Morgunblaðið - 08.02.2008, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 08.02.2008, Blaðsíða 50
Í troðfullum tónleika- sal í Guadalajara lá við að gestir héngju fram af svölunum ... 51 » reykjavíkreykjavík Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is UM tilgangsleysi allra hluta nefnist einkasýning Hildigunnar Birg- isdóttur sem verður opnuð í Ný- listasafninu í dag. Þar sýnir Hildi- gunnur með safneign Nýlistasafnins sem verður þrítugt í ár. „Verkin eru postulínsskúlptúrar og grafík af pínulitlum plasthlutum, hálfgerðum munaðarleysingjum sem hafa misst tilgang sinn hvort sem hann hefur verið stór eða smár. Þetta eru nánast orðnir abstrakt hlutir því flestir skilja ekki notagildi þeirra en kannast kannski við þá. Einn hlutur er t.d. tappi af röri sem táknar eitthvað í augum pípulagn- ingamanns en hver gestur mun lík- lega aðeins þekkja tvo hluti í rým- inu,“ segir Hildigunnur. „Ég geri portrett af hlutunum og valdi bæði miðlana postulín og graf- ík því það eru hálfgerðir handverks- miðlar sem hafa orðið svolítið út- undan í samtíma myndlist. Ég skerma verkin af innan safnsins; sýningin er sett upp í básum, verkin hengd upp í básana eða eiga hvert sinn stöpul, á gamaldags hátt.“ Plastruslahaugur í hafi Spurð hvort hún sé eitthvað að skjóta á neysluhyggju nútímans með þessari sýningu neitar Hildigunnur því ekki. „Ég er bæði að fjalla um neyslusamfélagið með því að leggja þessa hluti fram og að velta fyrir mér listheiminum og verðgildi hlut- anna. Ég er líka búin að velta mikið fyrir mér þessu plasthafi sem fannst nýlega í Kyrrahafinu, stærsta rusla- haug mannkyns sem er aðallega samansettur úr plastrusli.“ Hildigunnur segir að þessi sýning sé frekar ólík sínum fyrri verkum. „Þar sem sýningin er í aðskildu rými innan safnsins lít ég svolítið á hana sem eitt verk, sem nokkurskonar innsetningu og það er það form sem ég hef mest unnið með, innsetningar og myndbandsverk. Það er líka svo- lítið nýtt fyrir mér að vera með hluti sem eru söluvænir, þetta er kannski meiri sölusýning en gengur og gerist hjá nútíma myndlistarmönnum.“ Plasthlutir í postulíni Árvakur/Golli Munaðarleysingjar Hlutir sem misst hafa tilgang sinn og orðið hálfpart- inn abstrakt fá framhaldslíf hjá Hildigunni Birgisdóttur. Hildigunnur Birgisdóttir sýnir í Nýlistasafninu  Kvikmynd Ólafs de Fleurs, The Amazing Truth About Queen Raquela, tekur þátt í kvik- myndahluta South By Southwest (SXSW) tónlistar- hátíðarinnar í Austin í Texas. Þetta kemur fram á vefsíðu Lands og sona, málgagns íslensku sjónvarps- og kvikmyndaakademíunnar. Há- tíðin, sem fer fram 9.-17. mars hef- ur sótt í sig veðrið á síðustu árum og þykir líkleg til að veita Sund- ance-keppninni sem nú er nýlokið verðuga keppni. Þar hefur mörgum þótt sá listræni metnaður sem áður einkenndi hátíðina hafa fallið í skugga markaðshyggjunnar á und- anförnum árum. SXSW er meðal annars nefnt sem nokkurskonar út- ungarstöð „mumblecore“ bylgj- unnar svokölluðu í Bandaríkjunum. Þess má svo geta í lokin að Reykjavík!, FM Belfast og Steed Lord koma fram á SXSW í ár. Queen Raquela á SXSW hátíðinni  Orðið á götunni segir að raun- veruleg ástæða þess að hljómsveitin Jakobínarína lagði upp laupana á dögunum sé að útgáfurisinn EMI hafi sagt upp samningi sínum við hana. Í byrjun maí í fyrra skrifaði bandið undir útgáfusamning við Regal/Parlophone, sem er í eigu EMI, um útgáfu á fyrstu breiðskífu sveitarinnar The First Crusade sem kom út í haust. Samið var til nokk- urra ára og um nokkrar plötur og átti að gefa næstu plötur út undir merkjum EMI. Það þótti virkilega flott hjá hinum ungu meðlimum Jakobínurínu að vera gripnir svo snemma á ferlinum af EMI og því skiljanlegt að drengirnir hafi ekki verið sáttir við uppsögnina. Sagt upp hjá EMI? Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is ÞEGAR hvert stórbandið á fætur öðru í íslensku þungarokkssenunni er fallið í valinn (I Adapt, Changer) er hljómsveitinni Celestine í lófa lag- ið að taka upp kyndilinn. Hljóm- sveitin rekur uppruna sinn til Kópa- vogs og Breiðholts, sem eru miklar mekkur utangarðstónlistar, og hef- ur verið starfrækt í tæp tvö ár. Ce- lestine spilar níðþungt síðþung- arokk í anda Isis, þar sem gríðaröflugir mínimalískir kaflar eru brotnir upp með tilrauna- kenndum „atmosferískum“ inn- slögum. Söngurinn er nístandi, svo tilfinningaþrunginn er hann, og tón- listin ryðst áfram líkt og hlustandinn standi berskjaldaður frammi fyrir beljandi Dettifossi. Efnilegasta þungarokkssveit landsins? Ekki spurning. Sveitin hefur spilað reglubundið á tónleikum undanfarið en nú er nýút- komin fyrsta plata hennar, At the Borders of Arcadia. Um er að ræða sex laga grip sem hefur verið býsna lengi í farvatninu að sögn Axels Lúð- víkssonar söngvara. Aðrir í bandinu eru þeir Ómar (gítar), Jobbi (gítar), Grétar (bassi) og Ólafur Arnalds (trymbill). Tónleikarnir á morgun verða lokatónleikar hans með band- inu, en Ólafur er störfum hlaðinn vegna sólóferils síns. Áhugi að utan „Ég og Jobbi vorum nýhættir í hljómsveitum og langaði til að gera eitthvað „alvöru“,“ rifjar Axel upp. „Ég hringdi í hann og spurði hvort hann væri ekki til og það stóð ekki á honum. Fyrst ætluðum við bara að vera þrír, þ.e. trommuleikari, hann á gítar og svo myndi ég spila á bassa og syngja. En svo hlóð þetta utan á sig mjög snögglega og fullorðnaðist mjög hratt.“ Celestine eyddi fyrsta hálfa árinu í að pússa sig til og laginu „Les Aut- res“ var fljótlega póstað á rokk.is, þar sem það hangir enn. Plötuvinna hófst svo fljótlega og tók Ólafur plötuna upp í skúrnum hjá sér í Mos- fellsbæ með fagtólum (pro-tools). „Platan var klár í nóvember,“ seg- ir Axel. „Óli hefur verið að fikta við hana og náði að knýja út ótrúlegan hljóm. Við erum afskaplega sáttir við þetta og stoltir.“ Celestine-liðar gefa plötuna sjálfir út hér á landi en hún kemur út í Bandaríkjunum í vor. Enn er óvíst með útgáfu í Evrópu. Þá stendur og til að gefa út deiliplötu í sjötommu- formi með þýsku sveitinni Actress. Framlag Celestine er klárt en eitt- hvað stendur á þeim þýsku. „Erlendar hljómsveitir og útgáfur hafa verið að setja sig í samband við okkur og sýnt okkur áhuga. Árið lít- ur vel út, við förum og spilum í Dan- mörku og Þýskalandi í sumar og fleiri hlutir eru á borðinu sem á eftir að vinna úr. Svo erum við bara að fara að leggja í næstu plötu.“ Pottþétt Celestine hefur þurft að þola mót- læti af ýmsu tagi undanfarna mán- uði, þar sem mest hefur munað um tafir og maus við að koma plötunni út. „Við höfum alltaf verið pottþéttir á því að þetta myndi hafast á end- anum. Margir hefðu efalaust lagt ár- ar í bát. Við erum bara svo ánægðir með þessa plötu, og hún hefur haldið í okkur lífinu. Platan hefur gert okk- ur að þessu bandi sem við erum.“ Lögðu aldrei árar í bát Hljómsveitin Celestine heldur útgáfutónleika í Hellinum, TÞM, í kvöld Árvakur/Golli Skuggalegir Celestine er ein þyngsta dauðarokksveit sem fram hefur komið á Íslandi í langan tíma. www.myspace.com/celest- inemusic Tónleikarnir fara fram í Hellinum, Tónlistarþróunarmiðstöðinni, Hólmaslóð 2, í kvöld, föstudags- kvöld. Hús opnað 19.30 og miða- verð er 500 krónur. Muck Og Dor- mah hita upp. At the Borders of Arcadia verður til sölu á staðnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.