Morgunblaðið - 08.02.2008, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Margrét Níels-dóttir fæddist á
Akranesi 1. sept-
ember 1918. Hún
lést á Sjúkrahúsi
Akraness fimmtu-
daginn 31. janúar
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
hjónin Níels Krist-
mannsson, útgerð-
armaður og bókari,
f. 21. febr. 1892, d.
5. október 1971 og
Margrét Jónsdóttir,
húsmóðir, f. 15.
febrúar 1891, d. 9. nóvember
1956. Systkini Margrétar voru
Jón Andrés, bóksali, f. 10. apríl
1917, d. 24. júlí 1950
og Kristrún, hús-
móðir, f. 7. júní
1920, d. 20. nóv-
ember 1994.
Margrét ólst upp
og bjó alla sína ævi
á Akranesi. Átti hún
lengst af heima á
Vesturgötu 10, en
síðustu árin bjó hún
á Dvalarheimilinu
Höfða. Hún vann al-
menn verslunar-,
þjónustu- og fisk-
vinnslustörf.
Útför Margrétar fer fram frá
Akraneskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Látin er á Akranesi kær frænka,
Margrét Níelsdóttir.
Ég er búin að þekkja Möggu allt
mitt líf. Móðir hennar Margrét Jóns-
dóttir var ömmusystir mín og naut ég
og öll mín fjölskylda góðs af því.
Amma mín lést tiltölulega ung og þar
sem faðir minn var orðinn foreldra-
laus ungur maður tók fjölskyldan á
Akranesi hann inn í sína fjölskyldu.
Þegar ég var tveggja ára fór ég til
dvalar á Akranesi á sómaheimilið
Vesturgötu 10 og dvaldi þar nokkurn
tíma, en þangað voru allir velkomir og
þáðu viðurgjörning. Þegar faðir minn
var við framhaldsnám í Kaupmanna-
höfn rétt eftir seinni heimsstyrjöldina
og hafði ekki efni á að hafa okkur
börnin hjá sér þá tók fjölskyldan í
Níelsarhúsi á móti okkur og vorum
við þar nokkurn tíma, gengum í skóla
og vorum eins og aðrir heimilismenn.
Magga var heima og studdi foreldra
sína í þessu og átti ég mitt skjól hjá
henni og var mikið gott að fá að kúra
hjá henni á köldum vetrarkvöldum.
Bróðir minn var hjá Andrési bróður
Möggu og Sigrúnu konu hans, þetta
fólk bjó allt í sama húsinu. Níels var
alltaf með kindur og einnig voru
hænsni í kofa bak við hús. Þegar
hugsað er til baka þá má rétt ímynda
sér að það hefur þurft mikið til að
fæða alla. Það var mikill gestagangur
á heimilinu og kom fólk oft um helgar
frá Reykjavík til dvalar yfir helgina.
Níels vann í Sparisjóðnum og Andrés
var með bókabúðina og Magga vann
stundum þar eða í fiski.
Þegar móðir hennar féll frá hélt
hún heimili með föður sínum í allmörg
ár og fór vel á með þeim. Að föður sín-
um látnum flutti hún á Sóleyjargöt-
una og átti heima þar í mörg ár og
vann ýmis störf. Þegar halla fór und-
an fæti flutti hún á Dvalarheimilið
Höfða og undi hag sínum nokkuð vel.
En á síðustu misserum hefur heilsu
hennar hrakað mjög og var hún farin
að heyra mjög illa. Ég reyndi að hafa
samband við hana eftir föngum. Ég
vil þakka Möggu minni samfylgdina í
gegnum lífið og alla elsku hennar í
minn garð. Ég votta aðstandendum
hennar mína dýpstu samúð.
Sigríður Bjarnadóttir.
Elsku Magga tanta, þessi sálmur
er til þín.
Kom, huggari, mig hugga þú,
kom, hönd, og bind um sárin,
kom, dögg, og svala sálu nú,
kom, sól, og þerra tárin,
kom, hjartans heilsulind,
kom, heilög fyrirmynd,
kom, ljós, og lýstu mér,
kom, líf, er ævin þver,
kom, eilífð, bak við árin.
(Valdimar Briem.)
Guð geymi þig. Kær kveðja,
Brynjar Aron, Fanney Rún
og Halla Hrund.
