Morgunblaðið - 08.02.2008, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.02.2008, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2008 21 Ég vel aðeins það besta,“ seg-ir í yfirskrift sýningar áverkum úr glæsilegu einkasafni hjónanna Sævars Karls Ólasonar og Erlu Þórarinsdóttur í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni. Sýningin er skemmtileg, fjölbreytt og gefur tilefni til margvíslegra vangaveltna – og auðvitað fag- urfræðilegra hughrifa. Sýningin stendur til 17. febrúar. Á sýning- unni getur einkum að líta málverk en einnig skúlptúra, þrívíð vegg- verk, ljósmyndir, teikningar og plaköt eftir fjölda ágætra lista- manna. Módernískir málarar á borð við Kristján Davíðsson, Gunn- laug Blöndal og Karl Kvaran og raunar sjálfur Salvador Dali prýða þar veggi ásamt þekktum lista- mönnum af yngri kynslóð og má segja að sýningin endurspegli einkar vel hræringar í samtímalist, ekki síst málverkinu, og lýsi því góðu innsæi safnaranna.    Sýningin felur raunar í sérskemmtilegt sjónarhorn á listasöguna í samræmi við áhuga- svið og smekk þessara samhentu og listhneigðu hjóna. Tilurð safn- eignarinnar, eða kaup verkanna, hafa einnig mótast af persónu- legum kynnum við listamenn sem jafnframt hafa verið „kúnnar“ í verslun Sævars Karls í gegnum tíð- ina eða sýnendur í galleríinu sem hann rak þar um árabil. Sýningin er í sjálfu sér merkileg heimild um listalífið og gallerístarfsemina, ekki síst hið einstæða safn hand- unninna plakata eftir listamenn sem sýnt hafa í galleríinu. Sýningin kveikir hugleiðingar um gildi einkasafna í menningunni. Slík söfn endurspegla gjarnan sterka menningarvitund og fela í sér persónuleg og fagurfræðileg viðbrögð við umhverfinu. Ein- staklingur safnar, yfirleitt kerf- isbundið, saman hlutum úr efnis- menningunni og skapar um leið ákveðið merkingarsamhengi. Einkasafnið getur haft mikið sam- félagslegt vægi. Sagt hefur verið um söfnunarhneigðina að hún sé nátengd vestrænni rökvæðingu og heimsvaldastefnu; í henni felist að- ferð til að skilgreina og flokka heiminn og öðlast þar með þekk- ingu á honum – og jafnframt visst vald. Söfn geta þannig verið þekk- ingarmiðstöðvar.    Einkasöfn eiga þátt í að skapaverðmæti og viðmið í sam- félaginu því að þau hafa oft mynd- að grunninn að hinum stærri safn- astofnunum svo sem háskólasöfnum eða opinberum listasöfnum sem síðan geta haft mikil áhrif í merkingarsköpun eða hugmyndafræði samfélagsins. Sýn- ing á listaverkasafni hjónanna Sævars Karls og Erlu, en það er enn í mótun, varpar ljósi á einka- safn í stærra samhengi og á fullt erindi við almenning Einkasafnið opinberað » Sýningin er í sjálfusér merkileg heimild um listalífið og gallerí- starfsemina […]. Árvakur/Kristinn Ingvarsson Gjafmild Sævar Karl Ólason og Erla Þórarinsdóttir hafa afhent Gerð- arsafni veggspjaldasafnið að gjöf og er mikill fengur að því. annajoa@simnet.is AF LISTUM Anna Jóa MYRKU músíkdagatónleikar Njú- ton-hópsins, er í prentaðri tónleika- skrá voru staðsettir í Norræna húsinu 12:15, fóru fram í Iðnó sama kvöld; óneitanlega heppilegra um- hverfi fyrir þetta stórar áhafnir. Aðsókn var góð, og þó að hlust- vænleiki verka væri upp úr og ofan eins og gengur í tilraunakenndri nútímalistmúsík, ofreyndi furðufátt þolinmæði hins opna huga. Það mun hins vegar þeygi einhlítt á þeim bæ og var ekki sízt vönduðum og einörðum flutningi að þakka. Hingra [9’] naut sem fyrsta atriði kvöldsins úthvíldra eyrna og byggði mest á punktmótuðum tjá- brigðum rofnum hvössum slag- verkshöggum á stangli. Dots, Dots, Dots [11’] Steingríms var í sam- ræmi við kyrrlátt eðli áhafnar en kom þó stílrænt víða við án þess að glata athygli. Það endaði á sætum meðsöngsblæstri