Morgunblaðið - 08.02.2008, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ ÞorvaldurRagnar Guð-
mundsson fæddist í
Reykjavík 25. febr-
úar 1934. Hann
lést á líknardeild
Landspítalans
Landakoti mánu-
daginn 28. janúar
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Guðmundur Stein-
dórsson, f. 1910, d.
1979 og Lára Sig-
vardsdóttir Ham-
mer, f. 1909 og lif-
ir hún son sinn 98 ára gömul,
vistmaður á Hjúkrunarheimilinu
Eir. Systkini Þorvaldar eru:
Steina Guðrún, f. 1930, maki
Baldvin Haraldsson, d. 1992, El-
ín Jóhanna, f. 1937, maki Gylfi
Jónsson, Ólafur, f. 1940, maki
Rósmarý Sigurðardóttir, og Sig-
rid Esther, f. 1942, maki Haukur
Örn Björnsson.
Þorvaldur kvæntist 1954,
Dóru Guðleifsdóttur, f. 1933.
Foreldrar Dóru voru Guðleifur
Þorkelsson og Guðrún Egils-
dóttir, sem bæði eru látin. Þau
hófu búskap í foreldrahúsum
Dóru í Skerjafirði og fluttu síð-
an í sína eigin íbúð í Álftamýri
58. Árið 1970 fluttu þau í Kópa-
voginn og bjuggu þar æ síðan.
Þorvaldur og Dóra eignuðust
þau tvo syni, þeir eru: 1) Leifur
Hammer, f. 6.8. 1953, maki Sig-
1977, lengst af á Bakkafossi. Er
í land kom réðst hann til starfa
hjá Birgi Þorvaldssyni í Runta-
lofnum, sem verkstjóri. Þorvald-
ur starfaði sem matsfulltrúi hjá
Fasteignamati ríkisins 1982-
2003, er hann varð að hætta
vegna heilsubrests. Meðfram
þeim starfa tók hann að sér
brunamat fasteigna í Kópavogi
ásamt öðrum.
Þorvaldur starfaði mikið að
félagsmálum á sviði íþrótta,
stjórnmála og líknarmála í
Kópavogi. Til unglingsára iðkaði
hann knattspyrnu hjá Knatt-
spyrnufélaginu Fram og var
ætíð síðan mikill Framari innst í
hjarta og sú taug hélt þó svo
seinna á ævinni tæki hann að
sér um tíma formennsku Körfu-
knattleiksdeildar Umf. Breiða-
bliks ásamt umsjón með ung-
lingastarfi deildarinnar. Um
miðjan aldur heillaðist hann af
golfíþróttinni eins og títt er og
var eiginkonan þar enginn eft-
irbátur. Á golfvöllum hér heima
og erlendis hafa þau hjón átt
sínar bestu stundir saman. Þor-
valdur var framsóknarmaður í
húð og hár og gegndi ýmsum
trúnaðarstörfum fyrir flokkinn í
Kópavogi s.s. formennsku í
Framsóknarfélagi Kópavogs og
ásamt öðrum sá hann um útgáfu
„Framsýnar“ blaðs framsókn-
armanna í Kópavogi auk ýmissa
nefndarstarfa fyrir bæj-
arfélagið. Þá var Þorvaldur
virkur félagi í Kiwanisklúbbnum
Eldey í Kópavogi og var forseti
klúbbsins 1990-91.
Útför Þorvaldar fer fram frá
Digraneskirkju í Kópavogi í dag
og hefst athöfnin klukkan 13.
ríður Karlsdóttir, f.
18.5. 1953, börn
þeirra a) Gylfi Már,
börn hans Thelma
og Kristian, b) Eva
Guðbjörg, maki
Guðjón Guðmunds-
son, börn þeirra Ás-
dís Bára, Eydís
Theódóra og Guð-
mundur Hagalín, c)
Erla Heiðrún, fyrrv.
maki Guðmundur
Magnússon, og d)
Leifur Rúnar Ham-
mer. 2) Guðmundur
Rúnar, f. 1.12. 1956, maki Jón-
ína Sigrún Ólafsdóttir, f. 12.1.