Það er mikið til í því að hnattvæð-
ingin umtalaða og endalausar fram-
farir í samskiptatækni hafi breytt
heimsmyndinni og tilfinningu okkar
fyrir fjarlægðum. Í ágúst fluttum við
fjölskyldan til Vancouver á vestur-
strönd Kanada og með háhraða int-
ernettengingar og þess háttar fínerí
höfum við ekkert sérstaklega haft á
tilfinningunni að við séum mikið
lengra í burtu frá suðvesturhorni Ís-
lands en þegar við bjuggum á Akur-
eyri. Fimmtudaginn 31. janúar rann
heldur betur upp fyrir okkur að um
hreina skynvillu er að ræða, í raun er-
um við óra-óralangt frá Akranesi og
við þurfum að finna leið til að fjar-
kveðja Möggu frænku.
Þó við séum sorgmædd yfir að vera
tilneydd til að kveðja svo dýrmæta
vinkonu og algjöra uppáhaldsfrænku,
þá erum við líka einhvern veginn í
hjarta okkar glöð. Við erum glöð yfir
því að Magga kvaddi með reisn eins
og hún alltaf ætlaði sér að gera og án
mikilli þjáninga. Við erum líka óend-
anlega glöð yfir því að hafa verið svo
lánsöm að eiga Möggu að og það er
eiginlega ekki annað hægt en að
minnast hennar með bros á vör og sól
í hjarta.
Þegar ég hugsa um Möggu þá
hugsa ég um góða stemmingu, dans-
lögin sem eitt sinn voru í útvarpinu á
laugardagskvöldum, Hauk Morthens,
sérrý, coffee cream vindla, hressar
vinkonur að spila brids og endalaust
sólskin. Ekki það að alltaf hafi verið
standandi partý í gangi en í minning-
unni var alltaf gleði og léttleiki hjá
Möggu. Magga nefnilega kunni að
hafa gaman í lífinu og það varð til þess
að það var einstaklega gaman að vera
í kringum hana. Tískusýningarnar
sem haldnar voru á Sóleyjargötu 1
eru óteljandi, sjósundin frá Langa-
sandinum líka og í sérstöku uppáhaldi
var að fá Frikasí með hvítri sósu og
appelsíni. Best af öllu var þó að heyra
smitandi hláturinn og njóta nærveru
þessarar einstöku konu.
Þegar við knúsuðum Möggu bless í
ágúst síðastliðnum þá vissum við
mjög vel að ekki væri ólíklegt að þetta
væri síðasta knúsið sem við myndum
fá í þessu lífi. Við höfum samt þessa
skringilegu tilhneigingu til þess að
vilja trúa því að fólkið sem alltaf hefur
verið til staðar verði þar áfram hvað
sem á gengur. Það er líklegt að sú trú
auðveldi okkur að taka stóru skrefin.
En við erum svo heppin að eiga í
minningunni hláturinn og gleði sem
mun ávallt fylgja okkur hvert sem leið
okkar mun liggja í þessum heimi.
Magga hafði dálæti á sjónum og
var ákaflega dugleg langt fram eftir
aldri að synda í honum frá Langa-
sandinum. Okkar leið til að fjarkveðja
Möggu verður því á ströndinni. Í dag
ætlum við fjölskyldan að kveðja
Möggu á Kyrrahafsströndinni okkar
hérna við UBC háskólasvæðið. Við
ætlum að skála fyrir öllum skemmti-
legu stundunum sem við fengum not-
ið í návist hennar með sérrýi og láta
Flís, í tækinu, flytja okkur tónlist
Hauks Morthens. Það er reyndar
aldrei að vita nema Magga líti við því
Fönn er sannfærð um að nú sé Magga
okkar hafmeyja sem syndir um höfin
blá í leit að nýjum ævintýrum og að
henni fylgi hláturinn góði og einstök
skemmtilegheit eins alltaf hafa gert.
Kveðjur frá Vancouver,
Andrea, Hallur, Fönn og Dögun.
Elsku Magga mín, Nú hefur þú
fengið langþráðu hvíldina og það var
gott að fá að kveðja þig með knúsi og
kossi áður en þú fórst til systkina
þinna og foreldra. Ég sit og ylja mér
við minningarnar um samverustundir
okkar. Efst í huga mér eru allar
stundirnar á heimili þínu á Sóleyjar-
götunni, eins þegar við og Brynjar
Aron fórum saman í sumarbústað
sumarið 1998 og í seinni tíð þegar við
sátum í herberginu þínu á Höfða og
spjölluðum saman. Þá var eins og við
værum jafnöldrur, við gleymdum
okkur alveg.
