Morgunblaðið - 08.02.2008, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.02.2008, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2008 31 voru fyrr- ningar á n stærsti þeir voru þeirra og umræðu. að greina voru þeir ir af hálfu dum með að slíkar ða í stjórn em fengu phæðirnar l leynd yf- min ekki klukku- afundinn. nd vekja annahags- inkahags- skýrt GGE voru drifaríkar stýrihóps- gilega vel rinna full- m sem eiga brýnt að ýrt þegar teknar. ni að far- sælla hefði verið fyrir Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson borgarstjóra að sækja sér umboð til borgarráðs auk þess sem umboð stjórnar REI hefði ver- ið á reiki. „Það orkar verulega tví- mælis að stjórnin hafi getað tekið mikilvægar og afdrifaríkar ákvarð- anir, án þess að leita samþykkis stjórnar OR sem var þó eigandi fyr- irtækisins,“ segir í skýrslunni en strax í framhaldi að stjórn REI hefði þó haft heimild til ákvarðana- töku. Einnig er vakin athygli á því að umboð stjórnenda OR og valdmörk þeirra séu óljós og því vakni áleitnar spurningar um ýmsar ákvarðanir þeirra. „Til að mynda var hluthafa- samkomulagið í REI við innkomu nýs hluthafa undirritað af starfandi forstjóra OR fyrir hönd fyrirtækis- ins án þess að fyrir lægi samþykki stjórnar um umboð hans.“ Að þessu sögðu þykir stýrihópn- um ljóst að umboð stjórnarmanna, fulltrúa eigenda eða stjórnenda til að taka stórar ákvarðanir er ekki skýrt. Margt þarf að endurskoða Stýrihópurinn leitaðist ekki við að finna sökudólga í úttekt sinni en telur frekar mikilvægt að bogar- fulltrúar og aðrir læri af því sem fór miður í samninga- og ákvarðana- tökuferli í málinu öllu. Segir í skýrslunni að margt þurfi að endur- skoða í ákvarðanatökuferli OR; verkferlar og valdmörk séu óskýr og ákvarðanir teknar án fullnægj- andi umræðu eða kynningu á gögn- um. „Sú staðreynd að aðeins einn borgarfulltrúi sat hjá við [afgreiðslu málsins 3. október], en aðrir borg- arfulltrúar greiddu atkvæði með málinu, staðfestir það traust sem borið er til þeirra upplýsinga og málsgagna sem lögð voru fram.“ Það er þó ekki aðeins innan OR þar sem breytinga er þörf því stýri- hópurinn gagnrýnir einnig að borg- arlögmaður hafi sent svar Reykja- víkurborgar við spurningum umboðsmanns Alþingis, um málefni REI og GGE, án samráðs við borg- arfulltrúa, en til þeirra beindi um- boðsmaður spurningunum. Þykir það sýna að fara þarf yfir verkferla víðar í borgarkerfinu. Komið er inn á að skerpa þurfi á þeim skilningi að borgarstjóri þurfi framvegis skýrt umboð meirihluta borgarstjórnar við meiri háttar ákvarðanir, og að sama skapi þurfi umboð fulltrúa borgarstjórnar í ráðum og fyrirtækjum borgarinnar að endurspegla vilja meirihlutans hverju sinni. tekt á málefnum Reykjavík Energy Invest og Orkuveitu Reykjavíkur var gerð opinber í gærdag Morgunblaðið/ÞÖK gli á því í skýrslunni að umboð stjórnenda OR og valdmörk þeirra séu óljós.  