Morgunblaðið - 08.02.2008, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.02.2008, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2008 23 AUSTURLAND Ólafsvík | Þótt kalt væri í veðri í Ólafsvík á mánudag voru börnin í leikskólanum Krílakoti í góðu skapi og skein af þeim gleðin. Börnin ásamt starfsfólki höfðu lagt í mikla vinnu til þess að fá grænfána og nú var komið að stóru stundinni, að fá viðurkenninguna afhenta. Þórunn Sigþórsdóttir, umhverf- isfulltrúi fyrir staðardagskrá og Green Globe á Snæfellsnesi, og Rósa Erlends- dóttir, deildarstjóri Lýsuhólsskóla, af- hentu leikskólanum grænfánann og Krist- inn Jónasson bæjarstjóri dró hann að húni við mikinn fögnuð barnanna. Að því loknu sungu börnin tvö lög fyrir gesti. Þórunn sagði að þetta væri 45. græn- fáninn sem afhentur væri á Íslandi, og væri leikskólinn í Krílakoti sjötti skólinn á Snæfellsnesi sem fengi viðurkenninguna. Morgunblaðið/Alfons Krílakot fær grænfána Eftir Guðrúnu Völu Elísdóttur Borgarnes | Þær létu gamlan draum rætast vinkonurnar Sigrún Eygló Sigurðardóttir og Inger Helgadóttir og settu á fót verslun fyrir stórar konur í Borgarnesi. Verslunin fékk heitið „Yfir 46“. Verslunin var opnuð 15. nóv- ember á síðasta ári og hefur að þeirra sögn gengið vonum framar. Hvorug þeirra er þó byrjandi í rekstri því árið 1999 keyptu þær efnalaugina Múlakot ásamt vin- konu sinni, Sesselju Bjarnadóttur. Síðan breyttust aðstæður þannig að Sigrún keypti þær út og rak efnalaugina ein. Þegar hún fékk stærra húsnæði undir starfsemina við Borgarbraut 55 kviknaði þessi hugmynd. „Já, við vorum búnar að vera að hugsa um þetta síðan 2002 til þess að nýta húsnæðið, en síðan ákvað ég að leigja hluta af því út,“ segir Sigrún. Þar var um tíma rekin prentþjónusta og síðar hár- greiðslustofa. „Þegar Sigrún sagði mér í haust að nú væri eigandi hárgreiðslustofunnar búinn að segja upp húsnæðinu og nú skyld- um við láta til skarar skríða varð ég hálfóróleg en hún gaf sig ekk- ert með þetta,“ segir Inger. „Við höfðum auðvitað talað um að vera með verslun með stór föt fyrir konur, því hver er sjálfum sér næstur. Og við fórum að spek- úlera í því hvaðan við vildum flytja inn föt og ætluðum fyrst að flytja inn ákveðið merki frá Þýskalandi. En til þess að ná samningum við þá þurftum við að uppfylla ákveð- in skilyrði og eitt af því var að verslunin væri í bæ sem hefði 70.000 íbúa og við treystum okkur ekki til að fjölga Borgnesingum um 68.000.“ Tískan á undan okkur Þannig vildi það til að þær fóru að skoða merki frá Frakklandi og Ungverjalandi, en þær voru svo heppnar að hafa Ungverja í vinnu sem gátu aðstoðað þær við að leita að fyrirtækjum, finna hönnuði og merki. „Við höfum getað farið út með okkar hugmyndir og látið sauma fatnað eins og okkur líkar, en allt kemur þetta til af því að við eigum vinkonu sem á hús í Ung- verjalandi og þangað höfum við farið oft og mörgum sinnum.“ Þær segjast báðar mjög ánægð- ar með viðskiptin. „Bæði hönnun og vinnubrögð eru til mikillar fyr- irmyndar, og það sem kom okkur mikið á óvart var að tískan þar er yfirleitt einum til tveimur árum á undan okkur.“ Þær segja þetta hafa komið á óvart því margir telja fyrrum austantjaldslöndin frekar „skódaleg“ og vanmeti vörur frá þessum löndum. „Við seljum líka pólskar húðvörur sem heita Lirene en þetta eru hágæða- vörur á afar góðu verði.