Morgunblaðið - 08.02.2008, Blaðsíða 29
daglegt líf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2008 29
hverjar ljóðabækur
hans hafi verið til-
nefndar til verðlauna,
en hann er líka leik-
skáld og prósahöf-
undur og er að sjálf-
sögðu jafnvel að
verðlaunum kominn,
hvaða höfundarverk
sem í hlut á.
x x x
Fyrst Víkverji erkominn á bók-
menntabuxurnar er
ekki úr vegi að minn-
ast á skáldsögu Jóns
Kalmanns Stef-
ánssonar; Himnaríki
og helvíti, sem Víkverji hefur nýlok-
ið við. Hvílík textaveizla! Það er ekki
oft sem Víkverji verður að lesa bók
tvisvar sinnum eða oftar í striklotu
til þess að kreista alla sæluna úr
textanum. En þannig fór um Himna-
ríki og helvíti. Víkverja
finnst eiginlega verst að
vera búinn að lesa bók-
ina, því þótt hann eigi
örugglega eftir að lesa
hana aftur, þá jafnast
það ekki á við fyrstu
kynnin. Hvar var þessi
bók eiginlega, þegar
menn voru að tilnefna til
íslenzku bókmennta-
verðlaunanna? Vissu
þeir ekki af henni eða
hvað?
x x x
Víkverji slær botninní þennan bókapistil
með því að minnast á
bók sem hefur verið honum hand-
gengin að undanförnu. Þetta eru
Ljóðmæli Einars Sigurðssonar í Ey-
dölum, sem Jón Samsonarson og
Kristján Eiríksson bjuggu til prent-
unar.
Víkverji verður að lýsa ánægjusinni með að Þorsteinn Þor-
steinsson skyldi hljóta íslenzku bók-
menntaverðlaunin fyrir bók sína um
skáldskap Sigfúsar Daðasonar.
Þótt Víkverji hafi löngum brotið
heilann um margt í ljóðum Sigfúsar
Daðasonar var eitt og annað sem
stóð fast í skilningstrénu. Bók Þor-
steins reyndist hinn bezti lykill að
skilningi á skáldinu og það sem mest
er um vert; hún er skrifuð á ákaflega
lipru og læsilegu máli, einmitt þeirr-
ar gerðar sem Víkverja finnst að
svona bækur eigi að vera; leið fyrir
lesandann að átakalausri innlifun í
efnið.
x x x
Víkverji hefur ekki lesið verð-launaminningabók Sigurðar
Pálssonar, en á hana inni og hlakkar
til á meðan. Víkverji hefur reyndar
fyrst og fremst litið á Sigurð sem
ljóðskáld og man ekki betur en ein-
víkverji skrifar | vikverji@mbl.is
Útlitið er svart ef betri helm-ingurinn fer í taugarnar áþér. Ný bandarísk rann-
sókn sýnir nefnilega að litlu hlut-
irnir, sem pirra pínulítið til að byrja
með, þróast gjarna út í stærri og
stærri árekstra eftir því sem parið
er lengur saman.
Vefsíða Berlingske Tidende
greinir frá rannsóknum vísinda-
manna við Háskólann í Michigan á
því hvernig sambönd við maka, vini
og börn þróast yfir langan tíma. Ár-
ið 1992 byrjuðu þeir að skoða sam-
bönd 800 einstaklinga frá Detroit
og nágrenni en þátttakendurnir í
rannsókninni voru á mismunandi
aldri. Árið 2005 var könnunin end-
urtekin og niðurstöðurnar bornar
saman.
Vísindamennirnir komust að því
að pirringurinn eykst einungis í
parasamböndum en ekki öðrum.
„Þetta kom okkur á óvart,“ segir
Kira Birditt, ein af vísindamönn-
unum á bak við rannsóknina. „Al-
mennt sýna aldursrannsóknir að
fólk eykur hæfni sína til að stjórna
tilfinningum sínum með aldrinum.