Mig langar að kveðja þig með ljóð-
inu sem þú söngst alltaf fyrir mig þeg-
ar ég gisti hjá þér. Ég syng þetta ljóð
með börnunum mínum fyrir svefninn,
það róar litla fólkið alltaf.
Sofðu unga ástin mín,
– úti regnið grætur.
Mamma geymir gullin þín,
gamla leggi og völuskrín.
Við skulum ekki vaka um dimmar nætur.
(Jóhann Sigurjónsson.)
Elsku Magga mín, takk fyrir allt
sem þú hefur kennt mér og hve oft þú
hefur glatt mig á þinn einstaka hátt,
oftast með hlátri, sögum eða söng.
Lokaerindið söngstu nú ekki fyrir
mig en mér finnst það viðeigandi
núna þegar ég kveð þig:
Sofðu lengi, sofðu rótt,
seint mun best að vakna.
Mæðan kenna mun þér fljótt,
meðan hallar degi skjótt,
að mennirnir elska, missa, gráta og sakna.
Hvíl í friði, yndislega frænka.
Unnur Hallgrímsdóttir.
Það er skrýtið að hugsa til þess að
ég eigi ekki eftir að sjá elsku töntu
aftur en mikið er ég þakklát fyrir að
hafa átt hana að. Þó að Magga frænka
hafi verið orðin mikið veik og af henni
dregið þá var oftast stutt í gömlu góðu
Möggu. Hugur hennar var skýr og
hreinskilnin alltaf til staðar.
Þegar ég var lítil var ég oft í pössun
hjá Möggu og á ég margar góðar
minningar frá Sóleyjargötunni þar
sem ýmislegt var brallað. Ég minnist
hláturs hennar og gjafmildi, hún
gerði besta grjónagraut í heimi að
mér fannst, pönnukökur voru gerðar
við ýmis tilefni og síðan veislur á svöl-
unum á hlýjum sumardögum. Það var
oft spiluð tónlist á Sóleyjargötunni og
ég minnist ófárra skipta þar sem var
dansað og sungið við lagið „Það er
draumur að dansa við dáta“ og „Læk-
Margrét Níelsdóttir
✝ RagnheiðurHera Gísladóttir
fæddist í Hafn-
arfirði 1. apríl
1918. Hún lést á
Hrafnistu í Hafn-
arfirði 29. janúar
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Gísli K. Sigurðsson
fisksali, f. 27.11.
1898, d. 20.7. 1963
og Kristín Ás-
mundsdóttir, f.
25.12. 1892, d. 2.2.
1972. Systkini
hennar voru Davíð og Gústa og
er þau bæði látin.
Hera giftist 21.9. 1946 Sigurði
Sigurjónssyni skipstjóra, f. 7.8.
1924, d. 25.12. 1986. Sigurður
fórst með ms. Suðurlandi á jóla-
nótt 1986. Börn þeirra eru: 1)
Sigurður, f. 1956, kvæntur Stein-
ey Björk Halldórsdóttir, f. 1961,
þau eiga tvö börn, Ragnheiði
Heru og Sigurð Ragnar. 2)
Hrönn, f. 1958, hún
á fjögur börn og
tvö ömmubörn. Þau
eru Kristinn Gísli,
Ólafur Ingi, Heiða
Sigrún og Þóra Sif.
Langömmubörnin
eru Hera og Guð-
mundur Hrafn. 3)
Sigurjón Gísli, f.
1961, sambýliskona
Sigrún B. Jóns-
dóttir. Börn Sig-
urjóns og Jóhönnu
Pétursdóttur eru
Kristjana Hera,
Pétur Vignir og Sindri Snær.
Hera var elst þriggja systkina
og ólust þau upp á Öldugötu í
Hafnarfirði. Hera og Sigurður
hófu búskap sinni í Hafnarfirði,
og bjuggu þau þar alla tíð, nema
örfá ár þegar fjölskyldan fluttist
suður á Vatnsleysuströnd.
Hera verður jarðsungin frá
Víðistaðakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Amma mín er með eyru sem hlusta
af alvöru.
Faðm sem heldur fast.
Ást sem er endalaus og hjarta gert
úr gulli.
