Morgunblaðið - 08.02.2008, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Gunnar náinn vinur
okkar og „ská-frændi“
er látinn. Við bræður
höfðum þá sögu eftir
móður okkar og fóstur-
systur Gunnars að „skyldleiki“ hans
við okkur væri þannig til kominn að
afi okkar og amma hefðu haft milli-
göngu um að útvega litlum móður-
lausum dreng af Grímsstaðaholtinu í
Reykjavík vist á sveitabæ í Biskups-
tungum. Ef rétt er munað þá kom föð-
ursystir drengsins, hún Sigga í Hóla-
brekku, með hann austur að Torfa-
stöðum. Þaðan var svo haldið að bæn-
um sem drengnum hafði verið ætluð
dvöl. En eftir að litli snáðinn hafði
kannað aðstæður á bænum og hitt
heimilisfólkið sem flest var komið á
efri ár, kvað snáðinn upp sinn dóm: –
„Hér verð ég ekki“. – Svo einfalt var
það og þá var ekki annað að gera en
halda í Torfastaði á ný. Þar varð nið-
urstaðan sú að drengurinn ungi yrði
eftir á Torfastöðum þar sem hann síð-
an ólst upp. Amma okkar og afi elsk-
uðu Gunnar sem sitt eigið barn og
hann elskaði þau eins og foreldra sína
og alla þeirra fjölskyldu og leit á þann
frændgarð allan sem sína nánustu.
Gunnar Stephensen var vandaður
maður og góður, hlýr og hjartahreinn,
glaðvær og skemmtilegur svo af bar,
enda naut hann einstakrar virðingar
Gunnar Hansson
Stephensen
✝ Gunnar Hans-son Stephensen
fæddist í Reykjavík
6. maí 1931. Hann
varð bráðkvaddur
23. janúar síðastlið-
inn og var útför
hans gerð frá
Hallgrímskirkju 4.
febrúar.
og vinsælda meðal
samferðarmanna
sinna. Í Karlakór
Reykjavíkur þar sem
hann söng og starfaði
stóran hluta fullorðin-
sævi sinnar var hann í
hópi traustari söng-
manna og alltaf í hópi
vinsælustu félaganna.
Það var sérlega gott að
eiga Gunnar að sem
frænda og vin. Okkur
bræðrum var hann
mikils virði allt frá því
að við munum fyrst eft-
ir okkur. Hann hafði alla þá kosti sem
mætan og góðan mann geta prýtt;
hann var söngmaður góður og húm-
oristi, lagði alltaf gott til allra mála,
hafði ríka réttlætiskennd og sam-
kennd með vinnandi fólki – alþýðu-
fólki og þeim sem erfitt áttu uppdrátt-
ar. Hann var róttækur í stjórnmála-
skoðunum í besta skilningi þess orðs,
eins og allt hans góða fólk á Gríms-
staðaholtinu. Hann unni öllu sem ís-
lenskt er, landi, þjóð, sögu og menn-
ingu. Einnig ræktun og bústörfum
þótt ævistarf hans yrði minna á þeim
vettvangi en hugur hans stóð til.
Við söknum Gunnars sárt og vott-
um hans nánustu, Höddu, börnum,
tengdabörnum og barnabörnum sem
og öllum vinum hans einlæga samúð
við missi mæts og góðs drengs. Gunn-
ar er og verður okkur sem „tónn á
fiðlustrengnum“ eins og eftirfarandi
ljóðlínur Halldórs Laxness lýsa betur
en við megnum að gera:
Frændi, þegar fiðlan þegir,
fuglinn krýpur lágt að skjóli,
þegar kaldir vetrarvegir
villa sýn á borg og hóli,
sé ég oft í óskahöllum,
ilmanskógum betri landa,
ljúflíng minn sem ofar öllum
íslendíngum kunni að standa,
hann sem eitt sinn undi hjá mér
einsog tónn á fiðlustreingnum,
eilíft honum fylgja frá mér
friðarkveðjur brottu geingnum.
