Morgunblaðið - 08.02.2008, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 08.02.2008, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2008 47 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Aflagrandi 40 | Vinnustofa opin kl. 9-16.30, jóga kl. 9, boccia kl. 10, út- skurður og myndlist kl. 13, Grandabíó- bíóferð kl. 16, Brúðguminn, ný íslensk kvikmynd, skráning fyrir 6. febrúar. Árskógar 4 | Baðþjónusta kl. 8.15-16, opin smíðastofa kl. 9-16.30, hátíð- arbingó kl. 13,30, góðir vinningar í boði. Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, böð- un, almenn handavinna, morgunkaffi/ dagblöð, fótaaðgerð, hádegisverður, kertaskreyting, kaffi. Dalbraut 18-20 | Vinnustofa í hand- mennt opin kl. 9-16 m/ leiðb. annan hvern föstudag kl. 13-16. Félag eldri borgara í Kópavogi | Fé- lagsfundur í Félagsheimilinu Gjá- bakka 9. febrúar kl. 14. Á dagskrá eru húsnæðismál aldraðra í Kópavogi, framsöguerindi halda Aðalsteinn Sig- fússon félagsmálastjóri og Jóhann Árnason, framkvæmdastjóri Sunnu- hlíðar. Harmonikuleikur og kaffiveit- ingar. Félag eldri borgara, Reykjavík | Bók- menntaklúbbur kl. 13, umsjón Sig- urjón Björnsson. Félagsfundur í Stangarhyl 4 á morgun, laugardag, kl. 14. Kynntar verða tillögur um breytingar á lögum Félags eldri borg- ara í Reykjavík. Félagsheimilið Gjábakki | Málm- og silfursmíði og bossía kl. 9.30, jóga hjá Birgi kl. 10.50, hádegisverður, heitt á könnunni til kl. 16 og félagsvist kl. 20.30. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Vefn- aður, jóga, ganga, leikfimi kl. 9, há- degisverður, gleðigjafarnir syngja kl. 14. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Vatnsleikfimi kl. 12, félagsvist í Jóns- húsi kl. 13, ullarþæfingarklúbbur kl. 13, leikhúsmiðar á leikritið Ivanov í Þjóðleikhúsinu 20. feb. nk. seldir í Jónshúsi – ekki er hægt að greiða með korti. Félagsstarf Gerðubergs | Vinnustof- ur opnar kl. 9-16.30, prjónakaffi/ bragakaffi kl. 10, frá hádegi spilasalur opinn, Gerðubergskórinn á Sóltúni kl. 14, fræðslu- og skemmtidagskrá í Breiðholtsskóla, m.a. fyrirlestur Ja- nusar Guðlaugssonar kl. 15.30, „Við eldumst öll, hugum að heilsunni“, kórsöngur o.m.fl. Veitingar í boði. Furugerði 1, félagsstarf | Furugerði 1, félagsstarf. Í dag kl. 9 aðstoð við böð- un, kl. 14, framhaldssagan. Kl. 15 kaffiveitingar. Hraunbær 105 | Kaffi, spjall, blöðin kl. 9, opin handavinnustofa kl. 9-12, baðþjónusta kl. 9-14, hádegismatur kl. 12, bingó kl. 14, bókabíllinn kl. 14.45 og kaffi kl. 15. Hraunsel | Morgunrabb kl. 9, leikfimi kl. 11.30, bridge kl. 13, boccia kl. 13.30. Hvassaleiti 56-58 | Opin vinnustofa kl. 9-12, postulínsmálning, jóga kl. 9- 11, Björg F. Böðun fyrir hádegi. Hádeg- isverður kl. 11.30. Hársnyrting. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Morg- unkaffi-blaðaklúbbur kl. 10, leikfimi kl. 11, opið hús, spilað kl. 13. Kaffiveit- ingar. Norðurbrún 1 | Smíðastofa og handa- vinnustofa eru opnar kl. 9-16, mynd- list kl. 9-12, leikfimi kl. 13, hárgreiðslu- stofa 588-1288. Fótaaðgerðarstofa 568-3838. Vesturgata 7 | Hárgreiðsla og fóta- aðgerðir, handavinna, spænska – byrjendur, hádegisverður, sungið v/ flygilinn, kaffiveitingar og dansað í aðalsal. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja, leirmótun kl. 9, morgunstund, leik- fimi, bingó kl. 13.30 í félagsmiðstöð- inni óháð aldri og búsetu. Uppl. í síma 411 9450. Kirkjustarf Aðventkirkjan á Suðurnesjum | Á morgun, 9. febrúar kl. 11, bjóðum við þig velkominn í safnaðarheimili okkar að Blikabraut 2 í Rnb. Formaður að- ventista á Íslandi, séra Eric Guð- mundsson, mun koma í heimsókn og stýra biblíurannsókn og vera með hugleiðingu. Súpa og brauð eftir samkomuna. Aðventkirkjan í Árnesi | Á morgun kl. 10 bjóðum við þig velkominn til að rannsaka með okkur Biblíuna, barna- dagskrá, guðsþjónusta hefst kl. 11. Jón Hjörleifur Stefánsson verður með hugvekju. Aðventkirkjan í Reykjavík | Á morg- un bjóðum við þér að koma og rann- saka með okkur Biblíuna kl. 11, barna- og unglingadagskrá, umræðuhópur á ensku. Guðsþjónustan hefst kl. 12, ræðumaður er Birgir Óskarsson jarð- fræðingur. Aðventkirkjan í Vestmannaeyjum | Við fáum góða gesti frá Hlíðardals- skóla í Ölfusi í heimsókn á laugardag- inn. Þau munu sjá um biblíurannsókn- ina kl. 10.30 og guðsþjónustuna kl. 11.30. Aðventsöfnuðurinn í Hafnarfirði | Á morgun verðum við með samkomu í safnaðarheimili okkar í Hólshrauni 3, kl. 11. Séra Björgvin Snorrason verður með biblíurannsókn og ræðuna, barna- og unglingadagskrá, enskur umræðuhópur, súpa og brauð að samkomunni lokinni. Breiðholtskirkja | Foreldramorgunn kl. 10-12. Mömmur, pabbar, afar, ömm- ur og dagmæður sérstaklega velkom- in. Hallgrímskirkja | Starf fyrir eldri borgara kl. 11-14. Leikfimi, súpa, kaffi og spjall. Hjálpræðisherinn á Akureyri | Laug- ardagskvöldið kl. 20 verður sam- koma á Hjálpræðishernum á Ak- ureyri. Yfirmenn Hjálpræðishersins á Íslandi, Noregi og í Færeyjum, Gudrun og Carl Lydholm, tala. Selfosskirkja | Þriðjudaga til föstu- daga eru morgunbænir í Selfoss- kirkju kl. 10, kaffisopi á eftir. Sr. Gunn- ar Björnsson. 60ára afmæli. Sextugurer í dag 8. febrúar, Ár- sæll Baldvinsson Krummahól- um 8, Reykjavík. dagbók Í dag er föstudagur 8. febrúar, 39. dagur ársins 2008 Orð dagsins: Þú hefur breytt eftir mér í kenningu, hegðun, ásetningi, trú, langlyndi, kærleika, þolgæði. (Tím. 3, 10.) Skotíþróttafélag Hafnarfjarðarhefur starfað frá árinu 1965og sérhæfir sig í iðkunólimpískrar haglabyssuskot- fimi. Ferdinand Hansen, formaður fé- lagsins, segir frá starfinu: „Félagið opnaði árið 1999 fyrsta flokks að- stöðu til skeet-skotfimi á Iðavöllum í Kapelluhrauni, og þar er einnig hægt að stunda nordisk-trap-skotfimi. Æf- inga- og keppnistímabil félagsins hefst í apríl og stendur til loka ágúst, og höfum við haldið eitt alþjóðlegt mót á hverju ári,“ segir Ferdinand en virkir félagsmenn í Skotíþrótta- félaginu eru rúmlega hundrað. Ferdinand segir mikla grósku í skeet-skotfimi um allt land, en íþrótt- in er með elstu ólympísku keppn- isgreinunum: „Íþróttin er í senn að- gengileg og flókin, skotið er á leirdúfur af átta mismunandi pöllum, og í tveimur ólíkum stöðum á hverj- um palli. Það er skemmtileg áskorun að hæfa leirdúfuna, og auðvelt að ánetjast sportinu,“ segir hann. „Marg- ir félagsmenn eru skotveiðimenn sem koma til okkar til að æfa sig fyrir veiðar, en uppgötva fljótt hversu skemmtileg skeet-skotfimi getur verið og byrja að æfa íþróttina.“ Námskeið hefjast í vor Lágmarksaldur til að iðka skotfimi á Íslandi er 15 ár, og heldur SÍH byrjendanámskeið í haglabyssuskot- fimi á hverju vori. Þar eru kennd grunnatriði í skotfimi og öðlast þátt- takendur grunnþekkingu á byssum og skotfærum, samfara því að læra örugga meðferð skotvopna. „Um er að ræða íþrótt sem hentar jafnt körl- um og konum, ungum og öldnum, og er gaman að geta þess að töluverð gróska er í skotfimi kvenna,“ segir Ferdinand. „Þeir sem hafa áhuga á að stunda skotfimi hjá félaginu geta haft samband í gegnum heimasíðuna okkar, þar sem einnig er fáanlegt eyðublað til skráningar í félagið.