Morgunblaðið - 08.02.2008, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 08.02.2008, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Elsa AðalheiðurVestmann fædd- ist 10. júlí 1928. Hún andaðist 31. janúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Þorvaldur Vest- mann banka- gjaldkeri á Ak- ureyri og Margrét Vestmann hús- freyja. Elsa var næstelst fimm systkina, hin eru Þórlaug (látin), Elsa, Aðalsteinn, Jóna og Friðrik Rúdy. Elsa giftist hinn 30. nóvember 1946 Halli J. M. Sveinssyni frá Framnesi í Glerárþorpi, f. 19.7. 1921, og eignuðust þau þrjár dæt- ur og þrjá syni sem öll eru á lífi. Þau eru: 1) Margrét Hrefna f, 1946, maki Reynir Hjartarson, þau eiga 3 börn og 8 barnabörn, 2) Sigursveinn Jón, f. 1949, maki Ingibjörg Guðjónsdóttir, þau eiga 2 börn og 3 barnabörn, 3) Þor- valdur Ómar, f. 1953, maki Kristrún Þórhallsdóttir, þau eiga 3 börn og 3 barnabörn, 4) Unn- ur Elva, f. 1959, maki Heiðar Karl Ólafsson, þau eiga 3 börn og 5 barna- börn, 5) Sævar Örn, f. 1963, maki Bryn- dís Valtýsdóttir, þau eiga dóttur og 2 barnabörn og 6) Auður Ásta, f. 1966, maki Birgir Árna- son, þau eiga dóttur og barna- barn. Elsa og Hallur bjuggu allan sinn búskap í Glerárhverfi, í Framnesi og síðan lengst af í Skarðshlíð 36, þau unnu bæði mestan hluta starfsævi sinnar hjá Iðnaðardeild Sambandsins á Gler- áreyrum. Útför Elsu fer fram frá Ak- ureyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Í dag er til moldar borin Elsa Vestmann og er mér bæði ljúft og skylt að kveðja hana með nokkrum orðum og þakka löng kynni. Ég kynntist henni fyrir meira en fjörutíu árum er ég kom inn í hennar fjöl- skyldu sem kærasti elstu dótturinn- ar. Elsa kom þá strax fram af hrein- lyndi og hjálpsemi og nutum við unga parið aðstoðar hennar í hvívetna við að fóta okkur á brautum lífsins. Hún taldi aldrei eftir sér að rétta hönd til aðstoðar ef þurfti þótt hún væri með stórt heimili og ynni þar að auki mik- ið utan þess. Elsa var ein af þessum hvunndags- hetjum sem ekki fer mikið fyrir en eru þó þær persónur sem skipta hvað mestu máli í lífi annarra þegar að er gáð. Hún barst ekki á og gumaði ekki af verkum sínum heldur kaus frekar að koma að verkum án hávaða, en ef henni fannst þurfa lét hún fólk heyra hvað henni þótti og gat þá gustað af henni. Maður var aldrei í vafa hvar maður hafði Elsu, hún var hvergi hálf. Það var oft margt um manninn við eldhúsborðið hjá Elsu og Halli og alltaf var stutt í að hægt væri að galdra fram veislu að gömlum og góðum íslenskum heimilissið. Ef sköpuðust umræður um landsins gagn og nauðsynjar eða hvað sem var, hafði hún skoðanir og lét þær í ljós. Synir mínir borðuðu hjá ömmu í Skarðshlíðinni í hádeginu mörg sum- ur er þeir unnu á Akureyri og hafði sá eldri, Sveinn, sérstakt lag á að koma á umræðum þar sem skoðanir voru skiptar þar sem hvorugt þeirra sparaði sig og endaði oft í því sem öðru fólki fannst rifrildi en síðan máttu þau aldrei hvort af öðru sjá, þetta var þeirra stíll, þau höfðu mikið samband til loka með sömu for- merkjum, gríni og hálfkveðnum vís- um. Elsa var gjafmild kona og á öllum hátíðum færði hún gjafir og nutu barnabörn og barnabarnabörn þess í ríkum mæli og meira að segja var hún búin að