Morgunblaðið - 08.02.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.02.2008, Blaðsíða 24
|föstudagur|8. 2. 2008| mbl.is daglegtlíf Vínheimurinn hefur logað í deilum und- anfarin misseri um það hvert vínfram- leiðsla stefni og skiptast menn í nokkr- ar fylkingar. » 27 vín Einbeitingin skein úr augum keppenda sem tóku þátt í förðunarkeppni sem haldin var í Kringlunni í fyrrakvöld á vegum MAC. » 28 tíska Háir hælar munu vera góðir fyrir kyn- lífið á fleiri en eina vegu. Ekki aðeins geta þeir örvað kynhvötina heldur eru þeir góðir fyrir grindarbotninn líka. » 29 daglegt líf Tveir girnilegir réttir matreiddir korteri fyrir kvöldmat úr smiðju matreiðslu- meistara Ítalíu og Pottsins og pönn- unnar. Verði ykkur að góðu! » 26 matur A uðvitað er svolítið stress- andi að keppa á svona stóru móti, þarna verða yfir sextíu keppendur og sumir af bestu skaut- urum heims þar á meðal. Krakkarnir eru frá Finnlandi, Noregi, Svíþjóð og Danmörku auk okkar íslensku stelpnanna, en við erum fimm héðan sem tökum þátt í mótinu. Við ætlum bara að hafa gaman af þessu og það er frábært að Norðurlandamótið skuli núna vera á Íslandi. Gott að vera á heimavelli,“ segja þær Dana Rut Gunnarsdóttir, Helga Jóhanns- dóttir og Íris Lóa Eskin sem keppa fyrir Ísland í flokki 10-15 ára. „Við verðum aldrei saman inni á svellinu í keppninni, því þetta er ein- staklingskeppni. Hver keppandi keppir tvisvar, annars vegar í skyldu og hins vegar í frjálsu prógrammi, og sá sem er með bestu samtalseinkunn vinnur í sínum flokki. Keppt er í þremur flokkum eftir aldri og bæði í karla- og kvennaflokki,“ segja þær stöllur sem hlakka til að hitta alla þessa krakka og vonast til að eignast nýja skautavini frá útlöndum. Þær standa saman í slagnum þó svo að þær æfi ekki hjá sama félaginu. Dana æfir hjá Skautafélagi Reykja- víkur, Íris æfir hjá Birninum og Helga kemur að norðan, hún æfir hjá Skautafélagi Akureyrar. Listhlaup á skautum er mjög ung íþrótt á Íslandi en vinsældir hennar fara þó ört vaxandi. Dana er búin að æfa lengst af þeim stelpunum, enda er hún elst. Þetta er áttunda árið sem hún æfir listhlaup. Norð- anstúlkan Helga er á sínu sjötta ári og hún fór til Finnlands í fyrra og tók þar þátt í Norðurlandamóti. Íris er aftur á móti á sínu þriðja æf- ingaári en gefur hinum tveimur ekk- ert eftir. Hún segist hafa farið að æfa listhlaup af því að vinkona hennar bauð henni eitt sinn með á æfingu og henni fannst gaman. Hinar tvær segjast svo sem ekkert vita hvers vegna þær kusu upphaflega að byrja að æfa þessa fallegu íþrótt. „Mig langaði bara allt í einu til að æfa á skauta en ég var í fimleikum og lang- aði til að breyta til,“ segir Dana og hlær. Detta oft á hverri æfingu Það er heilmikil vinna að æfa list- hlaup á skautum, eins og með flestar íþróttir. Þær æfa fimm daga vik- unnar, stundum tvisvar á dag og stundum í einkatímum þar fyrir ut- an. Þeim finnst það þó ekkert mál og ætla að halda ótrauðar áfram. „Ann- aðhvort er maður í þessu eða ekki en íþróttinni fylgir skemmtilega mikil harka og læti. Maður þarf að hafa rosagott þol og við styrkjumst mikið. Til dæmis dettum við mjög oft á hverri æfingu – það er óhjá- kvæmilegt, sérstaklega þegar við er- um að æfa eitthvað nýtt. Ef maður dettur aldrei tekst manni ekki að bæta sig.“ Þær eru í skemmtilega ólíkum búningum. Dana og Helga fengu saumakonur til að sauma búningana sína eftir þeirra hugmyndum en Íris pantaði sinn rauða búning af netinu. Það er svalt á svellinu þar sem þær svífa um eins og ævintýraverur í fallegum litum. Auk þeirra munu tvær aðrar íslenskar stúlkur keppa í flokknum fyrir 15-18 ára, þær Guð- björg Guttormsdóttir og Íris Kara Heiðarsdóttir, báðar frá Skauta- félagi Reykjavíkur. khk@mbl.is Árvakur/Árni Sæberg Svífandi Fulltrúar Íslands, þær Íris, Dana og Helga eru glæsilegar þar sem þær þeytast um á svellinu og fipast ekki hið minnsta þrátt fyrir að vera á fleygiferð. Íslensku keppendurnir Þessar fimm keppa fyrir Íslands hönd á Norðurlandamótinu um helgina. F.v. Helga Jó- hannsdóttir, Íris Lóa Eskin, Dana Rut Gunnarsdóttir, Guðbjörg Guttormsdóttir og Íris Kara Heiðarsdóttir. Leika sér Það má líka alveg sprella stundum á ísa köldu svelli. Drottningar á skautasvelli Þær ætla að keppa um helgina á Norðurlanda- móti í listhlaupi á skautum og eru til í slaginn. Kristín Heiða Kristinsdóttir spjallaði við þrjár sterkar stelpur sem svifu um svellið eins og álfadrottningar. Norðurlandamót í listhlaupi á skautum 2008 verður haldið 8.- 10. febrúar í Egilshöll í Reykjavík. www.nordics.muna.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.