1955, börn þeirra a) Dóra Mar-
grét, maki Emil Austmann
Kristinsson, börn þeirra Krist-
ófer, Sunneva og Alexandra, b)
Birna Sólveig, sambýlismaður
Kristinn Rúnar Sveinsson og
börn hans Alexander og Karen,
og c) Sóley, sambýlismaður Guð-
mundur Rúnar Guðmundsson.
Þorvaldur lauk námi í vél-
virkjun frá Vélsmiðjunni Hamri
1956 og að loknu meistaraprófi
1957, prófi frá rafmagnsdeild
Vélskóla Íslands 1958. Að loknu
námi starfaði Þorvaldur á Véla-
verkstæði Björns og Halldórs.
Seinna starfrækti hann sitt eigið
fyrirtæki, Málmiðjuna sf., í
nokkur ár auk annars, áður en
hann réðst til Eimskipafélags Ís-
lands sem vélstjóri frá 1968-
Hve líknarfullur lausnarinn
að luktum dyrum kemur inn.
Hann birtist til að boða frið
og blessa hið skelfda vinalið.
Kom einnig, drottinn inn hjá mér,
sem óróleik í hjarta ber,
og segðu: Friður sé með þér.
Far þú í friði
hjartans vinurinn minn.
(Höf. Björn Halldórsson frá Laufási.)
Eiginkona.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Elsku pabbi, tengdafaðir, afi og
langafi. Með þessu versi viljum við
kveðja þig hinstu kveðju.
Það voru forréttindi að eiga með
þér samleið.
Elsku mamma, tengdamamma,
amma, amma Lára og langamma,
Guð gefi ykkur styrk.
Ó, þú, minn faðir, þekkir
og það í miskunn sér,
sem hagsæld minni hnekkir,
og hvað mér gagnlegt er,
og ráð þitt hæsta hlýtur
að hafa framgang sinn,
því allt þér einum lýtur
og eflir vilja þinn.
(Björn Halldórsson.)
Guð blessi minningu þína. Þorvald-
ur Ragnar Hammer Guðmundsson.
Kveðjur,
Leifur Hammer, Sigríður
Ásdís, Gylfi Már, Eva Guð-
björg, Erla Heiðrún, Leifur
Rúnar Hammer, Thelma
Ýr, Ásdís Bára, Eydís
Teodóra, Kristian Ágúst,
Guðmundur Hagalín.
Í fjarska á bak við allt, sem er,
býr andi þess, sem var.
Og andi þess, sem enn er hér,
er ekki þar.
Sem hugarórar, huliðs-sjón,
hann hrærir líf hvers manns.
Og yfir sérhvers auðnu og tjón
rís ásýnd hans.
Hann andar ljósi á barnsins brá
og beyg í hjarta manns.
Og löngun hvers og leit og þrá
er leikur hans.
Og okkar sjálfra mark og mið
er mælt við tilgang þinn:
Af draumi lífsins vöknum við
og verðum hann.
Að veruleikans stund og stað
er stefnt við hinztu skil,
því ekkert er til nema aðeins það,
sem ekki er til.
(Steinn Steinarr.)
Guðmundur Rúnar
og Jónína Sigrún.
Mig langar að minnast Ragga,
móðurbróður míns, í fáeinum orð-
um. Raggi var þannig manngerð að
hann lýsti upp í kringum sig með
brosi sínu og léttri lund. Raggi var
mjög félagslyndur og hafði gaman
af því að umgangast fólk og átti
hann auðvelt með það. Hann hafði
mjög góða nærveru. Oftar en ekki
gat hann komið manni til að brosa
og segja má að hlátur hans hafi ver-
ið smitandi.
Alltaf var gott að koma í heim-
sókn til Ragga og Dóru. Þau tóku
vel móti gestum og leið manni alltaf
vel í kringum þau. Ég minnist þess
úr æsku minni að heima hjá Ragga
og Dóru var yfirleitt til framandi
sælgæti sem Raggi keypti erlendis
þegar hann var í siglingum. Sér-
staklega man ég eftir molum sem
fylltir voru með grænu kremi og
marglitum brjóstsykri.
