Morgunblaðið - 08.02.2008, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 08.02.2008, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2008 41 ✝ Guðríður Brynj-ólfsdóttir fædd- ist í Villinganesi í Skagafirði 15. mars. 1911. Hún andaðist 31. janúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Brynjólfur Eiríksson bóndi og barnakennari á Gilsbakka í Aust- urdal í Skagafirði, f. 11.11. 1872, d. 16.5. 1959, og Guð- rún Guðnadóttir frá Villinganesi í Tungusveit í Skaga- firði, f. 29.3. 1881, d. 10.1. 1982. Guðríður átti sex systkini sem öll eru látin, en þau voru: Jón Dís- mundur, f. 31.5. 1904, d. 21.8. 1970, Eiríkur Gísli, f. 3.8. 1905, d. . 19.1. 1986, Guðríður Guðný Ingi- ríður, f. 13.6. 1907, d. 12.7. 1908, Barði Guðmundur, f. 19.12. 1909, d. 21.8. 1970, Ingvar Guðni, f. 8.3. 1914, d. 28.1. 1979, og Guðborg Jórunn, f. 11.7. 1918, d. 30.8. 1993. Guðríður giftist Steinþóri Helgasyni fisksala og útgerð- armanni og þau bjuggu lengst af í 22.5. 1992, Paulo, f. 4.9. 1993, og Hanna, f. 26.5. 1995. b) Gunnar, f. 4.10. 1965, maki Anna Roos, börn þeirra: Elinda Hugrun, f. 15.8. 2000, Sofia Aldis, f. 15.8. 2000, og Vilhelm Helgi, f. 25.3 2003. 3) Að- alheiður, f. 24.12. 1941, d. 15.3. 1979, maki Pálmar Magnússson, þau skildu, börn þeirra: a) Guð- ríður Elva, f. 6.3. 1961, dóttir hennar Hugrún Júlía, f. 15.11. 2004. b) Sveinbjörg, f. 3.11. 1962, maki Hreinn Stefánsson, börn þeirra: Hinrik Már, f. 6.1. 1989, Aðalheiður, f. 16.3. 1990, Harpa Guðrún, f. 21.1. 1996, og Stefán Haukur, f. 6.5. 2004. c) Magnús Steinþór, f. 17.5. 1970, barn hans og Gerðar Guðmundsdóttur: Að- alheiður Ósk, f. 2.5. 1990. Maki Magnúsar Jóna María Norðdal, börn þeirra: Heiðrún María, f. 12.3. 1993, og Daníel Steinþór, f. 20.2. 1995. 4) Helgi Hólmsteinn, f. 14.2. 1946. 5) Hrafnkell Sig- urbjörn, f. 25.9. 1947, maki Sig- rún Magnúsdóttir, þau skildu, börn þeirra: a) Magnús Þór, f. 29.11. 1968. Sonur hans Alexand- er, f. 10.11. 1989. Maki Magnúsar Ásdís Halldórsdóttir, börn þeirra: Sölvi Már, f. 19.9. 1994, Hlynur, f. 4.6. 1998, og Heiða María, f. 11.12. 2006. b) Guðborg, f. 8.3. 1974, dóttir hennar Ragnheiður Anna Þengilsdóttir, f. 8.8. 2000. Guðríður verður jarðsungin frá Garðakirkju á Álftanesi í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Brekkugötu 31 á Ak- ureyri. Börn þeirra eru: 1) Skúli Brynj- ólfur, f. 9.8. 1934, maki Ólöf Sigurð- ardóttir, börn þeirra eru: a) Steinþór, f. 20.10. 1958, maki Hanna Kristín Pét- ursdóttir, þau skildu, börn þeirra: Snædís, f. 15.1. 1986, Hildur, f. 4.7. 1990, og Stein- unn, f. 3.9. 1993. b) Ólöf Rún, f. 4.10. 1961, maki Sigurður Þór Ásgeirsson, þau skildu, börn þeirra: Skúli Haukur, f. 26.11. 1983, Hjördís Hugrún, f. 28.7. 1986, Heiðdís Hanna, f. 12.4. 1990, Halldór Kári, f. 9.2. 1995, og Sindri Snær, f. 21.9 2000. c) Brynja Sif, f. 14.7. 1969, maki Jan Ernst Werner Triebel, börn þeirra: Axel Örn, f. 5.10. 1994, Anna Ólöf, f. . 18.2. 1999, og Angelíka Ósk, f. 27.5 2006. 2) Hugrún, f. 24.5. 1939, d. 25.2. 1999, eiginmaður Birger Nilsson, þau skildu, börn þeirra: a) Annika Guðrún, f. 5.3. 1964, maki Robert Maglica, börn þeirra: Daniel, f. Hún amma mín lifir en er ekki dáin. Hún amma mín lifir í sögunum sem hún sagði. Um lífið í sveitinni og fortíð sem var svo undarlega frumstæð og lífsbaráttu sem er okkur svo fjarri sem allt höfum en finnst okkur vanta svo margt. Hún amma mín lifir í stundunum er við möluðum saman kúmen í brauðið sem hún bakaði. Hún amma mín lifir í ylnum frá við- arkynta ofninum í Brekkugötunni. Hún amma mín lifir í æðruleysinu sem hún sýndi öllum stundum. Allt fram í sitt síðasta. Hún amma mín lifir í glaðværðinni sinni sem var ívafin alvöru genginna spora. Hún amma mín lifir í ljóðunum sín- um sem hún samdi við öll tilefni og sýndi hennar skáldakyn. Hún