Morgunblaðið - 08.02.2008, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 08.02.2008, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2008 43 eins og sagt var til forna drengur góður. Dóra, synirnir og fjölskyldan öll hefur misst mikið, en það hefur líka verið þeim þungbært að horfa á hann þjást síðustu misserin og auð- séð að hverju dró. Ég sendi mínar innilegustu sam- úðarkveðjur til Dóru, sonanna, tengdadætranna og barnabarnanna og bið góðan Guð að styrkja þau og styðja. Birna Árnadóttir. Þeim fækkar óðum þessum öð- lingum sem tóku á móti nýliðunum sem hófu störf í framsóknarfélög- unum í Kópavogi fyrir um 20 árum. Einn þessara öðlinga var Þor- valdur Guðmundsson sem kvaddi þessa jarðvist 28. janúar sl. eftir erfið veikindi. Allar götur síðan ég kynntist Þorvaldi var hann sannur liðsmað- ur, boðinn og búinn til að vinna fyr- ir samvinnuhugsjónina, þá hugsjón sem sannfæring hans taldi að væri landi og lýð til blessunar. Þegar ég gegndi formennsku í fulltrúaráði framsóknarfélaganna í Kópavogi var hann einn af burðar- ásunum í baklandinu. Hann sá um auglýsingar fyrir Framsýn og eng- an þekki ég sem hefur gert það af meiri dugnaði og einurð en hann. Með sínu vinnuframlagi var hann um árabil maðurinn á bak við hús- næði framsóknarfélaganna á Digranesveginum, jafnt í blíðu sem stríðu. Þorvaldur var fylginn sér, rök- fastur og vildi að það gengi sem unnið var að á hverjum tíma. Hann gat stundum verið nokkuð snöggur upp á lagið en alltaf þessi ráðagóði, ósérhlífni og harðduglegi heiðurs- maður innst inni. Ég vil með þessum fáu línum þakka Þorvaldi góð ráð og áratuga samfylgd og kveðja hann með þess- um ljóðlínum: Hið aldna íturmenni sem okkur kveður nú var hetja prúð í hjarta með hreina sterka trú. Að loknu lífsins starfi, sem ljúft í minning er var aftanroðinn indæll í örmum vina hér. (Böðvar Bjarnason, brot.) Ég votta Dóru, sonum ykkar og fjölskyldum þeirra, svo og öðrum syrgjendum mína dýpstu samúð. Guð blessi minningu Þorvaldar Guðmundssonar. Sigurbjörg Björgvinsdóttir. Í dag, 8. feb 2008, kveðjum við með trega góðan félaga og læri- meistara, Þorvald Ragnar Guð- mundsson. Kynni okkar hófust fyrir alvöru fyrir ekki svo mörgum árum síðan. Það leyndi sér ekki að í Þorvaldi Ragnari fór góður drengur og sómakær. Þegar ég gekk til liðs við Kiwanis-hreyfinguna 1997 óraði mig ekki fyrir því að við Þorvaldur ættum eftir að eiga eins mikil sam- skipti og raunin varð, hvað þá held- ur að við yrðum tengdir fjölskyldu- böndum. Í upphafi þegar golfmót Kiwanis fóru af stað var Þorvaldur Ragnar þar fremstur í flokki frá sínum klúbbi Eldey í Kópavogi ásamt fleiri klúbbmeðlimum. Í mörg ár stjórnaði hann hinum ýmsu golf- mótum Kiwanis svo sem Ægismóti, Þórs-Eddu-Ægis-mótum og Lands- móti. Í þessum mótum sá ég strax að þarna fór maður sem hafði heið- arleika að leiðarljósi og að allt færi eftir settum reglum í golfíþróttinni. Þorvaldur Ragnar var mikill keppnismaður og var yndislegt að fá þann heiður að spila með honum golf og njóta leiðsagnar hans, ekki bara á golfvellinum heldur líka í líf- inu