“ Fatnaðurinn í versluninni sam- anstendur af yfirhöfnum, kjólum, buxum, peysum, bolum og slám, auk þess sem þar fást slæður og ýmsir fylgihlutir. „Og nú erum við að fara að taka inn franska nærfa- talínu fyrir flottar konur og alveg upp í stærð 60, en það er franskur hönnuður sem við fundum sem hefur verið að hanna föt fyrir stór- ar og flottar konur í 15 ár og þessi nærfatalína er að byrja í fram- leiðslu.“ Þær Sigrún og Inger segja eft- irspurn eftir fatnaði fyrir stórar konur talsverða. „Við sendum vörur víða um land, en reyndar finnst okkur borgfirskar konur minni en við héldum og þess vegna erum við með vörur frá stærð 40, þó að úrvalið sé meira í stóru stærðunum og búðin heiti „Yfir 46“,“ segir Sigrún og hlær. „En við höfum fengið jákvæðar og góðar viðtökur og með það erum við ánægðar.“ Inger bætir því við að þær séu á góðum stað mið- svæðis í bænum og tilvalið fyrir ferðafólk að líta inn. „Við erum með opið alla virka daga og á laugardögum, en við tökum líka á móti einstaklingum eða hópum ut- an afgreiðslutíma ef óskað er.“ „Hver er sjálfum sér næstur“ Morgunblaðið/Guðrún Vala Stofnuðu verslun með yfirstærðir fyrir konur Bjartsýni Inger Helgadóttir sem hér sést með ömmustelpunni Birgittu Agnesi og Sigrún Eygló Sigurð- ardóttir ákváðu að opna verslun í Borgarnesi með föt fyrir stórar konur og eru ánægðar með byrjunina. LANDIÐ Vopnafjörður | Menningarráð Aust- urlands hefur úthlutað styrkjum til 85 menningarverkefna á Austur- landi, samtals að upphæð 31,8 millj- ónir króna. Hæstu styrkir námu 1,1 milljón króna en þeir lægstu 100 þúsund krónum. Alls bárust menn- ingarráðinu 120 styrkumsóknir að þessu sinni. Ráðherrar menntamála og iðn- aðar endurnýjuðu samstarfssamn- ing ríkis og sveitarfélaga á Austur- landi um menningarmál hinn 9. janúar sl. og gildir hann til ársloka 2010. Þetta er í 8. sinn sem úthlutað er styrkjum skv. samstarfssamningi ríkis og sveitarfélaga á Austurlandi en fyrsta úthlutun fór fram 2002. Af umsóknum og úthlutunum í ár má ráða að menningarstarfið á Austur- landi er blómlegt og víða að finna kraftmikla nýsköpun, hvort heldur er á sviði lista eða menningar- tengdrar ferðaþjónustu. Úthlutunin fór fram við hátíðlega athöfn í Miklagarði á Vopnafirði að viðstöddu fjölmenni og ávarp flutti meðal annarra Ólöf Ýrr Atladóttir, nýskipaður ferðamálastjóri. Þrír aðilar hlutu hæsta styrk, 1,1 milljón. Veitt var til fimm verkefna á Vopnafirði undir samheitinu Menn- ing um landið. Innifelur það mynd- listarsýninguna Smaladrengurinn frá Möðrudal, Skáldakvöld á Vopna- firði, leikgerð af Vopnfirðingasögu, opnun á bræðrasetri Jóns Múla og Jónasar Árnasona og dans- og leik- smiðju fyrir börn. Frú Norma, at- vinnuleikhús, fékk einnig 1,1 milljón fyrir uppfærslu Soffíu músar og námskeiðahald. Þá fékk kirkju- og menningarmiðstöðin Eskifirði sömu upphæð í fimm verkefni; listsýningu Baltasars Sampers, aðventu- tónleika, síðasta lag fyrir svæð- isútvarp, gospelnámskeið og Systk- inin Steinway og Stradivarius. Morgunblaðið/Jón Sigurðarson Fagnað Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri afhendir Sigríði Dóru Sverr- isdóttur menningarfulltrúa Vopnfirðinga styrk til menningarverkefna. 