amma mín lifir – sem ein af fallegustu minningunum úr æsku minni. Hún amma mín lifir á betri stað og bíður okkar hinna. Steinþór Skúlason. Til ömmu. Elsku amma. Í Brekkugötunni – alltaf sól – stór tré í garðinum og hlýjan frá ömmu sem gaf mér þykka súrmjólk úr flösku og heimabakaðar flatkökur. Þar var gott að vera. Þú sagðir mér sögur. Sögur af lífi – sögur af minningum, sögur af fólki og þjóðháttum. Þú sagðir mér söguna af því þegar þú þriggja ára varst flutt á milli bæja fyrir norðan í poka á baki föður þíns; þegar þú kornung gekkst langa leið með langaafa til að komast til lækn- inga á Sauðárkróki. Þegar þú varst send í vist aðeins tólf ára til að vinna fyrir þér. Sögu sagðirðu af stríðnum strákum á bæn- um sem þú svaraðir fullum hálsi – því þú hafðir þitt stolt. Þú sagðir mér sögur af lífinu í litlum dal. Af jólum við kertaljós. Sögur af því hvernig unnt er að gleðjast yfir litlu. Sögur af vinnunni á Berklahælinu í Kristnesi þar sem þú hófst störf ung að árum. Þótt hálf öld væri á milli okkar var ekkert kynslóðabil þegar við endur- nýjuðum kynnin eftir að þú fluttir suður. Alltaf var gott að koma til þín og faðmurinn opinn, aðeins ef eftir því var leitað. Þú sagðir mér sögur af Hafsteini miðli, af draumunum þínum og hvernig þú mundir eftir að hafa tekið flugið ofan af burstinni á torfbæ í þröngum dal. Og hversu yndislegt það var að fljúga. Við fórum saman á miðilsfundi. Þar var alltaf fullt út úr húsi og margir mættir til að heilsa upp á þig. Við ræddum sannarlega um heima og geima og ljóðin þín voru mörg og falleg. Þú varst náttúrubarn og mikill dýravinur og í raun sannkölluð hvunndagshetja með stórt hjarta og mikil jafnréttiskona. Þig dreymdi fyr- ir því að Vigdís yrði forseti og ákvaðst að gefa henni þitt atkvæði. Síst varstu skoðanalaus. Einu sinni á ævinni hef ég tekið slátur. Það var með þér og einu sinni reyndi ég að baka kleinur … eftir þinni uppskrift að sjálfsögðu. Elsku amma. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Góða ferð. Þín sonardóttir Ólöf Rún Skúladóttir. Mig langar í nokkrum orðum að minnast elskulegrar ömmu minnar, Guðríðar Brynjólfsdóttur. Síðustu árin var hún á hjúkrunar- heimilinu í Holtsbúð í Garðabæ, að- eins nokkur hundruð metrum frá Hæðarbyggð 13 þar sem hún bjó mestan þann tíma sem hún var hér fyrir sunnan. Það var alltaf svo gott að heimsækja ömmu, hún bjó á neðri hæðinni ásamt kisunni Gráskinnu og Helgi frændi á efri hæðinni. Það var eins og amma kynni að stoppa tím- ann, allavega hafði hún eitthvert tangarhald á honum. Um leið og hún mætti til dyra, glaðleg og útitekin, með uppsett grátt hárið og iðulega í bláleitum blómakjól með íslenska lopapeysu á öxlunum, var eins og það hægði á öllu, sama úr hvaða stressi eða æðibunugangi maður kom, maður gekk inn í annan heim, heiminn henn- ar ömmu. Hún bauð manni mola, síð- an settist hún í græna stólinn, greip prjónana og var varla sest þegar kött- urinn hennar, hún Gráskinna, stökk malandi upp í kjöltu hennar. Eitt sinn sagði amma við mig, hún er nú dálítið að semja, ég hváði við, ha hver?, því ég vissi auðvitað um náðargáfuna hennar ömmu hvað vísnagerð varð- aði, um hvern var hún að tala, amma horfði stríðnislega á mig og sagði, jú hún Gráskinna. Ég gat ekki annað en hlegið en þessu til sönnunar dró hún fram blað og fór með þessa fínu vísu eftir kisu. Amma kunni að segja svo skemmtilega frá, oft fékk maður að heyra sögur úr æskunni úr Austur- dal, hvernig hún hafði stytt sér stund- ir með því að kveðast á við bróður sinn, eða hvernig hún skellti sér ber- bakt á hestbak og notaði bara sokka- band til að binda upp í einhvern klár- inn. Hún dvaldi ekki bara við fortíðina, hún átti það til að setja sam- an hnyttnar vísur um okkur í fjöl- skyldunni, hin ýmsu dægurmál eins og framgang þingmanna eða