Hvar á maður að byrja þegar mað-
ur á svona mikið af minningum. Ég er
fædd hinn 1. apríl 1985 á 67 ára af-
mælinu þínu á baðherbergisgólfinu
heima hjá þér. Ein af mínum uppá-
haldsminningum byrjaði þegar ég var
að verða 4 ára og fékk að hringja
heim til þín til að fá að gista. Það var
ekkert mál og þau urðu allmörg laug-
ardagskvöldin sem ég fékk að koma
yfir til að gista. Ég rölti yfir til þín,
mamma fylgdist með mér út um
gluggann á meðan ég rölti yfir til að
eyða kvöldinu með þér. Við sátum og
horfðum á Fyndin fjölskyldumynd-
bönd og svo á Morðgátur. Svona
eyddi ég laugardagskvöldum í mörg
ár. Einnig situr það mjög fast í mér
þegar þú varst að fara út til Gústu
frænku og ég suðaði og suðaði, hvort
ég mætti ekki koma með. Svarið var:
þegar þú verður eldri, þá máttu koma
með mér. En þá stakk ég bara upp á
því að troða mér í ferðatöskuna þína,
það væri ekkert mál. Þú varst alveg
sammála mér, en mamma mátti ekki
vita af því. Því miður varð aldrei úr
því þar sem Gústa frænka lést fyrir
aldur fram. Einnig var sá fasti liður
að fara í Fjarðarkaup einu sinni í viku
með mömmu og þér til að versla, en ef
ekki var farið í Fjarðarkaup þá rölti
ég stundum með þér út í kaupfélag.
Þú kenndir mér svo margt. Þú
kenndir mér að sauma, þú keyptir
handa mér kort sem ég átti að sauma
krosssaum í og þau kort mátti ég ekki
fara með heim fyrr en ég væri búin
með þau. Því þú naust þess að fá mig
yfir til þín, á meðan lagðir þú kapal og
ég saumaði eða var að dunda mér við
eitthvað annað. Þú kenndir mér að
leggja kapal. Þegar ég var lítil sagði
ég alltaf að ef ég mundi eignast stelpu
þá mundi ég skíra hana í höfuðið á
þér, þú varst mjög sátt við það. Svo
varð af því, hinn 25. janúar 2005 eign-
aðist ég stelpu sem fékk nafnið Hera
Gísladóttir. Þú varst svo stolt af henni
og varst svo ánægð þegar ég kom
með hana til þín, en ef ég kom ekki
með hana þá spurðir þú mig alveg
spjörunum úr hvernig hún hefði það
og hvort hún væri byrjuð að gera eitt-
hvað nýtt eða koma með einhver ný
orð.
Eitt af því sem ég gerði oft fyrir þig
var að syngja fyrir þig Snert hörpu
mína og er þetta eitt af mínum uppá-
haldslögum og mun það alltaf sitja
fast í hjarta mínu. Nú kveð ég þig,
amma mín. Ég veit að hann afi tekur
á móti þér eftir mikla bið eða tæp 22
ár. Ég sit núna og er að hugsa um allt
það sem fór á milli okkar síðustu 23
ár. Og segja þessi orð allt sem segja
þarf.
Þú ert safnauppsprettan. Tengilið-
ur okkar við fortíðina.
Þú sást og heyrðir og snertir svo
margt sem var horfið, áður en
mamma fæddist, áður en ég fæddist.
Þú þekkti löngu liðinn heim. Heim
sem þú þekktir eins vel og ég þekki
þann sem við lifum nú í. Þú færðir
mér sögu lífs þíns að gjöf.
Ég skal geyma hana og gefa börn-
um mínum og þau svo sínum.
Elsku amma, ég vildi að ég hefði
brosið þitt blíða, hendurnar mjúku og
hlýju. Ég vildi að ég hefði styrk þinn
og þrek. Þín
Heiða Sigrún.
Elsku amma,
ég átti mér þá ósk heitasta að þú
myndir verða enn á lífi þegar ég út-
skrifaðist sem stúdent úr Flensborg,
þá ósk fékk ég uppfyllta, þó að þú
fengir ekki að njóta dagsins með mér
eins og ég hefði vonað. Elsku amma,
ég mun aldrei gleyma þér og öllu því
sem þú hefur kennt mér í gegnum
ævina. Þess sem þú hefur kennt mér
á mínum síðari árum mun ég fá að
njóta alla mína ævi. Alltaf fór ég til
þín þegar ég var vinna á Hrafnistu og
sá tími og samtöl eru mér mjög kær,
því lítið man ég frá æsku minni. Síð-
ustu daga hef ég þó verið að rifja upp
daga okkar saman, eins og þegar þú
komst alltaf í kaffi til mömmu á
morgnana. Þegar ég lék mér með dót-
ið sem var alltaf geymt undir baðher-
bergisinnréttingunni heima hjá þér,
allt var tekið fram í eldhús þar sem þú
sast við eldhúsborðið og lagðir kapal
eða talaðir við mömmu. En þær
stundir sem ég man þó best eftir er
þegar ég kom til þín í fisk. Þú kunnir
að elda mjög góðan fisk. Mig langar
bara, elsku amma mín, að þakka þér
fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig
og mína fjölskyldu og skilaðu kveðju
til hans afa, afans sem ég hef aldrei
kynnst en hlakka til þess einn daginn.