32 milljónir í aust- firska menningu VERKEFNIÐ Hagvöxtur á heima- slóð er sniðið að þörfum fyrirtækja og hagsmunaðila í ferðaþjónustu og markmiðið að efla faglega hæfni í stefnumótun, vöruþróun og markaðs- setningu með sérstakri áherslu á samstarf innan og milli svæða. 15 fyrirtæki á Austurlandi hafa nú lokið þátttöku. Meðal þeirra er Gisti- húsið Egilsstöðum, en eigendur þess eru Gunnlaugur Jónasson og Hulda Daníelsdóttir. „Þetta var athyglis- vert,“ segir Gunnlaugur. „Þarna voru hinir ýmsu fyrirlestrar varðandi markaðssetningu, klasasamstarf, samvinnu og verkefnagerð. Stóra at- riðið í verkefninu var að búa til teng- ingar milli ferðaþjónustuaðilanna á Austurlandi, þrátt fyrir að menn hafi líka verið að læra hver fyrir sig. Þetta á vísast eftir að bera ávöxt. Hér eru allir að berjast í því sama og samvinna hlýtur að vera af því góða.“ Gunnlaug- ur segir ýmsar hugmyndir í pípunum varðandi samstarf í ferðaþjónustunni á Austurlandi, sem og varðandi frek- ari samvinnu við Markaðsstofu Aust- urlands. Gistihúsið Egilsstöðum hef- ur verið rekið í núverandi mynd í tíu ár, en verið gistihús nær óslitið frá árinu 1903. Hagvaxtarverkefnið hefur verið á Vesturlandi, Suðurlandi, Norðurlandi og Vestfjörðum. Verkefnið fer næst fram á Suðurnesjum Þátttökufyrirtæki á Austurlandi voru Aldamótabærinn Seyðisfjörður, Austfjarðaleið, Birds.is, Ferðaskrif- stofa Austurlands, Ferðaþjónustan Mjóeyri, Fjalladýrð, Fjarðaferðir, Gistiheimilið Grái hundurinn ehf., Gistihúsið Egilsstöðum, Hótel Aldan, Hótel Framtíð, Hótel Hérað, Klaust- urkaffi, Tanni ehf. ferðaþjónusta og Skálanes.Útflutningsráð hefur þróað HH verkefnið í samvinnu við Samtök ferðaþjónustunnar, Impru nýsköpun- armiðstöð, Ferðamálasetur Íslands og Byggðastofnun en að auki styður Landsbankinn við verkefnið. Hagvöxtur efld- ur á heimaslóð Ljósmynd/HH Vaxtarverkefni Þátttakendur ásamt Ingu Hlín Pálsdóttur verkefnisstjóra. 15 ferðaþjónustu- fyrirtæki á Austur- landi í verknámi Neskaupstaður | Þrír sækja um stöðu skólameistara við Verk- menntaskóla Austurlands. Helga Steinsson, núverandi skólameistari, lætur af störfum í lok mánaðarins. Umækjendur eru Jóhannes Ágústsson, Marinó Stefánsson og Olga Lísa Garðarsdóttir. Öll eru þau framhaldsskólakennarar. Umsóknarfrestur rann út í byrj- un febrúar. Miðað er við að menntamálaráðherra skipi í stöð- una til fimm ára frá 1. mars n.k., að fenginni tillögu hlutaðeigandi skólanefndar. Helga Steinsson hefur gegnt stöðunni undangengin tólf ár en flytur sig nú um set og verður verkefnastjóri hjá Fjölmenning- arsetri. Verkmenntaskóli Austurlands var stofnaður árið 1986 og er eini skólinn á Austurlandi sem býður upp á verklegt nám. Þrír sækja um skólameistara Egilsstaðir | Barkinn, söngkeppni Menntaskólans á Egilsstöðum, fer fram í kvöld í fjölnotahúsinu í Fella- bæ og hefst dagskráin kl. 18:30, en húsið verður opnað klukkustund fyrr. Egill Gunnarsson, formaður nemendafélags ME, segir Barkann nú veglegri en nokkru sinni fyrr og hefur þó oft verið vel í lagt á und- angengnum árum. Kynnir keppninnar verður Björgvin Franz Gíslason og for- maður dómnefndar Páll Óskar Hjálmtýsson. Keppendur eru sex- tán að þessu sinni. Björgvin Franz verður með skemmtiatriði í hléi og sigurvegari Barkans frá í fyrra tek- ur lagið. Barkinn sung- inn í kvöld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.