Þó að brotni þorn í sylgju,
þó að hrökkvi fiðlustreingur,
eg hef sæmt hann einni fylgju:
óskum mínum hvar hann geingur.
Stefán og Konráð
Ásgrímssynir.
Kæri vinur!
Ekki hefði okkur órað fyrir að kall-
ið kæmi svona snöggt, þú varst óðum
að ná þér eftir síðustu áföll og varst
alltaf að verða „góðari og góðari“ eins
og við sögðum stundum í léttu gríni.
En svona er nú lífið og enginn fær víst
umflúið örlögin.
Það er margs að minnast á þeim
tuttugu og fimm árum sem við höfum
þekkst, eða frá því að ég gekk í Karla-
kór Reykjavíkur, og hafa kynnin vax-
ið með hverju ári og styrkst enn frek-
ar eftir að við fluttum í þarnæsta hús
við hliðina á þérá Álftanesinu.
Margar ferðirnar höfum við farið
saman með Karlakórnum, bæði inn-
anlands og utan, og var oft glatt á
hjalla þegar gítarar voru slegnir og
mikið sungið, bæði sterkt og veikt.
Mér er afar minnisstæð ferð kven-
félags Karlakórsins í Húsafell fyrir
mörgum árum síðan, þegar ég var að
byrja í kórnum, þegar þú, Bjartur,
Guðjón og Tommi, voruð að kenna
mér að syngja fárveikt (PPPP) „Tveir
þrestir byggðu birkigrein“, það var
sko flott! Svo kvað nú stundum við
léttari tón er við sungum lög eins og
„Einkall út að slá“, það var líka flott.
Við hjónin höfum notið ómældrar
leiðsagnar þinnar með gróður í garð-
inn okkar, þær eru ófáar plönturnar
sem hafa komið frá þér og verður
gaman að sjá hvernig þær koma und-
an vetri, svo er ég viss um að þú lítur
yfir öxlina á mér í gróðurkassann sem
þú hjálpaðir mér með í fyrrasumar.
Mikið var nú gott að koma við hjá
þér og fá kaffi og spjall um liðnar
stundir, menn og málefni, og var ég
einmitt á leiðinni til þín þegar kallið
var komið.
Elsku Hadda og fjölskylda, við
biðjum algóðan Guð að styrkja ykkur.
Sigurður og Guðrún
í þarnæsta húsi.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins
degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist
eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Laugardaginn 19. janúar sl. var
gleðidagur í Stephensen-fjölskyld-
unni þegar Hadda Hrund útskrifaðist
sem viðskiptafræðingur og Lára og
Jakob nýflutt í glæsilegt húsnæði.
Gunni og Hadda voru þar mætt, stolt
af barnabarninu og nýja húsnæðinu,
og er það mér ofarlega í huga þegar
Gunni sagði við mig á þessum tíma-
mótum að það yrði nú gaman að vera
saman og skjóta upp flugeldum um
næstu áramót á svölunum hjá Láru
og Jakobi – því útsýnið af svölunum í
Grófarsmáranum er stórkostlegt. En
skjótt skipast veður í lofti og aðeins
fjórum dögum síðar er Gunni fallinn
frá – en eitt er þó víst að það verður
skotið upp stórum englatertum um
hver áramót til minningar um þig,
Gunni minn. Ég var svo heppin að
kynnast Gunna, Höddu og fjölskyldu í
gegnum Láru bestu vinkonu mína
fyrir rúmlega 26 árum síðan og var ég
innlimuð, þó án ættarnafns, í Steph-
ensen-fjölskylduna eins og ég væri
ein af þeirra börnum og ekki aðeins
ég – heldur einnig börnin mín og
maki. Alltaf var opið hús og fengu
Svana, Heba og Aron að njóta gleð-
innar, hlýjunnar og kærleikans sem
streymdi frá Gunna og Höddu og áttu
Heba og Aron það til að kalla þau
ömmu og afa þegar þau voru yngri –
finnst mér það segja sína sögu. Svana
mín naut þess innilega að fá að eyða
síðasta aðfangadagskvöldi með fjöl-
skyldunni heima hjá Láru og Jakobi
og síðan á jóladag hjá Gunna og
Höddu í Suðurtúninu.