Meira á mbl.is/ítarefni afst kost- að í lög- að fara enda- til að mila frávik amnings gir í álits- am að ins geti nns mboð Vil- þáverandi dinum. manns Al- igenda ðu jafn- ræðisreglna og stjórnsýsluréttarins og reglunnar um málefnaleg sjón- armið þegar sveitarfélag ráðstafar eftirsóttum og fjárhagslegum gæð- um til einkaaðila og um nauðsyn auglýsinga um fyrirhugaða ráð- stöfun slíkra gæða. Andri telur að þau sjónarmið sem koma fram í bréfi umboðsmanns bendi frekar en ekki til þess, að slík- ar ráðstafanir sem þar eru til- greindar fái viðeigandi meðferð og skoðun hjá sveitarstjórn, ekki síst til að tryggja að ákvarðanataka um þessa þætti sé sem vönduðust og að gætt sé opinberra hagsmuna í hví- vetna. „Það er því álit mitt, að þáverandi borgarstjóri, V.Þ.V., hafi ekki haft umboð á fundi eigenda OR.“ ur mboð Stýrihópur borgarráðs um mál-efni REI og GGE leitaði álitstveggja hæstaréttarlög- manna, og eru álitin afar ólík. Lára V. Júlíusdóttir kemst þannig að þveröfugri niðurstöðu miðað við álit Andra Árnasonar – hér til hliðar – hvað varðar eigendafundinn og um- boð borgarstjóra. Lára segir það eina grundvall- arreglu félagaréttar að gæta að réttu formi við boðun funda. „Það er hlutverk fundarstjóra í upphafi allra funda að gæta að því að fundur hafi verið rétt boðaður. Hafi það ekki verið gert, kunna allar ákvarðanir fundarins að verða marklausar. Það er niðurstaða mín að þar sem ekki var rétt að boðun eigendafundarins staðið hafi fundurinn verið ólögmæt- ur,“ segir í álitsgerð Láru, en jafn- framt að þrátt fyrir það hafi stjórn- arfundur OR verið lögmætur. „Því má líta svo á að ákvarðanir sem ekki þurfi að bera undir eigendafund haldi því gildi sínu.“ Hins vegar telur hún að þær ákvarðanir sem teknar voru skuld- bindi OR fyrir fjárhæðum sem eru verulega yfir 5% af eigin fé OR, og því reynir ekki á lögmæti stjórn- arfundar. Fyrirkomulagi ekki breytt Ein spurninga stýrihópsins laut að umboði borgarstjóra, og hvort hann hefði mátt taka þær ákvarðanir sem hann tók á eigenda- og stjórn- arfundinum. Lára segist ekki sjá að neinar skýrar reglur séu til hjá Reykjavík- urborg sem skerði heimildir borg- arstjóra til ákvarðanatöku í tilvikum sem þessum. „Fram hefur komið að núverandi fyrirkomulag sé þannig að stjórn Orkuveitunnar taki allar ákvarðanir um rekstur fyrirtæk- isins. Það sama á við um Faxaflóa- hafnir, Sorpu og Strætó. […] Innan borgarstjórnar hefur nokkrum sinn- um verið rætt um að stærri ákvarð- anir Orkuveitunnar þurfi að ræða í borgarráði eða borgarstjórn. Fram hefur komið að minnihlutinn hafi rætt þetta á síðasta kjörtímabili, en breyting var þó ekki gerð á þessu fyrirkomulagi eftir kosningar. Það hefur því viðgengist að ákvarðanir OR séu ekki ræddar í borgarráði áð- ur en þær eru teknar í OR.“ Engar skýrar reglur sem takmarka heimildir borgarstjóra Fundargerð stjórnar og eig-endafundar OrkuveituReykjavíkur (OR), sem hald- inn var 3. október 2007, er hluti af skýrslu stýrihóps borgarráðs um REI-málið. Fulltrúar eigenda- fundar voru Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson frá Reykjavík, Gunnar Sigurðsson frá Akranesi og Páll S. Brynjarsson úr Borgarbyggð. Fulltrúar stjórnarfundar voru Haukur F. Leósson, Björn Ingi Hrafnsson, Gunnar Sigurðsson, Sig- rún Elsa Smáradóttir, Svandís Svavarsdóttir, Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson og Björn Bjarki Þor- steinsson. Auk þeirra sátu fundinn forstjóri OR, forstjóri REI og end- urskoðandi OR. Fundarstjóri var Helgi Jóhannesson og