Morgunblaðið - 08.02.2008, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.02.2008, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ ALÞINGI „ÞAÐ er brjáluð sala núna á fuglafóðri, við erum að senda það út frá okkur í brettavís,“ segir Jósep Grímsson, sölustjóri hjá Kötlu hf. Hann telur að sala fuglafóðurs að undanförnu sé um fimmfalt meiri en á sama tíma í fyrra. Starfsmenn Kötlu hafa haft nóg að gera við að pakka fóðrinu og koma því í búðirnar. Af þessu að dæma hugsa lands- menn til smáfuglanna í vetr- arhörkunum og er það vel. Mikið hefur snjóað undanfarna daga og því brýnt að fólk hugsi vel um þessa smæstu vini sína. Jósep segir að nú sé notað kurl- að heilt hveiti, beint af akrinum í fuglafóðrið. Það þyki heppilegra í smáfuglana en kurlaður maís sem var notaður á árum áður. Morgunblaðið/Frikki Fóður Starfsmenn Kötlu leggja nótt við dag við að framleiða fóður fyrir fuglana. Ekki veitir af í snjóþyngslunum, sem verið hafa undanfarið. Fuglafóðrið hefur rokið út í vetrarhörkunum undanfarið STEYPUBÍLL sem hafnaði úti í sjó við Grundartanga í gær var dreginn á þurrt land um klukkan þrjú eftir hádegið í gær. Starfsmenn BM- Vallár fluttu tækjabúnað að Grund- artanga til að vinna verkið, að sögn Gylfa Þórs Helgasonar, verkstæð- isformanns hjá fyrirtækinu í Reykja- vík. Vegna mikillar þyngdar steypu- bílsins, sem var fullhlaðinn af steypu þegar slysið varð, dugði ekkert reipi til. Notuðu þeir bæði beltagröfu og hjólaskóflu til að draga hann upp og festu rammgerðar keðjur á milli. Ólíkt því sem haft var eftir lögreglu í gær er ekki ljóst hvort bremsu- búnaður bílsins gaf sig, en losa þurfti bremsurnar upp í dag. Slæmt veður seinkaði björg- uninni Háfjara var um eittleytið í gær, sem hefði verið kjörinn tími til að- gerða. Björgunarstörf töfðust hins vegar vegna slæms veðurs og þæf- ings á vegum. Þó hafði ekki flætt óþægilega mikið að bílnum og gekk verkið fljótt fyrir sig. Bíllinn var fluttur á vélaflutn- ingavagni á Akranes. Að sögn Gylfa er ekki ljóst hvort bíllinn er ónýtur en gert er ráð fyrir að ekki borgi sig að gera við hann. Ljósmynd/Hörður Björgvinsson Steypubíllinn dreginn á land EINS og undanfarin ár stóðu Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Reykjavík- urdeild Rauða kross Íslands og Hjálparstarf kirkjunnar fyrir jólaúthlutun fyrir síðustu jól. Úthlutunin var í Sætúni 8 í húsnæði sem Kaupþing banki lét í té endurgjaldslaust. Hún gekk mjög vel og margir sjálfboðaliðar lögðu hönd á plóginn til að allt gengi sem best fyrir sig. Mörg fyrirtæki studdu úthlutunina með vörum og gjafakortum. Miðað við árið 2006 varð nokkur fækkun á umsóknum. Fyrir síðustu jól voru afgreiddar 1.505 umsóknir en voru 1.647 árið áður, þetta er um 8,5 % fækkun. Umsóknir bárust frá öllu landinu eða 58 sveitarfélögum og af 1.505 umsóknum voru 23% utan höfuðborgarsvæðisins, eða 349 fjöl- skyldur. Öryrkjar voru fjölmennir eins og undanfarin ár en auk þess voru einstæðar mæður og barnmargar fjölskyldur meðal umsækjenda. Gera má ráð fyrir að um 5000 manns hafi notið góðs af, enda um helmingur með maka og eða börn á framfæri, segir í fréttatilkynningu. Um 100 sjálfboðaliðar unnu alls í 800 klukkustundir. Samtökin þakka öll- um þeim sem studdu jólaúthlutunina að þessu sinni. Færri þurftu aðstoð fyrir jólin VEGNA umfjöllunar um útför Róbert James Fischers vill stuðn- ingsmannahópur hans vekja at- hygli á því að í samfélagi okkar hafi lengi gilt sú óskráða siða- regla að sýna eins mikla nær- gætni og hægt er í umfjöllun um látna einstaklinga og aðstand- endur þeirra. Mikilvægt sé að hafa í huga að hinn látni vildi halda einkalífi sínu utan opinberrar umræðu og forðast sviðsljósið. „Þrátt fyrir frækin afreksverk var hann sam- borgari okkar og á sem slíkur – þó genginn sé – að njóta sömu friðhelgi og við ætlum okkur sjálfum og okkar nánustu. Minn- ingu hins látna ber að sýna þá virðingu sem hefð er fyrir í okk- ar samfélagi.