sjálfu. Eftir að ég tók að mér að sjá um þessi golfmót Kiwanis í nokkur ár var Þorvaldur Ragnar mér alltaf innan handar og á erf- iðum stundum við úrslit þegar skorið var jafnt, með og án forgjaf- ar í forgjafarflokkum, þá var hann dómari og tók ákvarðanir um sæta- skipti sem enginn mótmælti. Ekki treysti ég mér til að skrifa um lífshlaup hans, en þakklæti og söknuður er okkur hjónum efst í huga á kveðjustund. Við ræddum saman fyrir stuttu síðan um heima og geima og hvort spilað væri golf á himnum, ekki komumst við að nið- urstöðu en ef það er gert, þá ert þú komin í holl með frábærum félögum sem gengnir eru yfir móðuna miklu. Ekki er hægt að minnast þín án Dóru, klettsins í lífi þínu. Þið voruð stórkostleg, alltaf saman í blíðu og stríðu, og höfðingjar heim að sækja og yndislegt að umgang- ast ykkur. Á þínum yngri árum varstu mörg ár vélstjóri til sjós og í texta Rein- hardts Reinhardtssonar í laginu „Þú ert vagga mín, Haf“ segir: Eins og ólgandi blóð er þitt lag og þitt ljóð þrungið lífi og voldugri þrá til að rísa frá smæð upp í himnanna hæð, þar sem heiðríkjan vaggar sér blá. Þegar stórviðri hvín fegurst faldur þinn skín og úr fjötrum andi þinn brýst Eins og stormbarið strá nötra strandbjörgin há, er þú stríðandi í hæðirnar ríst. Elsku Dóra, Leifur, Guðmundur og Lára, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn, guð gefi ykkur styrk við fráfalls þessa góða drengs. Ragnhildur Magnúsdóttir. Þorvaldur Ragnar Guðmundsson var einn traustasti liðsmaður Framsóknarflokksins í Kópavogi um árabil. Samviskusemi og dugn- aður einkenndi störf hans, sem unnin voru af hugsjón. Þorvaldur gegndi margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir Framsókn- arflokkinn. Hann sat m.a. um árabil í nefndum Kópavogsbæjar og þá var hann burðarstólpi í blaðaútgáfu flokksins í Kópavogi. Þorvaldur gat verið fastur fyrir í skoðunum og veitti kjörnum fulltrúum ávallt gott aðhald en gaf jafnframt góð ráð. Hann var hins vegar alltaf sann- gjarn. Þorvaldur reyndist mér ávallt sérlega vel. Með okkur tókst vin- skapur og ég fann strax og ég hóf að starfa með Framsóknarflokkn- um að Þorvaldi gat ég treyst. Hin síðustu ár glímdi Þorvaldur við langvinn veikindi, sem hann tókst á við af miklu æðruleysi. Þrátt fyrir eigin veikindi hafði hann ávallt tíma fyrir aðra og reyndi að aðstoða þá, sem á aðstoð þurftu að halda. Þann- ig var Þorvaldur. Ég votta Dóru og fjölskyldu sam- úð mína. Páll Magnússon. Þorvaldur, okkar góði vinur til margra ára, verður kvaddur í dag. Hann lést á líknardeild Landa- kotsspítala 21. janúar, eftir lang- varandi veikindi. Hann gekk í Kiwanisklúbbinn Eldey 1980 og þá kynntumst við þeim ágætu hjónum. Fljótlega urðum við góðir vinir og hefur vinskapurinn haldist æ síðan. Þorvaldur byrjaði á undan okkur í golfinu og smitaði okkur af bakteríunni. Við spiluðum golf hér heima öllum stundum og fórum í margar ferðir saman til útlanda og einnig innanlands, að ógleymdum sumarbústaðarferðunum okkar, sem voru alltaf frábærar. Þorvaldur átti við veikindi að stríða í nokkur ár og það hefur verið mjög