Anna Skúla- dóttir fundarritari. Svandís Svavarsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna, gerði athugasemd við lögmæti fundarins og lagði fram bókun um að boðun fundarins stæð- ist ekki með tilliti til 11. greinar sameignarsamnings OR. Því gæti hann ekki skoðast sem lögmætur. Fundarstjóri sagði fundinn lögmæt- an þar sem fulltrúar allra eigenda væru viðstaddir. Fundurinn samþykkti að OR keypti nýtt hlutafé í REI að fjárhæð 2,6 milljarðar á genginu 1,0. Einnig að hlutir OR í Hitaveitu Suðurnesja upp á 8,7 milljónir verði lagðir inn í REI á genginu 2,7 og fái hlutafé í REI að nafnverði 3,2 milljónir sem undanfara samruna REI og GGE. Einnig að OR samþykkti fyrirliggj- andi samning við REI um aðgang að tækniþjónustu o.fl. og forstjóra OR verði veitt heimild til undirritunar f.h. félagsins. Þá var lagt til að OR samþykkti samruna REI við GGE samkvæmt fyrirliggjandi samningi um breytingar á eignarhaldi REI og samruna REI við GGE þar sem REI yrði yfirtökufélag. Allar þessar tillögur voru sam- þykktar með atkvæðum fimm stjórnarmanna en fulltrúi Vinstri grænna sat hjá. Þá voru tillögurnar bornar upp fyrir eigendur og sam- þykktu tveir en fulltrúi Borg- arbyggðar sat hjá. Fulltrúar Sam- fylkingar og VG lögðu síðan til að fulltrúar OR í stjórn REI yrðu vald- ir frá faglegum forsendum að höfðu samráði við minnihlutann. Verði pólitískir fulltrúar valdir komi ann- ar frá minnihlutanum. Tillögunni var frestað. Fundargerð eigendafundarins BÆJARRÁÐ Akraness bókaði eft- irfarandi á fundi sínum í gær, 7. febrúar 2008, vegna skýrslu stýri- hóps um ,,REI-málið: ,,Bæjarráð Akraness lýsir yfir furðu sinni á því að skýrsla stýri- hóps um REI-málið svokallaða skuli birt opinberlega í dag áður en allir eignaraðilar hafa fengið hana í hendur og fjallað um hana. Svo virðist sem skýrsluhöfundur telji að málefni REI sé einkamál borgar- stjórnar Reykjavíkur, þar sem póli- tískir fulltrúar sem þátt tóku í at- burðarásinni geti rannsakað sjálfa sig og komist að sameiginlegri nið- urstöðu. Bæjarráð telur lítið mark takandi á slíkri skýrslu og átelur vinnubrögðin, þar sem sameigend- um hefur verið haldið utan við málið á öllum stigum þess. Ef tilefni þótti til að rannsaka þetta mál átti það að vera að frum- kvæði stjórnar Orkuveitunnar og til þess ráðinn óháður aðili. Slík skýrsla hefði verið trúverðug og getað varpað ljósi á alla málavexti. Bæjarráð ítrekar jafnframt óskir bæjarstjórnar við svörum við spurningum sem lagðar hafa verið fyrir formann stjórnar og forstjóra Orkuveitunnar.“ Pólitískir fulltrúar rannsökuðu sjálfa sig»Nýrri stjórn OR ásamt fulltrú-um eigenda verði falið að vinna að tillögum um frekari framtíðarstefnumótun fyrir Orku- veitu Reykjavíkur í anda þeirra skýrslu sem hér er lögð fram og þær tillögur hljóta svo að koma til meðferðar í þeim sveitarstjórnum sem í hlut eiga. »Stýrihópurinn telur að Orku-veitan eigi að vera áfram í 100% eigu sveitarfélaganna og leggur ríka áherslu á að meg- inhlutverk hennar sé að sinna al- mannaþjónustu. » Í vinnu stýrihópsins hefurkomið fram að Orkuveitan er ýmist talin starfa á sviði einka- réttar eða opinberrar stjórnsýslu. Stýrihópurinn er sammála um þá meginreglu að þau fyrirtæki