“ Finna má nánari upplýsingar um Skotíþróttafélag Hafnarfjarðar á slóðinni www.sih.is. Þar er meðal annars að finna myndir úr starfi fé- lagsins og jafnframt eru birtar á vefnum tilkynningar um viðburði á vegum félagsins. Tómstundir | Skotíþróttafélag Hafnarfjarðar heldur námskeið og æfingar Gróska í skotfimi  Ferdinand Han- sen fæddist í Hafn- arfirði 1955. Hann lauk námi í húsa- smíði frá Iðnskól- anum í Hafn- arfirði, hlaut meistararéttindi og útskrifaðist sem framleiðslutæknir í Danmörku. Ferdinand hefur sinnt ýmsum störfum við trésmíði og fram- leiðslu, en hann hefur verið ráðgjafi hjá Samtökum Iðnaðarins frá 1999. Hann hefur verið meðlimur í Skot- íþróttafélagi Hafnarfjarðar frá 1975. Eiginkona Ferdinands er Jóhanna Tryggvadóttir ritari og eiga þau þrjú börn. Tónlist Langholtskirkja | Brúðkaup Fíg- arós eftir Wolfgang Amadeus Mozart, 11. og 13. febrúar kl. 20. Laugardalshöll | Sgt.Pepper’s Lonely Hearts Club Band Ein merkasta hljómplata allra tíma flutt í heild sinni á glæsilegum sinfóníutónleikum í Laugardals- höll, laugardaginn 22. mars. Fram koma fremstu söngvarar landsins og rokksveit Jóns Ólafssonar ásamt 40 hljóðfæraleikurum úr Sinfóníuhljómsveit Íslands. Miða- sala hefst 12. febrúar á midi.is. Norræna húsið | Sigurður Hall- dórsson, selló, Daníel Þor- steinsson, píanó, og sérstakur gestur: Marta Hrafnsdóttir, halda tónleika á Myrkum músíkdögum kl. 12.15, í Norræna húsinu. Myndlist Anima gallerí | Elín Anna Þór- isdóttir opnar sýningu í nýju hús- næði Anima gallerís að Freyju- götu 27 í dag kl 17. Elín útskrifaðist með BA-gráðu frá- Listaháskóla Íslands árið 2004. Þetta er fjórða einkasýning henn- ar en hún hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýninga, bæði hér heima og erlendis. Efnistök Elínar hafa verið í mörgum miðlum þar sem oft má sjá afrakstur gjörn- inga eða hlutverkaleiks sem oftar en ekki er spunnið á staðnum. Sýningin stendur til 23. febrúar í Anima galleríi, Freyjugötu 27 (við Njarðargötu). Opið fim. fös. og lau. kl. 13 - 17. www.animagalleri.is Norræna húsið | Ólátagarðurinn, vettvangur óheflaðrar sköpunar, verður opnaður almenningi öðru sinni á komandi Vetrarhátíð, 7.-9. febrúar, í Norræna húsinu; sam- sýning 7 listamanna sem allir hafa grunn í graffití og hafa iðkað það listform í nokkur ár. Leiklist Halaleikhópurinn | 9. febrúar nk. mun Halaleikhópurinn frumsýna Gaukshreiðrið eftir Dale Was- serman. Leikstjóri er Guðjón Sig- valdason. Sýnt verður í Halanum, Hátúni 12 (Sjálfsbjargarhúsinu). Nánari upplýsingar og áframhald- andi sýningarplan má finna á http://www.halaleikhopurinn.is/. Mikið var um dýrðir á afmælishátíð hindúagúrúsins Bawa Lal Dyal Ji Maharaj sem fram fór í gær í borginni Amritsar á Norður-Indlandi í gær. Gestir voru skrautbúnir samkvæmt gömlum hefðum í skrúðgöngu til heiðurs meistaranum. Andlitsmálningin er ekki ósvipuð þeirri sem mátti sjá á íslenskum börnum síð- astliðinn miðvikudag. Afmælisgleði á Indlandi FRÉTTIR KÍNVERSK áramót verða haldin í Gallery Kína, Ármúla 42, 108 Reykjavík, helgina 9. og 10. febrúar, en nú er hafið ár rottunnar í Kína. Laugardaginn 9. febrúar