erfitt að fylgjast með veikindum hans undanfarið. Nú er baráttu hans við sjúkdóminn lokið og Þorvaldur er leystur frá sínum þrautum. Elsku Dóra og fjölskylda, við vottum ykkur okkar dýpstu sam- úð. Nanna og Helgi. Raggi var einstaklega góður og hjálpsamur maður og mátti ekkert aumt sjá. Hann hugsaði sérstak- lega vel um háaldraða móður sína, Láru Hammer, 98 ára gamla, sem dvelst á hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi. Raggi var félagslyndur maður og átti meðal annars sæti í stjórn framsóknarfélagsins í Kópavogi og var þar formaður um tíma. Hann vann ötullega í flokksstarf- inu. Átti setu í ferlinefnd, bygg- ingarnefnd,vélanefnd og áfengis- varnarnefnd bæjarstjórnar Kópavogs. Hann var í stjórn blaðsins Framsýnar og formaður körfuboltadeildar Breiðabliks um árabil. Hann var virkur félagi í Kiwanis-hreyfingunni Eldey í Kópavogi og forseti klúbbsins um tíma. Hann og Dóra eiginkona hans stunduðu golfíþróttina af al- hug og unnu til margra verðlauna. Þau hjónin voru mjög samhent í öllu sem þau gerðu. Ungur að árum fór hann að vinna bæði til sjós og lands og var dugnaðarforkur mikill. Hóf hann síðar nám í vélvirkjun í Vélsmiðjunni Hamri og lauk sveinsprófi í iðninni frá Iðnskól- anum í Reykjavík. Að því loknu hóf hann nám við Vélskóla Íslands og lauk þaðan prófum í vél- og raf- magnsfræðum þremur árum seinna. Var hann síðan vélstjóri á togurum og farmflutningaskipum Eimskipafélags Íslands. Að nokkrum árum liðnum fór hann að vinna við iðngreinina í landi og starfaði m.a. við verk- stjórn í Runtal-ofnasmiðjunni hjá Birgi Helgasyni, sem stjórnaði því fyrirtæki. Einnig vann hann um tíma hjá vélsmiðju Björns og Hall- dórs í Síðumúla við vélaviðgerðir og niðursetningu véla í fiskiskip- um. Var hann m.a. um stund á þýskri grund á vegum fyrirtæk- isins að kynna sér framleiðslu véla og niðursetningu þeirra. Hann rak eigið fyrirtæki um nokkurn tíma, verslun og járn- smíðar. Síðustu starfsárin var hann matsmaður hjá Fasteignamati rík- isins. Við hjónin áttum samleið með Ragga og Dóru á ferðalögum bæði innanlands og utan og var unun að vera með þeim í slíkum ferðum. Söknum við þess sárt að geta ekki lengur ferðast með Ragga sem var forustumaður systkinahópsins og fjölskyldna þeirra. Þau voru með afbrigðum gestrisin og tóku á móti öllum með útbreiddan faðminn. Hjónaband þeirra var með af- brigðum gott og ég segi, „þar sem Raggi var, þar var Dóra“. Við biðjum algóðan „Guð“ að styrkja Dóru, syni þeirra, maka, afabörn og langafabörn í þeirri miklu sorg sem ríkir í fjölskyld- unni að ógleymdri móður hans, Láru, sem syrgir son sinn. Við þökkum þér, Raggi minn, sam- fylgdina sem er okkur ógleyman- leg. Sofðu rótt og „Guð“ geymi þig að eilífu. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir.) Gylfi Jónsson. ✝ SigurveigMagnúsdóttir fæddist í Sjón- arhóli í Vatnsleysu- strandarhreppi 22. janúar 1928. Hún lést á dvalarheim- ilinu Hlévangi í Keflavík miðviku- daginn 30. janúar síðastliðinn. For- eldrar Sigurveigar voru Erlendsína Helgadóttir hús- freyja og Magnús Jónsson bóndi. Systkini hennar voru Helgi, Guð- jón (lést á fyrsta ári), Ragnhild- Foreldrar hans voru Kristján Sigurjón Brandsson og Kristjana Þorvarðardóttir. Börn Sig- urveigar og Leifs eru: 1) Krist- jana Björk, f. 3. september 1949, maki Indriði Jóhannsson. Börn þeirra eru: a) Hrönn, f. 4. júní 1975, gift Ingþóri Guðna Júl- íussyni, dætur þeirra eru Dýrleif Una og Kolbrún Ástríður. b) Ívar Örn, f. 16. september 1982, unn- usta hans er Ása Sigríður Halls- dóttir. Börn Indriða eru Brynjar, f. 2. ágúst 1963, og Sóley, f. 24. september 1964. 2) Kristján Haf- steinn, f. 20. desember 1954, fyrrverandi kona hans er María Hlíðberg Óskarsdóttir. Börn þeirra eru: a) Aðalheiður Ósk, f. 26. nóvember 1976, hennar son- ur er Jökull Orri. b) Leifur, f. 6. október 1980. Útför Sigurveigar fer fram frá Kálfatjarnarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. ur, Guðjón, Anna Dagrún, Guðrún Lovísa, Guðlaug (lést tæplega 19 ára), Sesselja (lést tæplega tveggja ára) og hálfbróðir þeirra, samfeðra, var Þórður. Þau eru nú öll látin nema Anna Dagrún og Guðrún Lovísa. Sigurveig giftist hinn 5. mars 1949 Leifi Kristjánssyni frá Bárðarbúð á Hellnum á Snæfellsnesi, f. 13. júlí 1923, d. 21. febrúar 2000. Árin hennar mömmu urðu átta- tíu. Hún var yngst systkinanna sem upp komust í stórum systkinahópi. Helgi stóri bróðir hennar var í siglingum og færði litlu systur ný- stárlegar gjafir þegar hann kom í land, fyrst leikföng og seinna meir eitthvað fallegt í búið. Ragna elsta systirin saumaði falleg föt á hana og hélt henni veislu þegar hún gifti sig. Hún ólst upp í óspilltri náttúru og Keilir var fjallið hennar. Hún horfði þó í hillingum á jökulinn hvíta handan við flóann bláa breiða þar sem hann blasti við frá heimili hennar á góðviðrisdögum. Seinna meir fór hún í kaupavinnu vestur á Snæfellsnes og fann ástina sína. Kynntist þar líka elskulegri tilvon- andi tengdafjölskyldu sem hún bazt sterkum böndum. Eignaðist tvær yndislegar vinkonur, sem urðu mágkonur hennar, Stínu og Beggu, sem og vin sinn og mág, Didda. Þau umvöfðu hana og voru alltaf til í glens og grín. Síðan tók alvaran við og unga parið flutti á hennar æskuslóðir eða suður í Voga þar sem þau leigðu fyrstu árin en festu sér síð- an húsgrunn sem bróðir hennar Helgi var byrjaður að byggja. Byggðu síðan húsið sitt sem þau kölluðu Helgafell. Þar bjuggu þau nær því hálfa öld. Hjónabandið var farsælt og þótt þau væru ólík var virðingin og væntumþykjan í fyrirrúmi. Hún naut þess að ferðast og hitta fólk en hann var heimakær og leið best með sinni nánustu fjölskyldu og vinum. Þau áttu góð ár í Vogunum, eignuðust börnin sín tvö. Heim- ilisfaðirinn var á sjónum til að byrja með en kom svo í land og vann sem múrari en síðan við plötusmíði í Skipasmíðastöð Njarðvíkur. Hún hugsaði um heimili og börn en seinna meir vann hún af og til við fiskvinnslu í Vogunum, ræstingar á Keflavík- urflugvelli og síðan barnagæslu í Vogum. Foreldrar hennar og Lúlla systir bjuggu í Vogunum og var mikill samgangur milli fjölskyldn- anna. Stundum komu systurnar tvær Ragna og Anna úr Hafn- arfirði í heimsókn og