Minningarnar hrannast upp og er af
mörgu að taka og standa upp úr allar
heimsóknirnar í Kópavogs-Lauf-
brekku, Biskupstungna-Laufbrekku,
útilegur, Portúgal, Stebbasúpa, Dal-
vík, Akureyri og Hrafnagil. Ekki má
gleyma að minnast þín á gítarnum að
spila „tíkall út að slá“ sem börn og full-
orðnir urðu að kunna. Það var sama
hvaða lagi maður stakk upp á að yrði
sungið næst – þú gast spilað það,
sungið það og tónað það og ef maður
vildi halda lagi var best að sitja á milli
þín og Láru. Síðasta skiptið sem við
tókum saman „tíkallinn“ var í Stebba-
súpu sumarið 2007 í Laufbrekkusæl-
ureitnum – það var svo gaman þar og
verður ekki eins án þín. Kæri Gunni,
nú er komið að kveðjustund og þú
lagður af stað í ferðina löngu – ég bið
að heilsa og takk fyrir mig og mína.
Elsku Hadda, Lára og Jakob,
Stebbi og Stína, Eiríkur og Mæja,
Hadda Hrund og Doddi, Andri Freyr,
Helga Guðrún og aðrir aðstandendur,
við vottum ykkur okkar dýpstu sam-
úð.
Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur
huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur
vegna þess, sem var gleði þín.
(Kahlil Gibran.)
Megi minning Gunnars H. Steph-
ensen vera ljósið í lífi ykkar allra.
Góða ferð.
Helga, Jóhann,
Svana, Heba og Aron.
Það var okkur mikið áfall að heyra
að Gunni hefði orðið bráðkvaddur 23.
janúar sl. Við höfðum setið með hon-
um í útskriftarveislu Höddu Hrundar
dótturdóttur hans, helgina áður þar
sem hann lék á als oddi eins og hann
var vanur.
Gunni var mikill höfðingi og hafði
alveg sérstaklega góða nærveru sem
einkenndist af húmor, festu, fordóma-
leysi og hlýju. Við kynntumst Láru
dóttur hans fyrir meira en 30 árum og
stóð heimili þeirra Gunna og Höddu
ávallt opið fyrir vini barna þeirra.
Strax var okkur tekið opnum örmum
og í þeirra huga er ekki til kynslóð-
arbil. Það er varla hægt að tala um þau
sitt í hvoru lagi, samrýmdari hjón er
varla að hægt að finna, vináttan og
samheldnin skein frá þeim. Gunni
hafði mikinn áhuga á mönnum og mál-
efnum. Fundum við strax í honum
pabba, afa og frábæran vin sem bar
velferð okkar fyrir brjósti sér. Alltaf
þegar við hittumst spurði hann af
áhuga um börnin okkar, áhugamálin
og okkar daglega amstur. Við börnin
okkar var hann einstaklega góður og
mikill húmoristi og náði hann til þeirra
á sinn ljúfan hátt.
Ófáar ferðir höfum við farið í sum-
arbústaðinn þeirra í Biskupstungun-
um þar sem stórfjölskyldan og vinir
hittust og var alltaf tekið á móti okkur
af þvílíkri gestrisni. Það átti sko vel við
hann Gunna að taka á móti sem flest-
um því félagslyndur var hann með ein-
dæmum. Ógleymanleg er ein af þess-
um ferðum þegar farið var að veiða í
Brúaránni sem er þekkt fyrir að gefa
lítið, en það óvænta var að þeir mok-
uðu upp silungi í þessum veiðitúr. Um
kvöldið var slegið upp veglegri veislu
að hætti fjölskyldunnar og veiðin grill-
uð og hafði Gunni að orði að hann hefði
bara aldrei smakkað betri fisk. Og svo
var sungið „Einkall út á slá, einkall út
á engi“, sem er lagið hans Gunna því
söngelskur og músíkalskur var hann
og allt hans fólk. Alltaf var gítarinn
með í för og mikið sungið enda Gunni
einn af forkólfum Karlakórs Reykja-
víkur.
