Morgunblaðið - 08.02.2008, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 08.02.2008, Blaðsíða 53
Fréttir á SMS MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2008 53 Lýstu eigin útliti. Ég er dökkhærð, meðalhá manneskja og píreygð. Hvaðan ertu? Ég er fædd og uppalin í Bolungarvík. Styður þú jarðgöng til Vestmannaeyja? (Spurt af síð- asta aðalsmanni, Ólafi Geir Jónssyni) Þar sem ég styð gangagerð á Vest- fjörðum styð ég ganga- gerð til Vest- mannaeyja. Hvað vantar þig helst í búið? Au-pair. Ertu í einhverjum sam- tökum? Nei. Hvers vegna er La Traviata svona ofboðs- lega vinsæl? Því þetta er svo falleg og vel samin og tilfinn- ingaþrungin tónlist. Eigið þið Víóletta eitt- hvað sameiginlegt? Við erum báðar stoltar. Hvorir eru betri, ten- órar eða bassar? Ég er mjög veik fyrir dýpri röddum sem sennilega stafar af því að mig langaði til að vera mezzósópran. Bonn eða Reykjavík? Ég hef aldrei átt heima í Reykjavík, vel Bonn. Hvað ætlaðirðu að verða þegar þú yrðir stór? Söngleikjastjarna. Hvaða bók lastu síðast? Sögu Kamelíufrúarinnar. Hvað gerirðu á frumsýningardegi? Reyni að slaka á og borða góðan mat. Uppáhaldstónlistarmaður/hljómsveit? Maria Callas og Edita Gruberova. Helstu áhugamál? Jóga og gönguferðir. Hvað uppgötvaðir þú síðast um sjálfa þig? Að ég er ekki eins slæmur kokkur og ég hélt að ég væri. Hver er frægasti vinur þinn í dag? Hér á Íslandi er það Jóhann Friðgeir, en úti er það stjórnmálamað- urinn G. Westerweller. Ef Verdi væri á lífi í dag og þú hittir hann í partíi, hvað myndirðu segja við hann? Það er mér heiður að kynnast svona stór- kostlegu tónskáldi, má ég taka í höndina á þér? Hver er fyndnasti mað- ur sem þú hefur hitt? Enginn toppar Bryn- dísi vinkonu mína. Áttu þér uppáhalds- óperu? Lucia di Lammermo- or. Hvers viltu spyrja næsta viðmælanda? Hvað dettur þér fyrst í hug þegar þú heyrir minnst á Jökulfirði? SIGRÚN PÁLMADÓTTIR AÐALSKONA VIKUNNAR ER SÓPRANSÖNGKONA OG FER MEÐ HLUTVERK VÍÓLETTU VALERY Í ÓPERUNNI LA TRAVIATA EFTIR VERDI. LA TRAVIATA VERÐUR FRUMSÝND Í ÍSLENSKU ÓPERUNNI Í KVÖLD Víóletta Sigrún er dökkhærð, meðalhá og píreygð, betri kokkur en hún hélt að hún væri og er fylgjandi jarðgöngum. Árvakur/Árni Sæberg SÖNGDÍVAN Cher ætlar að snúa aftur á svið með því að koma fram í sýningu í Las Vegas. Hin 61 árs söngkona sagði að hún ætlaði aldrei aftur að koma fram eftir að hún fór í sína síðustu tónleikaferð sem stóð frá 2002 til 2005. Nú hefur hún undirritað þriggja ára samning upp á 100 milljónir punda um að koma fram á Caesars Palace hótelinu. „Þetta mun verða ótrúleg sýning með frábærum dönsum. Sviðið verður hreyfanlegt, það verða skjá- ir um allt og við getum breytt borg í skóg á innan við tveimur sek- úndum. Það verður nýtt svið fyrir hvert lag,“ sagði Cher um söng- sýninguna. Hún mun koma fram fjórum sinnum í viku í tvo mánuði sleitu- laust í sal með 4.100 sætum og hefst gamanið 6. maí. Í sumar verður stutt hlé á sýningum en Cher snýr aftur í ágúst í aðra tvo mánuði. Reuters Sérstök Cher hefur alltaf verið skemmtilega til fara. Cher snýr aftur Skilaboðaskjóðan eftir Þorvald Þorsteinsson Ævintýrasöngleikur fyrir alla fjöskylduna sun. 10/2 kl. 14 uppselt Vígaguðinn e. Yasminu Reza fös. 8/2, lau. 9/2 örfá sæti laus Ívanov eftir Anton Tsjekhov Leikstjórn og aðlögun: Baltasar Kormákur Uppselt í febrúar!! „Þau eru frábær, öll fjögur … Þetta er hörkugóð sýning...“ Silja Aðalsteinsdóttir, tmm.is Baðstofan eftir Hugleik Dagsson Frumsýning 9/2 – Sun 10/2 uppselt Opið hús á Vetrarhátíð! Fjör fyrir alla fjölskylduna Borgarskjalasafn Reykjavíkur Tryggvagötu 15, 3. hæð Fyrirlestrar - ókeypis aðgangur 20:00 Heilsufarslegir ávinningar kynlífs. Jóna Ingibjörg Jónsdóttir, hjúkrunar- og kynfræðingur. 21:00 Um Rauðarárholt – þorp í landi Reykjavíkur. Ómar Ragnarsson, fréttamaður. 22:00 Táknmál líkamans. Arna Björk Gunnarsdóttir, leiðbeinandi hjá JCI. 23:00 Íslenskur raðmorðingi og útsendarar Evrópubandalagsins. Ólafur Ásgeirsson, þjóðskjalavörður og sagnfræðingur. 24:00 BlazRoca – Erpur slammar og rappar. Safnið er opið frá kl. 19:00 til kl. 01:00. Önnur fjölbreytt dagskrá, m.a. kvikmynd um Breiðavík frá 1963 og sýning um Laugaveg 4 og 6. Safnanótt vetrarhátíðar föstudag 8. febrúar 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.