og rann í heild ljúflega niður. Örstuttar og of- urgisnar „Enduróms-stúdíur“ Yo- ungs I-IV (IV að líkindum flutt fyrst eftir hlé; hvers vegna var ekki gefið upp) lá mest á liggjanda sama fjórhljóms við fljótandi linsu- dýnamík. Súrrealískt háð á mörk- um farsans einkenndi Cranks and Cactus Needles [um 10’] við hæfi sænska tónlistarhópsins sem það var frumsamið fyrir er ber hið óborganlega nafn „Perlur fyrir svín“. Stykkið var jafnóborganlegt; beitti meðal fjölbreyttra stílhrifa endurómi af Balkandanslögum en hékk í heild saman á fimm tóna frumi glettilega líku upphafi Tröl- laslags Jóns Ásgeirssonar Fer her ei fótspar (og Æra-Tobba Íslenzka Þursaflokksins). Hið fjórþætta Stjörnumuldur [25’] Karólínu Eiríksdóttur tæpti á mörgu staðhreifu þó stórformið væri öllu óljósara við fyrstu heyrn. Nefna má kómískt örgosaskvaldur I. þáttar og regndropadoppótta II. þáttinn með „undirbúnu“ game- lönsku píanói, þó að fínallinn verk- aði rýr í roði. Litbrigðin voru hins vegar legíó og kom öll flautu- fjölskyldan nema altinn í G við sögu. Endahnútinn batt svo bráð- fyndið músíkleikhúsverk Danans Steen-Andersens, In spite of … [6’] er Kagel hefði eins getað nefnt „Démontage“, því sjónræna hliðin gekk út á að skilja smám saman sundur blásturshljóðfærin er lögð voru á bjóð sem hjarta Högna með- an reynt var að blása á restina. Á milli rumdu groddaleg urr eins og úr forneskjulegri risaskepnu með magakveisu svo maður sprakk af innvortis hlátri. Undirtektir voru að vonum stormandi. Perlur fyrir svín TÓNLIST Iðnó Myrkir músíkdagar – Kammertónleikar bbbmn Guðmundur Steinn Gunnarsson: Hingra (frumfl.) f. bassafl. og slagverk. Stein- grímur Rohloff: Dots, Dots, Dots (frfl. á Ísl.) f. altfl. og gítar. Anne Gosfield: Cranks and Cactus Needles (frfl. á Í.) f. flautu, fiðlu, selló & píanó. Karólína Ei- ríksdóttir: Stjörnumuldur (frfl.) f. flautur & píanó. Samson Young: Resonance Stu- dies I-IV (frfl. á Í.) f. fl., klar., fiðlu, selló, píanó & slagv. Simon Steen-Andersen: In spite of and maybe even therefore (frfl.) f. flautu, klar., kontrafagott, horn, píanó, selló & slagv. Tónlistarhópurinn Njúton (Berglind María Tómasdóttir pikkóló-, C-, alt- & bassaflauta, Ingólfur Vilhjálmsson klarínett/bassakl., Snorri Heimisson kontrafagott, Emil Friðfinnsson horn, Una Sveinbjardóttir fiðla, Hrafnkell Orri Egilsson selló, Tinna Þorsteinsdóttir pí- anó, Pétur Jónasson gítar). Þriðjudaginn 5. febrúar kl. 20. Ríkarður Ö. Pálsson FRÁ því er einsöngslagið með pí- anóundirleik ásamt (karla)kórlaginu bar uppi nánast alla nóteraða ís- lenzka tónsköpun fyrir 1960 er hlut- fall greinarinnar orðið svipur hjá sjón. Það er því huggun harmi gegn að enn skuli einhverjir sinna henni, þó fari með sama framhaldi að vekja fremur athygli fyrir fágæti en hitt. Og má eiginlega undrum sæta miðað við almennan söngáhuga lands- manna og einstakt framboð úrvals- ljóða allt frá landnámsöld til í dag. Þetta varð manni að hugðarefni við upphaf vel sóttra tónleika í Nor- ræna húsinu undir yfirskriftinni Ljóðalög Jóns Hlöðvers Áskelssonar á þriðjudag. Fyrst voru Tólf söngvar úr ljóðabókinni Vísur um drauminn eftir Þorgeir Sveinbjarnarson. Sannkölluð „myndaferð“ eins og söngkonan kynnti, því ljóðin voru af- ar myndræn, fengust við fjölbreytt umhverfi og buðu óhjákvæmilega upp á litríka textamálun sem tón- skáldið nýtti sér í þaula. Oft þó með einföldum en hnitmiðuðum pensil- strokum er minnt gátu á japanska fagurskrift og fóru þessum sjarm- erandi míníatúrum bráðvel. T.d. í perlandi diskantþrástefjum Upp úr hádegi eða óvæntu dansandi be- guine-innskotunum í Bráð. Að þeim bálki loknum slógu þrjú lengri lög botn í tónleikana með söngvasveignum