láta konu mína hafa pen- inga til að kaupa afmælisgjöf til gjafa innan fjölskyldunnar eftir sinn dag, þannig var hún, allt varð að vera klárt. Ég er búinn að fylgja þessari fjöl- skyldu mestan part lífs míns og hef því fyrir margt að þakka og er svo einnig með börn mín þrjú, Lilju, Svein og Hall og barnabörnin átta sem eiga eftir að sakna skarðsins eft- ir langömmu sem ekki verður fyllt en minningin er þeirra. Elsa hafði barist við veikindi um nokkurn tíma af einstæðri hörku og lét ekki undan stríðum áföllum, bjó uppi á þriðju hæð í Skarðshlíðinni og var ekki tilbúin að færa sig um set þótt það væri orðað til að létta þeim hjónum dagsins amstur, þar var heimili hennar og þegar hún loks hóf hina hinstu för þaðan tveim sólar- hringum fyrir andlátið og sjúkrabíll- inn kom að sækja hana neitaði hún að fara í börurnar heldur gekk niður stigana með því að fá súrefni og umönnun á hverjum stigapalli og vildi ekki láta bera sig út af sínu eigin heimili og má ætla að hún hafi gert sér grein fyrir að þetta væri hinsta ferðin þaðan. Þannig hélt hún reisn sinni allt til loka eins og hinar sönnu hetjur gera á örlagastundum. Ber að þakka sjúkraflutningamönnunum fyrir skilning og þolinmæði. Blessuð sé minning hennar. Reynir Hjartarson. Elsku amma mín, mig langar að kveðja þig með örfáum orðum. Frá því ég var 5 ára skotta hef ég notið þeirra forréttinda að búa að- eins nokkrum skrefum frá þér. Öll grunnskólaárin mín var það hluti af minni daglegu rútínu að hlaupa upp til þín og afa eftir skólann, spjalla um daginn og veginn og oftar en ekki fá brauð og mjólk, því þú varst jú alltaf að baka. Allar sumarbústaðaferðirn- ar, bíltúrarnir með ykkur afa og svo ótal margt fleira eru stundir sem ég er ótrúlega þakklát fyrir í dag. Áhug- inn sem þú sýndir syni mínum eftir að hann fæddist er mér líka ógleym- anlegur og mun ég deila minningum mínum með honum í framtíðinni. Elsku amma, nú hefur þú fengið hvíldina sem þú varst farin að þrá undir það síðasta. Ég veit að þér líð- ur vel núna og að þú passar uppá okkur öll. Hvíldu í friði. Þín Sigurbjörg Rún (Bogga). Þegar við hugsum til baka og minnumst ömmu Elsu, eða ömmu uppi, eins og við sögðum alltaf, eru það þessar hefðbundnu fjölskyldu- stundir sem verma hjartað mest og best. Eins og gamlárskvöldin í Skarðshlíðinni. Það var hápunktur ársins þegar við frændsystkinin hitt- umst þar öll saman og sprelluðum langt fram eftir nóttu. Svo voru það auðvitað öll ferðalögin sem við fórum saman. Þá fengum við nú oft að fara með þér og afa í bílnum og það var mikið sport fyrir okkur krakkana. Þá var líka venjan að stoppa hjá Þor- valdi víðförla og fá okkur nesti. Þá stund notuðum við krakkarnir líka vel til að teygja úr okkur og fá smá útrás áður en við héldum ferðinni áfram. Sumarið 94 fluttum við svo til Ak- ureyrar, Hallur Geir flutti nokkrum vikum á undan hinum og þær vikur bjó hann hjá ykkur. Við fluttum svo bara tveim hæðum fyrir neðan ykkur og það hefur verið ómetanlegt að hafa ykkur svona nálægt. Í seinni tíð hafa svo börnin okkar notið þess að hafa ykkur svona nærri og hafa verið dugleg að fara upp til ykkar og oftar en ekki komið til baka með ís og ann- að gotterí. Guð geymi þig, elsku amma. Minning