Foreldrar mínir áttu góðan vin-
skap við Ragga og Dóru. Fóru þau
saman í ferðalög bæði innan- og ut-
anlands. Hin síðari ár þegar ég hitti
Ragga var það í foreldrahúsum
mínum en mikill samgangur var á
milli foreldra minna og Ragga og
Dóru.
Raggi kenndi sér meins árið 1994
sem að lokum lagði hann að velli 28.
janúar sl. Ég heimsótti Ragga á
Landakot tveimur dögum áður en
hann yfirgaf þetta líf. Var hann þá
mjög veikur. Ég er þakklátur fyrir
þá kveðjustund.
Þó svo að ljós Ragga hafi slokkn-
að þá lýsir minning hans upp hjörtu
okkar.
Með þessum orðum kveð ég góð-
an dreng sem farinn er frá okkur og
sárt er saknað.
Hvíl í friði elsku frændi.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Þinn frændi,
Gylfi.
Ævinlega þegar andlát einhvers
náins ber að verður fólki stirt um
tungu þótt mynd hins látna sé ljós-
lifandi fyrir hugskotssjónum og
minningarnar hrannist upp. Ein
mín fyrsta minning um Ragga
bróður mun hafa verið 17. júní
1944. Hann var þá að selja merki
lýðveldisins í ausandi rigningu.
Hann var ákaflega duglegur að
selja dagblöð, vikublöð og ýmiss
konar merki, enda sölumaður góður
eins og seinna kom í ljós. Raggi
stofnaði og rak vélsmiðju í Njörva-
sundi þar sem hann smíðaði svala-
og stigahandrið, og seinna ráku þau
Dóra saman verslunina Fífu í nokk-
ur ár. Samhliða verslunarrekstri
gerðist hann vélstjóri á skipum
Eimskipafélags Íslands, en á árum
áður hafði hann verið vélstjóri á
togurum Bæjarútgerðar Reykja-
víkur. Þegar hann hætti til sjós hóf
hann störf hjá Fasteignamati rík-
isins og vann þar til starfsloka.
Raggi var mjög traustur og dugleg-
ur ásamt Dóru við að hjálpa móður
sinni sem býr háöldruð á hjúkrun-
arheimilinu Eir og saknar hún son-
ar síns. Það var yndislegt að koma á
þeirra fallega heimili enda Raggi
og Dóra mjög gestrisin. Eins var
mjög gaman að fara með þeim í
ferðalög og á hinar ýmsu samkom-
ur, varð þá oft glatt á hjalla og stutt
í dillandi hlátur Ragga. Raggi og
Dóra voru einstaklega samrýnd
hjón, enda kom það fram í öllu
þeirra lífshlaupi saman.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum.)
Elsku Dóra, Leifur, Sirrý,
Gummi, Sigrún og fjölskyldur, ykk-
ar missir er mestur, minningin um
góðan dreng mun lifa. Guð gefi ykk-
ur styrk á þessum erfiðu tímum.
Ólafur og Rósmary.
Þorvaldur Guðmundsson var um
langt skeið einn af öflugustu liðs-
mönnum okkar framsóknarmanna í
Kópavogi, Reykjaneskjördæmi og
Suðvesturkjördæmi. Hann var fé-
lagsmálamaður fram í fingurgóma,
afar duglegur og var alltaf tilbúinn
að taka að sér ný verkefni. Þorvald-
ur tók að sér mörg trúnaðarstörf
fyrir Framsóknarflokkinn sem
hann leysti af vandvirkni og ná-
kvæmni. Hann var t.d. í ferlinefnd,
áfengisvarnarnefnd, stjórn Véla-
miðstöðvarinnar og nú síðast í
byggingarnefnd Kópavogs. Þor-
valdur ávann sér virðingu meðal
samferðamanna því hann var afar
traustur félagi og nákvæmur á all-
an hátt.
Hann var formaður Framsóknar-
félags Kópavogs og í stjórn þess
um árabil.
Einnig sá hann um útgáfu blaðs-
ins Framsýnar, fyrst í félagi við
Guttorm Sigurbjörnsson og nú síð-
ast með Hirti Hjartarsyni. Einnig
var hann lengi í stjórn Framsókn-
arheimilisins að Digranesvegi 12.