eða stofnanir sem reknar eru fyrir op- inbert fé og í þágu almennings eigi að lúta almennum reglum um opinbera stjórnsýslu svo lýðræð- islegt aðhald sé ekki fyrir borð borið. Hópurinn leggur því til að í samvinnu Orkuveitunnar og eig- enda verði farið yfir lagaumhverfi fyrirtækisins, samstarfssamning um ákvarðanatöku og rekstur Orkuveitunnar. »Stýrihópurinn telur að starf-semi Orkuveitunnar líkt og stjórnsýslan verði að starfa fyrir kjörna fulltrúa, embættismenn að lúta pólitískum vilja og lýðræð- islegum ákvörðunum. Áhöld eru um hvort Orkuveitan hafi þróast of langt frá eigendum og á eigin forsendum. Hópurinn leggur því til að fundargerðir Orkuveitunnar verði hér eftir sendar borgar- og bæjarráðum til upplýsingar og umfjöllunar eftir atvikum. »Stýrihópurinn telur eðlilegtað REI verði áfram rekið með það hlutverk að sinna þró- unar- og fjárfestingarverkefnum á erlendri grund og það verði 100% í eigu OR. REI taki þátt í verkefnum erlendis eitt og sér eða með öðrum samkvæmt ákvörðun stjórnar REI og OR hverju sinni. Hópurinn leggur jafnframt áherslu á að lýðræð- islegt aðhald verði tryggt við stjórn REI. »Stýrihópurinn leggur til aðstjórn Orkuveitunnar skoði sérstaklega umboð stjórn- armanna, hvert sé valdsvið stjórnenda, embættismanna og umboð og jafnframt hvert hlut- verk kjörinna fulltrúa sé og með hvaða hætti hægt sé að sinna því og halda því til haga gagnvart kjósendum. Aðgangur kjörinna fulltrúa að upplýsingum verði jafnframt bættur, bæði fulltrúa meirihluta og minnihluta. »Stýrihópurinn er sammálaum að í ferlinu hafi orðið trúnaðarbrestur milli æðstu stjórnenda REI og Orkuveit- unnar annars vegar og ákveð- inna borgarfulltrúa hins vegar. Brýnt sé að endurvinna það traust. »Stýrihópurinn gerir það aðtillögu sinni að skýrslan verði kynnt í helstu stjórnum og fyr- irtækjum borgarinnar ásamt lyk- ilstofnunum og embætt- ismönnum. Í framhaldi af því verði skrifstofu borgarstjórnar falið að halda niðurstöðum og til- lögum skýrslunnar til haga við mögulega endurskoðun á sam- þykktum borgarinnar. Tillögur stýrihóps borgarráðs FL GROUP segir að ekkert hafi verið athugavert við aðkomu FL Group eða Geysir Green Energy í samningaviðræðum við Reykjavík Energy Invest og Orkuveitu Reykjavíkur eins og gefið sé til kynna í skýrslu stýrihóps Svandísar Svavarsdóttur. FL Group sé stærsti hluthafinn í Geysi með 43% eignarhlut og þrír starfsmenn fé- lagsins eigi sæti í sjö manna stjórn Geysis. „Markmið samrunans var að mynda leiðandi félag á heimsvísu á sviði jarðvarma þar sem Orkuveita Reykjavíkur yrði stærsti hluthafinn með um 36% eignarhlut og hlutur FL Group um 27%. Framlag FL Group til samrunans var eignar- hlutur félagsins í Geysi, auk þess sem félagið hugðist leggja inn um 6 milljarða króna í reiðufé. Framlag Orkuveitunnar var einungis í formi eignarhlutar í REI en þar hafði um- ræddur þjónustusamningur gegnt lykilhlutverki í mati á þeim verð- mætum. Það er því ljóst að sam- runaviðræður, gerð þjónustusamn- ings og annarra skjala var nátengt og fléttaðist saman í viðræðum milli REI og Geysis,“ segir m.a. í yfirlýs- ingu frá FL Group. FL Group segir ekkert athugavert ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.