þín lifir Hallur Geir, Jenný Dögg og fjölskyldur Elsku amma. Þrátt fyrir veikindi þín var andlát þitt óvænt og skyndi- legt. Það er svo ótrúlega erfitt að sætta sig við að þú sért ekki lengur hjá okkur. En eftir standa minningar um yndislega konu, konu sem var engin venjuleg amma heldur eitt- hvað mikið meira. Sagt er að menn uppskeri eins og til er sáð og það má heimfæra yfir á ykkur afa. Þið hélduð svo vel utan um ört vaxandi hópinn ykkar og voruð til staðar fyrir alla. Hjá ykkur var alltaf opið hús, allir velkomnir og glatt á hjalla. Það þurfti engin tilefni til að hittast og vera saman. Uppskeran er fjölskylda sem stendur svo þétt sam- an að það hlýtur að teljast óvenju- legt. Þú varst og mátt svo sannarlega vera stolt af hópnum þínum. Ég er ótrúlega þakklát fyrir að hafa fengið að hafa þig í mínu lífi. Þú varst einstök, ekki bara í mínum huga heldur svo ótal margra. Þú ert fyrirmynd mín, þér vil ég líkjast. Kveðja, Rósfríður F. (Rósa). Elsku amma. Ég var svo lánsöm að eiga þig að. Þú varst ekki bara amma mín heldur ein af mínum bestu vinkonum. Við gátum setið tímunum saman og spjallað um allt milli himins og jarð- ar. Þér gat ég sagt allt, fékk ávallt hreinskilin svör, góð ráð, hvatningu og hrós. Stundirnar með þér eru ómetanlegar. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Valdimar Briem.) Þú varst einstök kona, fyrirmynd okkar í fjölskyldunni, elskuð og dáð af okkur öllum. Hvíldu í friði, elsku amma mín. Þín Elsa Ösp. Elsku langamma, besta langamma í öllum heiminum. Ég mun sakna mánudagskaffisins og besta súkku- laðisins sem þú keyptir alltaf handa mér. Alltaf þegar ég fer að sofa hugsa ég til þín og þá knúsa ég bangsann minn sem heitir Elsa í höf- uðið á þér. Takk fyrir allar stund- irnar sem við áttum saman, ég mun aldrei gleyma þeim. Ég veit að núna ertu á góðum stað, elsku Elsa amma. Hvíldu í friði. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum í trú á að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni veki þig með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Þinn langömmustrákur Andri Már. Elsa Aðalheiður Vestmann ✝ Lilja Jónsdóttirfæddist í Ás- múla í Ásahreppi, 4. október 1917. Hún lést á Elliheimilinu Grund 30. janúar síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Jóns Jónssonar, bónda í Ásmúla, f. 1.3. 1880, d. 23.5. 1950 og konu hans Ólafar Guðmunds- dóttur, f. 3.3. 1878, d. 19.7. 1961. Systkinin í Ás- múla voru tíu talsins og var Lilja áttunda í röðinni. Hin voru Guð- björg Helga, f. 13.4. 1907, d. 18.6. 1995, Ólafía, f. 16.11. 1908, d. Lilja var einn vetur við nám á Laugarvatni. Einnig vann hún nokkra vetur á saumastofu í Reykjavík. Lífsstarf hennar varð við bú foreldra sinna og síðan bræðra. Hún var virk í ungmenna- félaginu í Ásahreppi. Í Ásmúla var alltaf mikill gestagangur, sér- staklega á sumrin. Lilja og bræður hennar, Guðjón og Guðmundur, brugðu búi og fluttu til Reykjavík- ur árið 1979. Lilja og systir henn- ar Þórunn byggðu sér lítinn sum- arbústað í landi Ásmúla og þær nutu þess að vera þar á sumrin. Guðmundur, bróðir Lilju, fluttist á Grund vorið 2003. Í októbermán- uði 2004 brotnaði Lilja illa á mjöðm, heilsunni hrakaði og hún flutti á Elli- og dvalarheimlið Grund í febrúar 2006. Útför Lilju fer fram frá Kálf- holtskirkju í Ásahreppi í dag og hefst athöfnin klukkan 14. 