verður opið hús kl. 10-17. Kynnt verður kínverk menning og saga, list og hefðbundnar kínverskar lækn- ingar þar sem kínverskir læknar verða til staðar frá Heilsudrek- anum, Skeifunni 3j. Einnig verður hægt að sækja ráðgjöf varðandi ferðir til Kína hvort það er á eigin vegum eða viðskiptaerindum. Sunnudaginn 10. febrúar kl. 13-17 verður aðaláhersla lögð á kín- verskt tungumál og hvernig hægt er að fá kennslu í málinu. Einnig verður boðið upp á einkaviðtöl, þar sem fólk getur spurt um allt varðandi Kína og menningu þess. Kynning verður á kínverskri leikfimi, heilsutei og Feng Shui. Báða dagana verða vörur boðnar á hátíðarverði, segir m.a. í fréttatilkynningu. Rottan heilsar með nýju ári ÍSLANDSMÓTIÐ í 5 & 5 dönsum, með frjálsri aðferð, fer fram nk. laugardag og sunnudag í Laugar- dalshöll. Keppnin hefst á laugard. kl. 13.00 og stendur til kl. 21.00 og á sunnudeginum á milli 11.00 og 15.00. Það er mótanefnd Dansíþrótta- sambands Íslands (DSÍ) sem skipu- leggur keppnina og er áætlaður fjöldi þátttakenda á þriðja hundrað- ið. Dómarar eru fimm og koma allir víðsvegar að úr Evrópu. Að sögn for- manns DSÍ, Bjargar Jakobsdóttur, er þetta einn af hápunktum dansver- tíðarinnar á hverju ári og spennandi að sjá hvernig keppendur koma und- irbúnir undir þessa sterku keppni. Íslandsmót í dansi í Höllinni Fáðu sms-fréttir í símann þinn af mbl.is NÝSKÖPUNARVERÐLAUN forseta Íslands verða afhent að Bessastöðum síðar í þess- um mánuði. Verðlaunin eru veitt árlega þeim námsmönn- um sem hafa unnið framúr- skarandi starf við úrlausn verkefnis sem styrkt var af Nýsköpunarsjóði námsmanna. Markmið sjóðsins er að stuðla að nýsköpun, jafnt fyrir atvinnulíf sem á fræðasviði. Alls bárust sjóðnum 252 um- sóknir um styrki fyrir sumarið 2007. 106 verkefni hlutu styrk og voru þau unnin af 120 stúd- entum. Sjóðurinn er fjár- magnaður með framlögum frá ríki, Reykjavíkurborg og Framleiðnisjóði landbúnaðar- ins auk þess sem önnur sveit- arfélög hafa tekið þátt í fjár- mögnuninni. Rannsóknamiðstöð Íslands gefur verðlaunin í ár. Eftirfarandi verkefni eru tilnefnd í ár: Gráa gullið: Nemandi Sig- urlaug R. Sævarsdóttir. Markmið verkefnisins er að setja fram drög að heildstæðri stefnumótun í málefnum eldri starfsmanna hjá Reykjavíkur- borg með tillögum um raun- hæfar aðgerðir. Pattern Finder – Greining- arforrit til munsturgreiningar. Nemandi Gunnsteinn Hall. Pattern Finder er forrit til at- burða- og mynstursgreininga, ætlað til að greina hegðunar- mynstur dýra. ICCE – Icelandic Carbon Credit Exchange. Nemandi Bergþóra Arnarsdóttir. Við- skiptahugmyndin og nýsköp- unarverkefnið ICCE fól í sér að undirbúa stofnun íslenskrar viðskiptastofu með losunar- heimildir gróðurhúsaloftteg- unda og rannsaka ítarlega grundvöll og forsendur slíkrar stofu. Rafskautanet fyrir fingur- endurhæfi. Nemandi Arna Óskarsdóttir. Í verkefninu voru hannaðar og búnar til frumgerðir af neti í formi hanska fyrir hendur á þverlöm- uðum einstaklingi (einstakling- ur lamaður fyrir neðan háls) til að auka hreyfigetu í fingrum með raförvun. Víxlflæði súrefnis milli æða í sjónhimnu manna. Nemandi Egill Axfjörð Friðgeirsson. Verkefnið miðaði að því að skoða svokallað víxlflæði í sjónhimnu en það er þegar súr- efni flæðir beint milli slag- og bláæða án viðkomu í háræða- netinu. Fimm verkefni tilnefnd til verðlauna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.