“ Fischer fái frið ÁSTA Valdimarsdóttir, forstjóri Einkaleyfastofunnar, var á seinasta fundi framkvæmdaráðs Evrópsku einkaleyfastofunnar í desember s.l. kosinn í fimm manna stjórn þess og einnig kosin í stjórn Evrópsku Einkaleyfa-akademíunnar. Ísland gerðist aðili að Evrópska einka- leyfasamningnum í nóvember 2004 og hefur Ásta verið fulltrúi Íslands í framkvæmdaráðinu frá þeim tíma. Kosin í stjórn LAUGARDAGINN 9. febrúar ætla félagarnir í Ungblind að standa fyr- ir blindu kaffihúsi í kjallara Hins Húsins Pósthússtræti 6. Kaffihúsið verður opið frá kl. 14 til 17. Allir eru velkomnir. Blinda kaffihúsið gefur þeim sjá- andi kleift að upplifa hvernig það sé að drekka og borða blindandi, segir í frétt frá Ungblind. Blint kaffihús STUTT Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is STJÓRNVÖLD reka sveltistefnu gagnvart spítölum sem síðan er not- uð sem réttlæting til að þröngva þeim út í einkarekstur, sagði Ög- mundur Jónasson, þingmaður vinstri grænna, í utandagskrárum- ræðum á Alþingi í gær og gerði starf læknaritara að sérstöku umtalsefni. Læknaritarar fjölmenntu á þing- palla, og komust færri að en vildu, en það hefur verið í umræðunni að bjóða tímabundið út hluta af þeim verkefnum sem þeir hafa sinnt. Ögmundur sagði því hafa verið haldið fram að þetta væri til þess að draga úr launakostnaði en spurði hvers vegna ráðist væri á læknarit- ara. „Læknaritarar eru með innan við 200 þúsund krónur í grunnlaun á mánuði. Hvað skyldu lækningafor- stjórarnir vera með sjálfir? Á aðra milljón á mánuði?“ spurði Ögmund- ur og var ósáttur við að talað væri um störf læknaritara eins og vélritun sem hægt væri að sinna hvar sem væri. Ögmundur hafði jafnframt áhyggjur af persónuverndarsjónar- miðum þegar til stæði að senda við- kvæmar upplýsingar til fyrirtækja úti í bæ. Sagðist hann vita til þess að háttsettir aðilar á Landspítalanum hefðu afhent símanúmer og vakta- og launaskrár starfandi læknaritara til einkafyrirtækja sem ásælast verkefni tengd ritun sjúkraskráa. Afvegaleiðir umræðuna Guðlaugur Þór Þórðarson heil- brigðisráðherra taldi Ögmund vísvit- andi reyna að afvegaleiða umræðuna og sagði hann iðulega fara með rangt mál, t.d. varðandi að skorið hefði ver- ið niður í fjárframlögum til heilbrigð- ismála. Það væri rangt. Guðlaugur sagði stjórnvöld vilja skapa svigrúm fyrir fjölbreyttara rekstrarform í heilbrigðisþjónustu. „Ég vil ítreka þennan grundvallar- mun á einkavæðingu og einka- rekstri. Einkarekstur hefur ekki áhrif á aðgengi eða jöfnuð notenda,“ sagði Guðlaugur og áréttaði að þjón- ustan væri þá enn greidd af ríkis- valdinu. Guðlaugur sagði stjórnendur LSH hafa tekið þá ákvörðun að bjóða út verkefni sem læknaritarar hafa sinnt og lagði áherslu á að fjöldi verkefna í heilbrigðiskerfinu væri unninn af einkaaðilum. Innsláttur upplýsinga í sjúkraskrár væri nákvæmnisvinna sem krefðist einbeitingar og það félli illa að starfsumhverfi sjúkrahússins. Tryggja þyrfti að óskráð mál söfn- uðust ekki