26.12. 1973, Björg- vin, f. 18.10. 1909, d. 5.5. 1970, Guðjón, f. 13.3. 1911, d. 12.9. 1992, Kristjana, f. 24.6. 1912, d. 7.4. 1988, hennar maður Nikolai Elíasson, f. 24.6. 1912, d. 11.8. 1984, Guðmundur, f. 8.4. 1914, d. 22.11. 2007, Ingólfur, f. 18.7. 1916, d. 19.8. 1991, kona hans María Guðbjarts- dóttir, f. 6.2. 1920, Þórunn, f. 23.8. 1920, d. 4.8. 2000, og Dagbjört, f. 6.12. 1921, hennar maður Guðmundur Ásgeir Jóns- son, f. 21.1. 1926, d. 13.6. 1982. Nú þegar Lilja móðursystir mín kveður hrannast upp minningar lið- inna ára. Lilja sagði mér ýmislegt frá þeim árum þegar hún var ung. Það var gaman að skoða með henni myndirnar frá þeim tíma. Hún var virk í ung- mennafélaginu í Ásahreppi og það var gaman að fara með henni í ungmenna- félagsgarðinn sem hún var svo stolt af. Það var líka gaman að hlusta á hana spila á orgelið. Hún hafði mikla ánægju af að spila og syngja. Ennþá er ljóslifandi minningin frá 70 ára af- mæli afa þegar húsið var fullt af kátu fólki, allir sungu og Lilja lék á orgelið viðstöðulaust svo svitinn rann af henni. Mörg okkar systkinabarnanna voru þar í sveit í Ásmúla á yngri árum og Lilja og bræðurnir létu sér mjög annt um okkur. Þegar ég átti orðið dætur fóru þær í sveitina með ömmu sinni og ekki var síður dekrað við þær. Þegar Lilja sagði mér frá gamla tímanum átti hún til að fara með ógrynni af vísum sem voru ortar af bræðrum hennar og nágrönnum um hin ýmsu tilvik í sveitinni. Þá hló hún svo dátt og við skemmtum okkur vel. Ég fékk stundum að heyra sögurnar sem voru kveikjan að vísunum. Í veikindum ömmu lýsir það sér vel hve fórnfús Lilja var en amma lá mörg ár rúmföst heima í Ásmúla. All- an þann tíma vék Lilja ekki frá henni og reyndi að láta henni líða sem best. Þannig hugsaði hún líka um aðra, vildi láta öllum líða vel. Lilja var kjarnakona, dugnaðar- forkur sem hélt sínu striki. Hún hafði áhuga á að læra á bíl og þó seint væri lét hún verða af því. Sumir sögðu að það væri ekki vænlegt fyrir konu á hennar aldri. Hún hélt það nú, það hefðist ekkert nema með því að reyna það. Þetta var merkilegt og dálítið mótsagnakennt við skoðanir hennar þar sem bifreiðaakstur var karl- mannsverk. Hún hafði nefnilega skoðun á hlutverkum kynjanna og hló reyndar sjálf að þeim skoðunum sínum. Lilja náði bílprófinu eins og við var að búast og naut þess veru- lega. Í framhaldinu héldu þær systur, Lilja og mamma, norður í land að skoða sig um og heimsækja kunn- ingja. Lilja og bræður hennar brugðu búi og fluttu til Reykjavíkur árið 1979. Rætur systkinanna voru sterkar til sveitarinnar sinnar. Bræðurnir sáu til þess að Lilja og systir hennar, Þór- unn mamma mín, gátu byggt sér lít- inn sumarbústað í landi Ásmúla og þær nutu þess að vera þar á sumrin. Þá kom sér vel að Lilja var ágætur ökumaður og þær voru engum háðar. Eftir að mamma lést í ágúst árið 2000 fækkaði heldur ferðum Lilju í sum- arbústaðinn. Hún sagðist sakna syst- ur sinnar. Á 85 ára afmæli Lilju hittist fjöl- skyldan og vinir hennar á Hótel Sögu. Það var mikil upplifun fyrir hana og gott að finna hvað henni þótti vænt um allt þetta fólk sem kom til þess að fagna með henni. Ég og fjölskylda mín þökkum Lilju með söknuði allar samverustundirn- ar en ég veit að svona vildi hún kveðja. Lítill dóttursonur minn fór að gráta þegar honum var sagt að nú væri Lilja farin til Guðs. Þegar hann jafnaði sig aðeins sagði hann: „En hún sem var svo spræk þegar við fór- um til hennar síðast.