjóri. Barnabörnin eru
sex samtals. Sigurveig verður
jarðsungin frá Dómkirkjunni í
Reykjavík 18. febrúar.
Andlát
Sigurveig Jónsdóttir