Það stofnar til betri sambanda eftir
því sem árin færast yfir. Við fund-
um hins vegar út að það skiptir
miklu máli hvers kyns sambandið
er.“
Neikvæð spenna milli hjóna eða
sambúðarfólks er eðlileg, að mati
Birditt, enda verða árekstrar í lang-
flestum samböndum. „Við erum
duglegri við að tjá mökum okkar
skoðanir okkar eftir því sem við
eldumst og sambandið þroskast,“
segir hún. „Það skapar aftur
spennu.“
Á sama tíma og sambandið við
makann versnar með árunum verð-
ur sambandið við börn og vini
minna krefjandi eftir því sem ár-
unum fjölgar, enda þrengist gjarn-
an vinahringurinn eftir því sem við
eldumst, að sögn vísindamannanna.
Á endanum eigum við því vini, sem
fara ekki í taugarnar á okkur.
Samband foreldra og barna batn-
ar oftast með árunum samfara
breyttu hlutverki barnsins með
aldrinum.
REUTERS
Eilíf ást? Sumum finnst sem þeir séu fastir í neti hjónabandsins þegar litlu
gallarnir fara að verða mjög pirrandi.
Gamla ástin
ryðgar
Það eru gömul sannindi aðkvenmannsleggir í háhæl-uðum skóm geti vakið löng-
un til kynlífs meðal karlmanna.
Það virðist þó ekki vera eini kost-
urinn sem háu hælarnir búa yfir er
kemur að kynlífinu, sé mark tak-
andi á ítalska þvagfæralækninum
Mariu Cerutti. Cerutti fullyrðir,
samkvæmt því sem dagblaðið Tim-
es greindi frá, að það að ganga um
á háum hælum styrki móðurlíf
kvenna og sterkir grindarbotns-
botnsvöðvar eru góðir fyrir kynlíf –
jafnt karla sem kvenna.
Áhrif hælanna voru könnuð við
Háskólann í Veróna á Ítalíu þar
sem Cerutti framkvæmdi rann-
sóknir með því að mæla hve mikilli
spennu grindarbotnsvöðvarnir
héldu á meðan konurnar voru með
fætur sína í mismunandi stell-
ingum. Þegar fóturinn er beygður í
um 15 gráðu vinkil, sem samsvarar
því að vera á um 7 sentimetra
háum hæl, eru grindarbotnsvöðv-
arnir í hvað mestri hvíldarstöðu og
það er því besta staðan, að sögn
Cerutti, til að æfa þá á meðan mað-
ur gengur.
Cerutti er sjálf mikill aðdáandi
hárra hæla og hóf rannsókn sína
upphaflega til að finna eitthvað já-
kvætt að segja um hælana. „Hæl-
arnir hafa áhrif á grindarbotns-
vöðvann, þeir draga úr verkjum og
bæta heilsuna. Við vonumst nú til
þess að geta sýnt fram á að dagleg
notkun hárra hæla geti dregið úr
þörfinni fyrir grindarbotnsæf-
ingar,“ hefur Times eftir Cerutti.
Rannsóknin tekur þó ekki til
þeirra áhrifa sem háir hælar hafa á
tær, hrygg og hné.
Háir hælar góðir
fyrir kynlífið
Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson
Sjö sentimetrar Æfingaskór fyrir
grindarbotnsvöðva.
EKKI VERA SÚR
Eru tennurnar í sýrubaði oft á dag?
Sýran í sykruðum og sykurlausum gos-
drykkjum getur eytt glerungi tannanna
– og hann kemur aldrei aftur.
Drekktu vatn – líka kolsýrt vatn!
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
2
5
2
0
4
Á köldum og dimmum vetri er nauðsynlegt að fá bæði
fallegan lit í tilveruna og yl í kroppinn og hjúfra sig inni
í hlýjunni yfir heitri súpu eða pastarrétti frá Knorr. Alltaf
einfalt, litríkt og gott með Knorr!
Knorr bollasúpa er
fullkomin máltíð
hvenær sem er.
Hlýtt í vetur