Þorvaldur var mikill gæfumaður
og naut hann stuðnings konu sinn-
ar, hennar Dóru, í öllu félagsmála-
starfi hvort sem um var að ræða
innan Framsóknarflokksins, Kiw-
anishreyfingarinnar, íþróttastarfs
Breiðabliks eða annars staðar.
Þorvaldur var réttsýnn og hafði
sterkar skoðanir. Hann vildi jöfnuð,
samvinnu og réttlæti og vann í
þeim anda. Nú síðustu árin lét hann
ekki sitt eftir liggja í kjördæminu
þótt veikindi steðjuðu að. Hann
kom t.d. á kosningaskrifstofu okkar
í Suðvesturkjördæmi síðastliðið vor
til að fylgjast með gangi mála og
leggja hönd á plóg fyrir alþingis-
kosningarnar eins og svo oft áður.
Þau ráð sem Þorvaldur gaf voru
dýrmæt og góð ráð. Fyrir þau vil ég
þakka. Við framsóknarmenn mun-
um sakna Þorvaldar úr starfi okk-
ar. Við munum minnast hans með
mikilli virðingu og þakklæti. Dóru,
fjölskyldunni og öðrum ástvinum
Þorvaldar sendi ég mínar dýpstu
samúðarkveðjur. Blessuð sé minn-
ing hans.
Siv Friðleifsdóttir.
Það er margs að minnast þegar
ég hugsa um Þorvald vin minn. Mín
fyrstu kynni af honum voru þegar
ég var að stíga mín fyrstu spor í
Framsóknarflokknum 1987 en þá
hafði Þorvaldur verið virkur í starfi
flokksins í 10 ár. Þorvaldur tók ein-
staklega vel á móti mér og gat ég
alltaf leitað til hans eftir góðum
ráðum og stuðningi.
Þegar talað er um einhvern og
sagt að hann sé drengur góður, þá
er það nú svo að ég hugsa til manns
eins og Þorvaldar sem var í mínum
huga heiðarlegur, duglegur og
grandvar maður sem stóð á sínu.
Hann var ávallt reiðubúinn að
leggja hönd á plóg og aðstoða við
fundi, uppákomur og kosningar fyr-
ir Framsóknarflokkinn. Þorvaldur
gegndi fjölmörgum trúnaðarstörf-
um fyrir Framsóknarflokkinn í
Kópavogi, var m.a. varaformaður
Byggingarnefndar Kópavogs á ár-
unum 2002-2006. Auk þess hafði
Þorvaldur verið formaður Fram-
sóknarfélags Kópavogs, gjaldkeri
og í langan tíma hafði hann séð um
auglýsingar í Framsýn og verið
gjaldkeri þess. Stoltur og þakklát-
ur var ég þegar Þorvaldur féllst á
að vera yfirlýstur stuðningsmaður
minn fyrir prófkjörið 2005. Það var
ákveðið traust sem ég fann fyrir þá.
Fyrir nokkrum árum, þegar við
Þorvaldur vorum báðir á Kanar-
íeyjum, átti hann afmæli og fór ég
með blómvönd til hans frá flokkn-
um. Mér var boðið inn og átti með
þeim hjónum og gestum þeirra
ánægjulega stund. Samt skildi ég
ekki hversu vel og mikið hún Dóra
talaði um einhvern Ragga í afmæl-
inu hans Þorvaldar. Þessi Raggi
var greinilega mikill sjarmör og
hafði heillað Dóru upp úr skónum
hér á árum áður. Þorvaldi var
greinilega skemmt þegar hann
hlustaði á þetta, en hann hafði góða
kímnigáfu. Þegar ég fór gat ég ekki
stillt mig um að spyrja Þorvald
hver Raggi væri. Ég var þá búinn
að ímynda mér að Þorvaldur væri
ekki neinn smákall að hafa náð
henni frá þessum Ragga. Þorvald-
ur sagði mér að hann væri alltaf
kallaður Raggi í fjölskyldunni en
millinafn hans væri Ragnar. Þrátt
fyrir að hafa þekkt Þorvald R. í um
20 ár hafði ég aldrei vitað hvert
millinafnið var. Nú þegar hann er
farinn koma atriði eins og þetta
upp í hugann. Þorvaldur var dreng-
ur góður og mun ég minnast hans
með hlýju og stolti. Dóru eiginkonu
hans, fjölskyldu og vinum votta ég
mína dýpstu samúð.