annað sem snerti hana dag frá degi. Hún var góður hagyrðingur og ljóðin hennar voru bæði skemmtileg, heimspekileg og falleg, það var ósjaldan að maður kom út frá ömmu með litla vísu og lopasokka undir hendinni og þessa góðu tilfinningu eins og heimurinn hennar ömmu hefði faðmað mann. Það kom mér oft á óvart hversu eit- ilhörð kvenréttindakona amma var, og hvað hún gat verið ákveðin í skoð- unum sínum, hún sem var með svo mikið jafnaðargeð. Amma var meðal annars mikil stuðningskona Vigdísar Finnbogadóttur og var ákaflega ánægð með að kona skyldi bjóða sig fram til forseta Íslands og gladdist mjög þegar að hún náði kjöri enda hafði hana dreymt fyrir því. Hún var berdreymin og hafði mikinn áhuga á andlegum málefnum jafnframt því að rækta sína kristnu trú. Amma var mér mikil fyrirmynd, hversu oft hef ég ekki hugsað, bara að manni hlotnist það að vera alltaf svona þakklátur og glaður eins og amma var. Hún tók lífinu, jafnt mót- læti og meðbyr, með mjög miklu æðruleysi og tókst að vera jákvæð fram á sinn síðasta dag. Ég mun geyma minninguna um þig elsku amma mín og það er ómetanlegt að geta lesið fallegu vísurnar þínar og ljóðin með börnum mínum. Brynja Sif Skúladóttir. Guðríður Brynjólfsdóttir REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is ✝ Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma, langamma og systir, JÓHANNA BÓEL SIGURÐARDÓTTIR, Skjólbraut 1, lést á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð fimmtudaginn 31. janúar. Útför fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. En þeim sem vilja minnast hennar er bent á Sjónar- hól, sími 535 1900, eða Þroskahjálp, sími 588 9390. Jo Ann Hearn, Jón Kristján Brynjarsson, Jóhanna Bóel Bergmann, Guðjón Bergmann, Kjartan Hearn, Rannveig Jónsdóttir, Þuríður Hearn, Bára Steinunn, Daníel Logi, Kolfinna Katla, Iðunn Ösp, Svava Sigurðardóttir. ✝ Þökkum auðsýnda samúð við andlát föður okkar, stjúpföður, afa og langafa, GUNNARS RÓSMUNDSSONAR vélstjóra, áður til heimilis á Lokastíg 18, Reykjavík, sem lést á Hrafnistu þann 22. janúar. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deildum C og F á Hrafnistu í Reykjavík. Gylfi Gunnarsson, Valgerður Gunnarsdóttir, Lilja Magnúsdóttir og fjölskylda, Páll Magnússon og fjölskylda, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ESTER KRATSCH, Dvalarheimilinu Seljahlíð, áður til heimilis að Bólstaðarhlíð 44, Reykjavík, lést á hjartadeild Landspítalans þriðjudaginn 5. febrúar. Útför hennar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 15. febrúar kl. 13.00. Auður Auðunsdóttir Larsen, Finn Larsen, Þorbjörg Auðunsdóttir, Guðmundur Auðunsson, Hrafnhildur Þorgeirsdóttir, Guðlaug Auðunsdóttir, Eiríkur Finnur Greipsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, LILJA JÓELSDÓTTIR frá Siglufirði, lést á sjúkrahúsinu á Akranesi 6. febrúar. Jarðarförin auglýst síðar. Marteinn Þór Kristjánsson, Ásta Óla Halldórsdóttir, Jóel Kristjánsson, Helga Sigurrós Bergsdóttir, Bryndís Hrönn Kristjánsdóttir, Þórólfur Tómasson, Kristján Haraldur Kristjánsson, Margrét Þorvaldsdóttir, Guðni Kristjánsson, Kristbjörg Kemp, Jónína Hafdís Kristjánsdóttir, Guðmundur Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, HJÖRTUR GUÐNASON, Vestmannaeyjum, lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja fimmtudaginn 24. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Aðstandendur þakka vinsemd og auðsýnda samúð. Sérstakar þakkir til Hraunbúða og Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja fyrir góða umönnun og hlýju. Jóna Magnúsdóttir, Jóhann Hjartarson, Þórunn Gunnarsdóttir, Björg Hjartardóttir, Sveinbjörn Jónsson, Viktor Hjartarson, Ágústa Magnúsdóttir, Hjördís Hjartardóttir, Finnur Jóhannsson, Guðni Hjartarson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.