Gunni var mjög stoltur af fjölskyldu
sinni og samheldnin þeirra er einstök
sem gerir líf þeirra mjög innihaldsríkt.
Börnin hans bera sterk einkenni hans
því öll hafa þau erft mannkosti hans en
á ólíkan hátt.
Við kveðjum öðlinginn hann Gunna
með söknuði og hann sérstakan stað í
hjörtum okkar. Við vottum fjölskyld-
unni allri okkar dýpstu samúð.
Helga, Karl og börn.
✝
Elskulegur faðir minn og bróðir okkar,
KRISTINN KRISTJÁNSSON,
Miklubraut 88,
er látinn.
Vilberg Kristinsson,
Ása Kristjánsdóttir,
Margrét Kristjánsdóttir,
Ingibjörg Kristjánsdóttir,
Símon Kristjánsson.
✝
Bróðir okkar, mágur og frændi,
HANNES JÓHANNSSON,
áður Skúlagötu 70,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Fellsenda miðvikudaginn
6. janúar.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Fellsenda fyrir alla
umönnun og aðhlynningu.
Sigurrós Jóhannsdóttir, Friðgeir Sigurgeirsson,
Björn Jóhannsson, Efemía Halldórsdóttir,
Jónína Jóhannsdóttir, Ingolf Ágústsson
og aðrir aðstandendur.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma
og langamma,
GUÐRÚN SIGURVEIG JÓNSDÓTTIR
(FRIÐRIKSSON),
"Búdda",
andaðist að Landspítalanum, Fossvogi, aðfaranótt
fimmtudagsins 7. febrúar.
Útför hennar fer fram í Fríkirkjunni í Reykjavík
miðvikudaginn 13. febrúar kl. 15.
Jón Guðmundsson,
Pétur Guðmundsson, Virginia Fridriksson,
Friðrik Þór Guðmundsson, Kristín Dýrfjörð,
Kristrún Jóna Guðmundsdóttir, Joel Colburn,
Helga Pétursdóttir Rósantsson,
barnabörn og barnabarnbörn.
✝
Eiginkona mín,
ANNA SOFFÍA VIGFÚSDÓTTIR,
áður til heimilis á
Eyrarvegi 27A,
Akureyri,
andaðist á Dvalarheimilnu Hlíð fimmtudaginn
7. febrúar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ingvi Árnason.
✝
Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, afi, langafi og
sambýlismaður,
HARALDUR GUÐMUNDSSON
skipstjóri,
Grundarbraut 5,
Ólafsvík,
lést miðvikudaginn 6. febrúar á Sjúkrahúsi
Akraness.
Jarðsungið verður frá Ólafsvíkurkirkju laugardaginn
16. febrúar kl. 14.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Pétur Haraldsson.
Ég veit að þú ert
komin á betri stað
elsku amma og kveð
ég þig hér með þessu
ljóði.
Komið er að kveðjustund
Drottinn kallar á börnin sín
Elín Inga
Hreiðarsdóttir
✝ Elín IngaHreiðarsdóttir
fæddist á Akureyri
4. júlí 1937. Hún
lést á Hjúkr-
unarheimilinu Sól-
túni 11. janúar síð-
astliðinn og fór
útför hennar fram í
kyrrþey 18. janúar.
amma var boðuð á þann fund
farðu í friði, elskan mín.
Þú er gafst okkur þetta líf
og snertir okkur öll á sinn hátt
við þökkum og minnumst um
ókomna tíð
og sættumst við hinn æðri
mátt.
Aðdragandi ferðalagsins í
loftinu lengi lá
uns loks lét hún sjá sig sólin
bjarta
og með vissu lék enginn vafi á
að þarna kvaddi kona með
gullhjarta.
Margrét Fríða Sigurjónsdóttir.