Ómar Stefánsson, oddviti
Framsóknarflokksins
í Kópavogi.
Kveðja frá Eldeyjarfélögum
Skarð er höggvið í félagahóp
Kiwanisklúbbsins Eldeyjar í Kópa-
vogi. Góðs félaga er ekki lengur að
vænta á fundi okkar. Við minnumst
hans hér með fátæklegum kveðju-
orðum. Þorvaldur Guðmundson
gekk til liðs við Eldey árið 1980 og
var virkur félagi í Eldey allt til
dauðadags. Síðustu misserin höml-
uðu erfið veikindi því að hann sækti
almenna fundi, en jafnan lét hann
vita af sér og fylgdist vel með.
Hugur félaganna var líka oft hjá
Þorvaldi í erfiðri glímu hans, allt
þar til yfir lauk. Hans mun verða
sárt saknað.
Sem virkur félagi í Eldey tók
Þorvaldur þátt í starfinu af einlæg-
um áhuga og ræktarsemi. Hann
naut virðingar í klúbbnum, var
fylginn sér, lá ekki á skoðunum sín-
um og talaði hreint út þegar þess
þurfti, en jafnan með hag klúbbsins
og viðgang að leiðarljósi. Þorvaldur
var forseti Eldeyjar starfsárið
1990-1991. Það starf og önnur
ábyrgðarstörf sem klúbburinn fól
honum, leysti hann af hendi með
þeim myndarskap sem voru ein-
kennandi fyrir það sem hann tók
sér fyrir hendur. Þorvaldur og
Dóra voru miklir golfarar og þar
lét Þorvaldur rækilega til sín taka.
Hann var formaður Golfnefndar
umdæmisins um skeið og skipu-
lagði og sá um mörg Eldeyjar- og
svæðisgolfmót og fórst það jafnan
vel úr hendi. Þau hjónin höfðu
einnig gaman af ferðalögum og
fóru í ófáar Kiwanisferðirnar innan
lands sem utan í hópi góðra vina og
félaga.
Kiwanisklúbburinn Eldey hefur
misst góðan félaga sem við minn-
umst af hlýhug og þakklæti. Missir
okkar er sár, en miklu sárari er þó
missir Dóru og fjölskyldunnar.
Megi góður Guð leiða þau í gegnum
þennan erfiða tíma. Minning um
traustan og góðan félaga mun lifa.
Eldeyjarfélagar.
Fallinn er í valinn vinur minn
Þorvaldur Ragnar Guðmundsson,
en hann lést hinn 28. þessa mán-
aðar eftir erfið veikindi.
Ég kynntist Þorvaldi eftir að
hann fór að vinna í landi en hann
hafði áður unnið hjá Eimskipa-
félagi Íslands um árabil. Okkar
leiðir lágu saman í starfi Fram-
sóknarflokksins og hygg ég að
vandfundinn sé sá maður sem unn-
ið hefur flokknum og samstarfs-
fólki sínu jafn drengilega og hann.
Ætlaði ég að heimsækja hann á
sjúkrahúsið, en annir og slæm veð-
ur settu strik í reikninginn en mað-
urinn með ljáinn lætur slíkt ekki
aftra sér. Þorvaldur sá um útgáfu
Framsýnar, blaðs flokksins í Kópa-
vogi, og öflun auglýsinga í það blað
í mörg ár og tel ég víst að fáir eða
engir komist þar með tærnar sem
Þorvaldur hafði hælana í þeim efn-
um.
Undanfarið ár hrakaði heilsu
hans mjög og því lét hann af þeim
störfum. Hans verður sárt saknað
af flestum, sjálf sakna ég vinar í
stað, því alltaf var hægt að fá góð
ráð og ábendingar hjá honum,
sama á hvaða sviði.
Hann var traustur og ljúfur eða
Þorvaldur
R. Guðmundsson