Mýrarminni. Lengst þeirra var Svefnmynda- draumur eftir Jón Bjarman enda texinn mikill að vöxtum og leiddi tal- málssvipur hans e.t.v. til afstraktara tónmáls en hefðbundnasta lag dags- ins næst á eftir, Ég veit um dal úr rímhlöðnu ljóði Sverris Pálssonar. Hæst reis sköpunarkraftur Jóns í síðasta lagi sveigsins, Auðir bíða vegir þínir, og kannski ekki að undra úr því ljóðskáldið var sjálfur meist- ari Snorri Hjartarson. Undirtektir voru hinar hlýjustu, og spillti sízt fyrir traustur og fylginn píanóleikur Daníels Þor- steinssonar. Þó að raddbeiting Mar- grétar Bóasdóttur bæri stundum með sér að nyti ekki sömu sviðsrút- ínu og forðum daga áður en fé- lagsstörfin hrönnuðust upp var tón- staðan furðuörugg og innlifunin markviss í hvívetna. Hnitmiðaðar pensilstrokur Ríkarður Ö. Pálsson TÓNLIST Norræna húsið Sönglög eftir Jón Hlöðver Áskelsson. Margrét Bóasdóttir sópran, Daníel Þor- steinsson píanó. Þriðjudaginn 5. febrúar kl. 12:15. Myrkir músíkdagar – einsöngstónleikar bbbnn HÁDEGISTÓNLEIKAR verða eðlilega að sníða sér tímastakk við hæfi 9–5 fólksins. Því var kannski ekki nema fyrirsjáanlegt að 40 áheyrendum skyldi fækka niður í 14 eftir tónleikahlé kl. 13:17–30 í Nor- ræna húsinu á mánudag. Enda lá s.s. fleira þar að baki en að menn hefðu bara greitt þögninni atkvæði með fótum sínum – eins og freist- andi hefði verið að útleggja til- vitnun tónleikaskrár í skáldleg orð Toshios Hosokawas, „Þögnin er staðurinn þar sem hljóðin mætast“. Að ekki sé minnzt á þónokkra sem dottuðu ef ekki steinsváfu í sætum sínum áður en langt var liðið. Það var í rauninni synd og skömm, því flutningur tveggja ára þýzk-íslenzka dúósins var í alla staði fagmannlega vandaður, innlif- aður og a.m.k. 3½ stjörnu virði út af fyrir sig. En þó kom fleira til. Einkum hvað verkin voru allt of keimlík – dæmigert uppbyggð á kyrrlægu lagferli innan um púsl- andi smágos, og dragspilið oftast nær takmarkað við líðandi „linsu“- dýnamískt pedalhljómferli. Hrökk fráleitt til mótvægis grúi nútíma- effekta á eftirlæti framherja- tónsmiða, bassaklarínettið, sem annars lék í höndum Ingólfs Vil- hjálmssonar; nemanda engra lakari klarínettmeistara en Einars Jó- hannessonar og Harrys Spaarnays. Upplagðir kontrastmöguleikar gagnvart linnulaust svífandi af- strakta flæðinu á við púlsrytma og tœnibundna kafla reyndust af furðuskornum skammti. Fyrir vikið fór fullmargt fyrir lítið, og var það því vandræðalegra sem nánast allt prógrammið samanstóð af ýmist heims– eða Íslandsfrumfluttum verkum. Undanskilin var „Ein- ræða“ Isangs Yun fyrir bassakl. [13’; 1983], líklega hápunktur tón- leikanna. Einnig gutlaði talsvert á Interpolations [5’; 2008], finnsku einleiksnikkuverki Maiju Hynninen, og enn óskírðu marvaðatroðandi sí- hreyfi Inga Garðars Erlendssonar [7’; 2008]. Of langt, of líkt TÓNLIST Norræna húsið Ný verk eftir Fujikura, Hosokawa, Einar Torfa Einarsson, Imai, Yun, Inga Garðar Erlendsson, Nevanlinna, Hynninen og Ha- rada. Duo Plus (Ingólfur Vilhjálmsson klarínett/bassakl. og Andrea C. Kiefer harmonika. Mánudaginn 4. febrúar kl. 12:15. Myrkir músíkdagar – Kammertónleikar bbmnn Ríkarður Ö. Pálsson 4 Opið hús, dagskrá og veitingar frá kl. 13.30 til 17.30 laugardaginn 9. febrúar í tónleikasal skólans Söngskólinn í Reykjavík ‰ 14.00 Linda María Nielsen • Dyveke-söngvar Peter Heise ‰ 15.15 Hreiðar Ingi Þorsteinsson • Eigin lög og finnskir söngvar ‰ 16.30 Guðný Birna Ármannsdóttir • Heimskringla Tryggvi M. Baldvinsson Tónleikar / Fjöldasöngur / Tyrkjamessa sungin / Vikivaki stiginn Útsölu lýkur á laugardag Klappastíg 44 - sími 562 3614 Innleggsnótur og gjafakort í fullu gildi á útsölunni ÚTSALA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.