þá var mikið talað og hlegið. Mamma hafði gaman af allri handavinnu, saumaði mikið og prjónaði. Hún naut þess að eiga falleg föt og klæða sig upp, fara á mannamót og syngja og dansa. Líkt og bróðir hennar, Guðjón, hafði hún mikið yndi af ljóðum og kunni ótal texta utan að. Davíð Stefánsson var í miklu uppáhaldi og fór hún með langa ljóðabálka hans reiprennandi. Hún unni söng og var lengi í kór eldri borgara á Suðurnesjum og mætti alltaf, þótt hún þyrfti að leggja á sig að fara með rútu til að komast á æfingar. Hún starfaði um margra ára skeið í Kvenfélaginu Fjólu í Vogum. Það hallaði undan fæti þegar veikindi herjuðu á og hún missti kjölfestuna í lífi sínu við andlát pabba og þurfti að flytja úr sinni heimabyggð. Hún dvaldi síðustu árin á dval- arheimilinu Hlévangi í Keflavík þar sem vel var hugsað um hana en saknaði þó alltaf Voganna og vina sinna þar. Svo kveðjum við þig móðir mín þökk til þín Guð þig leiði í sali til sín þú sæti náðar hljóti. Og vinirnir sem fóru fyrr í faðm sinn tak þér móti. (Kristinn Kristjánsson) Guð geymi þig. Þín dóttir Kiddý, Kristjana B. Leifsdóttir. Elsku amma mín. Við hittumst daginn fyrir áttræð- isafmælisveisluna þína og eitthvað sagði mér að það yrði í síðasta skiptið. Það reyndist rétt. Ég byrj- aði á að hrósa þér fyrir hvað þú værir fín með nýja fallega rauða hringinn á hendi. Þér fannst alltaf svo gaman þegar ég talaði um hvað þú litir vel út. En í þetta skiptið horfðir þú á mig tómum augum og ekkert bros kom. En þú þekktir mig, þú þekktir mömmu og þú þekktir Ívar bróður. Kolbrún mín litla var líka með í för og þarna hittir þú hana í fyrsta og eina skiptið. Mér þótti vænt um það. Þú hélst í hönd Ívars nánast alla heim- sóknina, svo stolt af honum og hélst ýmist að hann væri pabbi eða hann sjálfur. Í þessari síðustu heimsókn okkar til þín söngstu, það fannst mér svo dásamlegt. Þér fannst alltaf svo gaman að syngja. Þú söngst: Nú liggur vel á mér, gott er að vera léttur í lund, lofa skal hverja ánægjustund. Það geri ég amma, þessa stund mun ég lofa og aldrei gleyma. Þrátt fyrir veik- indin og að minnið væri farið að bresta mundir þú allar gömlu vís- urnar svo vel. Ég man hvað við höfðum báðar gaman af því þegar ég fékk að máta alla fínu hattana þína, þú átt- ir þá marga fallega. Ekki fannst mér síður gaman að fara í káp- urnar þínar. Ég man best eftir þér, amma, syngjandi og meðan afi var á lífi man ég best eftir þér syngj- andi og hlæjandi yfir stríðninni hans afa. Honum þótti alltaf svo gaman að stríða þér. Þú misstir mikið þegar hann kvaddi eftir löng og erfið veikindi, afi hugsaði alltaf svo vel um þig. Eldri dóttir mín Dýrleif, er skírð eftir afa Leifi. Þér þótti svo vænt um það og minntist á það í hvert skipti sem við hittumst: Hún er skírð í höfuðið á manninum mínum sagðir þú alltaf. Dýrleifu fannst svo gaman að heyra þig syngja og það þótti okkur öllum; mér, Ingþóri, Dýrleifu og Kolbrúnu. Núna ertu komin til afa og aftur farin að syngja fyrir hann. Guð geymi þig, amma mín. Hrönn. Sigurveig Magnúsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.