“ Ég þakka starfsfólki Grundar fyrir góða aðhlynningu og frábært starf. Elsku Dæja mín, Guð gefi þér styrk í sorginni. Blessuð sé minning Lilju Jónsdóttur frá Ásmúla. Rut Guðmundsdóttir Stundum verður til vinátta sem öllu öðru er fegurri. Vinátta sem fylgir okkur alla tíð, og þó vinurinn kveðji fer hann ekki heldur er alltaf með okkur. Þannig var vinátta tvíburanna okk- ar og Lilju á miðhæðinni þrátt fyrir 80 ára aldursmun. Lilju kynntumst við þegar við fluttum í Goðheimana með tvær dæt- ur. Hún og bróðir hennar Guðmund- ur tóku vel á móti okkur og fundum við strax að þar væru góðir nágrann- ar. Oft var boðið í kaffi og spjall og höfðu þau alltaf góðar gætur á því að þó þau væru öldruð þá legðu þau jafnt og við hin til allra framkvæmda við húsið. Það framlag var oft kaffi- sopi, snittur, terta og fleira góðgæti. Fyrir réttum sex árum fjölgaði í Goðheimum 7 þegar strákarnir okk- ar tveir fæddust. Lilja tók miklu ást- fóstri við þá strax við fæðingu og milli þeirra þriggja varð falleg, gagnkvæm vinátta. Um leið og strákarnir voru farnir að ganga sýndu þeir mikinn áhuga á að heimsækja Lilju. Þá var bankað á dyrnar og beðið þar til Lilja opnaði og bauð þeim fagnandi í bæ- inn. Þegar þeir komu heim eftir annasaman dag á leikskóla var farið beint inn til hennar, drukkin mjólk og náð í kleinur og kex í kleinuskúffuna. Þá var hlaupið í hringi um íbúðina og hún oft á eftir þeim eða komandi skellihlæjandi á móti þeim. Þar var líka „spilað“ á orgelið hennar, farið í feluleik og gersemarnar hennar skoðaðar. Hjá Lilju máttu þeir allt. Við foreldrarnir hættum fljótt að eiga nokkra hlutdeild í þessum stundum. Þetta voru stundir sem þau þrjú áttu ein. Við máttum sitja yfir kaffibolla í eldhúskróknum og fylgjast með þeim í leik. Ekki var að sjá að fjörmiklir drengir þreyttu vinkonu sína á ní- ræðisaldri. Slíku svaraði Lilja með því að þeir héldu sér ungri. Þeir veltu því oft fyrir sér hvort Lilja væri amma þeirra en oftast var hún Lilja vinkona. Og þegar tímabært var að fara heim var hún alltaf kvödd með kossi um leið og beðið var um kex í nesti. Lilja var barngóð og þó sérstök bönd hafi myndast milli hennar og tvíburanna þá sýndi hún systrum þeirra líka mikla væntumþykju. Hún mundi afmælisdaga og færði þeim gjafir, fylgdist með áhugamálum þeirra og skólagöngu. Betri ná- granna hefðum við ekki getað óskað okkur. Sveitin var Lilju hugleikin og í sveitina sína fór hún eins lengi og hún hafði getu til. Þangað bauð hún okkur einn sumardag og var það ógleym- anlegt að vera þar með henni og hlusta á sögurnar af lífi hennar þar, sagðar með mikilli ást og hlýju. Nú þegar við kveðjum Lilju erum við þakklát fyrir vináttu hennar og vitum að hún mun alltaf eiga sérstak- an stað í lífi strákanna og okkar allra. Stefán og Hildur Björg. Lilja Jónsdóttir MINNINGAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.