upp eins og nú gerðist enda væri öryggi sjúklinga í húfi. Svelti eða framþróun? Ögmundur Jónasson segir háttsetta menn á LSH hafa veitt einkafyrirtækjum upplýsingar um læknaritara Árvakur/Ómar Gegn einkaframtaki Guðlaugur Þór sakaði Ögmund Jónasson um að reyna vísvitandi að afvegaleiða umræðuna um einkarekstur og vinstri græn voru jafnframt sögð hafa fordóma gagnvart einkarekstri. Snigill á háhraða Veður og færð höfðu áhrif um allt land í gær og Al- þingi var þar eng- in undantekning. Valgerður Sverr- isdóttir, Fram- sókn, átti að vera málshefjandi í ut- andagskrár- umræðu um há- hraðatengingu og starfsemi Fjar- skiptasjóðs en komst ekki til vinnu vegna ófærðar. Flokksbróðir hennar, Höskuldur Þór Þórhallsson, hljóp í skarðið og ítrek- aði mikilvægi nettenginga fyrir alla landsmenn. Kristján L. Möller samgöngu- ráðherra sagði háhraðatengingar fara í útboð í febrúar og að um 1.500 býli biðu tenginga. Ekki voru þó allir á eitt sáttir þegar Kristján sagði málið vera á háhraða og Siv Friðleifsdóttir, Framsókn, vildi heldur tala um hraða snigilsins í því samhengi. Ekki of flókið Guðjón A. Kristjánsson, Frjáls- lyndum, mælti í gær fyrir frumvarpi sem felur í sér að ferðakostnaður fólks til og frá vinnu verði frádrátt- arbær frá skatti sé hann umfram 180.000 kr. á ári. Árni M. Mathie- sen fjármálráðherra sagði að skoða mætti einhvers konar frádrátt frá skatti vegna kostnaðar við að afla sér tekna en að fleiri kostnaðarliðir gætu komið til. Skattkerfið mætti ekki vera of flókið. ÞETTA HELST… Guðjón A. Kristjánsson. EINAR K. Guðfinnsson sjávarút- vegsráðherra ætlar að senda sænsk- um stjórnvöldum bréf til að vekja at- hygli á því sem hann kallar óhróður samtakanna World Wide Fund for Nature, en þau hafa sagt þorsk vera í útrýmingarhættu. Þetta kom fram í svari Einars við fyrirspurn Gunnars Svavarssonar, þingmanns Samfylk- ingar, á Alþingi í gær en Einar sagði jafnframt að það væri vaxandi þáttur í starfsemi ráðuneytisins að sinna svona málum. Gunnar vakti athygli á skaðsemi þess fyrir markaðssetningu á ís- lenskum fiski að því væri haldið að neytendum að þeir ættu ekki að kaupa þorsk þar sem hann væri í út- rýmingarhættu. „Undir þetta hefur verið tekið á beinan og óbeinan hátt,“ sagði Gunnar og lagði áherslu á markvissa vinnu við að styrkja þá ímynd sem íslenskur fiskur hefur haft og skilgreina Íslandsmiðin þannig að síður væri hætta á að fiski- stofnar landsins yrðu settir undir sama hatt og fiskstofnar sem eru í verulegri hættu. Íslenskur þorskur ekki í útrýmingarhættu ÞAÐ ER ekki góður bragur á því að Alþingi sé með sér- stakt reykherbergi, sagði Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra á Alþingi í gær og lagði til að þingið losaði sig við herbergið. Árni Þór Sigurðsson, þingmaður vinstri grænna, ósk- aði svara ráðherra við því hvort nokkuð yrði hvikað frá markmiðum tóbaksvarnarlaga en talsverð umræða hef- ur spunnist um reykingabann á skemmtistöðum. Guðlaugur sagði að vitanlega yrði staðinn vörður um markmið tóbaksvarnarlaga enda hefði náðst árangur í forvarnastarfi gegn reykingum. Þingmenn mættu þó byrja heima hjá sér. „Ég hef fengið afskaplega margar athugasemdir og fyrirspurnir frá fólki sem á mjög erfitt með að skilja það að við gefum þessa línu út í þjóðfélagið en séum síðan með þetta svokallaða reykherbergi á vinnustað okkar,“ sagði Guðlaugur. Heilbrigðisráðherra vill reykherbergið burt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.