Það eina sem heldur manni gangandi
þessa dagana er að vita það að hann
mun hugsa um þig, elsku amma mín.
Þín
Þóra Sif.
Þau voru þung skrefin þegar ég
kom til þín á Hrafnistu þegar mamma
sagði mér frá líðan þinni, amma mín.
Ég var búinn að reyna að búa mig
undir þetta vel áður, eins og ég best
gat, en glaður var ég þegar ég var bú-
inn að sjá þig og hálf kveðja þig þegar
ég sá hvernig komið var. Sem kom
heim og saman, því 2 dögum seinna
ákvaðstu að kveðja okkur, sátt við líf-
ið, tilveruna og afrekin og halda á vit
ævintýranna sem að handan bíða
ásamt því að hitta afa heitinn sem fór
langt umfram aldur frá okkur á Jóla-
dag ’86. Ég er þakklátur fyrir allt sem
að þú hefur gert og kennt mér í gegn-
um lífið, súrt og sætt, elsku amma
mín.
Hún Hera amma var kona góð,
fékk mig að láni frá mömmu fyrir til-
stuðlan afa vegna þess hversu hann
var það mikið á sjó og hún ein með
heimili, því öll þeirra börn voru farin
úr hreiðrinu. Það fór því svo að hún ól
mig upp eins og hún best gat, og ég
mun búa að því út lífið. Það var ekki
auðvelt að fyrir ömmu, konu á
miðjum aldri, að eiga við 5 ára líflegan
og uppátækjasaman dreng, sem ég
var í æsku og fram á unglingsaldur.
Ég bý að þeim gildum, sem hún
kenndi mér, ásamt afa þegar hann
var í landi, þolinmæðin, staðfestan og
umburðarlyndið gangvart mér var
aðdáunarvert og jú, hún siðaði mig til
þegar þess þurfti, en oftar en ekki
slapp ég við skrekkinn. Ég þakka
henni fyrir þetta uppeldi, því að það
hefur skilað mér þetta langt í lífinu
sem raun ber vitni. Eins minnist ég
allra siglingana sem við fórum með
afa á fraktskipunum til Evrópu og
þeirra góðu tíma sem við áttum sam-
an þar, ásamt því þegar við fórum til
Stjána og Ellu uppá Skaga eða í bú-
staðinn til þeirra í Skorradal. Eins
fékk ég að fara með þér til Bandaríkj-
anna að hitta Gústu systur þína og
manninn hennar hann Bill, sú ferð fer
seint úr minni.
Mikið var gaman að færa þér tíð-
indin þegar ég varð stoltur og ríg-
montinn pabbi í fyrsta sinn og þú
fékkst þitt annað langömmubarn,
hann Guðmund Hrafn, stoltið leyndi
sér ekki hjá þér yfir honum. Mér
fannst þú vera bara pínu montin yfir
honum, amma mín, þegar ég og Alda
komum með hann í heimsókn til þín.
Vil ég þakka þér fyrir þann tíma sem
ég fékk að vera í kringum þig, þessa
stoltu og glæsilegu konu, sem þú
varst, elsku amma mín. Ég mun
sakna þín mjög mikið þó svo að sam-
band okkar nú seinni ár hafi ekki ver-
ið mikið, sem raun ber vitni. En nú
ertu kominn til afa að endurnýja ykk-
ar vinskap eftir öll þessi ár sem hann
hefur verið frá og bið ég vel að heilsa.
Minningarnar um ykkur eru margar
og góðar, elsku amma. Í dag kveð ég
þig með miklum söknuði, elsku
amma, og geymi ég góðan stað fyrir
þig og allar minningarnar í mínu
hjarta af eilífu.
Kristinn Gísli Guðmundsson.
Ragnheiður Hera
Gísladóttir